Þjóðviljinn - 27.06.1963, Síða 5
r
Fimmtudagur 27. júní 1963
H6ÐVIUINN
SÍÐA J
KONAIGEIMFERÐ
Valentína og Valerí á Rauða torginu; fyrir geimf.ugið.
Þegar Valerí Bikovskí flaug
út í geiminn á föstudaginn var
spurðu menn hver annan: Hvað
verður nýtt i þessu flugi? Að
sjálfsögðu gerðu allir ráð fyrir
því, að hinn nýi geimfari
myndi fljúga lengur en félagi
hans Nikolaéf, sem hingað til
hefur átt heimsmetið (64 um-
ferðir, 2,6 millj. km). En spurt
var: Hvað kemur nýtt fram:
enn eitt geimfar með einum
geimfara eða tveimur — eða
máske tvö geimför í viðbót?
Svarið kom á sunnudaginn
og gat satt að segja varla ver-
ið merkilegra á þessu stigi
málsins: sovézk stúlka hafði
slegizt í hópinn. Á fjórða
hringnum talaði hún við Krú-
sjof í síma og var forsætis-
ráðherrann í góðu skapi og
sagði að kvenfólkið heima hjá
sér væri svo stolt og ánægt,
að það væri varla hægt að
koma nálægt því.
Du’arfullt dansgólf
Valentína Téresjkova tókst á
loft og eðlilega færðist allur
þungi atihyglinnar yfir á hana
af „bróðurnum" í geimnum, af
Bikovskí, 29 ára gömlum flug-
manni og fyrsta fulltrúa
Moskvu i víðáttum geims-
ins. Af Bikovskí, sem var með
þeim fyrstu er stóðust allar
raunir sem lagðar eru fyrir
geimfara, sem fyrstur reyndi
„skilvinduna", sem fyrstur gekk
inn í klefa hinnar fullkomnu
einangrunar frá öllum ytri á-
hrifum. Auðvitað vita menn
þetta allt af blöðum. vita að
Bikovskí er mikill vinur Adr-
íans Nikolaéfs og hefði komið
í hans stað í fyrra hefði eitt-
hvað mistekizt, vita að hann
gifti sig í fyrra (án þess að
bíða eftjr Adrían, en þejr
höfðu ákveðið að gifta sig sam-
tímis), að hann á son bráðung-
an, að hann sagði við móður
sína er hann kom heim í leyfi
og hún spurði hvers vegna
hann væri svo þreytulegur, hvar
hann hefði ofreynt sig: Á dans-
gólfinu, mamma ....
En Valentína Teresjkova flaug
af stað og tók til sín mestalla
þá athygli sem liggur laus fyrir
í heiminum.
Ævisaga
Ævisögur hinna fimm fyrstu
geimfara eru að ýmsu leyti
svipaðar: duglegir og fjörugir
strákar sem snemma fengu á-
huga á tækni, (Bikovskí smíð-
aði ungur nokkurskonar þrýsti-
loftshreyfil — sem sprakk áð
vísu ásamt því smáskipi sem
hann knúði áfram) gengu í
flugklúbba. gengu í flugherinn
reyndust öruggir flugmenn,
fengu tilboð um að gerast geim-
farar.
Saga Valentfnu eða Völju —
er eðlilega önnur. Hún er fædd
í sveitaþorpi skammt frá Jaro-
slavl. Faðir hennar var traktor-
stjóri, en féll í byrjun styrj-
aldarinnar. Þá flutti móðir
hennar ásamt þrem börnum
sínum til Jaroslavl og tók að
vinna í vefnaðarverksmiðjunni
„Krashni Perekop." Að loknu
námi í barnaskóla vann Valja
í hjólbarðaverksmiðju og síðan
í sömu verksmiðju og móðir
hennar — þar hélt hún áfram
anna. Ein af þeim var Valent-
ína Téresjkova. Það gat að
vísu virzt ólíklegt að hún fengi
jákvætt svar: í Sovétríkjunum
er fjöldi reyndra flugkvenna.
En samt fór það svo að bréfi
hennar var gaumur gefinn. !
fyrra var hún tekin í hóp geim-
fara. í fyrra hófst hin erfiða
og margbrotna þjálfun sem
þeir verða að ganga undir. Og
gekk vel — því er jafnvel
haldið fram að ýmsar þrautir
hafi þessi unga stúlka leyst
betur en karlmennirnir.
Því var hún fyrir nokkrum
dögum kölluð fyrir ríkisnefnd
geimferða ásamt Bikovskí og
þeim tilkynnt um brottfarardag,
ásamt honum gekk hún út á
Rauða torgið eins og geimfara
er siður áður lagt er af stað.
Á föstudag fylgdi hún Bikovski
á startpallinn og kvaddi hann
með kossi að rússneskum sið.
Á laugardagskvöld lagðist hún
til svefns í „húsi geimfarans”
á því sama rúmi og Gagarín
hafði hvílzt fyrir rúmum tveim
árum; ráðskonan, gömul
kennslukona og bolséviki hafði
séð um að allt væri í röð og
reglu og sett á borðið eftirlæt-
isblóm Valintínu — baldurs-
brár.
Sterk sögn.
Það vildi svo til að ég stóð
fyrir utan stóra kirkju þegar
hátalarar á torginu sögðu frá
flugi Valentínu; gamlar svart-
klæddar konur komu frá
messu og signdu sig auðmjúk-
ar fyrir margra alda gömlum
tumum.
Á þessum bakgrunni kom
það sérstaklega skýrt fram, hve
„sterk sögn” flug Téresjkovu
er. Fyrsti geimfarinn sem ekRi
ber einkennisbúning flughers.
Fyrsta konan í geimfari . . .
I heillaóskaskeyti frá Palm-
iro Togliatti segir meðal annars:
Þetta er enn ein sönnun þeirrar
staðreyndar, að aðeins sósíal-
isminn frelsar konuna fuil-
komlega undan ójöfnuði og for-
dómum, tryggir að hún sé virt
sem maður, tryggir henni sæti
í forystusveit þeirra sem vinna
djarfasta sigra í starfi og vís-
indum“.
Margir myndu taka undir orð
Togliattis, en fleiri heyra til
.,Máfsins“ (en svo kalla loft-
skeytamenn Valentínu) og
hugsa um þýðingu þessara at-
burða. Að vísu munu tíðindin
Eftir ÁRNA
BERGMANN
líklega fara fram hjá þeim
gömlu konum sem krossuðu sig
við kirkjuna eða þeim konum
sem faldar eru á bak við and-
litsblæjur nálægari austurlanda
— en þeim hefur Téresjkova
sent kveðju sína. En aðrir munu
vita af atburðinum — ekki sízt
þær konur sem nú eru á leið
til Moskvu til þátttöku í alþjóð-
legu friðarþingi.
Arni Bergmann
Valentína í geimfarabúningi sínum.
1200 prófessorar
eru með afvopnun
Geimförunum fagnað í Moskvu.
námi og lauk vefnaðariðnskólav
með vinnu.
Fyrstu kynni hennar af há-
loftum urðu með þeim hætti, að
hún gekkst fyrir stofnun fall-
hlífaklúbbs stúlkna þar á vinnu-
staðnum. Síðan þá hefur hún
126 fallhlífarstökk að baki sér
— úr mikilli hæð og lítilli, næt-
urstökk, vatnsstökk. nákvæmn-
isstökk. Einhverju sinni var
hennar getið í flugmálatímariti
í sambandi við keppni fallhlífa-
stökkvara og bróðir hennar Vo-
lodja klippti út þessa klausu;
varla hefur honum dottið í hug
að hún yrði fyrsti dropinn í
því fljóti blaðagreina og til-
kynninga um systur hans. sem
nú flæðir yfir heiminn
,Hlera má síma í
brýnustu nauðsyn'
Afdrifaríkt brcl'.
Vorið 1961 gerast síðan þau
tíðindi að Gagarín stýrirVostok
— 1 umhverfis hnöttinn. Og
geimferðaáhugi breiðist út með
margföldum hraða — einkum
meðal yngri kynslóðarinnar.
Margir gengu um með miklar
vonir, margir skrifuðu bréf i
allar áttir: lýstu því yfir að
þeir vildu einnig upp tilstjarn-
Nýlcga var haldin í Ástralíu
ráðstefna á vegum Sameinuðu
þjóðanna og var þar f jallað
um „Hlutverk Iögreglunnar
varðandi varnir mannréttinda”.
Fulltrúar á ráðstefnunmi urðu
sammála um að Iögreglan ætti
ekki að grípa til símahlerana
nema brýna nauðsyn bæri til
enda væru slíkar hleranir al-
varleg skerðing á mannréttind-
um, einkum hvað snertir einka-
líf manna.
Ráðstefnan fordæmdi eindreg-
I ið allar eftirlitslausar hleranir
Hinsvegar urðu fulltrúarnir
sammála um að aðstæðunar
gætu orðið þannig að slíkar
rannsóknaraðferðir væru nauð-
synlegar í þágu þjóðfélags-
ins. En slíkt yrði að gerast
samkvæmt lagasetningum og
aðeins þegar um mjög alvarleg
afbrot væri að ræða.
Sem dæmi um slik afbrot var
meðal annars nefnt: Samsæri
gegn öryggi ríkisins, mannrán,
eiturlyfjasala og fjárkúgun.
Lögð var áherzla á að síminn
gerði skipulagningu afbrota
auðveldari og væri lögreglan
hjálparvana ef hún gæti ekki
gripið til hlerana.
Ráðstefna þessi var ein af
beim svæðisbundnu ráðstefnum
um mannréttindi sem Samein-
uðu þjóðirnar gangast fyrir.
Þátt tóku í henni fulltrúar frá
17 löndum í Asíu og umhverfis
Kyrrahaf.
Ráðstefnan samþykkti að
skora á U Þant að setja á lagg-
irnar nefnd til að semja al-
þjóðlegar siðareglur handa
lögreglunni.
„Vegna þess að við berum
hag lands okkar og samborg-
ara fyrir brjósti lýsum við
hátíðlega yfir fullum stuðn-
ingi okkar við þá bandarísku
forystumenn sem munu skuld-
binda sig tii að varðveita frið-
inn og leggja niður vígbúnað.
Við viljum að bægt sé frá
dyrum hættunni á kjama-
stríði“.
Þannig segir í heilsíðuaug-
lýsingu sem birt er í banda-
ríska stórbla’ðinu „New York
Tiirrés", 'én húri ’ ér undirrituð
af f jölmörgum kunnum banda-
riskum vísindamönnum, próf-
essorum við háskóla og
starfsmönimim við rannsókn-
arstofnanir, en frumkvæðið
á nefnd þeirra sem fjallað hef-
ur. um vandamál afvopnunar.
Þeir lýsa yfir andstöðu
sinni við þá „ósveigjanlegu
stefnu“ sem miðar að því að
halda áfram birgðasöfnun
kjarnavopna í aBndaríkjunum.
„Ekkert vamarkerfi er til
sem myndi geta varið Banda-
ríkin fyllilega fyrir meirihátt-
ar kjamaárás“, segja þeir.
Frekari dreifing kjamavopna
myndi aðeins auka enn á þá
hættu sem vofir yfir banda-
rísku þjóðinni sem og öðmm
þjóðum heims. Því ætti að
reyna allar hugsanlegar
samningaleiðir til að draga úr
striðshættunnd, segja vísinda-
mennimir.
Sérstaka athygli vekur að
þeir em ósammála þeirri af-
stöðu Bandarikjastjómar að
fjöldi árlegra könnunarferða
Kemur einn þá
annar fer
MOSKVA. BERLÍN 25/6 —
Krústjoff, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, kemur í heimsókn til
Austur-Berlínar næstkomandi
föstudag tilkynnir austurþýzk
fréttastofa. Verður það aðeins
tveim dögum eftir komu Kenne-
dys Bandaríkjaforseta til borgar-
innar.
Miklar sögusagnir gengu í
Moskvu í dag um væntanlegt
ferðalag forsætisráðherrans. Þó
var ekki talið að hann myndi
fara til Berlínar helílur til Búk-
arest. Hafa fréttamenn talið sig
sjá merki þess, að Rúmenar
væru ekki ánægðir með hlutverk
sitt í verzlunarkerfi alþýðulýð-
veldanna.
til að fylgjast með fram-
kvæmd banns við kjamatil-
raunum skipti meginmáli.
Eins og kunnugt er, hafa
samningar um slíkt bann
strandað á ágreiningi Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna
um hve margar sllkar könn-
unarferðir eigi að vera.
Bandarfkjastjórn hefur krafizt
sjö—átta slíkra ferða árlega,
en sovétstjórnin ekki ríljað
fallast á fleiri en þrjár. „Á-
greininigur um fjölda könnun-
arferða ætti ekki að verða til
þess að koma í veg fyrir
samning um meginatriði",
segja hinir bandarísku vis-
indamenn.
Undir yfirlýsinguna rita
1.200 prófessorar og aðrir
vísindamenn sem staifa við
84 háskóla og aðrar æðri
menntastofnanir í Bandarikj-
unium.
ProfuenomáliS
heldur áfram
WASHINGTON, 25/6 — Vamar-
málaráðuneytið í Washington til-
kynnti það í dag, að þrír flug-
menn, úr bandaríska flughernum
séu lýstir saklausir af öllu sam-
bandi við Christine Keeler. kyn-
bombuna frægu úr Profumo-
málinu. Flugmennimir vom kall-
aðir heim til Washington til yfir-
heyrslu, eftir að kvisaðist, að
þeir væru við málið riðnir.
Varavamarmálaráðherra Arth-
ur Sylvester, lýsti því yfir í dag,
að flugmennimir þrír hefðu
„hvorki beint né óbeint" haft
samband við ungf rú Keeler, rann-
sóknin hefði ekkert grunsamlegt
leitt í ljós, og Bandaríkjamenn-
imir hefðu ekkert haft saman
við Rússann ívanoff að sælda.
Af Profumo-málinu er bað
annars að frétta, að nú hefur
enska hirðin látið frá sér fara
tilkynningu, þar sem frá þvi er
skýrt, að skottulæknirinn Step-
hen Ward hafi teiknað hvorki
meira né minna en niu meðlimi
ensku konungsfjölskyldunnar. —
Ward. sem þykir allgóður and-
litsmyndamálari, situr nú fang-
elsaður og er gefið símavændi
að sök. Af þessum níu fyrirsæt-
um skottulæknisins má nefna
hertogann af Edinborg, hertoga-
frúna af Kent, Margréti prins-
essu og mann hennar jarlinn af
Snowden, sem þekktari er undir
nafninu Anthony-Armstron*
Jones.
t