Þjóðviljinn - 29.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. júní 1963 —1 28. árgangur — 143. 'tölublað. Grímsey orgsrf3 SeyðisfJ* _ ■<iieslcaupata5ar -BskifiSrBur EeyðarflSrBúr. Páefa'úðsfj orður S-yáyarfjorStir. .JreiSaaalSTÍk DjÚEiTrogúr Myndin sýnir þá staði þar sem salta má frá hádegi í dag. SOLTUN HEFST FYRIR NORDAN Ofi AUSTAN Jón Stefánsson — síminn dag og nótt. í dag er veitt söltunarleyfi fyrir norðan og austan í sumar og þar með hefst mik- ill handagangur í öskjunum hjá áttatíu síldarsaltendum á svæðinu frá Djúpuvík að vestan til Djúpavogs að austan. Þannig verður saltað í 24 þorpum og kaupstöðum á þessu svæði. ! I Flugfargjöld hækka um 8% SI. miðvikudag hsekkuðu fargjöld á innanlandsleið- um hjá Flugfélagi íslands um 8% og jafnframt Iækk- aði afsláttur af miðum ef keypt er far fram og til baka úr 10% í 5%. Hins vegar verður á leiðunum Reykjavík — Akureyri og Reykjavík — Egilsstaðir gefinn sérstakur afsláttur yfir sumarmánuðina fjóra, júní til september vcgna ferðafólks og nemur hann 25% af einmiðagjaldi ef keypt er ferð fram og ty baka. Eftir þessa hækkun verða fargjöld á nokkrum fjölförnustu innanlands- flugleiðunum sem hér seg- ir: Reykjavík — Akureyri: einmiði kr. 595, tvímiði kr. 1130, tvímiði sumarfar- gjald kr. 893. Reykjavík — ísafjörður; sama fargja’d og til Akureyrar nema á þeirri leið eru engin sum- arfargjöld. Reykjavík — Egilsstaðir: kr. 840 — 1596 og kr. 1260 sumarfargjald. Reykjavík — Vestmanna- eyjar: kr. 345 og 655. Hornafjörður og Húsavík: kr. 715 og 1358. Kópasker: kr. 810 og 1539. Yfir söltunartímabilinu fyrir norðan og austan ríkir ætíð mik- il spenna og þrotlaust strit og skiptir þar ekki máli dagur eða nótt, þegar silfur hafsins berst á land. Mikill órói hvílir yfir þessum stöðum og tugir af síld- arstúlkum flytjast inn í lítil þorp og ungir herrar detta unnvörpum í það. Þannig fléttast líka inn í þessa atburðarás ástir og vín og harðsóttir dansleikir og marg- ur gengur með glóðarauga frá leik. Þetta ar hið íslenzka ljúfa líf. Einn aðili vakir eins og svíf- andi örn yfir þessu svæði og er það skrifstofubákn Síldarútvegs- nefndar á Siglufirði og er fram- kvæmdastjóri hennar önnum kafnasti maður á landinu næstu vikur. Hann heitir Jón Stefáns- son og hefur verið framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar fyrir norðan og austan síðan árið 1945. Skrifstofubáknið á Siglufirði hefur fulltrúa á öllu þessu svæði og er í daglegu sambandi við staðina og fylgist með vexti og viðgangi söltunarinnar. Það út- deilir tunnum og salti og vakir yfir söltunarhæfni síldarinnar og þessi duttlungafulli fiskur krefst oft hraða í vinnubrögðum og skjótrar yfirsýnar eins og í leift- urstríði. Framkvæmdastjórinn hefur stundum verið kallaður maður staðreyndanna og ára- langt starf á þessum vettvangi hefur sópað öllu masi af púnkt- um tilverunnar, þegar öll spjót standa að einum manni og hraði og útsjónarsemi skiptir máli. Þessar staðreyndjr fengum við í viðtali við Jón. í fyrrasumar voru saltaðar 375 þúsund tunnur af Norður- Iandssíld og 360 þúsund tunnur sumarið 1961. — Á vestursvæð- inu voru saltaðar í fyrrasumar 160 þúsund tunnur, en á norð- austursvæðinu og á Austfjörðum nam heildarsöltunin 215 þúsund tunnum. Ilæstu staðirnir í fyrra- i sumar söltuðu eftirfarandi magn: j Sigluf jörður 115970 tunnur, Rauf- j arhöfn 77691 tunnu, Seyðisfjörður 49369 tunnur, Ncskaupstaður 24- 581 tunnu og Vopnaf jörður 12700 tunnur. Söltunarhæsta planið í fyrrasumar var Hafsilfur á Raufarhöfn með 16142 tunnur. 1 upphafi hverrar vertíðar skapast atundum þrýstingur frá síldarsaltendum að hcfja söltun meðan síldin er cnnþá snöggfeit og fitan hefur ekki samlagast ennþá vöðvanum eða það sem Framhald á 10. síðu. Heimtuðu yfirmat á veiðarfærunum Seyðisfirði í gær. — Togarinn Dorade. sem tekinn var í land- helgi á dögunum liggur hér enn. Eigendurnir hafa ekki fengist til að setja tryggingu fyrir sekt- inni, sem skipstjórinn hlaut fyrir brotið. Sektin nam 260.000 krónum og afli og veiðarfæri var gert upptækt, aflinn var metinn á 32.000 krónur og veið- arfærin á 180.000 kr. Það mun vera matið á veiðarfærunum, sem eigendurnir sætta sig ekki við, því þeir hafa krafizt yfir- mats. f gær höfðu menn verið dómkvaddir til yfirmats, en ekki er vitað hvenær það fer fram. — G.S. Málarafélagið boðar vinnu- stöðvun gagnv. meisturum Málarafélag Reykja- víkur hefur boðað vinnustöðvun hjá mál- arameisturum frá og með 6. júlí næst kom- andi hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Jafnframt hefur fé- lagið auglýst kaup- taxta í dagblöðumín og verður unnið eftir þeim taxta án milli- göngu meistara, ef samningar takast ekki. Samkvæmt hinum auglýsta taxta félagsins mun kaup mál- ara hækka um nálægt 15% frá því sem mú er. Er það mjög svipað og þær kauphækkanir, sem ahnenmi verkalýðsfélögin fengu í vetnr og nú nýlega, en cins og kunnugt ér fengu iðn- 1 nrmannafélögin enga hækkun á kauptöxtum sínum í vetur. þegar kaupið hækkaði þá um 5%. Samningafundir hafa staðið yfir milli Málarafélagsins og meistara frá því síðari hluta maímánaðar, en lítið hefur þok- að í samkomulagsátt, þar sem Vinriuveitendasambandið hindr- ar alla samninga með því að hyggjast ganga fram hjá þeirri 5% hækkun. sem varð á al- mennu kaupgjaldi í vetur, og „býður“ málurum eins og öðr- um iðnaðarmönnum aðeins upp á hluta af þeim almennu kaup- hækkunum, sem orðið hafa á þessu ári. Sendiherra Kúbu afhendir trúnað- arbréf sitt Hinn nýi scndihcrra Kúbu, herra Luis Ricardo Alonsoy Fernandes afhenti í gær forseta Islands trúnaðarbréf sitt við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra og er myndin tekin við það tæki- færi. Luis Ricardo Alonso er einnig sendiherra Kúbu í Noregi og Svíþjóð og hefur aðsetur í Osló. Hann tók við störfum i utanrík- isþjónustunni eftir sigur bylting- armanna á Kúbu, og hefur nú dvalizt í Osló um tveggja ára skeið, en fyrir byltinguna starf- aði hann á Kúbu sem lögfræðing- ur og blaðamaður. Fram til þessa hefur sendi- herra Kúbu í Belgíu einnig ver- ið sendiherra Islands en nú hef- ur verið gerð skipulagsbreyting. VÆBTA Aðalfundur Sósíalistafélagsins: Páll Bergþérsson endurkj. formaður Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur var haldinn í gær- kvöldi að Tjarnargötu 20 og var hann fjölsöttur. Form. félags- ins, Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur flutti skýrslu stjórnarinn. ar, og lesnir voru reikningar félagsins og samþykktir. Þá fór fram stjómarkosning og var Páll Bergþórsson endurkjör- inn formaður, en aðrir með hon- um í stjóm eru: varaformaður Gísli Ásmundsson, meðstjóm- endur Kjartan Ölafsson, Mar- grét Auðunsdóttir, Jón Þorvalds- son, Hulda Ottesen og Einar Lax- ness. I varastjóm vom kosnir: Helgi Eiríksson, Guðrún Guð- varðardóttir og Gunnlaugur Ein- arsson. Þjórsárdals- ferð ÆFR Lagt verður af stað í Þjórsárdalsferð ÆFR í dag kl. 14 frá Tjarnargötu 20. Ekið verður að Stöng í kvöld og gist þar en farn- ar gönguferðir um dalinn á morgun. Mætið stund- víslega. Loksins! Verðlagsráð sjávarútvegsins skýrir frá, HVERJIR skiluðu sératkvæðum við ákvörðun bræðslusíldarverðsins, niðursíöðum þeirra er hins vegar haldið leyndum enn. fram eftirfarandi. til viðbót- ar því, sem fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins þann 24. þ.m. Tillaga gú, sem samþykkt var sem úrskurður yfimefnd- í gær barst Þjóðviljanum loksins fréttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem skýrt er frá, hvemig atkvæði féllu við úrskurð gerðardómsins (yfimefndar- innar) um bræðslusíldarverð- ið. Kemur þar fram, að báðir fulltrúar seljenda síldarinnar, þeir Tryggvi Helgason og Sig- urður Pétursson, skiluðu sér- atkvæði við ákvörðun verðs- ins. Hins vegar er þessum hluta af niðurstöðum gerðar- dómsins haldið leyndum, eins og fram kemur í fréttatil- kynningu Verðlagsráðsins, sem hér fer á eftir: ,,Að gefnu tilefni vill Verð- lagsráð sjávarútvegsins taka rjmvÆkwjmrJk m/mvjh^jævj vegsins um verð á síld til bræðslu, var lögð fram af oddamanni nefndarinnar, Má Elíssyni, hagfræðingi. Með tillögunnl greiddu atkvæði, auk oddamanns, fulltrúar kaupenda í nefndinni, þeir Sigurður Jónsson og Vésteinn Guðmundsson. en á móti íull- trúar seljenda í nefndinni þeir Sigurður Pétursson og Tryggvi Helgason." ★ 1 blaðinu á morgun verður birt viðtal við Tryggva Helga- son, fulltrúa Alþýðusam- bands fslands í Verðlagsráð- .- inu, um veríTagningu síldar- ■ innar í sumaf. " ! i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.