Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 2. júlí 1963 —*----------— Pr reikningum Reykjavíkurborgar MÖÐVILIINN - SlDA 5 Áhaldahús Reykjavíkurborgar annast rekstur og viðhald á bifreiðum og vinnuvélum borgarinn- ar. Það verður að vísa helmingi viðgerðanna til anharra aðila, enda er viðgerðarkostnaðurinn um 100 þúsund krónur á. bíl og samsvarandi á vinnu- vélar. Þessi tæki borgarinnar eru allsendis ónóg við meiri háttar verkefni, svo sem nýbyggingar gatna. Borgarstjóri er andvígur því, að borgin reki fullkomið áhaldahús og eigi sjálf nægar vinnu- vélar til gatnagerðar. gatna. Endurskoðandi Alþýðu- bandalagsins nefnir þrjú dæmi um þetta. 1 „malargryfjum í sandnámi", Lönguhlíð og Miklubraut austan Stakkahlíðar var unnin vélavinna fyrir alls 2 milljónir króna, þar af fyr- ir 1,2 milljónir af öðrum að- ilum en Áhaldahúsinu. 1 svari sínu kemst borgarstjóri m.a. svo að orði: „Hagkvæmara" að taka á leigu 25% dýrari tæki Bifreiðar og vinnuvélar ekki endurnýjaðar Bókfært verðmæti allra bif- reiða og vinnuvéla borgarsjóðs . var um síðustu áramót 9,6 milljónir króna. Er þá búið að afskrifa þær um samtals tólf milijónir, þar af 2,1 milljón árið 1962. Þetta sýnir, að tæki þessi eru allgömul orðin og slitin. Brýn þörf er á skjótri endurnýjun þeirra. Á fjárhags- áætlun ársins 1962 var gert ráð fyrir, að fjórum milljón- um króna yrði varið til kaupa á bifreiðum og vinnuvélum, en í reyndinni var sú fjárveit- ingarheimild ekki notuð nema að tveim þriðju hlutum. Keypt- ar voru bifreiðar og vinnuvél- ar fyrir 2,7 milljónir, eða fyr- ir aðeins 600 þúsund fram yf- ir fymingar. Er sú aukning allt of lítil, eins og fram kem- ur hér á eftir í sambandi við gatnagerð. Viðqerðir 100 þúsund á bíl Ef nú tækin eru orðin úr sér gengin, þá er ekki furða þó'að viðhaldskostnaður þeirra sé nokkuð mikill. Enda reyn- ast útgjöld við beinar viðgerð- ir bifreiða og vinnuvéla borg- arinnar samtals ellefu og hálf milljón króna. Viðhaldskostn- aður bifreiðanna (72ja að tölu) var að meðaltali 74 þúsund krónur. Allmargir bílar eru með lítið sem ekkert viðhald, og er þá viðhaldskostnaður þeirra 50 bíla, sem verulegra viðgerða þurfa, upp undir 100 þúsund krónur á hvem. Þetta PÓSTSTJÓRN Sameinuðu þjóðanna sendj á markaðinn 17. júní þrjú flugfrímerki að verðgildi 6, 8 og 13 centa, — Hinn 1. október koma á mark- aðinn ný frímerki til minn- ingar um störf S.Þ. á Vestur- ' Nýju-Gíenu. eru furðulegar upphæðir, og má mikið vera, ef umsjón og eftirliti í Áhaldahúsinu er ekki eitthvað ábótavant. „Sérhæf verkstæði í einkaeign" ganga fyrir Allar þessar viðgerðir heimta mikla verkstæðisvinnu, og get- ur Áhaldahús borgarinnar ekki annað nema liðlega helmingn- um. Viðgerðir, sem fram fóru á bílaverkstæðum og í jám- smiðjum utan Áhaldahússins námu fimm milljónum króna. Er auðvitað mikill skaði af því að framkvæma ekki við- gerðir á eigin verkstæði. Borg- in á nú, ásamt þremur þjón- ustufyrirtækjum sínum, nýtt áhaldahús í smíðum, og er nauðsynlegt að hraða byggingu þess. Til þess fóru á sl. ári 2,6 milljónir króna. Borgar- stjóri kemst svo að orði í svari sínu til endurskoðunar Al- þýðubandalagsins um þetta atriði: „Ætla má, að þegar á- haldahús þetta tekur til starfa, muni verða unnt að annast þar meira viðhald en gert er við núverandi aðstæður. Hins veg- ar er útilokað, að þar verði framkvæmdar allar viðgerðir á þessum tækjum, þar sem ekki kemur til mála að láta þar fara fram viðgerðir, sem sérhæf verkstæði í einkaeign geta annazt, t.d. véla-, diesel- og renniverkstæði“. — Þetta er dálítið undarleg yfirlýsing hjá borgarstjóra, og er gott að fá hana fram. Það kemur að hans mati ekki til greina, að hið nýja áhaldahús taki einhvern spón úr aski einka- framtaksins. Þó ekki væri! Aðkeypt vélavinna við gatnagerð Það er af fleiri ástæðum en fyrningu einni saman sem Á- haldahúsið þarf að endumýja tækjakost sinn. Vinnuvélar þess afkasta ekki nándar nærri allri vélavinnu við nýbyggingar „Ekki verður hjá því kom- izt að taka á leigu vinnuvél- ar hjá einkafyrirtækjum hér í borginni, þegar vélakostur . borgarsjóðs nægir ekki til þess að anna þeim verkefnum, sem leysa þarf hverju sinni. Á þetta sér einkum stað, þegar óvenju- legar annir eru eða hraði á framkvæmdum, t.d. að sumar- lagi við gatnagerð. Verk þau sem endurskoðandinn nefnir. . eru einmitt dæmi um slíkar framkvæmdir. 1 slíkum tilfell- um er tvímælalaust hagkvæm- ara að taka tæki á leigu en nota eigin vélar, sem annan tíma ársins væru lítt nýttar.“ Þetta er ekki í fyllsta sam- ræmj við upplýsingar, sem borgarstjóri gefur á öðrum stað. Þar segir, að 89 þúsund króna hagnaður hafi orðið á sl. ári af rekstri bifreiða og vinnuvéla, þrátt fyrir miklar afskriftir. „Gjöld fyrir tæki þessi eru þó yfirleitt reiknuð a.m.k. 20% laegri en gert er á almennum markaði". Hvernig má þá vera, að það sé „tví- mælalaust hagkvæmara að taka tæki á leigu“? Og er ekki jarð- vjnna eins og gatnagerð alltaf eitthvað árstíðabundin? í*% gata — % útgjalda íhaldið gaf í fyrra fyrir borgarstjórnarkosningar fögur fyrirheit um það að ljúka við k malbikun og annan frágang * gatna hér í borginni á fáum árum. Af því sem nú hefur verið rakið má ljóst vera, hversu illa borgin stendur að vígi með tæki til þess að standa við þá áætlun. Og því skal bætt við til frekari upp- lýsingar, að heildarkostnaður við eina og hálfa götu á ár- inu sem leið (Lönguhlíð og Miklubraut austan Stakkahlíð- ar) nam 7,9 milljónum króna eða ríflega einum fjórða hluta allra útgjalda við nýbyggingar kj gatna. Þetta er veruleikinn * andspænis kosningaloforðunum. Sjá menn ekki hilla undir fyrirheitin á næsta leiti? Hér sjást þeir saman fe ðgarnir Hákon og Ólafur. Ólafur Noregskonungur 60 ára í dag í dag, 2. júlí, er minnzt stórafmælis eins af þjóðhöfðingj- um Norðurlanda; Ól- afur NoregskonunguT Hákonarson er sextug- ur. Verða margvísleg hátíðahöld í Noregi í tilefni konungsafmæl- isins og mun fjöldi kóngafólks hvaðanæva að sækja þau. Ólafur Noregskonungur fæddist 2. 'júlí 1903, for- eldrar hans voru danski prinsinn Karl (sonur Frið- riks áttunda Danakon- ungs) sem síðar (1905) varð Noregskonungur, Há- kon VII. og Maud drottn- ing. Var Ólafur einka- barn þeirra hjóna og hlaut í skírninni nöfnin Alex- ander, Játvarður, Kristján, Friðrik. Hann lauk stúd- entsprófi árið 1921 og síð- ar herskólaprófum, en kvæntist 24. marz 1929 Marthu prinsessu frá Sví- þjóð, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau Ólaf- ur og Martha eignuðust 3 böm: Ragnhildi (fædd 1930), Ástríði (f. 1932) og Harald (f. 1937). Er Har- aldur ríkisarfi. Ólafur fylgdi Hákoni föður sínum og norsku ríkisstjórninni í útlegðina við innrás Þjóðverja í Noreg vorið 1940, en í stríðslok, 13. maí 1945, sneru þeir feðgar heim aftur og var innilega fagnað. Ólafur nýtur, eins og Hákon faðir hans. mik- illa vinsælda meðal þegna sinna, og íslendingum er hann að góðu kunnur, ekki hvað sízt eftir að hafa heimsótt ísland tví- vegis frá stríðslokum. Hið fyrra sinnið kom Ólafur hingað sumarið 1947, þeg- ar Snorrahátíðin var hald- in í Reykholti. Var hann þá ríkisarfi Norðmanna. Á síðast liðnu vori kom Ól- afur svo hingað öðru sinni og þá sem þjóðhöfðingi, fyrsti Noregskonungurinn sem sækir fsland heim. I Dæmdur fyrir að koma aftur til heimalands síns, USA! Víðsvegar um heim er fylgzt af athygli með máli hörundsdökks bandarísks blaðamanns, Will- iam Worthy að nafni, en hann hefur verið á- kærður og dæmdur í undirrétti fyrir það ein- stæða „afbrot“ að hafa komið frá útlöndum til heimalands síns án þess að hafa gilt vegabréf í höndunum. William Worthy Og það er einmitt í dag, 2. júlí, sem verjandi blaðamanns- ins leggur fram áfrýjunarskja) sitt í málinu, en málflutningur- inn fyrir áfrýjunardómstólnum verður væntanlega á hausti komanda. Endanlegs dóms hæstaréttar Bandaríkjanna i Washington er tæplega að vænta fyrr en í fyrsta lagi á miðju næsta ári, 1964. Einn dæmdur fyrir heimkomu-brot William Worthy er starfandi í Boston í Massachusetts-fylki, þar sem hann er fæddur og uppalinn, og sem fyrr segir var hann dæmdur i undirrétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir „að hafa snúið aftur til Banda- ríkjanna án þess að hafa gilt vegabréf“. Mun hann vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem hlotið hefur ákæru og dóm fyr- ir þann „glæp“ að koma til heimalands síns. 1 opinberum skýrslum banda- rískum er frá því skýrt, að á þriðja hundrað Bandarikja- menn, hvítir á hörund, hafi ferðazt til Kúbu án þess að hafa í fórum sínum gild vega- bréf og snúið ,,ólöglega“ heim aftur þann tíma sem liðinn er síðan stjómarvöldin I Washing- ton settu á bann við ferðum bandarískra þegna til Kúbu i janúarmánuði 1961. En Willi- am Worthy var einmitt sóttur til saka og dæmdur fyrir að koma heim til Bandaríkjanna frá Kúbu. Hinsvegar hefur enginn hinna rúmlega tvö hundruð hvítu Bandaríkjaþegna verið saksóttur fyrir þetta „af- brot“. Passa-missir vegna Kínaferðar Það var hinn 10. október 1961 sem William Worthy flaug með flugvél bandaríska flugfé- lagsins Pan American World Airways frá Havana til Miami á Florida eftir að hafa dvalizt ellefu vikur á Kúbu. Hann hafði þá ekki og hefur ekki haft vegabréf síðan á árinu 1957, er bandaríska innanríkis- ráðuneytið neitaði að endur- nýja passa hans vegna þess að hann hafði heimsótt kínverska alþýðulýðveldið 1 trássi við bann Bandaríkjastjómar á ferð- um bandarískra þegna þangað. Hinn 24. apríl 1962, sex og hálfum mánuði eftir heimkom- una frá Kúbu, var William Worthy sóttur til saka sam- kvæmt skipun dómsmálaráð- herrans Roberts F. Kennedy. bróður forsetans. Á þessu hálfa ári hafði þessi hörundsdökki blaðamaður ritað fjöldann allan af blaða- og tímaritsgreinum og flutt fyrirlestra við háskóla um þau skjótu og góðu umskipti sem orðið hafa í kynþáttamál- um á Kúbu. Og það er þetta sem talið er að liggi til grund- vallar málssókninni ó hendur Worthy. Mál sem mikla athygli vekur William Worthy gerir sér vonir um að geta heimsótt Afríku í annað skipti síðar f sumar á vegum blaða blökku- manna í Bandaríkjunum. Hið fyrra skiptið sem Worthy fór til Afríku á árinu 1956 var honum vísað brott úr sambands- ríki Suður-Afríku vegna þess að hann hafðj ekkf. tilskilda vegabréfsáritun. Sem fyrr var sagt, hefur mál Williams Worthy vakið mikla athygli víða um heim og sam- tök hafa verið mynduð til að safna mótma?lum. ekki hvað sízt i ríkjum Afríku og Suður- Ameríku. Áhaldahúsið alltof lítið — vélakostur þess ónógur I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.