Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 5
6 SlÐA HÓÐVILJ3NN Þriðjudagur 2. júli 1963 2. deild í knattspyrnu: Hafnarfjörður gjör- sigraði Þrótt með 5 gegn 0 Þrótíur fékk slæma útreið í Hafnarfirði er þeir mættu þar liði heimamanna á sunnudag- inn. Hafnfirðingamir gjörsigr- uðu Þrótt, settu hvorki meira né minna en 5 mörk gegn engu marki Þróttar. Furðulegt er að jafn gott lið og Þróttar-liðið getur verið geti einnig orðið svo lélegt að ekki verði heil brú í leik þeirra. Fyrir tæpum mánuði vann Þróttur þetta sama lið með 5:1 en nú er taflinu snúið við og ölhi betur. Þróttararnir hafa eflaust talið sér trú um að leikurinn væri unninn áður en þeir fóru inn á leikvöllinn því þeir voru algjörlega áhugalausir um leikinn. Hafnfirðingamir vissu hins- vegar að nú yrðu þeir að taka á öllu sínu ef þeir ættu ekki að hljóta sömu örlög og síðast, og það gerðu þeir. Allan leik- inn börðust þeir af miklum krafti og ekkert var gefið eftir. En leikur þeirra var líka á köflum stórhættulegur og urðu m.a. tveir Þróttarar að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla. Ey- 6teinn Guðmundsson íékk spark í fótlegg, kjaftshögg og blóð- nasir og fór útaf í fyrri hálf- leik. Jón Grétar Guðmundsson fékk spark í fótlegg í síðari hálfleik og varð hann að yfir- gefa leikvöllinn. ( Leikurinn Ekki voru 5 mínútur liðnar þegar Hafnfirðingarnir settu fyrsta markið. Henning Þor- valdsson fékk knöttinn eftir mistök í vöm Þróttar og átti þá greiða leið að markinu og sendj knöttinn framhjá Gutt- ormi sem kom út á móti. 1:0. Þróttur átti síðan nokkur ágæt tækjfæri. þeim tókst eng- anveginn að nýta þau, ekki einu sinni er þeir voru í opnu færi. Eins var það með Hafnfirðing- ana; þeir komust líka í stórgóð tækifæri en nýttu enganveginn Annað markið kom snemma í síðari hálfleik og setti það Sig- urður Sigurðss. (Sídon í Vai). sem félck knöttinn í dauðafæri og spyrnti óverjandi 2:0. Sig- urður setti einnig þriðja markið litlu síðar og líkt og áður, fékk knöttinn óvaldaður í opnu færi. 3:0. Fjórða markið kom um miðj- an hálfleikinn, er Sigurður lagði knöttinn laglega fyrir fætuma á Jóhann Larsen h. úth. sem 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. í dauðaíærj gkoraði næstum auðveldlega. Rétt á eftir fengu Hafnfirðingar vítaspymu og skoraði Bergþór' Jónsson með glæsilegu skoti út við stöng. 5:0. Þróttur íékk líka vítasp. rótt fyrir lejkslok en hinn kunni handknattlejkskappi Ragnar Jónsson varði út við stöng með því að varpa sér. Ragnar hreyfði sig að vísu áður en Ömar Magnússon var búinn að spyma en dómarinn tók ekki eftir því og var því spyrnan ekkj endurtekin. LIÐIN: Lið IBH kom sannartega á óvart í þessum leik og mega þeir vera ánægðir meö úrslitin. Þeir sigruðu verðskuldað. Bezt- ir voru Ragnar Jónsson, Theo- dór Karisson, Bergþór Jónsson, Ásgeir Þorsteinsson. Henning Þorvaldsson og Jóhann Lar- sen. Sigurður Sieurðsson er eiginlega þjálfari liðsins þar sem hann er þjálfari hjá Hauk- um en flestir liðsmenn eru það- an. Sigurður var vel með í leiknum og átti góðan leik. Þróttararnir vom eins og áð- ur segir slakir og léku undir getu. Dómari var Daníel Bcnja- mínsson og var hann ekki nærri nógu strangur í dómum sínum. — h. Reynir gaf gegn Breiðabliki Á sunnudag átti að fara fram lejkur í 2. deild á Mela- vellinum á millj Reynis og Breiðabliks en Reynjsmenn mættu aldrei tii leiks. heldur hringdu upp á Melavöll og tjáðu þar stjórnarmanni j KSÍ að þeim hefði ekki tekizt að ná saman liðinu og myndu þeir þvi ekki getað mætt. Einnig létu Reynismenn þau orð falla að þeir væru hættir í keppninni og myndu skrifa KSf bréf um þetta mál, Gullvægar reg/ur ókumannu Hinar fjórar gullvægu reglur ökumanna eru skilgreindar í síðasta hefti af tímariti Al- þjóðaheilbrigðismálestofnunar- innar, „World Health“: 1. Réttur hraði. Þar er átt við það, að menn eigi að geta val- ið þann hraða sem hæfi stund, stað og aðstæöum. í sumum til- vikum getur 35 km. hraði ver- ið of hár, en í öðrum getur verið áhættulaust að aka með 120 km. hraða. 2. Hver á sínum stað. Bíl- stjórinn á jafnan að gera sér ljóst, að til er „réttur" staður fyrir bíl hans: hvorki of nærri né of langt frá bílnum á und- an, hvorki of nærri vegarbrún- inni né of langt inni á akbraut- inni. 3. Komið ckki öðrum vegfar- endum á óvart. Gefið greinilega merki í tæka tíð, þannig að öðr- um vegfarandum sé ljóst, hvað þér hafið í hyggju. 4. Látið ekki koma yður á ó- vart. Þetta merkir ekki einung- is, að menn eigi stöðugt að halda athyglinni vakandi. held- ur einnig að menn viti við hverju má búast af öðrum veg- farendum. Leigubflstjórar, vöru- bílstjórar og sölumenn aka hver með sínum hætti. (Frá S. Þ.) Slysavarnafélag íslands fœr myndarlegar gjafir Sl. fimmtudag skýrði skrif- stofa Siysavarnarfél. íslands frá myndarlegum gjöfum, sem félag- jnu hafa borjzt, og fer tjikynn- ing féiagsins þar að lútandj hér á eftir: ,,í gær kom á skrifst. Slysa- varnafélagsins áttræður bóndj úr Árnessýslu og 10 barna fað- ir, sem ekkj vildi láta nafns síns getið. og afhenti hann Slysavarnafélagi íslands að gjöf sparisjóðsbók mcð 25 þúsund króna innstæðu, er hann hafðj látið leggja inn á nafn íélags- ins strax í ársb.vrjun. Stjórn Slysavarnafélags íslands færjr hjnum hugula gefanda innileg- ustu þakkir félagsins. Þá hefur slysavarnadeildin Sumargjöf í Ólafsvik, sent fé- laginu kr 21.700,00 sem sér- staka gjöf í talstöðvakaupasjóð félagsins." < Sifi mWÍ Myndin er tekin andartaki áður en fyrsta in ark leiks Fram og Akurnesinga var skorað. Lengst til hægri er Ingvar Elíasson, Akranesj — (Ljósm. Bj. Bj.). Keppnin í 1. deild íslandsmótsins: Fram og Akranes gerðu jafntefli 2:2 Efstu liðin í 1. deild Fram og Akraness mættust á Laug-, ardaisvellinum á laugardaginn. Lejknum lauk með jafntefli, 2 mörk gegn tveimur. Að þessu sjnni voru það Framarar sem áttu meira i leiknum. en í fyrri leik liðanna sigraði Akra. nes með 5:2. Þar sem þetta voru nú efstu liðin i deildinni þá bjóst mað- ur nú við því að fá að sjá nokkuð góðan leik en sú von brást að mestu leyti. Þetta hefðu eins getað verið neðstu iiðin sem þama leiddu saman hesta sína. Leikurinn Framaramir voru snemma á ferðinni og settu fyrsta mark- ið á 4. mín. Baldvin Baldvins- son komst einn innfyrir eftir mistök hjá vörn ÍA og spymti 4 hjiili fóta Helga Dan, sem kom út á móti, 1:0. Á þeim 40 mín sem voru eftir fram að hléi skeði sama og ekki neitt, liðin fengu engin hættu- leg marktækifæri, heldur var fremur um þóf á miðjunni að ræða. Akurnesingar jöfnuðu leik- inn á 3. mín. síðari hálfleiks og var þar að verki Ingvar Elísson, sem skoraði upp úr hálfgerðri þvögu af stuttu færi, 1:1. Skagamenn taka forustuna stuttu síðar, er þeim var dæmd vítaspyrna vegna Hrannars sem varpaði sér á knöttinn og varði skof Skúla Hákonarsön- ar. SkúU framkvæmdi síðan vítaspymuna og skoraði 2:1. Framarar jöfnuðu á 16. mín., Kafbátar og djúphafsskip Þau mistök urðu við prent- un sunnudagsblaðsins að nið- urlag grcinarinnar á 7. síðu „Legg þú á djúpið“ féll niður. Þá var ein myndanna með grcininni prcntuð á haus; eru Icscndur beðnir velvirðingar á þessu, cn lokakafli greinar- innar fer í hcild hcr á cftir: Kringum síðustu aldamót tekur að komast skriður á málið. Hernaðartæknán þróað- ist, og kafbátarnir herjuðu á höfunum. Friðsamleg rann- sókn átti öllu erfiðara upp- dráttar, og það var ekki fyrr en 1934, sem veruleg tíðindi berast frá þeim vígstöðvum. Eftir fjögurra ára erfiða vinnu við Bermudaeyjamar heppnaðist tveim Bandaríkja- mönnum, þeim Beebe og Bar- ton, að kafa niður á 920 metra dýpi í stálkúlu, og koma upp aftur með ljós- myndir frá þessu mikla dýpi. En svo var öllum köfunarað- gei-ðum nftur einbeitt að hin- um djöfullega kafbátahemaði heimsstyrjaldarinnar síðari. Eftir stríðiö kemst aftur skriður á undirdjúparannsókn- ar. 1 samvinnu við hinn heimskunna, svissneska vis- indamann Auguste Piccard byggðu Frakkamir Georges Houot og Pierre Willm fyrsta djúphafskipið. 3. júnl var það tilbúið. Að ytra útliti líktist það mest kafbátum styrjaldarinn- ar með hinn grnnna, sígar- ettulagaða skipsskrokk sinn og lítið stýrishús efst. En tækni tuttugustu aldar, og yrði of langt upp að telja öll þau tæki. Gegnum rúður, sem allan þrýsting þola, má skoða lífið í undirdjúpunum í næsta nágrenni, svo er öflugum ljós- ljóskösturum fyrir að þakka. Farartækið getur ef því er að skipta ,,lent“ á hafsbotni og nokkrir vélknúnir hreyflar gera því kleift að hreyfa sig á hvaða dýpi sem er. 1954 tókst að ná niður á 4050 metra dýpi og í janúar 1960 tókst Jacques Piccard, synd Auguste Piccard, ásamt Bandaríkjamanni nokkrum að komast niður á 10912 metra dýpi með „Trieste" fyrir utan Marianas-ey jarnar. Djúphafsskipið er í dag margreyndur vemleiki og eftir er aðeins að útbúa farartækin sem rannsóknarstofur, þar sem vísindamenni mir geta gert athugandr sinar og safn- að sýnishornum af jurta- og dýralífi undirdjúpanna. Þeú- tímar eru sennilega ekki langt undan, þegar Nautilus, kjarn- orkukafbáturinn i sögu Jules Vernes, klýfur vatnið í þjón- ustu friðarins, og stefnir mót horfnum megitilöndum og reisir frumherjafánann á mesta hafdýpi jarðarinnar — 11.000 metrum undir yfirborð- inu. Oþekktur heimur Þar cr lieimur, sem er á margan hátt ókunnur, en það sem við vitum ætti að vera nóg til þess að hvetja vísindi og tæki til að varpa geisium dagsbirtunnar inn í myrkur hafdjúpanna. Enn eru í fullu gildi orð Tómasar WywiUe: „Á botni hafsins liggur hið fyrirheitna Iand dýrafrteðinnar.“ er þeim var dæmd aukaspýrna. Hrannar sendi knöttinn laglega fyrir markið og tók þar við honum Baldur Scheving sem skoraði af stuttu færi. 2:2. Framarar áttu síðan öllu meira í leiknum. samleikur þeirra var bæði hraðari og árangursríkari þótt þeim hafi ekki tekizt að setja þriðja markið að þessu sinni. Liðin í liði Fram voru virkastir framverðimir Hrannar Har- a’.dsson og Björn He'gason en Baldvin Baldvinsson var skarp- astur i framlínunni. Eins og áður segir var Fram-liðjð betra og áttj nokkuð jafnan leik. Það var búizt við meiru af Akurnesingum í þessum leik. sérstaklega eftir hinn stóra sigur þeirra yfir Fram á döa- unum. En það vantaði meiri snerpu og svo það sem við átti að halda. Beztir voru þeir Jón Leósson. Kristinn Gunn- iaugsson og Skú'i Hákonarson. Dómari var Magnús V Pét- ursson er dæmdi allsæmi’ega. — h. Staðan i I. deitd; L U T J St. M Akranes 6 3 2 1 7 13:10 KR 6 3 2 1 7 10:10 Fram 6 3 2 1 7 7:9 Akureyri 6 2 2 2 6 13:13 Valur 5 2 2 1 5 10:8 Keflavík 5 1 4 0 2 7:10 Orðsending til Vestur-ís’.endinga sem eru í ferðahóp Þjóðræknifélag-ins Ströndin. Brottfarartímj hefur verið á- kveðinn kl. 9,30 að kvöldi föstu- dagsins 5. júlí frá Ferðaskrif- stofunni i Lækiargötu. Þeir sern ætla að ferðast á eigin vegum til Keflavíkur gefi sig fram við afgreiðslu Loftleiða á KeFavik- urflugvelli fyrir kl. il um kvöld- i5. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.