Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÖÐVILJINN í*riðjuöagur 2. júli 1963 Danir höfðu yfirbur&i í gær ieikar stóðu 65:41 stig ísland átti aðeins sigurvegara í tveim greinum, en Dan- mörk átti tvo fyrstu menn í fjórum greinum kvöldsins Aður en keppnin hófst ávarp- »ði formaður Frjálsíþróttasamb- andsins keppendur og gesti með stuttri ræðu, formaður Danska Iþróttasambandsins Emanuel Rose sraraði fyrir hönd gest- anna. Leiknir voru þjóðsöngvar land- anna af plötum, en engin lúðra- sveit var þar til að setja svip á þessa athöfn. Yfirleitt má þó segja að lands- keppni þessi hafi verið heldur daufleg og er ástæðan fyrst og fremst sú að yfirburðir Dananna voru of miklir til þess að veruleg spenna yrði nokkurn tíma í keppninni. Skemmtilegasta keppnin þetta fyrra kvöld var 5000 m hlaupið þar sem Krist- leifur barðist einn við þá Claus Börsen og Thyge Tögersen, sem hvað eftir annað reyndu að hrista Kristleif af sér, en það gekk illa, þejr skiptust á um að hafa for- ystu og taka smáspretti, en Kristleifur gaf þeim ekki eftir og hélst þetta stríð þar til á síðustu beygjunni að lokaátök- in hefjast og í þeirri viðureign varð Kristleifur að gefa eftir og varð þriðji eftir mjög góða og harða keppni, og náði bezta tima sínum á árinu. Agnar Levi hélt við þá í 7 hringi, en náði eigi að siður bezta tíma sínum í hlaupinu i ár. Langstökkskeppnin var einnig spennandi, og lengi leit út fyr- ir að það yrði tvöfaldur sigur Is- lands, Úlfar Teitsson hafði lengsta stökkið alla keppnina, og um skeið var Daninn Jens Pet- ersen næstur en svo kom Einar Pfímannsson og komst framfyrir og i annað sæti. En í siðajta stökki keppninnar tókst Petersen að_ komast í annað sæti. . f kúluvrpjnu var Thorsager ósjgrandi, og náði bezta ár- angri sem náðst hefur á Laug- ardalsvéllinum: 16,86, en danska metið hans er 17,17. Guðmundur Hermannsson og Jón Pétursson komu svo í ann- að og þriðja saetjð. f 110 m grindahlaupi kom Val- björn nokkuð á óvænt með því að komast inn á milli Dananna á bezta tima sem hann hefur hlaupið á. Hann náði góðu við- bragði og hafði forustuna um nokkurt skeið, en varð að sleppa Flemming framhjá sér, en kom sjónarmun á undan Horstmann í mark. f 1500 m hlaupinu veitti Hall- dór Jóhannesson Dönunum nokkuð óvænta keppni, þótt það dygði ekki til þess að ógna tvö- földum sigri þeirra. Eins og fyrr segir var keppn- in ekki nógu skemmtileg, om tvisýn, en ekki er að efa að þarna eru á ferðinni góð efni i hinum ungu mönnum sem nú i fyrsta sinn eru að keppa i landsliði. Enn eru það þó hin- ar eldri kemnur. sem héldu uppi heiðrinum. f liði Dananna eru og margir ungir, efnilegir menn. en lið þeirra er annars bland- að ungum mönnum og reyndum keppnismönnum. Þetta er 6. landskeppni fs- ’.endinga og Dana { frjálsum í- þróttum og hafa fslendingar unnið hinar fyrri. en þetta 'fyrra kvöld bendir til að Danir nái að hefna sin eftirminnilega i þetta sinn. og eins og horfir má gera ráð fyrir meira tapi en flest- ir bjuggust við. Úrsljtin í einstökum greinum urðu annars þessi; 100 m hlaup: Erik Madsen D. 10,7 Ulrik Freiborg D. í. 10,9 Valbjörn Þorláksson 11,1 Ólafur Guðmundsson í. 11,6 Kúluvarp: A. Thorsager D í. 16.87 Guðm. Hermannsson 15,37 Jón Pétursson í. 15,00 Jörgen Tambour D. 14,33 Stangarstökk: 'Válfcj’örn ‘ Þorl'ákssón f liJOUI 4.00 Jörgen Jensen D 3.80 Rikard Larsen D 3.80 Páll H. piriksson , 3.60 110 m grindahlaup: Flemming Nilsen D 15.2 Valbjöm Þorláksson I 15.3 Godtfred Horstmann I ) 15.3 Sigurður Lárusson 1 16,2 400 m hlaup: Poul Erik Andersson D 50.0 John Brizzar D 50,7 Skafti Þorgrímsson 1 41.4 Helgi Hólm I 52.6 Kringiukast: Kaj Andersen D 46.60 Hallgrímur Jónsson 1 45.58 Þorsteinn Löve I 44.80 J. Munk-Plum D 44,30 1500 m hlaup: Jörgen Dam D 3.54,4 Ole Steen Mortensen D 3.54,4 Halldór Jóhannesson 1 4.06,6 Halldór Guðbjömsson I 4.16,0 Langstökk: Úlfar Teitsson 1 6.97 Jens Petersen D 6.90 Einar Frímannsson 1 6.81 Ulrik Freiborg D 6.55 5000 m hlaup: Claus Börsen D 14.39,6 Thyge Tögersen D 14.40,2 Kristleifur Guðbjömsson I 14.40,8 Agna Leví 1 15.22,4 4x100 m hlaup: Sveit Dana 42.2 Sveit Islendinga 44.0 I sveit Islands voru: Skafti Þorgrimsson, Úlfar Teitsson, Ólafur Guðmundsson og Einar Frímannsson. 1 kepninni fékk fyrsti maður 5 stig annar 3, þriðji 2 og fjórði maður 1. Fyrir boðhlaupskeppn- ina fékk sveitin sem sigraði 5 stig en hin 2. _____ Landabréf af Mars Sovézka vísindaakademían gaf fyrir skömmu út landabréí af yfirborði plánetunnar Mars. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt kort birtist. Bréfið er gert eftir 414 teikningum sem gerðar voru árið 1956 en Mars var næst jörðu. Kortið mun koma i góð- ar þarfir fyrir þá geimfara sem munu áður en langt um líður leggja leið sína til Mars. Síðastliðinn þriðjudag gerðist það í kvikmyndahúsi í Saigon að hermaður nokkur missti af slysni handsprengju í gólfið. Sprengjan sprakk, þrír menn létu lífið og 46 særðust. I vikunni sem leið beittu lög- reglumenn í Georgetown í Brezku Guiana táragasi gegn kröfugöngu verkfallsmanna. Ár- angurinn varð meðal annars sá að leggja varð 16 böm. á aldr- inum fimm daga til átta ára, á sjúkrahús vegna eitrunar af völdum gassins. Ég hef átt þess kost að hlusta á hljómplötur sem Borgarfell hefur tekið upp nú nýlega. Allar 17 plötumar eru mjög eigulegar og segja má að all- ir hljómlistarunnendur geti fengið eitthvað eftir sínum smekk. Flesta færustu hljóm- listartú’.knedur Sovétrikjanna er þama að finna auk jap- önsku söngkonunnar Takjdz- ava. D, Oistrakh leikur sónötu nr. 1 eftir Bach, tilbrigði eft- ir Paganini, Mazúrku op. 26 eftir Zarkzhitski og Etude Saint-Saéns af óviðjafnanlegri list. Yampolski við píanóið. Auk þess leikur Oistrakh konsert op. 99 eftir Shostak- ovitch með Ríkishljómsveit- inni í Leningrad undir stjóm E. Mravinsky. E. Grach, sem kom hér fyr- ir nokkrum árum, leikur kons- ert eftir Afanasiev og fanta- siu um finnsk þjóðlög eftir Peiko með Rússnesku ríkis- hljómsveitinni í Moskvu auk syrpu laga eftir F. Kreisler. Sjostakovitsj L. Kogan leikur með Ríkis- hljómsv. í Moskvu Þung- lyndi op. 76 eftir Tsækovski og Introduction og Rondo Capriccjoso eftir Saint-Saens. Auk þess leikur Kogan á- samt gítarleikaranum Ivanov- Kramskoy Dúet fyrir fiðlu og gítar eftir Granyani. Erfitt er að gera upp á nilll hver er öðrum meiri af þessum meisturum fiðlunnar. Pavel Lisitsian syngur aríur úr Sadko, Spaðadrottningunni, Nero og Grímudansleik auk prologusins fyrir Pagliacci. Söngunnendur telja engan söngvara í heimi Lisitsian fremri. öllum sem heyrðu Lis- itsian þegar hann kom hing- að er söngur hans ógleymanleg- ur. Þar fór allt saman sem góðan söngvara má prýða: af- burða raddfegurð, frábær kunn- átta og háttvísi í framkomu á sviði. Ég hefi ekki tíma til að telja upp fleiri af þessum plötum, en þar syngur m.a. Firsova, sem hér hefur einnig komið, hin fræga Dolukkanova syngur Motettu Mozarts af mikilli list, kór rússneska útvarpsins og ríkiskórinn syngja, japanska söngkonan Takidzava syngur úr Butterfly o.fl. óperum auk japanskra þjóðlaga, og er óhætt að endurtaka að hver plata sé annarri eigulegrí og má 6egja að ekki sé erfitt að eignast þær þvi verðið er mjög lágt. H, Dagur Sigurðarson Ný bók eftir Dag Sigurðarson Um þessar mundir kemur í bókaverzianir ný bók eftir Dag Sigurðarson. Nefnist hún Hunda- bærinn eða Viðreisn efnahags- lífsins. Heimskringla gefur bók- ina út, og er þetta þriðja bók höfundar. Bók sína tileinkar Dagur Vil- hjálmi Þór bankastjóra „með innilegu þakklæti fyrir inn- blásturinn". Bókin skiptist í fjóra meginþætti, og nefnast þeir. Ég, Níðstaung. Á torgum og Geturðu verið þekktur fyrir að ganga uppréttur? Á torgum eru órímuð ljóð, smásögur og ýmiskonar hugdettur. Höfundur kemur víða við ag vegur til beggja handa. Fyrsta desember 1962 lýsir Dagur t.d. á þennan hátt: Fyrsti des. í dag. 1 dag/ skammast ég mín-7 1 dag eru stúdentar fullir. 1 dag/ tala Birgir og Geir um frelsið. 1 dag/ skammast ég mín/ fyrir að hafa skilið allt frelsið eftir/ f klónum á Birgi og Geir. Rakarastofa hef- ur hamskipti Hin gamalkunna rakarastofa i Eimskipafélagshúsinu, er nú tek- in til starfa i nýjum búningi. Stofan hefur verið endurnýjuð i hólf og gólf, gerð nýtízkulegri og smekklegri, en hún var fyrir. Páll Sigurðsson rakarameistari. sem nú rekur stofuna. er sonur stofnandans, Sigurðar Ólafssonar. en hann stofnsetti stofuna árið 1907 ásamt Kjartani Ólafssyni rakarameistara. Þeir ráku stofu saman í Hafnarstræti 18 til árs- ins 1919, en þá slitu þeir sam- starfinu. 1 Eimskipafélagshúsið flutti stofan árið sem það var tekið í notkun, 1921. Tíu árum síðar var stofan svo endumýjuð og fyrir réttum 20 árum gerðist Páll meðeigandi föður síns. Staða konunnar Framhald af 4. síðu. við baráttuna fyrir réttindum kvenna? Jafnframt koma upp aðrar spumingar varðandi sameigin- legar aðgerðir vinnandi kvenna með mismunandi stjómmála- skoðanir. Hvemig er hægt að ná slíkri einingu? Hvemig er kenningu Leníns, að „komm- únistamir verði að starfa alls- staðar þar sem fjöldinn er" beitt í kvennahreyfingunni ? Hvemig skapa kommúnistar sambönd við konur í hreyflng- um, sem ekki eru kommúníst- ískar og jafnvel andstæðar kommúnisma? Hin alþjóðlega barátta fyrir réttindum vinnandi fólks og sérstaklega kvenna er sjóður af reynslu sem hvert land og hver flokkur þarf að tileinka sér. Kommúnistar halda því réttilega fram, að allt verði að gera til þess að dýrmætasti Iiðsauki, sem verkalýðshreyf- ingin í nokkrum löndum hefur fengið, hinar vinnandi konur, veitist öllum verkalýð í öllum löndum. Þýtt úr World Marxist Review 5. tbl. 1962 — H.J.) Síldvei&iskýrslan Á miðnætti s.l. laugardag var afli síldarbáta fyrir nórðan og austan sem hér segir._ samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands; Akraborg EA 2646 Akurey SF 1682 Anna SI 1944 Ámi Geir KE 1769 Ámi Þorkelsson KE 636 Amkéll SH 836 Ársæll Sigurðsson II. GK 1545 Ásgeir RE 518 Áskell ÞH 1774 Ásúlfur IS 700 Auðunn GK 2810 Baldvin Þorvaldsson EA 734 Bára KE 1975 Bergvík KE 742 Bjarmi EA 2066 Björg NK 1030 Björg SU 1152 Björgúlfur EA 974 Björgvin EA 596 Búðafell S U 1504 Dalaröst NK 1527 Einir SU 798 Eldborg GK 3231 Engey RE 694 Fiskaskagi AK 910 Fram GK 706 Freyfaxi KE 606 Freyja GK 752 Garðar GK 1818 Gjafar VE 3368 Gnýfari SH 637 Grótta RE 5016 Guðbjartur Krisitjáns IS 1006 Guðbjörg ÍS 508 Guðbjörg ÓF 1024 Guðfinnur KE 1881 Guðmundur Þórðarson RE 4332 Guðrún Þorkelsdóttir SU 1400 Gullborg RE 696 Gullfaxi NK 3766 Gullver NS 2993 Gunnar SU 3836 Gunnhildur IS 678 Hafrún IS 3076 Hafrún NK 1172 Hafþór RE 540 Halkion VE 1316 Halldór Jónsson SH 3144 Hamravík KE 2275 Hannes Hafstein EA 4878 Haraldur AK 1020 Helga RE 1266 Helga Björg HU 1652 ,He!gi Elóventsscín ÞH .,,,4788. Héðinn ÞH 2189 Hilmir KE 545 Hoffell SU 3164 Hrafn Sveinbjamars. II. GK 856 Huginn VE 1192 Höfrungur AK 626 Höfrungur II. AK 2218 Jón Finnsson GK 1680 Jón Garðar GK 4461 Jón Gunnlaugsson GK 690 Jón Jónsson SH 1282 Jón á Stapa SH 2216 Jón Oddsson GK 1087 Jökull SH 638 Kambaröst SU 1579 Keilir AK 520 Kópur KE 1778 Kristbjörg VE 1884 Leifur Eiríksson RE 783 Mánatindur SU 2062 Margrét SI 2255 Mímir IS 892 Mummi IS 974 Náttfari ÞH 2878 Oddgeir ÞH 4344 Ófeigur II. VE 62 Ólafur Bekkur ÓF 1573 Ólafur Magnússon EA 2538 Ólafur Tryggvason SF 602 Páll Pálsson IS 916 Pétur Jónsson ÞH 1331 Pétur Sigurðsson RE 1892 Rán SU 1284 Rifsnes RE 1056 Runólfur SH 778 Sigfús Bergmann GK 536 Sigrún AK 1769 Sigurbjðrg KE 1685 Sigurður SI 1299 Sigurður Bjamarson EA 6920 Sigurpáll GK 5877 Sigurvon AK 632 Skagaröst KE 674 Skarðsvík SH 2238 Skírnir AK 724 Smári ÞH 904 Snæfell EA 2435 Stapafell SH 1058 Stefán Árnasón SU 1926 Stefán Bén NK 2137 Steingrímur trðlli SU 2337 Steinunn SH 1220 Stígandi ÓF 2907 Strákur SI 921 Sunnutindur SU 2528 Svanur RE 674 Sæfari BA 3060 Sæþór ÓF 2315 Sæúlfúr BA 3042 Tjaldur SH 636 Valafell SH 1976 Vattarnes SU 2816 Víðir II. GK 2532 Víðir SU 1997 Von KE 3624 Vörður ÞH 959 Þorbjöm GK 1411 Þorkatla GK 946 Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 1547 Þráinn NK 1270 Una listakonu sýnir í Mokka Siðastliðinn sunnudag opnaði ung listakona. Hanna Gunnars- dóttir, málverkasýningu i Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Á sýningunni eru 19 myndir, vatns- litamyndir, túss, pastell og ein olíumynd. Sýningin mun standa næstu þrjár vikur. Hanna Gunnarsdóttir er tvi- tug að aldri, dóttir Gunnars Guðjónssonar, skipamiðlara, en dótturdóttir Magnúsar heitins Jónssonar, ráðherra. Hún kom heim frá námi síðustu jól. Hef- ur hún numið við hinn þekkta listaskóla í London, Chelsey School of Art, og auk þess stundað nám í Miinchen. Myndir þær, er hún sýnir nú, eru ný- gerðar, og er þetta fyrsta sýn- ing Hönnu. Verð myndanna er frá 800 kr. upp í 2500. Hættuleg neyzla bjarndýrakjöts Eins og menn muna var bjam- dýr lagt að velli fyrir skömmu vestur á fjörðum. Kjötið lögðu menn sér til munns, og hefðu betur látið það ógert. Þannig er mál með vexti, að neyzla bjam- dýrakjöts getur verið hættuleg. Virðist furðulegt gáleysi hjá landlæknisembættinu og læknum á Isafirði, að banna ekki þessa neyzlu. Það sem gerir bjamdýrakjöt hættulegt eru svonefndir tríkína- ormar. Geta þeir orsakað sjúk- dóm, sem nefndur er trichinosis. og er hið mesta skaðræði. Land- læknir Noregs, Karl Evang, hef- ur sterklega varað norska seí- veiðimenn í norðurhöfum við bví að leggja sér bjamadýrakjöt til munns. Sú aðvörun birtist í tíma- riti norska læknafélagsins, og verður að gera ráð fyrir því. að læknum sé það almer.nt kunn- ugt. að hér geti hætta verið á ferðum. íbúð óskast Flugfélaig Islands h.f. óskar eftir 2 — 3 herbergja fbúð með húsgögnum í 3 — 4 mánuði fyrir erlendan starfs- mann. Tilboð sendist Starfsmannahaldi fyrir þ. 8. júlí n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.