Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. júlí 1963 — 28. árgangur — 146. tölublað. Danirhlutu 135 stig íslendingar 77stig Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra á fundi menntamálaráðherranna: eimskulegt að „burðast við að halda uppi sjálfstæðu ríki"? Strax farið að þinga að nýju um þátttöku íslands í hinum „stóru heildumv Ráðstefna menntamálaráðherra Norðurlandanna hófst í Reykjavík í gærmorgun, og flutti Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, ræðu við setn- ingu hennar. Það sem einkum vakti athygli við ræðu ráðherrans var það að hann tók nú aftur upp þráðinn frá Þjóðminjasafnsræðunni frægu í vetur en eins og menn muna lét ráðherrann þar orð m.a. falla á þá leið, að allt stefndi að því að smáþjóðirnar yrðu að „hverfa inn í stærri heild" til þess að dragast ekki aftur úr í þróuninni, og bezta ráðið „til þess að vernda sjálfstæði smáþjóðar væri að fórna því". Ráðherrann lét þessi ummæli falla varðandi hugsanleg „tengsl" við Efnahagsbandalag Evrópu, en fyrir kosningar kepptust stjórn- arflokkarnir hins vegar við að reyna að sanna kjósendum, að það mál væri „ekki lengur á dagskrá" og yrði það ekki um ófyrirsjáanlega framtíð. En ræða Gylfa Þ. Gíslasonar i Háskólanum í gær er glöggt vitni um það, að kosningarnar eru ekki fyrr liðnar en ríkis- stjórnin tekur að gæla við sínar fyrri hugmyndir um „tengsl" við „stærri heildir". Enda þótt hér sé um að ræða ráðstefnu mennta- málaráðherra Norðurlandanna kom ræða ráðherrans einungis að litlu leyti inn á það svið, heldur sveimaði í kringum miklu „stærri heildir" allt frá sviði efnahags- mála til hernaðarbandalaga. Hér gefst ekki tækifæri til þess að rekja efni ræðunnar að þessu sinni svo ýtarlega sem vert væri, en rétt er að gefa les- endum nokkur sýnishorn af um- Þœr fara að salta síldina ¦Jc Þessa daga dynja auglýsingar í blöðum og útvarpi eftir síldar- stúlkum norður og austur og þeim er lofað gulli og grænum skóg- um að vcnju f.yrir utan fríar ferðir og frítt húsnæði á staðnum. ic Og þessir árlegu flutningar ske með miklum hraða á örfáum dögum og standa einmitt yfir þessa daga. Hcr er síldarstúlka að ganga upp í flugvél til Egilsstaða með gítarinn og pokann. Það em fleiri myndir og texti á 10. SlÐU. (Ljósm. G.M.) mælum ráðherrans við þetta tækifæri. Eftir að hafa boðið hina norrænu gesti velkomna, vék Gylfi að sama efninu og var inntak Þjóðminjasafnsræðunnar í vetur og sagði m.a.: „Frá skynseminnar sjónarmiði — mælt á mælistiku hagkvæmní og hagnýtra sjónarmiða — er það ef til vill heimskulegt fyrir tæplega tvö hundruð þúsund ínamia þjóð að burðast við að halda uppi sjálfstæðu riki og vilji vera óháð menningarþjóð". „Hin stóra heild" og smáríkin Ráðherrann reyndi þó að vera nokkru varkárari í ummælum sínum en á 100 ára afmæli Þjóðminjasafnsins og skaut við og við inn í ræðu sína ummæl- um um að þrátt fyrir allt væru Islendingar staðráðnir í að varð- veita sjálfstæði sitt! Hin „stóra heild" hélt þó áfram að vera efst í huga hans, og sagði hann m.a. um það efni: „öll vitum við, að við lifum á öld tækni, kjarnorku, geimferða, skipulagningar. Það erlíkakunn- ara en frá þurfi að segja, að allt þetta eflir stórveldi, en gerir hlutskipti smærri lík.ja crfiðara. Auðvitað geta smáríki einnig náð langt í tækni og skipulagningu, einkum á takmörkuðu sviði . . . En það breytir ekki þeirri megin staðreynd, að á æ fleiri sviðum tækninnar stendur hinn stóri betur að vígi en hinn smái. Og það er sú þróun, sem gerir hlut- skipti smáríkjanna æ vandasam- ara. Hvað eiga þau að taka til bragðs? . . . Stórveldin „málsvarar hagkvæmni, skynsemi" Þá lagði ráðherrann á það mikla áherzlu, að það væru, „stórþjóðirnar, stórveldin," sem væru „málsvarar hagkvæmninn- ar, skynseminnar", og vék síðan að aðild Islands að bandalögum „stórþjóðanna, stórveldanna" á eftirfarandi hátt: „Við Islending- ar byggjum eitt yngsta ríki Evr- ópu, eitt smæsta ríki veraldar. Við höfum komið því á fót á öld raunhyggju og tækni, tímum stórvelda og þjóðabandalaga. Hernaðartækni nútímans hefur gert það nauðsynlegt, að við gerðumst aðilar að hernaðar- samtökum við stórveldi. Þróunin t viðskiptamálum mun eflaust einnig gera það nauðsynlegt, að við gerum einhverja samninga við þær stóru viðskiptaheildir, Framhald á 2. síðu. . . - s* wmíxSííifm Poul Erik Andersen í viðbragði. Hann sigraði í 400 m hlaupi í fyrra- dag og var einnig í 400 m. boðhlaupssveitinni dönsku sem sigr- aði í gærkvöld.— (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Danir sigruðu með miklum yíirburðum Úrslit landskeppninnar milli Dana og íslendinga í frjálsum íþróttum urðu þau að Danir unnu með enn meiri yfirburðum en nokkur hafði búizt við, hlutu 135 stig gegn 77 stigum. í gær unnu íslend- ingar aðeins tvær greinar. — Sjá 2. síðu. V-íslendingarnir hyggjast reka hér réttar síns Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur afl- að sér, hafa menn úr hópi Vestur-íslendinganna sem hingað voru ráðnir í vor til starfa í fiskvinnslustöðvum í Vestmannaeyjum nú snúið sér til lögfræðings vegna vanefnda sem þeir telja að orðið hafi á ráðningarsamn- ingum þeirra. Telja þeir að þeir hafi verið blekktir bæði varðandi kaup og vinnutíma hér og vilja fá einhverja leiðréttingu mála sinna. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá hafði séra Róbert Jack milligöngu -um ráðningu Vestur- Islendinganna til Eyja og fór hann vestur til Kanada í sam- bandi við það mál. Segja Vestur- Islendingarnir, að hann hafi heitið þeim 140 til 200 þúsund króna árstekjum og ekki getið annars en að þær væru miðaðar við 8 stunda vinnudag. Þóttust þeir því sviknir í samningum er þeir komu hingað og komust að raun um að slíkra árstekna væri ekki hægt að afla á Islandi nema með svo óhæfilega löngum vinnutíma að slíkt er óþekkt í Kanada. Fjórir Kanadamannanna eru þegar farnir frá Vestmannaeyjum en 29 vinna þar enn þrátt fyrir megna óánægju með kjörin. Kemur óánægja þeirra vel fram í viðtölum sem birtust við þá í Morgunblaðinu í gær. Segir blaðið svo í inngangi fyrir við- tölunum: „Allir nema einn fóru úr ágætri vinnu í Kanada og telja sig hafa verið biekkta með gylliboðum um laun og aðbúð." I viðtölunum lýsa Vestur-Is- lendingarnir síðan hver af öðr- um að þeir hafi verið ginntir tiJ Islands með fyrirheitum um miklar tekjur en reyndin hafi orðið sú að dagvinnukaupið hér sé miklum mun lægra en það sem þeir höfðu í Kanada og 'vinnutíminn lengri og þrældóm- urinn meiri en nokkurn þeirra óraði fyrir, enda hafi „austur- fararagentinn" ekkert um það nefnt. Einnig kvartar fólkið yfir húsnæðinu og aðbúðinni hér. Þar sem Þ.ióðvil.iinn hafði fregnað að einhveriir úr hópi Vestur-Islendinga hefðu snúið sér til lögfræðings 1 því skyni að reka hér réttar síns og fá leið- réttingu mála sinna snéri Þjóð- viljinn sér í gær til lögfræðings- ins, Þorvaldar Þórarinssonar, og innti hann frétta. Kvað hann það rétt vena að hann hefði tekið málið að sér og væri það í at- hugun en kvaðst á þessu stigi ekki geta gefið neinar nánari upplýsingar um það. I Söltun byrjuð | á Siglufirði | Siglufirði í gær. — Heildar- ¦ söltun á öllu landinu í byrjun ; vikunnar reyndist 1587 tunn- j ur. I gær var saltað úr þess- j um bátum hér á staðnum: ; Einar Hálfdáns með 1100 tunn- ] ur, Snæfell EA með 1400, Garðar GK með 650, Jón Finnsson 850, Gjafar VE með 300, Skarðsvík SH með 250. — Kolbeinn. ¦¦¦¦ ¦¦¦.....>»•", ¦>.-.-...»>.....¦¦¦¦. ¦¦¦¦¦¦* *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.