Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Dæmt af reynslunni k llar götur frá því að „viðreisnin“ hófst hafa ís- lendingar átt því að venjast að hingað væru kallaðir við og við ýmsir erlendir „sérfræðingar", sem af miklum ákafa hafa síðan lofað og prísað þetta sköpunarverk ríkisstjórnarinnar, enda mun ýmsum þeirra hafa runnið blóðið til skyldunnar, og þótzt kenna á „viðreisninni" ýmis einkenni eig- ín afkvæmis. Hefur þar sannazt máltækið, að „hverjum þykir sinn fugl fagur“, en hins ber þó að gæta, að þessir „sérfræðingar“ hafa að sjálf- sögðu eingöngu stuðzt við þau gögn, sem lögð hafa verið upp í hendurnar á þeim af ríkisstjórninni. Og alþjóð er kunnugt, að á þeim pappírum er ekki einungis „sannað“ með ýmsum reikningsbrellum að afkoma út á við hafi stórbatnað, heldur einnig að lífskjör almennings hafi stórbatnað síðustu árin, ITinir erlendu „sérfræðingar“ hafa hins vegar ekki kynnzt kjörum almennings hér; þeir hafa einungis dæmt eftir snotrum tölum stjómarliðs- ins. En sá hópur Vestur-íslendinga, sem hér hefur starfað undanfarið og kynnzt lífskjörum launa- stéttanna, hefur nokkuð aðra sögu að segja, eins og fregnir bera með sér pg Þjóðyiljinn hefur skýrt lesendum sínum frá. Þeir hafa komizt að raun um það, að hér á landi er slík óðaverðbólga, að það er útilokað með öllu að sjá meðalfjölskyldu far- borða fyrir tekjur 8 stunda vinnudags; fólk er neytt til þess að allt að því tvöfalda þann vinnu- tíma, sem yfirleitt er talinn hámark með öðrum þjóðum, til þess að geta lifað menningarlífi. Það I er þungur áfellisdómur um afleiðingar „við-! reisnarinnar“ sem kemur fram í áliti Vestur-ís- lendinganna. Og það er vitnisburður, sem byggð- ur er á eigin reynslu, en ekki pappírsgögnum þeim, sem sérfræðingarnir“ fara eftir við upp- kvaðningu sinna dóma um ágæti „viðreisnarinn- ar“. Sækjast sér um h'kir A lþýðuflokkurinn hefur nú gengið til samsfarfs við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og lætur honum eftir alla forustu þar, þótt nokkrir bitling- ar hrjóti einnig af borðum til Alþýðuflokksins. Mun nú margur minnast lýsingarinnar, sem Al- þýðublaðið gaf í fyrrasumar á þessum núverandi samstarfsmönnum sínum, en hún var á þessa leið: „Það er ekki venjulegt íhald, sem leitt hefur verið til valda í Hafnarfirði. Jafnvel Sjálfstæðis- menn sjálfir viðurkenna, að meginuppistaðan í þeirri valdaklíku sem nú stjórnar þar, sé ribbald- ar á pólitíska vísu, fullir af margþættri minni- máttarkennd, haldin pólitískri ósvífni svo að fá dæmi finnast önnur eins á landinu. Hvað sem um það er, er það vitað, að forystumennimir eru af gamla nazistaskólanum: hatursfullir, tillitslausir og fyrirhyggjulausir, völdin eru þeim aðalatriðið, en ekki málefnin, sem mest eru aðkallandi“. Sam- starfið í Hafnarfirði sýnir betur en flest annað, hve alger skuggatilvera Alþýðuflokksins er orðin, og er greinilegt, að þar hafa sameinazt flokkar, sem líta fyrst og fremst á „völdin sem aðalat- riðið“. — b. ---- MÖÐVILJINN----------- Staða konunnar í nútíma þjóðfélagi í maí 1962 gekkst ritstjórn tímaritsins World Marxist Review fyrir ráðstefnu um stöðu kvenna í nútíma þjóð- félagi. Marxistar frá 22 lönd- um tóku þátt í ráðstefnunni, sem haldin var í Prag. 1 framsöguerindi sínu sagði A. M. Rumjantsev, aðalrit- stjóri tímaritsins: 1 umræðum um starf komm- únista meðal kvenna, rekum við okkur enn á tvö öfgafull sjónarmið, sem á yfirborðinu virðast ólík, en eru bæði jafn röng og skaðleg. Annað er að ekki séu til nein sérstök vanda- mál kvenna, heldur sé aðeins um að ræða almenn pólitísk og félagsleg vandamál. Það er að sjálfsögðu rétt að kvenfrelsi er þáttur í hinni sósíalísku byltingu, félagslegu frelsi alls mannkyns. Af þessu skyldi þó enginn draga þá ályktun að ekki sé þörf á neinu sérstöku starfi meðal kvenna. Það væri sama og að neita þeirri á- þreifanlegu staðreynd, að staða konunnar í framleiðslunni hef- ur sín sérstöku einkenni, að ekki sé minnzt á stöðu henn- ar innan fjölskyldunnar og reyndar þjóðféiagsins í heíld. Þessvegna er kvennamálið i sjálfu sér mikilvægt vandamál. Hitt sjónarmiðið er, að mál- ið sé svo sérstakt, að það verði ekki leyst sameiginlega með hinum almennu félagslegu vandamálum. Þetta er einnig röng afstaða, sem einangrar kvennahreyfinguna frá barátt- unni fyrir lýðræði og sósíal- isma og leiðir að lokum til hnignunar hennar. Málið hefur margar hliðar. Fyrst pg fremst er það aðkall- andi pólitískt vandamál, þar sem það er óaðskiljanlega tengt stéttabaráttunni. Aðeins með stétrfcabaráttunni verður fullum réttindum kvenna náð. Lenín leit þannig á málið: „Ekki er hægt að fá alþýðuna til þátt- töku í stjórnmálalífinu, án þess að tryggja þátttöku kvenna í stjómmálum". Þessi orð eru enn í fullu gildi. Aldrei fyrr hefur þörfin fyrir þátttöku kvenna í stjóm- málum verið svo aðkallandi, eða aðstæður til hennar svo góðar sem nú. I öðru lagi er málið fræði- legt, þar sem það er tengt grundvallaratriðum sögulegrar efqishyggju. Engels skrifaði i „Uppmna fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins": „Samkvæmt efnalegu sögu- skoðuninni er það framleiðslan, þ.e. viðhald og endumýjun lífsins sjálfs, sem kveður end- anlega á um gang sögunnar“. (Formáli 1. útgáfu 1884, þýð.). Án framleiðslu (þ.e. vinnu) og án endurnýjunar lífsins (og þetta er tengt fjölskyldunni) getur mannkynið hvorki lifað eða þróazt. Bæði þessi atriði em óað- skiljanlega tengd og í þessari sameiningu náttúmlegra og fé- lagslegra tengsla er hið ráð- andi afl óefað vinna. Þróun vinnunnar ræður einnig breyt- ingum á skipan fjölskyldunnar sem grundvallareiningar samfé- lagsins. Lenín framfylgdi þessum kenningum Marx og Engels. En á tímaþili Stalíndýrkunar- innar í Sovétríkjunum var þeim hafnað á þeirri forsendu, að þær væru ekki í samræmi við heimsskoðun hinnar díal- ektisku efnishyggju. Gagnstætt öllum staðreyndum var Engels sakaður um að hafa ofmetið þýðingu „endumýjunar lífsins sjálfs“. Spurningin um fjöl- skylduna var álitin aukaatriði og þetta leiddi til þess að hún var í reynd algerlega vanrækt. öðm aðalatriðinu í kenningu Engels og þar með hinni djúp- sæju hugmynd um samband vinnu og fjölskyldu var sleppt. Þessi hugmynd var þó einmitt grundvöllur að réttri fræðilegri skilgreiningu á vandamálum kvenna. Og það er þessi hug- mynd sem í dag vekur hjá okkur þessar spumingar. a) Hver em (við lítum á vinnu sem hið ráðandi afl) aðaleinkenni á sambandi vinnu og fjölskyldu? b) Á hvern hátt hafa breytt vinnuskilyrði áhrif á fjöl- skyldulífið? Og á hinn bóginn: Á hvern hátt hefur breytt staða kon- unnar í fjölskyldunni áhrif á stöðu hennar sem verkamanns? Til að gera sér glögga grein fyrir þessum gmndvallaratrið- um er nauðsynlegt að minnast hinnar öru fjölgunar kvenna í framleiðslunni. Fjöldi kvenna í iðnaði var í byrjun aldarinn- ar að meðaltali ekki meiri en 20% af vinnuaflinu, en í dag er meira en þriðjungur verka- fólks í mörgum auðvaldslönd- um konur. Dæmi um þennan vöxt er sú staðreynd að á síð- ustu 10 ámm vom 8 af hverj- um 10 nýjum verkamönnum í Bandaríkjunum konur. Aukn- ingin er misjöfn eftir starfs- greinum. Auk þess er hún mis- munandi í hinum ýmsu lönd- um. Þessar staðreyndir leiða til nokkurra ályktana. Við þurí- um að ákveða í hvaða starfs- greinum kommúnistar, starfandi meðal kvenna, ættu að efla starf sitt og hvaða kröfur skuli sérstaklega hafðar á odd- inum í þessum greinum. Óþarft er að taka fram, að höfuðat- hygli verður áfram beint að konum í iðnaði og sérstaklega að kenningunni um verksmiðju- verkamenn sem kjarna verka- lýðsstéttarinnar. En er ekki ef til vill til- hneigingin til að vanmeta starf meðal kvenna í öðrum grein- um, sérstaklega með tilliti til hinnar öru fjölgunar kvenna í þjónustustörfum? Auðsjáan- lega mun verða nauðsynlegt að ákveða á grundvelli fræðilegr- ar rannsóknar hvaða stefnu þátttaka kvenna í framleiðslu muni sennilega taka og skipu- leggja starf flokkanna í sam- ræmi við það. Kapitalistarnir líta á vinnu- afl kvenna sem auðugustu uppsprettu verðmætisaukans. Marx sagði að með þvi að senda alla meðlimi verka- mannafjölskyldunnar á vinnu- markaðinn yrði vélvæðing auð- valdsins til að dreifa verðgildi vinnuafls hans og lækka þannig vinnu hans í verði. Ef bæði maður og kona vinna verða raunar heildarlaun fjölskyldunnar eitthvað hærri. 1 flestum tilfellum eru þó laun konunnar aðeins viðbót við laun mannsins, viðbót sem er ætlað að bæta upp að nokkru vaxandi misræmi milli verð- mætis vinnuaflsins og þess verðs sem greitt er fyrir það. Fá konur í auðvaldslöndum alltaf sömu laun fyrir sömu vinnu, enda þótt alþjóðasam- þykkt sé til fyrir því? Hafa þær möguleika til að afla sér hærri menntunar í samræmi við köllun sína? Verða ekki konur hart úti af völdum atvinnuleysis? Þátttaka kvenna í framleiðslu auðvaldsins leysir ekki vanda- mál kvenna heldur eykur þau. Ný vandamál koma upp. Staða konunnar verður t,d. erfiðari vegna þess, að auk vinnu sinn- ar í verksmiðjum eða á skrif- stofum heldur hún áfram að bera byrðar húsverkanna. Þess vegna gera kvennahreyf- ingar. margra landa kröfu til ýmiskonar þjónustu svo sem vöggustofa, dagheimila, mötu- neyta í verksmiðjum o.s.frv. Frá sjónarmiði kommúnista eru spurningar um fjölskyldu, hjónaband og uppeldi bama ekki ótímabært eða ómerkilegt mál. Þær eru mjög mikilvægt póiltískt og félagslegt vanda- mál. Með því að setja fram og leysa þessi vandamál leiða kommúnistamir fjöldann í átt til sósíalismans. Að líta á þau sem ómerkileg er að vanrækja hagsmuni alþýðunnar. Starf að heilsuvernd bama, barátta fyr- ir lýðræðislegum hjúskaparlög- um, starf meðal húsmæðra og verndun hagsmuna þeirra, get- ur aðeins verið „ómerkilegt" og „ónauðsynlegt" í augum sér- trúarmanna, því að þessi vandamál eru frækornið. sem tréð vex upp af . Að sjálfsögðu verða vanda- mál kvenna aðeins leyst til fulls með kommúnismanum. En það er enginn efi á því, að jafnvel í auðvaldsþjóðfélagi Þriðjudagur 2. júlí 1963 er hægt að fá framgengt ýms- um kröfum kvenna. Gætir hér áhrifa hinna nýju þjóðfélags- afla. Hversu erfið sem þátttaka kvenna í framleiðslu auðvalds- ins er flýtir hún fyrir skiln- ingi þeirra á aðkallandi félags- legum vandamálum. Á okkar tímum dragast konur meira en nokkurn tíma fyrr inn í stéttabaráttuna, fyrir friði, lýð- ræði og sósíalisma. Þáttur kvenna í verkföllum, kröfu- göngum og fundum eykst. Mjög oft eru konur t.d. frumkvöðl- ar og brautryðjendur í barátt- unni fyrir friði. Þær eru sann- arlega hinir áköfustu andstæð- ingar styrjalda. Veitum nána athygli þátttöku kvenna í bar- áttu efnahagslega vanþróaðra landa gegn heimsvaldastefnu, fyrir fullkomnu þjóðlegu sjálf- stæði og fyrir afnámi hins þre- falda oks — hins þjóðerhisléga, félagslega og heimilislega, sem hvílir á konum þessara landa. Þróunin i sósíalísku löndun- um er öflugur stuðningur við kvenfrelsisbaráttuna í auðvalds- löndunum. Með framkværnd stefnuskrár Kommúnistaflokks Ráðstjómarrikjanna verður byggt upp samfélag, þar sem vinna, friður, frelsi, jafnrétti, bræðralag og hamingja allra mun ríkja. Þetta vekur ákveðnar kröfur hjá konum i auðvaldsheiminum. Þær á- lykta sem svo: Fyrst hægt er að skapa slíkt samfélag gét- um við það líka. Stefna sósíalismans, að leysa vandamál kvenna, og framtíð- arviðhorf hans eru örfandi. Það væri mjög fróðlegt að heyra hvað félagarnir frá alþýðulýð- veldunum hafa að segja um reynslu sína í að leysa vanda- mál kvenna. Hvemig þeir hafa snúizt við erfiðleikum sem þeir hafa mætt og mæta ef til vill enn á þessu sviði. öll fræðikenning okkar og pólitík er mótuð í baráttu. En tökum við alltaf fmmkvæðið í að berjast gegn þeim fjand- samlegu kenningum, sem ætlað er að bægja konum frá póli- tík friðar, lýðræðis og sósíal- isma og gera þær að talsmönn- um andkommúnismans? Segja má að atþurðir síðustu ára- tuga hafi lamað alvarlega hina borgarlegu kenningu um hin þrjú K: „Kirkju, eldhús, böm“ (Kirche, Kúche, Kinder). Það er rétt. En auðvaldsáróðurinn er „moderniseraður". Það er á- ríðandi að vita, hvaða brögð eru notuð í þessum áróðri. Hvaða áhrifum nær klerka- veldi og hvað er gert til að vinna gegn því? Hverjar eru kenningar nú- tímaendurbótanna í sambandi Framhald á 2. síðu. Frú heimsþingi kvenna íMoskvu Heimsþingl kvenna scm haldið hefur verið í M oskvu síðustu daga fer senn að ijúka. Þingið hef- ur verið nokkuð róstusamt og hefur ítalska sendi nefndin þannig tvívegis gengið af fundi, vegna þess að henni þótti skorta á umburðariyndi í ræðum sumra þingfulltrúa. Kínverskar og indverskar konur hafa deilt á þinginu og þær fyrrnefndu hafa í ræðum sínum kallað kenninguna um friðs amlega sambúð ríkja með ólík hagkerfi undanláts-semi við heimsvaldasinna. Um eitt hafa þó allar konurnar verið sammála: að hylla Valentínu: Teresjkovu, fyrstu konuna sem fór út í geiminn. Hún sést hér á myndinni Iengst til vinstrl við hliðina á Bikovski félaga sfnuin. en á hina hlið hans situr kona hans, sem einnig heitir Valintína. I næstu röð er Nína, kona Krústjoffs forsætisráð- herra. « *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.