Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 4
4 síða ÞlðÐVILJINN Föstudagur 28. Júrií 1983 tltgefamli: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. »" j .i .......... ................. ....................... Alþingiskosningarnar í byrjun þessa mánaðar sýndu mönnum enn einu sinni, að nokkuð vantar á, að náð sé þeim jöfnuði milli flokkanna miðað við skiptingu þingsæta, sem stefnt er að með núverandi kosningafyrirkomulagi. Þannig fékk t.d. Framsóknarflokkurinn tveimur þingsæt- um meira en raunverulegt atkvæðamagn hans segir til um. Alþýðublaðið víkur að því í leiðara sínum í gær, að „réttlát kjördæmaskipun sé und- irstaða lýðræðis á íslandi“ og því þurfi tala þing- manna hvers flokks að vera í samræmi við at- kvæðamagn hans, og vill Þjóðviljinn taka undir þau sjónarmið heils hugar. En til eru líka þeir menn, sem fagna því að ranglát kosningaúrslit leiði til ólýðræðislegra stjórnarhátta, og þótt und- legt megi virðast, er það einnig Alþýðublaðið í gær, sém sýnir okkur dæmigerða mynd af slík- um manni. ¥jað er sjálfur viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. * Gíslason, sem lýsir fögnuði sínum yfir því í grein, sem hann ritar í þetta málgagn sitt í gær, að kosningaúrslitin opni leið til þess að bola full- trúum Alþýðubandalagsins úr öllum þingkjörnum 5-manna nefndum, þar sem Framsóknarflokkurinn hafi nú möguleika á að fá tvo menn kjörna „þar eð hann hefur 19 þingsæti og þannig ÍÖV2 atkvæði á annan fulltrúa sinn, en Alþýðubanda- lagið aðeins 9 atkvæði“, eins og ráðherrann segir brðrétt í grein sinni. Síðan telur ráðherrann upp í taumlausri gleði allar þær nefndir, sem hann man eftir að einungis séu skipaðar 5 mönnum, og ákafinn leynir sér ekki, þegar hann segir: „Sum- ar þessara stjórna verða endurkjörnar strax á næsta þingi, en aðrar ekki fyrr en nokkru síðar. En allar verða þær endurskipaðar á næsta kjör- tímabili“. l^agnaðarefni Gylfa Þ. Gíslasonar er þannig ein- * hliða sú staðreynd, að úrslit Alþingiskosning- anna færa Framsóknarflokknum aukin áhrif vegna ranglátra úrslita en ekki réttlátra. En ráð- herrann sneiðir einnig með öllu fram hjá öðru at- riði. Ef farið væri eftir þingmannatölu hvers flokks um sig, þá eru það fulltrúar Alþýðuflokksins en ekki Alþýðubandalagsins, sem ættu að hverfa úr þingkjörnum 5-manna nefndum og stjórnum op- inberra stofnana. Alþýðuflokkurinn hefur bæði minna atkvæðamagn með þióðinni og færri þing- menn en Alþýðubandalagið, en gegn því að gefa sig, og þar með öll stefnumál sín. algerlega á vald Sjálfstæðisflokksins, fær Alþýðuflokkurinn fyrir náð að halda fulltrúum í áðurereindum stofn- unum. /'kg naesta verk Gylfa Þ. Gíslasongr verður án ” efa að láta leiðarahöfund Alþýðublaðsins éta ofan í sig ummælin frá því í gær, eins og nýlega skeði varðandi verðlagseftirlitið, og túlka þess í stað þá skoðun ráðherrans, að réttlæti lýðræðis- ins sé fólgið í því, hve langt sé unnt að komast í að útiloka frá opinberum störfum þá menn, sem ráðherrann og sálnfélagar hans kalla . kommún- ista“. — b. SKAKÞÁTTUR# RITSTJ. SVUNN KRiSTINSSON Drottningarfórn Sam kunnugt er, er drottn- ingjn langsterkasti maður taflborðsjns. Það gerir ekki betur en tveir hrókar eða þrír léttir menn séu jafnvígir henni í ýmsum stöðum. Veltur það auðvitað mjög á því, hve sam- spil viðkomandi manna er gott, en á glíkt vandamáli reynir að sjálfsögðu ekki hjá drottningunni. þar sem hún er samspilið holdi klætt og bítur og slær á alla kanta eftir behag. Þrátt fyrir hinn mikla mátt drottningarinnar, þá er ekki örgrannf um. að hún hafi á stundum verið ofmetin. Drottn- ingin verður mörgum skák- manni ímynd lífsins sjálfs; verði þeir að láta hana af hendi, finnst þeim oft sem öllu sé lokið og það jafnt fyr- ir því, þótt hún taki álitlegan liðsafla andstæðingsins með sér í gröfina. Afstaða margra til drottningarinnar nálgast þannig hreina persónudýrkun. Það lætur þvi að líkum, að drottningarfórnir séu skákunn- endum mikið augnayndi, enda eru engar fórnir jafn vinsæl- ar. Og verður því ekki neitað að margar drottningiarfómir lýsa hugkvæmni og mikilli djúpskyggni fórnandans. Mest átak mun það oft kosta að losna undan þeim hleypidómi, að drottningin sé nálega yfir- náttúrleg vera, sem tæpast verði lögð undir „materialsk- an“ mælikvarða. Nái menn því -----------------------------« Sumarbuðir fyrir fatlaða Sumardvalarheimili fyrir fatl- aða verður rekið í sumar, á veg- um Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði. marki, þá verður drottningin þeim útbærari gjaldmiðill í kauphallarbraski skákarinnar. í skákinni, sem hér fer á eftir kemur fyrir drottningar- fóm, einföld í sniðum. Fómin er þar endahnútur snjallrar leikfléttu og hefir því alllang- an aðfarartíma, þótt hún sé í sjálfu sér ekki mjög vand- fundin. Skákin er tefld á skákmóti í Luzern í vor og stórmeist- aramir. sem tefla hana. munu flestum skákunnendum vel kunnir. Hvítt: Darga (V-Þýzkaland) Svart: Diickstein (Austurríki) Hollenzk vörn 1. d4 e6, 2. Rf3 f5 Hollenzka vörnin á alltaf nokkurn hóp áhangenda. Með- al þeirra má nefna Botvinnik. fyrrverandi heimsmeistara, Bronstein. Alexander og sem kunnugt er bregður Friðrik Ólafsson henni stundum fyrir sig. Hún hentar bezt taktisk- um sóknarskákmönnum, þvi hún byggir á virkum, hreyfan- legum og hvergi nærri áhættu- lausum mótaðgerðum. 3. a) Þetta er langalgengasta og ör- uggasta liðskipunarkerfi hvíts gegn hollenzkri vörn. Kóngs- staða hans verður traust og honum standa margar leiðir opnar ti1 athafna. 3__Rf6. 4. Bg2 Be7. 5. 0—0 0—0. 6. RC3 Algengara er 6. c4 Hvítur stefnir að þv{ að leika sem fyrst e4 fái hann færi. 6.—d5. En hann fær ekki færi á slíku. þvi svartur grípur til hinnar svonefndu grjótgarðsuppbygg- jngar. Grjótgarðúrinn skapar svörtum alltrausta vamar- stöðu. en nokkuð þrönga. Önnijr leið er 6. — d6, til und- irbúnings e5 síðar. 7, Bf4 b6 Líklega var betra að leika 7. — c6, sem hindrar meðal annars Rb5. 8. Rb5! Re8. 9. c4 Bb7 Auðvitað ekki 9. — dxc4 vegna 10. Re5. 10. cxd5 exd5. 11. Db3 c6, 12. Rc3 Kh8, li3. Dc2 Rd7, 14. h4 Treystir stöðu biskupsins á f4, en þjónar ejnnig fjarlæg- um, en sigurstranglegum sókn. armarkmiðum. 14. — Rd6, 15. Rg5 Bxg5 Ekki er sjáanlegt, að svart- ur geti komizt hjá þessum upp- skiptum, en nú verða svörtu reitimir í stöðu hans har’a veikir. 16. hxg5 De7? Þessi leikur, þótt eðlilegur virðist. hefur mikla erfið’.eika í för með sér fyrir svartan, og liggur nærri að álykta. að hann ráði úrslitum í skákinni. 16. — Re4 er sjálfsagður leik- ur. 17. Rxd5! Þessi snotra leikflétta hef- ur farið framhjá Dúckstein í útreikningum hans. 17. — cxd5, 18. Dc7 Vinnur manninn þegar til baka i ágætisstöðu. 18. — Rb5, 19. Dxb7 Rxd4, 20 Ha-el Ha-d8, 21. Bxd5 Db4. Dúckstein veitir harðvítugt viðnám og hótar meðal ann- ars — Rc5. En Darga er vel á verði 22. Dc7 Dxb2. 23. Kg2 Rb5 23. — Rxe2 getur hvítur svarað með 24. Bd6. Hins veg ar var 23. — Db5 sterkari lejk- ur en sá leikni. 24. Db7 Rc5. 25. Dc6 Rd4 Á skammri stundu skipast veður í lofti, ekki satt? Eða tapar hvítur nú ekki manni? 26. Dg6! 'ÁhrifamikiH droétwingarleik- ur. Drepi svartur drottninguna bá mátar hvítur í 1. leik. Drepi hann biskupinn þá 'kémur'á7. Hh'l Kg8. 28. Hxh7 Hf7, 29. Hh8t Kxh8. 30. Dxf7 og — bingó! Dúckstein gafst því upp. Kartöflur á götum PARlS 27/6. — í dag hVolfdu reíðir franskir bændur mörgum smálestum af kartöflum á götur tveggja horga í Bretagne. Með þessu viidu þeir nvekja athygli yfirvaldanna á kröfum sínum, en þeir telja að verð á landhún- aðarafurðum sé allt of Iágt. Húsmæður í borgum. þessum, Saint Pol de Leoh og Roscoff, þustu þegar út á göturnar og birgðu sjg upp af kartöflum. Síðastliðna nótt voru nokkrir simastaurar sagaðir niður í Saint Pol de Leon 6g öðhim bæ, Ploux Evede. | Á Bretagne-svæðinu voru í ár ! ræktaðar 50.000 smáiestir af kartöflum, on það er um 20.000 lestum meira en notað er á svæði þessu. Bændumir - hafa hvað eftir annað gert tilrauri til I þess að fá stjómarvölúin til að ] bæta úr markaðserfiðleikunum. Ehirmaður Profumos LONDON 27/6. — Brezka stjórnin tilkynnti i dag að Joseph Godber hefði verið tll- nefndur til að taka við embætti hermálaráðherra eftir John Profumo. Godber hefur að undanförau verið aðalfulltrúi Breta á af- vopnunarráðstefnunni í Génf. Ennfremur hefur hann verið ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Profumo sagði af. sér eftir að hann neyddist til að viðurkenna að hann hefði logið að þinginu um samband sitt, við ,,fyrirsætuna“ Christine Kééler. Nýr bandarískur gervihnöttur V ANDENBERG, Kalifomiu 27/6. — 1 gær skaut bandarÍ6ki flugherinn upp gervihnétti frá flugvelljnúm Vandenberg í Kali- forniu. Thor-Agena-eldflaug1' var notuð við geimskot þetta, en ekki er frekar vitað um til- raunina. Dvalartími verður einn mán- uður, frá 20. júlí — 20. ágúst. Aðstaða er mjög sæmileg, að Reykjum, til reksturs slíks heim- ilis, og þar er t.d. góð sundlaug. Dvalarkostnaði verður stillt i hóf og greiða dvalargestir að- eins fyrir fæði. í skólanum eru rúmstæði og dýnur og verða dvalargestir að hafa með sér önnur rúmföt. Sjálfsbjagarfélögin úti á landi og skrifstofa Sjálfsbjargar í Reykjavík, gefa allar nánari upp- lýsingar um rekstur heimilisins. Þáttaka sé tilkynnt fyrir 9. júlí. Hðnnes Þ. bæmir Hannes Þ. Sigurðsson hefur verið valinn til að dæma lands- leik milli Svíþjóðar og Finn- lands sem fer fram í Stokkhólmi 14. ágúst n.k. Knattspyrnusambandi Islands hefur borizt bréf frá Norska knattspyrnusambandinu þar sem farið er lofsamlegum orðum um frammistöðu Hauks Öskarssonar, en hann dæmdi landsleikinn milli Noregs og Skotlands í Berg- en 4. iúní s.l. 186 fórust i fíóðum SEOUL, 27/6 — Gífurlegir vatna- vextir hafa átt sér stað undan- farnar tvær vikur í Suður-Kór- eu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórninni hafa 186 menn látið Iífið í flóðunum en 176 slasazt 62.000 manns hafa misst heimili sín. KROSSCÁT A Lárétt: 1 heybrók 4 bónorð 8 vanræktir 9 ótti 10 kvennafn 11 fleygði 13 band 15 ölvaðir 17 líffærið 19 fuglinn 21 almanak 23 kulið 26 lafi 27 fúaraftur 28 fuglima. Lóðrétt: 1 vökva 2 merki 3 hindra 4 sma.5 5 dýrs 6 svignaði 7 karlnafn 12 ættingi ll kvennafn 6 ósönn 18 hrelldu 20 kvennaf! 22 dans 24 ginni 25 líffærin 26 bygging.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.