Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefanrti: Sameiningarilokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Vinnuþrælkun ptyrir nokkru réðst hingað til starfa hópur Vest- ur-íslendinga, og mun fátt hafa verið til sparað að gylla fyrir þeim hin glæstu kjör, sem landamir heima byggju við í „viðreisn- arþjóðfélagi“ núverandi ríkisstjórnar. Mun jafn- vel hafa verið látið í það skína, að hér væri um eins konar „björgunarstarfsemi“ að ræða; fly't'ja ætti þetta fólk aftur heim til „gamla landsins“ og forða því þannig frá „sulti og seyru“ í Kanada, þar sem nokkurt atvinnuleysi hefur verið um skeið. Og sum stjómarblaðanna skrifuðu um það með hástemmdum orðum, að líkast til væri að hefjast nýtf landnám á íslandi með komu Vest- ur-íslendinganna. ¥^að var mjög skiljanlegt, að ýmsir Vestur-Islend- * ingar létu blekkjast af gylliboðum um háar tekjur og örugga atvinnu, þegar jafnframt var boðið frítt far heim til íslands. En þeir, sem betur þekktu til, vissu að hér fylgdi þó nokkur böggull skammrifi. Þannig kom það fram í viðtali við for- mann íslendingafélags í Kanada, sem flutt var í íslenzka útvarpinu snemma í þessum mán- uði, að hann taldi, að menn hefðu ekki gert sér ljóst, að hér væri um harla sérkennilega „björg unarstarfsemi“ að ræða. Það væri t.d. staðreynd að atvinnuleysisstyrkur í Kanada væri hærri en tekjur manna af dagvinnu einni saman á íslandi! Og einnig beriti hann á, að af þeim tekjum, sem Vestur-íslendingunum væri lofað hér, — um 140 þúsund krónum á ári, — yrðu þeir að greiða hér háa skatta, en vestra væri litið á þá upphæð sem þurftartekjur og þær því nær skattfrjálsar. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, hefur það nú komið í ljós, að Vestur-íslendingarnir telja sig hafa verið hlunnfarna illilega, er þeir voru hvattir itil íslandsfararinnar. Tekjumar, sem lof- að var að þeir skyldu fá, hafa e.t’.v. ekki brugðizt enn sem komið er. En þeir áttuðu sig ekki á því, að svo háum atvinnutekjum verður ekki náð á ís- landi, nema með því að þræla svo að segja dag og nótt. Og í öllum siðmenntuðum löndum þykir l vinnuþrældómur slíkur bletíur á þjóðfélaginu, að á fátt er lögð meiri áherzla en útrýmingu hans Maður sá, sem stjómaði ráðningu Vestur-íslend- inganna mun hins vegar hafa notað aðferð Gylfs Þ. Gíslasonar og annarra talsmanna „viðreisnar- innar“, sem felja krónutölu atvinnuteknanna mælikvarða á lífskjörin án tillits til þess, hve lengi er verið að vinna fyrir þeirri sömu krónu- tölu. I^jóðviljinn hefur margsínnis undanfarið bent á * það, að vinnuþrælkun er að verða ein af alv- arlegri meinsemdum íslenzks þjóðfélags í dag. Það sem hér hefur verið drepið á að framan, sýn- ir enn ljóslegar, að vinnuþrælkunin er smánar- blettur, sem afmá verður hið bráðasta. En það verður aðeins gert á viðunandi hátt með því að gera ráðstafanir til þess að stórauka kaupmátt launanna eða hækka kaupið að öðrum kosti sam- svarandi. — b. MÖÐVILJINN Fðsóudagur 28. júní 1963 Lögreglan á eftir alþjóðlegum pólítískum vændiskvennahring Nýjar uppljóstranir í vændum í kjölfar Profumohneykslisins? Það er nú fullyrt í London að nýjar uppljóstranir eigi eftir að koma í kjölfar Profumohneykslisins. Sagt er í einni frétt að lögreglan beggja vegna Atlanzhafs sé á höttunum eftir alþjóðlegum vændiskvennahring, sem miði starfsemi sína við að tæla stjórnmálamenn út á glapstigu í því skyni aö beita þá fjárkúgun eða neyða þá til njósna. Sá þingmaður Verkamannaflokksins, George Wiggs, sem með fyrirspurn sinni á þingi varð til þess að koma Profumomálinu af stað, fullyröir í blaðaviötali að það sé öldungis víst að komast muni upp um nýtt stórhneyksli áður en langt um líður. Leyniþjónustumar í Bret- landi og Bandaríkjunum eru nú önnum kafnar við að kanna alla anga Profumomáisíns og nefur sú bandaríska þegar haft upp á þremur bandarísk- um liðsforingjum sem grun- aðir eru um að vera við málið riðnir. Vinir Kristínar Talsmaður bandaríska land vamarráðuneytisins, Arthur Sylvester, staðfesti á þriðju- Diem ofsækir búddutrúmmenn Að undanförnu hefur hvað eftir annað komið til trúarbragðaóeirða í höfuðborg Suður-Víetnams. Mikill meirihluti landsmanna er búddatrúar en ei nræðisstjórnin fylgir kaþólskum að málum og of- sækir búddatrúarmennina. Lögreglan hefur barið mótmælaaðgerðir búddistanna niður með harðri hendi og meðal annars beitt táragasi, svo sem sést á þessari mynd. daginn þá frásögn brezkra blaða að þrir bandarískir liðsforingj- ar frá flugstöðinni í South Ruislip í Englandi hefðu verið Kallaðir heim til Washingtoi* ril yfirheyrslu vegna sambandá þeirra við ungfrú Christine Keeier. Hann tók þó fram að engin ástæða vaeri enn til að ætla að þeir hefðu neitt verið viðriðnir „Öryggishlið” Pfo- fumomálsins. Stjómað frá New York Brezk blöð segja að líklegt sé að rannsókn lögréglunnar muni leiða til þess að komist upp um alþjóðlegan vændis- kvenna- og fjárkúgunarhring, sem sé stórhættulegur öryggi bæði Bretlands og Bandarikj- anna. Scotland Yard er sögð hafa nána samvinnu við band- arísku sambandslögregluna FBI og sé eftirgrennslanin einkum rniðuð við að hafa upp á þrem- ur ónefndum Bandaríkjamönn- um og tveimur Bretum. &em fara nú huldu höfði. Haft er eftir ónafngreindum ringmanni að augljóst sé að bessum glæpahring sé aðalléga stjómað frá New York og telja megi sennilegt að hann sé í tengslum við bandariska glæpa- félagið sem gengur undir nafn- Inu „The Syndicate”. Gleðikonur í SÞ Blaðið „New York Joumal American” fullyrðir, að banda- risKu öryggisþjónustunni stafl mikil hætta af „alþjóðlegum gleðikonum” sem sækist eink- um eftir stjómmálaerindrekum og starfsmönnum S Þ. Blaðið hefur að vísu ekki mikið orð á sér fyrir áreiðanlegan frétta- flutning, en ýmsar upplýsingar þess hafa verið staðfestar aí bandarískum stjórnarvöldum. Forsíðuuppsláttur í útbreiddasta blaði Bretlands FiSipus drottning armaður var EKKI vinur Christine Alveg frá því að upp komst um viníengi Profumos ráðhcrra við ungfrú Christine Keeler, hefur gengið um það þráiátur orðrómur í Bretlandi og vcrið tæpt á honum i blöðunum, að einn af karlmönnum konungs- fjölskyldunnar hefði haft náin kynni af ungfrúnni. Nú hefur útbrelddasta blað Bretlands, „Daily Mirror”, tekið í for- siðuuppslætti af skarið um að þar hafi verið um Filipus drottningarmann að ræða. En frásögn blaðsins hefur þvert á móti orðið til þcss eins að magna sögurnar um ungfrú Keeler og tigna viðskiptavini hennar. Blaðið kallar þessar sögur „ó- sæmilegan orðróm”. Samkvæmt honum. segir blaðið, var Fil- ipus prins góður kunningi „dr.” Stephen Wards, en hann situr nú í fangelsi, ákærður fyrir vændismiðlun. Eins og áður hefur verið skýrt frá gerði Ward andlitsteikningar af ýms- um fyrirmönnum, einnig úr konungsfjölskyldunni, en meðal þeirra stúlkna sem héldu til í íbúð hans og tóku þar á móti viðskiptavinum sínum var ung- frú Keeler. „Daily Mirror” segir að eng- inn fótur sé fyrir þessum orð- rómi, þótt hitt 6é rétt, aö mað- Ungfrú Keeler ur drottningar og tveir aðrir úr konungsfjölskyldunni hati setið fyrir hjá „dr.” Ward. Að öðru leyti hafi konungsfólkið skki haft neitt samband við hann né lagskonur hans. Rifið út. Blaðið birtir þessar merku FQipua upplýsingar sínar undir risa- stórum fyrirsögnum og stendur þar efst feitletrað „Filipus prins og Profumohneykslið”. • Blaðið var bókstaflega rifið úr höndum blaðasala og sala þess hefur aldrei verið -meirl 1 ár-ea-þerman Blaðið segir þannig um eina þessa gleðikonu sem styttir starfsmönnum S Þ einveru- stundimar, að hún fari tvisvar á óri til Sviss, þar sem hún fái greidda í hvert skipti 10.000 dollara hjá milligöngumanni. Gefið er í skyn að stúlkan stundi njósnir fyrir eitthvert ríki austantjalds. ! Sama á við um ungverska stúlku sem sögð er hafa tekið i upp á segulband orðræður við- skiptavina sinna og selt það, „sovézkum erindreka“. Hún hefur verið yfirheyrð af banda- rísku lögreglunni. Meglari fiúði Þá kunna bandarísk blöð að skýra frá því að leyniþjónust- an CIA hafi sterkan grun um að brezkur sjónvarpsmaður, Harry Alan Towers, sem á- kærður var fyrir vændismiðlun í Bandaríkjunum, en komst úr landi. hafi einnig stundað i njósnir. Til marks um það er j haft að Towers þessi hafi far- ið austur fyrir tjald með við- I komu 1 Kaupmannahöín og dveljist nú i Prag. Herstöðvum mðt- mælt í Japan TÓKÍÓ 26/6 — Um það bil 15.000 menn, ejnkum verka- menn og stúdentar, komu sarn- an í Tókíó í gær og mótmæltu herstöðvasamningi Japana við Bandaríkin, en í gær voru lið- in 13 ár frá þvi að Kóreustrið- ið brauzt út. Einnig í Kyótó var herstöðvasamningnum mót- maelt og særðust þar 15 stúd- _A._t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.