Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 1
sstaskemmtun að Hótel Borg í kvöld Surmudagur 30. júní 1963 — 28. árgangur mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 144. Sölublað. Skemmtun fyrir starfs- fólk og stuðningsmenn G- listans í nýafstöðnttm Al- þingiskosningurn verður haldin að Hótel Borg í kvöld og hefst hún kl. 20,30. Þeir sem enn hafa ekki orðið sér úti um miða á skemmtunina athugi að miðar verða afhentir við innganginn í kvöld. Meðal skemmtiatriða er einsöngur Ólafs Þ. Jóns- sonar og einnig koma hinar þekktu Prince-syst- ur þarna fram. Ólafur Þ. Jónsson Samningar verkakvennaíél. í Reykjavík og Hafnarfirði I fyrrakvöld tókust samningar milli verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavik og verka- kvennafélagsins Framtíðar í Hafnarfirði annars vegar og Vinnuveitendasambandsins og vinnuveitenda í Hafnarfirði hins vegar um almenna 7,5% hækkun á öllum kauptöxtum verka- kvenna. Einnig náðist samkomiilag um nokkrar tilfærslur milli úsxta. Samningum um ákvæðisvinnu í síldarsöltun var frestað þar til síðar. Samningarnir gilda bar til I haust, og voru þeir undirritaðir með tilskyldu samþykki félags- funda viðkomandi aðila.; f HvaSskurður í Hvalfirði Það var heldur betur handagangur í öskj- unni í Hvalstöðinni í Hvalfirði sl. föstudagskvöld er fréttamenn renndu þar við á heimleið frá bændaskólanum á Hvanneyri. Einn hvalbátanna var nýkominn inn með hval og unnið var af kappi við að skera hvalinn á planinu eins og vel sést á stærri myndinni. Minni myndin sýnir að það er beíra að stíga varlega niður því að það er skreipt á hvalþjósun- um. — (Ljósm. Þjóðviljinn. G. O.) Yerðlagning síldarinnar mjög n gagnvart sjómönnum Þjóðviljinn náði snöggvast tali af Tryggva Helga- syni, fulltrúia Alþýðuílamibands íslands í Verðlagsráði sjávarútvegsins, og innti hann eftir afstöðu hans til þeirra ákvarðana, sem undanfarið hafa verð teknar varðandi síldarverð fyrir norðurlandssíld í sumar. Ákvörðun um saltsíldarverðið, sem Þjóðv. skýrði frá í fyrrad. var samþykí-t samhljóða í Verð- lagsráðinu, sagði Tryggvi. En ekki er þó úr vegi, að hafa það sem sannara reynist í þessu máli sem öðru. Ég sat hjá við at- kvæðagreiðslu um ákvörðun salt- síldarverðsins, lét bóka að ég teldi verðið of lágt. Hins vegar hefði ég ekki trú á jákvæðum árangri, þótt málið færi til yfir- nefndar, — en málið gengur til hennar (þ.e. til gerðardómsá- kvörðunar) ef mótatkvæði koma fram í verðlagsráðinu sjálfu. Og reynsla okkar af gerðadóm- unum undanfarið er slfk, að ég taldi einskis að vænta með mál- skoti þangað, þar sem engar lík- ur voru á samkomulagi um oddamann í yfirnefndina að mínu áliti. — Og hver er þá skoðun þín á verðlagningu síldarinnar að þessu sinni? Ég tel verðlagninguna núna ó- bilgjarnari gagnvarj sjómönnum og einnig útgerðinni, en hún hef- ur verið allt frá því að Verð- lagsráðið tók til starfa. Þetta á þó alveg sérstaklega við í sambandi við úrskurðinn um bræðslusíld- arverðið. — Þú skilaðir sératkvæði við þann úrskurð, er ekki svo? Og hver var rökstuðningur þinn fyr- ir þeirri afstöðu? — I fyrsta lagi tel ég, að áætlað síldarmagn, sem gert er ráð fyrir ArtíðHákonargam/a Á þessu ári eru 700 ár liðin síðan Hákon konungur hinn gamli Hákanarson andaðist í Kirkjuvogi í Orkneyjum, þar sem hann hugðist hafa vetur- setu. En vestur um haf hafði konungur farið til þess að reyna að afstýra því að Skotakonung- ur næði undir sig skozku eyjun- um, sem þá höfðu lengi lotið norskum yfirráðum. í tilefni af þessu sjö alda af- mæli andláts hins mikilhæfa konungs hafa bæjarstjórn Kirkjuvogs (Kirkwall) og hér- aðsráðs Orkneyja efnt til sam- komu, sem sett verður í Kirkju- vogi á morgun, 30. júní, og siendur til 5. júlí. Verður sam- koma þessi fyrst og fremst fund- ur skozkra og norrænna. eink- uim n<*rskra, fræðiimanna. og munu þeir flytja fyrirlestra um sögu, fornleifafræði og bók. menntir þeirra tíma. er Hákon konungur var á dögum. Fund- urinn hefst með. minningarmessu í hinni frægu Magnúsarkirkju. og verður þar meðal annarra norskur biskup. Þegar á fund- inn liður verður farið í margar ferðir til þeirra staða, sem norrænir menn gerðu fræga á víkingaöld og á miðöldum, merkilegir uppgreftjr skoðaðir og efnt til sýninga á söguleg- um minjum. Meðal ræðumanna á minning- arhátíð þessari er Hertnann Pálsson, lektor í Edinborg, og prófessor Jón Helgason er einn- ig í þeim fræðimannahópi. sem saman kemur í Kirkjuvogi inaestu daga. Tryggvi Helgason að verksmiðjurnar fái til vinnslu á sumrinu, sé allt of lágt áætlað, en það skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli við mat á greiðslu- getu verksmiðjanna. Það má benda á, að í flotann hafa bætzt mörg stór og velbúin skip, og stöðugar framfarir eru í notkun veiðitækjanna og vinnu með þeim. Þá hafa afköst verksmiðj- anna einnig aukizt allverulega, einkum á Austurlandi, og síld- arvertíðin byrjaði að þessu sinni um það bil tveim vikum fyrr en á s.l. sumri. Ég tel einnig, að áætluð nýting lýsismagns úr hverju máli og þó alveg sérstaklega mjöl, sé of lágt áætlað. Afskriftir af vélum verk- smiðjanna eru einnig mikið hærri en eðlilegt má teljast, eða um 15 0/0, en í frystihúsum er yfirleitt reiknað með 10 0/0 af- skriftum. Loks vil ég benda á það, að verð á lýsi hefur stórhækkað erlendis undanfarið og mun markaðsverð nú vera um 63 sterlingspund tonnið, en á s.l. ári var verð á lýsi fallandi og mun jafnvel hafa komizt niður í 29 sterlingspund á tímabili. Ég vil því að lokum endurtaka þaö, sem ég sagði hér að framan, að verðlagning síldarinnar er núna óbilgjarnari gagnvart sjdmönn- um, en verið hefur frá því Verð- lagsráð tók til starfa. Verður Ingi R« alþjóðlegur meistari? 1 dag hefst fyrsta umferð á svæðamótinu í Halle í Anstur- Þýzkalandi og keppir þar Ingi B. Jóhannsson fyrir Islanda hönd. Keppendur eiu 20 tals- ins, þar af 8 stórmeistarar og 5 alþjóðlegir meistarar. Á þessu móti hefur Ingi tæki- færi til þess að vinna sér titil- inn alþjóðlegur meistari. Til þess þarf hann að fá 8V2 virm- ing pg hljóta 25% vinnings- hlutfall gagnvart stórmeistur- um, 50% hlutfall gagnvart al- þjóðlegum meisturum og 80% gegn hinum. Þarna keppa meðal annarra Larsen, Danmörku, Stá'iberg, Svíþjóð, Jóhannessen, Noregi, Donner, Hollandi, Ivkov, Júgó- elavíu og Kortez, Ungverja- landi. Er þetta stórt tækifæri fyrir Inga. Síðasta umferð vei-ður tefld 25. júlí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.