Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 3
EYSTRASALTSVIKAN SÍÐA 3 Sunnudagur 30. júní 1963 HÖDVILIINN í þröngum húsakynnum ER SVEFNSTÓLL LAUSNIN BREYTIST í ÞÆGILEGA HVÍLU MEÐ EINU HAND- TAKI, TILVALINN í BARNAHER- BERGIÐ, EÐA EF GEST BER AÐ GARÐI ana 6.—14. júlí næstkom- andi. Hátíðahöld þessi eru haldin til gagn- kvæmrar kynningar þátt- tökuþjóða, en þær eru Norðurlandaþjóðimar all- ar, Austur- og Vestur- Þjóðverjar, Pólverjar og þátttökuþjóðanna, og er kjörorð þess friðhelgi Eystrasalts. í þeim til- gangi fara fram á móts- tímanum ýmsar ráðstefn- ur, sem fjalla um sam- eiginleg áhugamál ým- issa starfs- og þjóðfélags- Hin árlega Eystrasalts- vika, sú sjötta í röðinni, verður haldin í Rostock og nágrannabæjum dag- Rússar. Mótið er helgað bar- áttunni fyrir friði og gagnkvæmri vináttu Sænskur fimleikaflokkur, sem kom fram á Eystrasaltsvikunni í fyrra. hópa, og þátttakendur frá hinum ýmsu löndum gera grein fyrir afstöðu sinni. Þannig em t.d. sér- stakar ráðstefnur, vís- indamanna, verkamanna, kvenna o.fl. o.fl. Mikill fjöldi ferða- manna sækir Eystrasalts- vikuna árlega til þess að njóta fjölbreyttra skemmtana, sem fram fara í sambandi við þessi hátíðahöld, og einnig til þess að njóta útilífsins á baðströndinni við Eystra- saltið, en þarna em mjög vinsælir baðstaðir, sem em ákaflega fjölsóttir í góðu veðri. Hátíðahöldin fara fram í mörgum bæjum á ströndinni í grennd við Rostock, en sú borg er miðstöð hátíðahaldanna. Leikhús og kvikmynda- hús bjóða upp á margs- konar sýningar, meðan á mótinu stendur, og koma þar fram listamenn frá fjölmörgum þjóðum. Margvísleg íþrótta- keppni fer fram, meðan á Eystrasaltsvikunni stendur og er keppt í öllum hugsanlegum í- þróttagreinum svo sem frjálsum íþróttum, hjól- reiðum, fimleikum, róðri og kappsiglingum, knatt- spyrnu og sundi. LEIKHUSMAL Leikhúsmól 3. tölublað. Anna Borg. Viðtal við Gunnar Eyjólfsson. Leikdómar. Leikhúsannáll. Erlendar og inn- lendar fréttir. Tónlist | Kvikmyndir. Leikhúsmál * Aðalstræti 18. HÍBÝLAPRÝÐI H.F.Sími 38177 HALLARMÚLA 1. deild Akureyringar nældu sér í stig er þeir mættu KR- ingum í fyrrakvöld á Laugardalsvellinum í skemmtilegum leik sem lyktaði með jafntefli. 2:2. KR-ingar áttu þó öllu meira í leiknum en Akur- eyringamir vörðust vel og gátu hrint af sér þriðja markinu. Fyrri hálfleikur Snemma í leiknum fenigu bæði liðin ágæt tækifæri en illa hélzt á þeim, því bæði ó- nýttust þau vegna klaufa- skapar. Það var dálítið fum á báðum liðum fyrst í stað og er einmitt fyrsta markið í leiknum golt dæmi um það. Hörður Felixson var með knöttinn og hugðist senda hann til Heimis, en hann hálf- kiksar og Steingrímur kemst í milli og sendir framhjá Heimi sem kom út á móti, en fékk ekkert við ráðið, knött- urinn lá í netinu. 1:0. Ellert tók heljannikinn fjör- kipp stuttu síðar, lék á 3—4 varnarmenn og komst í all- gott tækifæri en spymti fram- hjá. KR-ingamrr voru heppnir að fá ekki annað markið litlu síðar þegar Heimir stökk út í „æfintýraleit“ og náði ekki knettinum en Skúli skallaði framhjá opnu marki. Þar munaði sannarlega litlu. KR-ingar gerðu síðan harða hríð að marki Akureyringanna sem endaði með markskoti Ellerts af stuttu færi óverj- andi fyrir Einar. 1:1. Akureyringum var réttilega dæmd vítaspyrna um miðjan hálfleikinn vegna bragðs Harðar gegni Skúla. Skúli framkvæmdi víta- sþýrnun'a ó'g" skoraði örúgg- lega. 2:1. Síðari hálfleikur KR-ingar höfðu undirtökin í síðari hálfleik og réðu mestu um gang leiksins. Miðjan var í þeirra höndum en það hefur ekki svo lítið a'ð segja að hafa þar töglin og hagldimar. Á 8. mín lagði Garðar glæsilegan bolta fyrr fætuma á Ellert sem spyrnti viðstöðu- laust að marki en knötturinn hafnaði í þverslá. Gunnar Felixson var einnig á ferðinni skömmu síðar en Einar Helgason fékk bjargað í það skiptið. Akureyringamir fengu tæki- færi stuttu síðan en Bjarni Felixsoni bjargaði skoti Jóns Jónssonar h.úth., sem stefndi í markið. Bjarni bjargaði þama marki því Heimir var ekki til staðar. Opin vöm Akureyrar færði KR-ingum jafnteflismarkið. Jón Sigurðsson lagði knöttinn fyrir fætur Ellerts, sem ó- valdaður í góðu færi spyrnti óverjandi fyrir Einar. 2:2. Steingrímur átti skáskot af stuttu færi rétt fyrir leikslok en Heimir var vel á verði. Liðin Akureyringar sökruuðu Kára Ámasonar en hann er enn við nám og gat þvi ekki leikið með. Enginn vafi er á því að Kári hefði lífgað upp á fram- línuna sem var fremur í dauf- ara lagi. Helzt var það Stein- grímur sem skapaði hættu en hann fékk ekki næga aðstoð samherja sinna. af varnarleikmönnunum á- samt Einari í markinu. Garðar Ámason lék nú með KR-ingunum að nýju og gerði hann margt laglega. Garðar vantar að vísu hraða en það kemur með meiri æfingu. Garðar mun verða liðinu mik- ill styrkur þegar frammí sæk- ir. Ellert skapaði mesta hætt- una í framlínunni ásamt Gunnari Felixsyni, en einnig var Sigurþór Jakobsson. vel virkur. 1 vöminmi bar mest á Bjarna sem var traustur að vanda. Hörður var einnig með á nótunum en Steingrímur kom honum þó stundum í vanda með hraða sínum. Jörundur Þorsteinsson dæmdi yfirleitt vel. h. STAÐAN í 1. deild: Nú er 1. deildin hálfnuð að undanskildum leik Vals og Keflavíkur sem frestað var á dögunum. Staðan er nú þessi: ....... L U T J St. M. Akranes 5 3 2 0 6 11:8 Fram 5 3 2 0 6 5:7 Valur 4 2 1 1 5 9:6 KR 5 2 2 1 5 8:9 Akureyri 5 1 2 2 4 11:12 Keflavík 4 1 3 0 2 6:8 í dag fara þessir leikir fram: Akureyri, Valur—Ak- ureyri kl. 16.00 og Keflavik, KR—Keflavik kl. 16.00. (Sam- kvæmt leikjabók KSÍ). Ullariðnaður Nokkrir duglegir og reglusamir karlmenn óskast til vinnu í Ullarverksmiðjunni Fram- tíðin, Frakkastíg 8. Vaktavinna og bónus- keríi. Nánari upplýsingar í skrifstofu Slát- urfélags Suðurlands, Skúlagötu 20. Ullarverksmiðjan Framtíðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.