Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJðÐVILJINN Sunnudagur 30. júni 1963 MEIRA FRÁ STARFSEMI SKÓLANS Á HVANNEYRI fram tilraunir með að bera á Hvanneyrarfitina. Þar hefur gulstörin ráðið ríkjum frá ó- munatíð og evo frek hefur hún verið til fóðunsins, að engtn önnur grös hafa þrifizt, þó til væru. Við áburðinn brá svo við, að gulstörin varð að láta í minni pokann óg hin gröéin, sem ríkari eru af steinefmum náðu yfirhöndinni. Til frekara fróðleiks er ekki úr vegi að birta hér skýrslu, sem Óttar Geirsson hefur samið um ransóknir sínar á áburðar- þörf Hvanneyrarengisins: Frá því á árinu 1956 hefur verið gerð tilraun á Hvanneyri með að bera áburð á engi. Tilraunin er gerð á Fitinni. Taflan hér á eftir sýnir yfirlit yfir uppskeru eftir hvem áburðarskammt. Höldum nú áfram Hvanneyr- arpistli. Skallagrímur gaf Grími hin- um háleygska bústað fyrir sunnan Borgarfjörð, þar sem heitir á Hvanneyri. Þar skammt útfrá skarst inn vík ein eigi mikil. Fundu þeir þar andir margar og kölluðu Arnda- kíl, en Andakílsá, er þar féll til sjávar. Upp frá á þeirri til þeirrar ár, er kölluð var Gríms- á, þar í milli átti Grímur land. Þannig hljóðar frásögn Eg- ilssögu af fyrstu ábúðinni á Hvanneyri. Mörgum myndi nú finnast Skallagrímur hafa mis- séð sig á landkostum, þegar hann settist sjálfur á Borg, en gaf vandalausum manni búsetu á Hvanneyri, enda hefur reynd- in orðið sú, að Hvanneyri hef- ur blómgazt því meir, sem Borg hefur drabbazt niður. Að visu var Grímur þessi hinn ágætasti maður, sem tók við stjóm á skipi Kveldúlfs gamla, þegar hann lézt í hafi á leiðinni til Islands og á hitt er og að líta að Skallagrímur var meira mið- svæðis í landnámi sinu að Borg. Á því herran/s ári 1963 er æði staðarlegt heim að líta á Hvanneyri. Byggingar eru þar margar og reisulegar, þrátt fyr- ir að þær séu komnar til ára sinna. Aðalhúsið var reist árið 1920, en gamla skólahúsið árið 1910, og þá ættu gamlir pólitík- usar að kannast við Hvanneyr- arfjósið nafntogaða. Enn reisu- íegra vérður samt innan nökk- urra ára, því verið er að byggja verkfærageymslu á staðnum og undirbúningur hafinn að bygg- jngu nýs skólahúss. Næstu daga Orðsendíng Verzlunin DlSAFOSS er flutt að Grettisgötu 57 þar sem áður var verzlunin Fell. Simi 17698. Vöru- . happdrdPtti 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur.að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón fcrónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers jnánaðar. minningarkort ★ Flugbjðrgunarsveittn gefut út mlnningarkort tll atyrktar starfsemi sinni og fást þau é eftirtöldum stöðum: Bóka- verzlun Braga Brynlólfssonar. Laugarásvegi 73. sími 34537. Hæðagerði 54. eími 37391, Alfheimum 48. sími 37407, Laugamesvegi 73i siml 82069. I '?-< ' ' Nú er verkfærageymsla í smíðum að Hvanneyrl. — (Ljósmyndirnar tók Grétar Oddson). verður auglýst eftir hugmynd- um og verða veitt þrenn verð- laun fyrir þær beztu, verkið verður svo væntanlega boðið út í haust. Það er frægt í sögum. að í mestu harðindaárum varð Hvanneyringum aldrei grasfátt, voru jafnvel oftast aflögufærir með hey. Olli þar mestu um Hvanneyrarfitin svonefnda, en hún er rennislétt engi með- fram Hvíá, mynduð af fram- burði hennar. Fólkið á harðbal- anum fyrir vestan kunni betri skil á Hvanneyrarfitinni, en sfaðnum sjálfum. Sagan segir að einhverju sinni hafi maður komið niður á fitina og hitt fyrir heimamenn við heyskap. Varð honum að orði: „Það gætu ekki aðrir en búfræðing- ar tapað á að búa hér.“ En þetta var nú á þeim árum, þeg- ar því var statt og stöðugt trúað að menntunin væri undir- rót alls hins illa í heiminum. En það er mikil ásókn í að læra að tapa á búskap, því að Hvanneyrarskólinn er fullskip- aður á hverju ári og alltaf verð- ur að neita einhverjum um skólavist. Tilraunareitir þeirra Hvann- eyrarmanna, þar sem þeir gera tilraunir sínar, eru yfir að líta eins og allstórt tún. Hver til- raunareitur er svolítil skák í akrinum og merktur af með hælum. Þeir Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson, sem ráða þama rikjum, spígspora hinir vígalegustu um svæðið og hvar sem Óttar nemur staðar slítur haran upp strá og stingur upp í sig. Reitimir eru æði misjafnir að sjá, sumstaðar bert flagið. Þeg- ar spurt er um ástæðuna er svarið alltaf hið sama: Vallar- foxgras frá Wales í Englandi. Sumstaðar eru toppar í flag- inu, þá er grasið frá Suður- Noregi, en þar sem Engmo og Bodin em, þar er kafgras. Enska grasið hafði ekki staðið af sér vorkuldana og raunar ekki heldur það suðumorska. Á öðrum reitum fara fram til- raunir með mismunandi áburð og þar vekur mesta athygli að reitir, sem eraga fosfórsýru hafa fengið eru nánast svart flag, jafnvel þó að nóg hafi verið borið á af öðrum áburði. Jarðvegurinn í Hvaraneyrarmýr- inni virðist því alveg snauður af fosfórsýru. Allt frá árinu '1956 hafa farið Hanna Frímannsdóttir rannsakar kalsíuminnihald. 1956 1957 1958 1959 1960 1961 Meðal- 1962 tal a. Enginn áburður 43,0 25,4 37,4 29,6 36,5 28,9 24,6 32,2 b. 50 kg N ha. 53,8 43,7 59,6 39,4 53,5 43,6 42,9 48,1 c. 100 kg N á ha. 66,4 58,8 70,1 46,8 61,5 53,7 52,0 58,5 d. 100 N, 70 P205. 66,5 61,6 72,3 47,5 64,8 61,0 55,0 61.2 e. 100 N, 70 P205, 80 K20. 64,4 61,8 73,2 51,8 68,7 80,0 56.3 62.2 Af þessari tilraun má ráða, að mikill uppskeruauki fæst við að bera köfnunarefni (kjama) á engið og nokkur við að bera fosfór á það. Hins vegar fæst lítill uppskeruauki með kalíið. Við notkun áburðarins breytist gróðurfar ábomu reitanna þann- ig, að meira bar á heilgrösum í þeim en áður. Árin 1959 og 1960 var hlutdeild heilgrasa og hálfgrasa í uppskerunni ákvörðuð á þann hátt, að sýnishom voru tekin af hverjum reit, þegar slegið vár, og þau greind í sundur í heilgrös og hálfgrös. Síðan voru sýnishomin þurrkuð og vegin hvert í sínu lagi. Tölumar hér á eftir sýna hlutdeild heilgrasa og hálfgrasa í uppskerunni 1959 og 1960. a. b. c. d. e. ’59 ’60 ’59 '60 '59 ’60 ’59 ’60 ’59 ’60 Heilgrös 22 33 51 36 64 81 62 79 70 77 Hálfgrös 78 67 49 64 36 19 38 21 30 23 Efnaákvarðanir hafa verið gerðar á heyinu úr tilrauninni. Þær hafa sýnt, að fosfór- og kalí-magn heysins vex eins og eðlilegt ér, þegar þessi efni hafa verið borin á. Einnig hafa þær sýnt, hvemig víxlverkanir eru milli hinna einstöku steinefna, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Hann er ekki vandséður vinra- ingurinn af áburðamotkuninni. Við sáum margt fleira, en margt veldur þvl að við getum ekki fest það á blað, sem skyldi. Einkum stendur skilningsskort- uriran því fyrir þrifum. Við bvöddum Hvannéyri margs visari og sannfærðari um það en áður, a'ð íslenzkur landbúnaður á þar hauk í homi. G. O. bifreiðaleigan HJÓL Hverfiscðtn 82 Siml 16-370 VONDUÐ m u H Sfeurþórjónsson &co Jiafmntrœti Magnús Óskarsson tilraunastjóri. Aðstoðarlæknisstaða. Staða aðstoðarlæknis við svæfingadeild Landspítalans er laus tll umsóknar. Laun samkvæmt væntanlegum kjarasamningum opinberra 6tarfsmanna. Umsóknir með I upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri 6törf, sendist [ til stjómamefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir \ 29. júlí n.k. Reykjavík, 29. júní 1963. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Málverkasýningunni og skopmyndasýningunni í Félagsheimili Kópavogs lýkur kl. 22.00 í kvöld. Tannlækningastofan Efstasundi 84 verður lokuð vegna sumarleyfa í mánuð. Hallur Hallsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.