Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 6
T V g SlÐA ÞlðÐVILIINN Sunnudagur 30. júní 1963 Flóttamenn frá Slésíu æpa á fundi í Köln Nýit kjarnorkuver í Sovétríkjunum Gyðingasvín! Pólski hundur! Kommúnistasvín! Drepið hann Hér í blaðinu var fyrir skömmu skýrt frá því hví- líku uppnámi það olli í Vestur-Þýzkalándi og þá eink- um hjá ráðamönnum í Bonn, að vesturþýzka sjónvarp- ið sendi hlutlausa dagskrá frá Slésíu, sem áður var þýzkt land, en er nú pólskt. Höfundur dagskrárinnar, kunnur sjónvarpsmaður að nafni Jíirgen Neven-du-Mont, varð fyrir hvers konar áreitni, nú síðast á fundi sem „átthagafélag“ Slésíumanna í Vestur-Þýzkalandi hélt í Köln- Á þeim fundi kom greinilega í ljós hvers eðlis þau samtök eru. Neven-du-Mont hefur verið bolað frá vesturþýzka sjón- varpinu, en starfar nú við norðurþýzka útvarpið. Nord- deutscher Rundfunk. Útvarpið sendi hann á fund Slésíu- manna í Kö!n. Þegar þe'r kom- ust að því hver maðurinn var, aetluðu þeir að aerast og sýndu þá sitt sanna eðli. Hluti af segulhandsupptöku útvarps- mannsjns hljóðar þannig: — Niður mcð Neven-du- Mont! Dragið liann niður! Nið- ur með svínið! Við viljum ekki sjá svona svín sem svikur föð- urlandið! Scndið þnrparann tp Póllands! Gyðingasvin! Komm- únistasvín! Pólski huíidur! Drepið hann! Komdu bara ó- þokkinn þinn! Burt með bolsé- vikana úr austurhéruðunum! Eftjr þennan munnsöfnuð ætlaði múgurinn að aerast og það heyrðist í lögreglumanni sem hrópaði: — Af þessu get- ur hlotizt morð! Svo illa fór ekki og komst útvarpsmaður- inn af fundinum með segul- band sitt heill á húfi. Af skrílslátunum og ó- þverralegu orðbragði fundar- manna skyldu menn halda að þar hefði einungis verið sam- an kominn óþokkalýður af versta tagi, einnig þýzku. En á fundinum var einnig margt þýzkra fyrirmanna með sjálf- an Adenauer forsætisráðherra fremstan í flokki. Þeir létu skrílslætin ekkert á sig fá. segjr ..Frankfurter Rundschau“ og einmitt þegar þau stóðu sem hæst var Adenauer önnum kaf- inn vjð að gefa fundarmönn- um eiginhandaráritun sína. segir blaðið ennfremur. ,Nakinn sannleikurinn'? Kvikmynd um Keeler girð í Danmörku? Svxitinfi it. Der*> C‘k pv*. ií'hf -' PlfrU xý• 7sptt* ?(!>■■< Uc : \i v-xrtojjts '/* - /% ■ * Nakinn sannlcikur um ungfrú Kccler? f ráði er að gera kvikmynd um stuttan en sögu’egan ævi- feril ensku gleðikonunnar Christine Keeler og er ætlun- in að hún verði tekin í Dan- mörku. í Kaupmannahöfn hefur ver- ið undanfarið brezkur kvik- myndafram'eiðandi John Nasht að nafnj. og hefur hann rætt við forustumenn danska kvik- myndafélagsins ASA um sam- vinnu að töku kvikmvndar- innar. Danska fé’agið á bæði að leggia fé til myndatökunn- ar og ráða til hennar danska leikara Ástæðan til þess að ráðgert er að m.yndin verði tekin > Danmörku er sú að brezka kvikmyndaeftirlitið hefur gef- ið fylii!ega í skyn að það muni beita sér fyrir því að hún vArflj ekki gerð i Bret- landi og a.m.k. sjá svo um að ekki verði leyft að sýna hana þar. Framleiðandinn hef ur greinilega í huga að auðvelt munj verða að selja myndina til sýningar í öllum öðrum löndum, eins mikla athygli og ungfrú Keeler hefur vakið um allan heim undanfamar vik- ur. Nasht þessi tekur fram í viðtali við ,.Politiken“ að ekki sé ætlunjn að myndin verði pólit,í=k.c eðlis, en rnuni þó fela í sér gagnrýni á bað þióðfélag sem ungfrú Keeler óx upp í. Lýst verður uppvexti henn- ar og göngu hcnnar á hinum há!a ís stórborgarlífsins. Töku. ritið hefur þegar verið samið. en enn eru gerðar á þvi breyt- ingar og það fært til samræm- is við þá öru atburðarás i lifi höfuðDersónunnar sem hvað mésta athyglj vekur þessa dagana. Nazisminn endurvakinn í heiðursstúku sátu fulltrú- ar allra þingflokkanna, þ.á.m. von Hase. blaðafulltrúi Aden- auers, og sósíaldemókratinn Frantz Barsig. Þeir höfðu ekk- ert að athuga við framferði fundarmanna, en skelltu hins vegar skuldinni á útvarps- manninn fyrir að storka þeim með því að koma á fundinn. En ýms vesturþýzk blöð eru á öðru máli: — Það sem er geigvænleg- ast við fundinn í Köln er hvernig hann fór fram. segir „Kölner Statt-Anzeiger“. Hér var beitt aðferðum SA-sveita nazista. Á þennan hátt af- greiddu menn stjómmálaand- stæðinga í Þriðja ríkinu. Þessi nýþýzki still er afleiðing af pólitík hálfsannleikans sem við höfum fylgt síðan 1949. Hann stafar af því aö við vitum of lítið um hvað er að gerast i austr- inu, að þorri Slésíumanna kærir sig ekki um að heyra sannleikann um það sem gerzt hefur í Póllandi. Þetta er af- leiðing vitfirringslegs ofstæk. is sem á rætur sínar að rekja til æsingaræðna manna eins og Seebohms samgöngumála- ráðherra, segir blaðið. ,Framfarabandalag * Kennedys að hrynja Tveir forystumenn Róm- önsku Ameríku sem gerðir voru út af örkinni af Bandalagi Ameríkuríkjanna í marz s.l. til að kanna hvcrnig komið væri hinu svonefnda „Fram- farabandalagi’’ Kennedys Bandaríkjaforscta („Alliance for Progress”) komust að þeirri niðurstöðu að það væri illa á vegi statt og hrun þess fyrir- sjáanlegt, cf ekki verður að gert. Það eru þeir Lleras Camargo, fyrrverandi forseti Kólumbíu, og Kubitschek, fyrrverandi for- seti Brásiliu, sem segja þetta, eftir að hafa kynnt sér ástand— ið í löndum Rómönsku Amer- íku og áhrif „Framfarabanda- lagsins” á það. Bandalagið sem Kennedy hleypti af stokkunum skömmu eftir að hann tók við völdum átti að aðstoða við efna- hagsviðreisn landanna i Róm- önsku Ameríku og var beinlínis tekið fram að tilgangurinn með því væri sá að bægja frá „kommúnistahættunni” í álf- Þeir Camargo og Kubitschek telja að stjórnir ríkjanna i Rómönsku Ameríku eigi að fá miklu meira íhlutunarvald en þær hafa haft um hvernig að- stoð þeirri sem Bandaríkin hafa skuldbundið sig tilaðveita þeim sé varið. Sá háttur sem hafður hafi verið á veitingu aðstoðarinnar fram að þessu hafi aðeins orðið til að styrkja þann grun manna að banda- lagiö væri aðeins einn angi af bandarískri nýlendustefnu. Einn af fjármálariturum brezka vikublaðsins „Observ- ers”, Halcro Ferguson, segir i tilefni af birtingu þessarar á- litsgerðar, að Bandaríkin, sem hylli hið „frjálsa framtak”, séu í þeirri vonlausu aðstöðu að eiga að veita aðstoð löndum, sem því aðeins geti hagnýtt sér hana að þau taki upp sósial- istíska búskaparhætti að ein- hverju leyti a.m.k. Bandaríkja- þing sé farið að gera sér þetta ljóst og sé því mjög ófúst til frekari fjárveitinga i þessu skyni. Anouilh hættur uð skrifu ufundstöðu við de Guulle? Fullyrt er af kunnugum leikhúsmönnum í París að leikskáldið fræga Jean Anou- ilh, hafi lagt frá sér pennann og hætt við þýðingu á „Rík- harði 111“ Shakespeares, sem leika átti á Comedie Francaise næsta vetur. Þetta mun stafa af andúð þcirri. sem hann hefur á de GauIIe forseta og öllu hans stjórnarfari. fíugfreyjur ættu uð fá uð giftu sig Alþjóðaverkamálastofnunin, ILO, sem nú heldur ráðstefnu í Genf, hefur samþykkt með 166 atkvæðum gegn 12 að fordæma það framferði vissra flugfélaga að krefjast þess að flugfreyjur þeirra séu ógiftar. 1 ráðningar- samningum margra hinna stærri flugfélaga er tekið fram að það sé uppsagnarástæða ef flugfreyja gengur í hjónaband. I ályktun ILO segir að hér sé um að ræða skerðingu á sjálf- sögðustu mannréttindum. Jean Anouilh Menn hafa þótzt verða varjr vjð að i síðustu verkum Anou- ^ iihs gætj mjög bessarar and- úðar hans á gaullismanum, en pólitík hef- ur annars ekki verið fyr- irferðarmikil í skrjfum hans. Toikrit hans „L’Hurlur. berlu“ var þannig mjög svæsin ádeila á de Gaulle sem menn töldu fyrirmynd að hin- um steinrunna hershöfðingja leikritsins. En það er þó einkum í ,.Dæmisögum“ þeim sem Anou. ilh gaf út nýlega á svissnesku forlagi að andúð hans á de Gaulle kemur glögglega í Ijós. ekki sízt í sögunni af „Gír- sffanum og skjaldbökunni" sem er svo mögnuð og jafn- vel orðljót ádejla á forsetann. að þess munu fá dæmi. Fyrir skömmu varð .Tean Vil- ar að lát.a af stjórn Theatre National Popu’aire og var þá sagt Og því ekki mótmælt að hann hefði hrökklazt þaðan vpgna ágreinings við stjórnar- völdin. Skammt íra Voronesj i Sovétríkjunum er nú verið að býggja nýtt kjarnorkuver. Nú sem stendur er verið að koma kjarnaofn- inum fyrir og öllum hinum margvíslcgu tækjum sem honum j fylgja. Geysimikið vatnsmagn þaf við starfrækslu kjarnaofnsins og það verður geislavirkt. Því er við verið byggð stór vatns- hreinsunarstöð sem skilur úr hinar geislavirku agnir úr vatnlnu. Mennimir tveir sem greinast á myndinni gefa til kynna hve mik- ið mannvirki þetta er. Hufnbunn Bundurikjunna á Kábu hefur gefizt i/iu Tilraunum Bandarikjamanna til að setja hafnbann á Kúbu með þvi að skrá svartan lista öll þau kaupskip sem þangað sigla og meina þeim fyr- irgrciðs'u i bandarískum þöfn- um hefur farið út um þúfur, segir í „Pravda“. Blaðið bendir á að þrátt fyrir hótanir Bandarikjanna um að banna öllum skipum sem á Kúbu sigla aðgang að bandarískum höfnum, fari þeim skipum frá skipafélögum á vesturlöndum sífjölgandi sem hafa það bann að engu og er nú svo komið að samtals hafa 180 skip verið sett á hina svörtu lista Bandaríkjastjórn- ar. Þessi skip hafa flutt margs konar varning tjl Kúbu mat- væli. lyf, fatnað og fiárfe=;ting- arvörur og farið þaðan hlaðin sykri og tóbaki og öðrum út- flutningsvörum Kúbumanna. „Nýgerður viðskiptasamn- ur Kúbu og Úrúguay er einn- ig mikjð áfall fyrir Bandarík- in í viðskiptastríði þeirra gegn Kúbu“. segir blaðið ennfrem- ur, „og allar tilraunir til að setja raunhæft hafn- og við- skiptabann á Kúbu munu fara út um þúfur“. Svkuruppskera á Kúbu minni í ár HAVANA 28/6 — Svlcurupp- skeran á Kúbu verður mun minnj i ár en i fyrra og sú minnsta síðan 1943. sagðj Fidel Castro í ræðu í dag Á'tæðurn- ar eru margar: einhverjir mesfu burrkar sem komið hafa i sex- tíu ár en uppskerubresturinn stafar einnig af reynsluleysi okkar og mistökum. sagði hann. Ólgan í Suður-Ameríku Bændur lögðu m !ir sig óræktarland Ölgan í löndum Rómönsku Amerfku magnast stöðugt, og alltaf annað veifið berast fréttir um að soðið hafi upp úr. Nú sfðast frá Brasilíu þar sem óánægja jarðnæðisleys- ingja hefur vaxið jafnframt því sem samtök þeirra hafa eflzt. Á þriðja þúsund bændur slógu þannig um síðustu helgi eign sinni á stóra spildu 6- ræktarlands í einkaeign skammt frá stærstu borg lands- ins, Rio de Janeiro. Fyrir þelm fóru 200 menn vopnaðir rifflum. Þeir bægðu frá lögreglu sem send var á vettvang og tóku sem gísla nokkra blaðamenn sem hættu sér inn á landið. Það var þó ekki úr að þeir fengju að halda landinu. Vopn- að herlið var sent gegn þeim og undan því urðu forystu- mennirnir að láta. Eftir á land- inu urðu þó- um tvö þúsund ó- vopnaðir menn, konur og böm, og fylkisstjórinn, Bagder Silv- eria, neyddist til að lofa beim að ekki myndi nú liða á löngu bar til boðuð löggjöf um skipt- ingu stórjarða milli iarðnæðis- leysingja gengi í gildi. * ■x

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.