Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1963, Blaðsíða 8
8 slÐA ———------------------------------------------HÖDV2LJINN Fðstudagur 28. Júní 1963 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT Hvemig hefði ég annars átt að vita það?“ „Ee jafnvel þótt það værj satt, hvers vegna voru þau að segja þér það? Ekkl gátu þau ásakað þig fyrir það?“ „Ekki það?“ Gamet skalf vjð umhugsun- ina um þessa framkomu við barn, John héit áfram. Hann sagði henni, að John Richard hefði að lokum strokið að heim- an og gemgið að eiga stúlku sem vann á saumastofu. Ives- fjolskyldan sá aldrei þá stúlku og hafði engan áhuga á því. En fjölskyldan kunni að meta fjár- munj og ættemi. og því taldi hún víst að þetta væri útsmog- in lítil tæfa sem hefði lokkað John Richard Ives til að giftast henni, vegna þess að hann átti penjnga og mfkils metið gam- alt nafn. í>að gaf auga leið. að John Richard var enn meiri auli en þau hafði órað fyrir. John Richard keypti sér hús i Norfolk þar sem hann sóaði peningum í alls kyns glingur og óþarfa. Hann keypti meðal ann- ars seglfoát. svo> að þau gaetu siglt um flóann. Þau voru í bátnum dag nokkum þegar skyndflega gerði storm, Bátn- um hvolfdi og eftir nokkra daga rak lík þeirra upp að strónd- inni. Þá gat þessi landeyða ekki lengur orðið fjölskyldu sinni til skammar. Ágústus hefði senni- lega stunið af feginleik, ef ekki hefði tvennt komið til: bróðir- inn gkfldi eítir sig fimm þús- und dollara skuld og ársgamlan son. Ágústus og Edit ræddu málið. Hárgreiðslan Hárgreiöslu- og snyrtistofa STEINtl og DÓDÓ Laugavegi 18 IXL h (lyfta) Síaii »4616. P E R M A, Garðsenda ?1. sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Domur, hárgieiðsla úð allra hæfi. TJARN ARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSEUSTOFA ACSTCRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. ■— Nuddstofa á sama stað. — Þetta lagði þeim óþægilegar skyldur á herðar. Þau sögðu hvort við annað, bátíðleg og sjálfumglöð, að þau væru ekki þess konar fólk sem svikist und- an skyldum sínum. Ágústus greiddi skuldina og Edit tók barnið til sín sem skyldi upp- alið með hennar eigin bömum. Allir hrósuðu þeim fyrir höfð- ingskapinn. Með geislabaug um höfuðin af göfugmennsku ofur- seldu þau John átján ára kvöl. Þau hörðu hann ekki eða létu hann búa við skort eða kulda. Þau töluðu bara við hann. Þau sögðu honum á vin- gjamlegan hátt hversu mikið þau gerðu fyrir hann. Þau sögðu honum að hann yrði að vera góður; hann yrði að vera þakk- látur. Og þau sögðu hrygg, að hann væri ekkj góður og ekki þakklátur. Þau sögðu honum, að hann mætti ekki verða eins og foreldrarnir. og daglega sögðu þau að hann væri líkur þeim. Hverju meinlausu bartnabreki var mætt með ásökun; ..Pabbi þinn var einmitt svona, og þú vilt ekki verða líkur pabba þín- um, drengur minn?“ Úfnu hári og óhreinum fötum var mætt með athugasemd um það, að hánn mættj efefeí Íltá’ rýtfóiög'á út sjálfur ef hann vildi að fólk gleymdi því að móðir hans hefði vérið rytja. Og'álábhgág'fá’á^söfe- un sem hann fékk að heyra var þetta: „Og þetta er þakk- lætið fyrir aHt sem við höfum gert fyrir þig“. Þegar John var fjórtán ára, hljóp hann að heiman. Þau fundu hann daginn eftir og fluttu hann heim. Þau voru undrandi og særð. Þau gátu ekki skilið að drengurinn skyldi ekki kunna að meta slíkf ham- ingjuheimili. Þau sendu hann á Virginii> háskólann ásamt frændanum, þeirra eigin syni. En John megnaði ekki lengur að þiggja hina eigingjörnu hjálp þejrra. Hann hafði ákveðið að endur- greiða frændanum og konu hans hvem eyri sem þau hefðu eytt í hann og hann ætlaði sér að verða ríkari en þau hefðu hefðu nokkru sinni verið. Aldrei frmar á ævinni skyldi hann verða háður nokkrum manni. Hann fór úr háskólanum, og með sex dollara í vasanum fór hann til Boston. Hann fór þang- að vegna þess eins að það var athafnasamur bær þar sem næga atvinnu var að fá. Hann hafði ]ært latínu, heimspeki og grísku, en hann hafði aldrei lært smíðar eða klæðskeraiðn. Hann fékk vinnu sem útheimti ekki sérþekkingu. Hann vann á skipasmíðastöðvunum, lestaði skip, bar farangur fyrir ferða- fólk. Hann vann tólf tí.1 fjórtán tíma á sólarhring og bjó í leigu- hjalli. í fyrsta skipti á ævinni var hann frjáls Vini eignaðist hann ekki. Hann reifst ekki við samverka- menn sína, en hann hafði ekki hæfileika til að eignast vini. Þeirn fannst hann góður verk- maður en ósköp fáskiptinn. Jr»hn forðaðist þá vegna þess að hann var hræddur við að kynnast þeim nánar. Hann var tilneyddur að borga allt til baka sem hann þáði af öðrum.og hann óttaðist að því fylgdu skyldur að kynnast náið. Hann vann í skipum sem fluttu húðir frá Kaliforníu. Sjómennimir sögðu frá stóru ranchóunum og sögðu að Banda- ríkjamenn gætu eignazt jarðir þar. Það virtist vera staður þar sem hægt var að efnast. John fékk vinnu sem aðstoðarmaður birgðastjóra á skipi sem sigldi fyrir Kap Horn. Þegar hann kom til Kaliforníu. fór hann til Los Angeles og bað Abbott um vinnu. Eins og endranær vann hann ötullega og talaði lítið. Hann eignaðist ekki aðra vini en Ris- ann, og það var Risinn, sem átti upptökjn. John fannst notalegt að eiga vin. Honum flaug ekki í hug að hann hefði hungrað og þyrst eftir kærleika. Hann vissi það eiti að honum féll vel við þennan stóra Rússa, og hann var undrandi yfir Því að Rúss- anum skyldi líka svona vel við hann. En hann talaði aldrei um eigin hagi við Risann. Sjálfs- meðaumkun Editar írænku hafði fyllt hann andstyggð S umkvörtunum. Hann hafði til þessa dags aldrei minnzt á baraæsku sina við nokkum lif- andi mann. Hann hafði verið svo þögull um hana, að hann átti erfitt með að tala um hana núna. Hann talaði í stuttum og snubb- óttum seningum, og Garnetu þótti það jafnvel enn átakan- legra en 'ef hann hefði talað með ofsa. Það hjó mikið bak við hverja getningu. Milli orð- anna beyrði hún sáran grát litla drengsins, sem gat ekki skilið hvers vegna engum þótti vænt um hann, og bak við rólega rödd hans gat hún sér til um þá brynju kæruleysis sem hann hafði íklætt sig til þess að vama því að verða særður á þennan hátt. Hún kraup við hliðina á honum og sagði hon- um að hún elskaði hann. Meira gat hún ekki gert, en þegar hún fann heilbrigða handlegg- inn hans umfaðma sig, fann hún að það var nóg. 46 Garnet fór aftur til Los Angel- es í fylgd með Risanum. Hann stanzaði aðeins nokkra daga áður en hann sneri aftur til Santa Barbara. en hann kom fljótlega til baka aftur með an.nað bréf, som John hafði skrifað með vinstri hendi. John skrifaði a5 hann færi með skipinu til San Francisco, en hann kæmi aftur suður á bóg- inn eins fljótt og hann gæti og þá gætu þau gift sig. Gamet var aftur farin að vinna á bamum. Florinda hafði sagt henni að það væri ástæðu- lust, en Garnet sá að hennar var full þörf. Kaupmennirnir voru komnir til baka frá Santa Fe og veitingastofan troðfull allan daginn. Gametu þóttí gaman að hitta kupmennina aftur. Hún hafði ekki séð þá lengi, því að hún og Florinda höfðu verið hjá Donu Manuelu þegar lestin þeÍTra kom síðast inn. En hún fagnaði því ekki að Penrose skyldi vera í hópnum. Hún var næstum búin að gleyma hon- um. En þarna var hann aftur kominn og skimði í kringum sig tií að finna Florindu. Garnet hefði hflldið að Florinda myndi segja eitthvað ónotalegt við hann til að minna hann á að hann hafði skilið hana eftir hálfdauða hjá Donu Antonio, en Garnetu til undranar leit Flor- inda bara kæruleysislega á hann. Þegar hann talaði við hana, sagð; hún aðeins: „Æ, vertu ekki að tefja mig, sérðu ekki að ég er önnum kafin?“ Hún virtist ekki bera neinn kala til hans. Florinda hafði ekki farið í þessa langferð af ást til Penroses. Hún hafði vilj- að komast til Kaliforníu og hún þurfti fylginaut. Hann var ekki eini karlmaðurinn sem sóttist eftir henni. Hún valdi hann vegna þess að hann var svo heimskur, að hann olli henni engum vandræðum, Penrose var dugandi kaupmaður og ein af ástæðunum var sú að hann var kaldlyndur og átti ekki ti] sam- úð. Hann gat rekið múldýr á- fram fram í dauðann og spark- að burt. deyjandi Indiána án þess að hafa minnsta samvizku- bit af því. Þetta vissi Florinda. Hún hugsaði alltof skýrt til að finna til reiði í hans garð, hann hafði aðeins komið fram elns og vær.ta mátti af honum. Nú var hún hálfleið á honum, en ekki meira. Garnet dáðist að rósemi herm- ar. Florinda hafði þurft að berjast harðri baráttu og húr. hafði lært að ætlast ekki til of mikils af íólki. Garnet öf- undaði hana af þessari reynslu, því að hún vissi sjálf að han« skorti hana. Hún gat til dæm- is ekki varizt því að hugsa um konu Chariesar Haie. Henni féll hún engan veginn í geð, en hún fann samt sem áður til «ektarkenndar. Að vísu gat hún ekki gert sér í hugarlund að kvenmaður hefði gifzt Chari- esj af ást og auður hans og Radney eignirnar gerðu Lydíu Hale að vellauðugri konu, en hún gat ekki gleymt þeirri staðreynd að hún haíði sjálf hleypt af byssunni. Lydia vissi það ekki, en þannig var það nú samt. Gamet var fegin þeg- ar hún frétti að Lydia væri far- in til Boston rneð skipinu sem hún átti að hálfu. Hún hafði eftirlátið Bandaríkjamanni um- sjón með rannchóinu og hafði heitið þvi að koma aftírr til Kalifomíu með sama skipi, þeg- ar hún væri búin að sjnna við- skiptum sínum í Boston. Garn- etu þótti þetta góð tíðindi. Þeg- ar Lydia kæmi til baka, myndi Garnet vera gift John fyrir löngu. Hún myndi aldrei reyna að fá sinn hlut af Hale-eignun- um. Hún myíidi eftiriáta Lyd- íu hann sem eins konar sára- bætur fyrir að hafa skotið manninn hennar. Dögum saman velti hún 'fyr- ir sér hvað orðið hefði af Brown kapteini. Aðrir liðsfor- ingjar vöndu komur sínar á veitingastofuna, en ekki Brown kapteinn. Florinda minntist ekki á hann og Gamel þóttist vita að það myndi hún ekki gera íyrr en hún væri spurð. Eitt Maður hangir varla uppá. _______________ En sjónvarpið undir drep. VONDUÐ II n rm IIK $jgurf)6rj6ns5on &co JíafimsfrœU £ e , — Sími 24204 •^"^BJÖRNSSON * CO. p.0, B0X 134é. uyuavik H.F. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 S KOTTA /M IV. Featores Syndlcate, Yne^ fQPZ, rlghm rogfmd. • Auövita er þetta alls ekki Jói. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.