Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. júní 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA g ALDAIAFMÆLI THE0D0RU TH0R0DDSEN Á morgun, mánudaginn 1. júlí, er aldaraf- mæli skáldkonunnar Theodoru Thoroddsen. Þjóðviljinn vill reyna að minnast þessa afmælis að nokkru, en eins og kunnugt er gaf frú Theo- dora Sósíalistaflokknum nafnið á hinu forna blaði þeirra Skúla Thoroddsen. Theodora Thoroddsen fædd- ist 1. júlí 1863 að Kvenna- brekku í Dölum. Voru for- eldrar hennar þau séra Guð- mundur Einarsson og Katrín Ólafsdóttir, úr Flatey. Haust- ið 1879 fór Theodora fyrst að heiman, sextán ára gömul, og var þann vetur í efri bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Haustið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen, syni Jóns Thor- oddsen, skálds. f formála sínum að rit- safni frú Theodoru lýsir Sig- urður Nordal svo fyrstu kynn- um þeirra hjóna: Fyrstu kynni „Föstudaginn 14. marz árið 1884 sátu þau Jón Árnason bókavörður og kona hans, Katrín Þorvaldsdóttir, að miðdegisverði, sem á þeim timum var snæddur um nón- bil, ásamt systursyni hús- freyju, Skúla Thoroddsen. Hann hafði kvöldið áður kom- ið til Reykjavíkur með póst- skipinu frá Kaupmannahöfn, en lokið þar glæsilegu prófi í lögfræði í janúar eftir aðeins hálfs fimmta árs nám. Frú Katrín vildi gera frænda sín- um vel til og hafði látið elda baunir, sem hún vissi, að hon- um þótti allra mata beztar. Þegar þau voru nýsezt að borðum, kom í stofuna tvítug stúlka, Theodora Guðmunds- dóttir frá Breiðabólstað á Skógarströnd. Ekki þekktust þau Skúli, þótt bæði væru Breiðfirðingar að uppruna og þremenningar að frændsemi. Skúli var alinn upp í Reykja- vík frá tíu ára aldri og far- inn til Hafnar, áður en Theo- dora kom til höfuðstaðarins fyrsta sinn. En svo mikið varð hinum unga kandídat um gestkomuna, að hann gætti þess ekki framar að snerta á matnum. Varla hefur unga fólkinu að þessu sinni farið öllu fleira á milli en sagt var með augunum. Skúli var aldrei framur né margmáll við ókunnuga og Theodora hefur sjálfsagt líka verið dá- lítið feimin við svo forfram- aðan mann. En hvorugt gekk þess dulið, að með þessum fyrstu tillitum væru örlög þeirra ráðin. Ljómann frá þeirri stundu mátti enn sjá í augum frú Theodoru Thor- oddsen á gamals aldri. þegar hún minntist á baunadaginn. Sá mánaðardagur var alltaf einn af tyllidögum ársins á heimili hennar. Það má reyndar heita einn hinn hversdagslegasti viðburð- ur, að piltur og stúlka felli hugi saman, ýmist í snöggri svipan eða við lengri kynni. Stundum leiðir þetta til hjónabands og stundum ekki, eftir því sem kaupin gerast á eyrinni, og hjónaböndin endast líka vel eða miður, þegar á herðir. En jafnvel þótt allt gangi skaplega og meira að segja farsællega. þá er hitt víst, að hjónabandið getur verið mjög misjafnlega mikill þáttur í lífi manns og konu, hvors um sig og beggja saman. Þó að frú Theodora ætti sér sína sögu, bæði áður en hún giftist Skúla og í löng- um ekkjudómi — ætti bæði fyrr og síðar margt að una við og mörgu að sinna — var hún aldrei sjálf í vafa um, að hjónabandið hefði verið aðalatriðið í ævi hennar og auðnu.“ Þau hjón, Theodóra og Skúli. fluttust vestur á Isa- fjörð, en þar var Skúli skip- aður sýslumaður. Vel undu þau hjón sér á Isafirði, og vinsæl voru þau bæði vestur þar svo af bar. Þó varð skemmri en skyldi dvöl beirra á Isafirði. Skúlamálið Hér er ekki rúm til þess að rekja Skúlamálið svo- nefnda, enda mun það enn ýmsum kunnugt. I stuttu máli sagt vildj landsstjórnin losna við Skúla sýslumann úr emb- ætti, enda varð hann snemma umsvifamikill stjórnmálamað- ur og var þegar orðinn stjóm- inni óþægur ljár í þúfu. Það varð fangráð Magnúsar Stephensen, landshöfðingja, að víkja honum úr embætti um stundarsakir, en senda ungan lögfræðing vestur. Fyr- ir valinu varð Lárus H. Bjamason, og skyldi hann rannsaka alla embættisfærslu Skúla. Uppmnalega var á oddinum haft mál Sigurðar nokkurs, sem nefndur var Skurður, en sá var grunaður um að hafa orðið manni að bana. ÞULA „Fuglinn í fjörunni liann heitir már, silkibleik er húfan hans og hneppt undir gullhár.“ Kominn er hann um ltaldan raar, kölluðu á hann lóurnar, þær vissu, að enginn af honum bar af öllum loftsins sveinum, — þær settust að honum einum. Þær fægðu á sér fjaðrirnar, flögruðu niður að hleinum, þvi márinn undi ekki á bjarkargreinum. Kveðið hátt á kvöldin var, hvíslað margt í leynum undir steinum, undir fjörusteinum. Márinn út til eyja fló, að ástunum þeirra skellihló. Hann unni mörgum út um sjó, „Fuglinn í fjörunnl, hann kann ekki að kreppa sig i körinni." Fann ég hann í fyrravor framundan Skor. Vængbrotinn og fjaðrafár fleytti hann sér á bárum, þær lögðu um hann sitt ljósa hár og lauguðu í söltum tárum. Hann seig í kaf með sofnar brár, söng í hrannargárum: — Sofðu vinurinn vængjafrgr, varð þér lífsins gróði smár, fleiri en einn á miði már, merktur þraut og sárum flýði ofan í unnir blár undan árum, undan þungum árum. — „Fuglinn í fjörunni hann er bróðir þinn. og e i n n i kannske í meinum, þ a ð var svo sælt, hann sagði það ekki neinum. Ekki get ég stigið við þig, ekki get ég stigið við þig, stuttfótur minn.“ AÐ VESTAN Þélr vita það fyrir vestan, að vél er kveðið þar. Þær raula svo margt við rokkinn sinn í rökkrinu stúlkurnar. Þeir vita það fyrir vestan, þar verpir haukur og örn. Það er sem bröttu björgin þar séu byggð fyrir konungabörn Þeir vita það fyrir vestan, þar villtist haukur í byggð, hann hugði að kenna þar hænsnunum flug og hrafni og tóu dyggð. Þeir vlta það fyrir vestan, hann vár þar um langa tið. unz hrafninn úr honum augun hjó og uglan risti honum nið. Og hænsnin görguðu og gólu og grófu sinn öskuhaug. En haukurinn særði þá hóf sig frá jörð, til hamranna blindur flaug. Þeir vita það fyrir vestan, þá voða að höndum ber, þá vakna þeir enn við vængjaþyt og vita þá, hver þar fer. Þá fleygðist haukur úr fjalli og fer yfir gamla slóð. Hann langar að færa þeim dáð og dug, sem drukku hans hjartablóð. Lárus dæmdi Skúla frá emb- ætti. I landsyfirrétti varfjár- sekt látin koma í staö afsetn- ingar. Og í hæstarétti 1895 vann svo Skúli endanlega mái sitt. Fáum mun nú bland- ast hugur um þaö. aö máhö haíi af hálfu stjórnarinnar verið höfðað til þess eins að koma stjórnmálaandstæðingi á kné. En þótt Skúli ynni mál sitt hlaut hann ekki embætti sitt aftur. Skúlamálið var hin harðasta hríð. I þeim átökum öllum stóðu þau hjónin jaínan sam- an sem einn væri. En hvaö þau átök hafa kostað lýsir frú Theodora í kvæðinu Að vestan. Verður svo látið útrætt um Skúlamálið hér. Skúh andaðist árið 1916, 57 ára að aldri. Frú Theodora bjó áfram i húsi þeirra hjóna, Vonarstræti 12, fram til 1930, en þá brá hún búi og var eftir það með börnum sínum. Hún andaðist 23. febrúar. 1954. 1 þessum samtíningi er ekki unnt að gera nein nánari skil skáld- skap hennar. Tvö sýnishorn verða að nægja, kvæðið Að vestan og ein þulik W/ /41 íKrflfihjŒ; wá WijBr* Wfíwfirl wa/Æ mfjnf Lýsing Theodóru I áðurnefndum formála lýs- ir Sigurður Nordal svo frú Theodoru: „Frú Theodora var tæplega meðalkona á hæð, grannvaxin og létt á fæti. Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, vorið 1915, var hún enn svo ungleg, að með ólíkind- um mátti heita um konu, sem var komin yfir fimmtugt, þrettán barna móðir og hafði vissulega staðið f ýmsu um dagana. Þetta kvöld var hún hrókur alls fagnaðar í fjör- ugum félagsskap. Á þeim þrem árum, sem liðu þangað til ég kom aftur til Reykja- víkur og f fyrsta skipti i Von- arstræti, urðu mikil umskipti á högum hennar. Þeir feðg- amir Skúli eldri og yngri, „haukamir" hennar, féllu báðir frá á þvi tímabili. Prentsmiðjan var lögð niður, þrengra orðið um heimilið, færra um að mörgu leyti. Andrés Björnsson, sem hafði verið þar einna tíðastur og kæraítur gestur, var dáinn á undan þeim feðgum, og eftir lát Skúla yngra voru ýmsir af félögum hans að vonum orðnir þar sjaldséðnari. Frú Theodora hafði á þessum ár- um elzt miklu meira en tíma- lengdinni svaraði. Hún var farin að safna hrukkum, sem síðan fór sífjölgandi. eins og vel kemur fram á mynd, sem Sigurður sonur hennar teikn- aði af henni löngu síðar. En þessar ævirúnir, sem allar sögðu sína sögu, fóru henni alveg efns vel og hið slétta yfirbragð áður, enda var hvergi í andlitinu vottur af stirðnuðum drætti né í svipn- um af storknaðri grfmu. Og augun voru alla tíð síung og leiftrandi af fjöri. Hún hélt frábærri heilsu að heita má fram undir ævi- lokin, þrátt fyrir háan aldur og einstöku áföll. Erfitt var að verjast þeirri hugsun, að þetta væri að miklu leyti „andanum" að þakka, ef svo mætti að orði kveða. Hún var frábitin því að dekra við heilsuna eða hirða um það, þótt smekkur hennar og venj- ur færu að sumu leyti í þver- öfuga átt við allar hollustu- kreddur. Hún hafði til að mynda aldrei á ævi sjnni get- að bragðað smjör, en lét sig ekki muna um að taka átta eða tíu mola af hinum ill- ræmda hvítasykri í lítinn kaffibolla. Eins og hún var spameytin á allan mat, hef- ur hún ekki komizt hjá því að láta ofan í sig heilmikið af ómeti, kökum og tertum, svo oft sem hún kom f afmæli og var víða gestkomandi. Hún sagðist aldrei sofa öðruvísi en f smáblundum og alltaf hafa hjá sér bita af súkku- laði eða öðru sælgæti til þess að narta í milli dúranna. Og hún reykti ókjör af sígarett- um. helzt ekki nema sterk- ustu tegundir, og iðraðist þess eins, að hún hefði byrjað svo seint og farið á mis við bessa heimslyst fram undir fimm- tugt". Afgreiðsla - Ullarvöruverzlun Dugleg og áteiðanleg stúlka með einhverja málakunnáttu, óskast til afgreiðslustarfa f ullarvöruverzlun okkar að Laugavegi 45. Nánari upplýsingar f skrifstofu Slátur- félags Suðurlands, Skúlagötu 20. ULLARVÖRUVERZLUNIN FRAMTlÐIN Yélskipið Hafbjörg SH133 65 rúmlestir með 375 ha. kromhout vél er til sölu. Upplýsingar gefur Axel Kristjánsson. UTVEGSBANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.