Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 1
G-lista skemmtunin G-listinn í Reykjavík efnir til skemmtunar fyrir starfsfólk og stuðn- ingsmenn í nýafstöðnum Alþingiskosn- ingum og fer skemmtunin fram að Hótel Borg sunnudagskvöldið 30. júní og hefst kl. 9. — Nánar verður sagt frá skemmtiatriðum í blaðinu á morg- un og sunnudag. — Aðgöngumiða má vitja til Kjartans Ólafssonar, Tjarnar- götu 20, í dag og á morgun. ÆSKA í HUÓMSKÁLAGARÐ Þessar skemmtilegu myndir tók ijósmyndari Þjóðviljans í Hljóm- skálagarðinnm og sýna þær skemmtilcgar andstæður. Á annarri myndinni er æskan að Ieik í sólskininu, strákurinn og stelpan voru eitthvað að tuskast þarna á grasflötinni, allt í bezta bróð- eral þó. Hin myndin er af gömlum manni með pokaskjattann Kinn á bakinu. Ilann er orðinn fótstirður og styðst við staf, en einhverntíman hefði hann áreiðanlega getað tekið þátt í leikn- um með unga fólkinu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.X. Nýir heildarsamningar am kaup og kjör í vegavinnu * I gær voru undirritaðir nýir heildarsamn- ingar fyrir landið um kaup og kjör í vega- vinnu milli Alþýðusambands íslands og Vegagerðar ríkisins. B Samningarnir gilda frá og með 23. júní til 15. október í haust, og er hér um að ræða sams konar hækkun kauptaxta og verkalýðsfélögin hafa samið um undan- farið. Samkvæmt þessum nýju samningum verða kauptaxt- ar í vegavinnu sem hér segir: ★ Tímakaup í almennri verkamannavinnu kr. 28,34, eftirvinna kr. 42,51. ★ Tímakaup bifreiða- stjóra og vinna við loft- þrýstitæki kr. 29,92, eftir- vinna kr. 44,88. ★ Tímakaup bifreiðar- stjóra (7 tonna bifr. og þar yfir), á vegþjöppum, litlum vegheflum, vélgæzlu á loft- pressum og verkstæðisvinna kr. 31,95, eftirvinna kr. 47,93. ★ Tímakaup við stjórn á jarðýtum, skurðgröfum, ýtu- skóflum, vélkrönum, veg- heflum, mulningsvélum, snjómokstursvélum, krana- bifreiðum, þungaflutninga- bifreiðum og tjörublönd- unarvélum kr- 34,26, eftir- vinna kr. 51,39. ★ Mánaðarlaun matráðs- konu með 1—10 menn í mötuneyti kr. 6.405,66. Sé um að ræða dagkaup (miðað við 25 daga á mán.) greiðast kr. 256,23 á dag. ★ Þá hækka fæðispening- ar verkamanna og véla- manna í mötuneytum vega- gerðarmanna úr kr. 23,00 á dag í kr. 29,00 fyrir hvem mann. Verkamenn sem vinna Fleiri veiðisvæði að opnast fyrir noriur- og austurlandi Síldarflotinn heldur sig ennþá aðallega út af Melrakkasléttu og var aðalveiðisvæðið þar síðast- liðinn sólarhring. Einnig veiddist vel í Héraðsflóa. Þá varð vart við síld í gærmorgun austur af Kolbeinsey og Iíka á Húnaflóa f fyrrinótt. Þannig eru i upp- siglingu mörg vciðisvæði, þó að síldin sé ennþá stygg og erfið viðureignar og má búast við að flotinn skipti sér meir á næst- unnL Síðastliðinn sólarhring fengu 35 skip um 22 þúsund mál og var þessi afli aðallega losaður á Raufarhöfn. Þessi skip fengu afla: Héðinn 700, Bára 800, A'kra- borg 1200, Hrafn Pálsson 400, Oddgeir 1100, Gunnhildur 600, Halldór Jónsson 900, Vonin 1000, Bjarmi 700, Höfrungur AK 700, Ver 400, Sæfari AK 400, Nátt- fari 900, Jökull 650, Ólafur Magnússon 1000, Fram GK 500, Ásúlfur 700, Ásgeir 700, Jón Finnsson 900, Freyfaxi 650, Ágúst Guðmundsson 200, Pétur Sigurðs- son 850, Runólfur 600, Harald- ur 1000, Sigurfari 400, Garðar GK 100, Hannes Hafstein 900, Sunnutindur 600, Þorgeir 200, Víðir SU 500, Leifur Eiriksson 550. Síldarleitarskip dreifast nú um síldarmiðin fyrir norðan og aust- an og má þar fyrstan telja vé- frétt sjómanna, Jakob Jakobsson, fiskifræðing á varðskipinu Ægi, Pétur Tihorsteinsson. sem fann fyrstu síldina á sumrinu og Fanney RE, sem oft hefur getið sér góðan orðstý á undanförnum sumrum. Þá eru tvær flugvélar á lofti allan sólarhringinn. fjarri heimilum sínum og em ekki í viðleguflokkum vegagerðarinnar, skulu hafa frían gistingar- og fæðis- kostnað. Eldur í síldar- bragga áSiglufirði Skömmu eftir miðnætti hringdi fréttaritari Þjóðvíljans á Siglu- | firði og hafði þá kviknað í ver- tíðarbragga Söltunarstöðvarinnar i Sunnu og logaði glatt meðan á símtalinu stóð. Mikinn reyk lagði yfir bæinn. Þetta er gamalt timb- urhús og er vistarvera síldar- stúlkna á sumrum. Eitthvað af síldarstúlkum var flutt í bragg- ann, en engin mannslíf voru í hættu. Greinilegt er að húsið stórskemmist. Slökkviliðið var komið á vettvang. — K. F. Öbreytt saltsíldarverð frá því í fyrrasumar Verðlagsráð þögult sem gröfin um sératkvæði við afgreiðslu mála Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, hefur Verðlagsráð sjávarút- vegsins ákveðið verð saltsíldar á vertíðinni fyrir Norðurlandi og er það óbreytt frá því í fyrra, kr. 220,00 fyrir uppmælda tunnu og kr. 298,00 fyrir uppsalfaða tunnu. Þjóöviljanum barst í gær frétta- tilkynning um ákvörðun verð- lagsráðs, og segir þar að sam- komulag hafi orðið í ráðinu um ákvörðun saltsíldarverðsins, þótt ekki sé tekið fram, hvort þar er um fullt samkomulag að ræða. Ákvörðun saltsildarverðsins fer því ekki fyrir gerðardóm (yfir- nefnd) til úrskurðar eins og bræðslusíldarverðið. Eins og að framan segir, er ekki getið um það í fréttatilkynningunni, hvort um fullt samkomulag var að ræða við ákvörðun verðs á salt- síldínni. Ekkert fréttist heldur enn frá ráðinu um sératkvæði þau, sem fram komu við úrskurð yfirdóms á bræðslusíldarverðinu, og virðist Verðlagsráðið því ætla að halda uppteknum hætti að stinga undir stól hluta af niður- stöðum fulltrúanna í yfirnefnd- inni til þess að reyna að gera þá samábyrga fyrir gerðum meirihlutans. Fréttatilkynning Verðlagsráðs- ins um saltsíldarverðið fer hér á eftir í heild: „Ýtarlegar umræður hafa farið fram í ráðinu sl. þrjá daga um verð fersksíldar til söltunar norðanlands og aust- an í sumar. Athugun ráðsins og umræð- ur hafa leitt í ljós að lítils- háttar hækkun hafi orðið á söluverði sfldar til útflutn- ins miðað við sl. ár, en hins- vegar hefur kaupgjald, tunnu- verð, sykur og fleira hækk- að til muna á sama tíma. Samkomulag varð í ráðinu um að greitt skuli sama verð fyrir fersksfld til söltunar og frystingar og sl. sumar, það er: Síld til söltunar: Kr. 220.00 fyrir uppmælda tunnu, 120 lítra. Kr. 298.00 fyrir uppsaltaðá tunnu (með þrem lögum < hring). Síld til heilfrystingar: Hver uppmæld tunna (120 lítrar) kr. 220.00.“ Sósíalistafélag Reykjavíkur AÐALFUNDUR Aðalfundur Sósíalistafclags Reykjavíkur verður hald- inn í Tjarnargötu 20 f kvöld og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, og Einar Ol- geirsson ræðir um úrslit nýafstaðinna Alþingiskosninga. — Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna cg hafa með sér félagsskírteini. t t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.