Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Kitstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. Orlofsheimili 17'les’tir munu nú sammála um það, að löggjöfin * um réttindi verkamanna og annars launafólks til þess að njóta orlofs og eðlilegrar hvíldar frá störfum nokkurn tíma ársins, er eitt merkasta mannréttindamál, sem verkalýðshreyfingin hefur knúið fram. En jafn sjálfsagt og mönnum þykir nú að 'fólk njóti þessara réttinda er hollt að minnast þess, að það kostaði harða baráttu að fá þetta mál fram, bæði löggjöfina og einnig þær endurbætur, sem verkalýðsfélögin hafa náð fram með beinum ákvæðum í samningum sínum. En þótt tekizt hafi á þennan hátt að skapa þau skilyrði, sem ættu að tryggja það, að fólk geti jafnframt notið þess- ara réttinda, er það alkunn staðreynd, að raunin hefur orðið önnur. Hin stöðuga verðbólguþróun hér á landi um langt skeið hefur leitt til þess, að verkamenn og aðrir launþegar hafð neyðzt til þess að nota orlofsfé sitt sem nokkurs konar tekju- uppbót til þess að mæta auknum úígjöldum í stað þess að hér á að vera um að ræða fram- færslufé til þess að geta notið sumarleyfis. Orlofslögin hafa því í rauninni ekki komizt í framkvæmd nema að nokkru leyti; verðbólg- an hefur komið í veg fyrir að verkamenn fengju notið hins raunverulega ávinnings af þeim; hún hefur étið upp sumarhvíld launastéttanna, ef svo mætti segja. Og það er ekki einungis orlofsfé launastét'fanna, sem þannig hefur horfið í verð- bólguhítina. Þrátt fyrir óhóflega langan vinnu- tíma, og þar af leiðandi hækkandi tekjur, hafa launastéftimar ekki gert betur en að halda í horfinu. Þaðan af síður hefur þessi mikla yfir- vinna fært launastéttirnar nær því marki að njóta eðlilegrar hvíldar; hún hefur þvert á móti svip't þær þeirri daglegu hvíld, sem teljast má lágmark í siðmenntuðu þjóðfélagi, og hefur ástandið í þeim efnum aldrei verið jafn slæmt og nú síðustu ár- in, eins og Þjóðviljinn hefur iðulega benf á. Hinu er þó ekki að leyna, að hér á landi hefur einnig mjög skort á nauðsynlega aðstöðu fyrir vinnandi fólk til þess að geta notið sumarhvíldar, og einnig í því efni höfum við dregizt langt aftur úr öðrum þjóðum. Það er því fagnaðare'fni, að Alþýðusamband ís- lands hefur nú í samvinnu við verkalýðsfé- lögin ráðiz't' í það brýna verkefni að reisa orlofs- heimili verkalýðsfélaganna, sem á að stuðla að því að meðlimir þeirra og aðrir geti átt þess kosí að njóta hvíldar og hressingar í sumarleyfinu án ó- yfirstíganlegs kosfnaðar. Vinstri stjórnin tók þetta mál upp og veitti á fjárlögum 1957 og 1958 eina milljón króna til orlofsheimilisbyggingar verka- lýðsfélaganna, en þegar núverandi stjórnarflokk- ar tóku við var árlegt framlag lækkað niður í hálfa milljón króna. En þrátt fyrir það hafa al- þýðusamfökin nú ráðizt í framkvæmdir á þessu sviði, og er þess að vænta að þær framkvæmdir marki tímamót í sögu íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar, bæði meðlimum hennar og þjóðinni í heild til heilla og blessunar. — h. ------------ ÞJÓÐVILIINN------------------- Á ráðstefnu sovézka kommúnistaflokksins Miðvikudasur 3. júlí 1963 LÍFSVIÐHORF BERJI Eftir ÁRNA BERGMANN Átök kenning- anna Þegar þau Valentúia Teresj- kova og Valerí Bikovski höfðu sett ný heimsmet í geim- siglingum héldu þau stuttar ræður á fjöldafundi á Rauða- torgi eins og siður er orðinn. Þau sögðu þá meðal annars að þessi geimferð væri tileinkuð ráðstefnu miðstjómar Komm- únistaflokksins um ídeológísk vandamál. Verkefni þessarar ráðstefnu var ekki smátt: áróður fyrir pólitískum og heimspekilegum kenningum, vandamál siðferðis og uppeldis nýrrar kynslóðar, hlutverk lista og bókmennta. Aðalræðuna hélt einn af rit- urum flokksins llítsjof. Hann lagði mikla áherzlu á það að nú, eftir að kapítalisminn hef- ur glatað vonum sínum um að takast megi að sigrast á sósí- alistísku ríkjunum með hemað- arlegum og efnahagslegum yfir- burðum, þá leggi hann æ meiri áherzlu á að spilla fyrir sósíal- ismanum með hverskyns sál- rænum hernaði. Eða eins og vesturþýzka tímaritið Aussen- politik kemst að orði: „með því að notfæra þjóðarsérkenni, trúarbragðafordóma, mannlega veikleika — öfund, kvenleiga hégómagimd, skemmtanafíkn, er óhjákvæmilegt að þróa með mönnum kæruleysi. afskipta- leysi um markmið kommúnist- iskra ríkisstjóma". Og hafi á- róðursmenn Vestursins einkum vonast til að þeim takist að ná nokkrum árangri í sambandi við þá ókyrrð sem komst á allt mannlíf eftir Stalinsmál. Ekki vildi llitsjof telja að þessi sálræni hemaður myndi bera mikinn árangur, enn síður að hann myndi finna stéttarleg- « an stuðning innan sósíalistískra ríkja. Engu að síður gæti hann ruglað ýmsa menn í ríminu og því væri allt tal um friðsam- lega sambúð hugmyndakerfa út í hött; þvert á móti yrðu kommúnistar jafnan að halda uppi markvissri skothríð á borgaralegan hugsunarhátt í ýmsum myndum — innan lands og utan. skilningi þess sem fyrir augu bæri. Þetta væri ekki nema gott. En — bætti llítsjof við — æskunni er eiginleg ákefð og fljótfæmi. Hún þarf á góð- um ráðum að halda. Og ef ein- hverjir æskumenn gerast efa- semdarmenn eða níhilistar þá er það ekki sízt því að kenna að þeir fá ekki þessi góðu ráð. að þeim spumingum sem þeir spyrja er svarað með einhverj- um gömlum frösum. Þá var og vikið að drykkju- skap og annarri slíkri óreiðu í daglegu lífi; voru slík vand- kvæði ekki síst kennd því hirðuleysi að fólki eru ekki gef- in næg aðlaðandi og skemmti- leg tækifæri til að skemmta sér menningarlega. Listir Mikið var rætt um það að til að nauðsynlegur árangur ná- ist í ídeológískri starfsemi þurfi blöð, tímarit, útvarp og sjón- varp að gerast fjömgri, líf- rænni; starfa í betra samræmi við kröfu tímans. Sama gildi um kennslu i félagsvísindum og marxískri heimspeki í menntastofnunum. Búizt hafði verið við tillögu um venjulegar skipulagsbreytingar á allri út- gáfustarfsemi (t.d. að fækka dagblöðum verulega en stækka í staðinn þau útbreiddustu) en flestum þeirra virðist hafa ver- ið skotið á frest. 1 ummælum sínum um listir og bókmenntir var Ilítsjof jafn ósáttfús og áður. Hann var harður á því að ekki skyldu neinar glufur standa opnar fyr- ir borgaralegum áhrifum á þessu sviði menningarlífs. Sömuleiðis fór hann verstu orð- um um „tilraunir til að setja efasemdir í stað sköpunargleði. sýna hinn sovézka mann sér- staklega venjulegan og hvers- dagslegan". En enga var honum þó eins illa við og þá sem ef- uðust um nauðsyn þess að flokkuripn hefði leiðsö.gn fyrir listum. Það er og athygli vert, að llítsjof sagði, að þeir, sem von- uðu, að herferð gegn „frávik- um“ i listum væri tímabundin og liði fljótt hjá, gerðu sér tál- vonir. Sem sagt: óbreytt stefna. Þess ber þó að geta, að Ilít- sjof gerði sem minnst að því að nefna ákveðna sökudólga — og bað menn að gleyma þrí ekki að það væri ekki barizt gegn fólki heldur gegn slæm- um hugmyndum. Skoðanamunur Margt var rétt og skynsám- legt í tölum manna á þessari ráðstefnu: vissulega þarf að tala við fólk á raunsæjan og lifandi hátt, vissulega þarf að sjá betur fyrir menningarleg- um þörfum þess. Þó var sá galli á, að ræður þessar voru yfirleitt of almenns eðlis, í þeim skorti nákvæmari skilgreiningar á vandamálum, nákvæmari tillög- ur. Afstaða sovézka kommúnista- flokksins til skapandi lista hefur verið rædd nokkuð hér í blaðinu fyrir skömmu. Á ráð- stefnunni kom fátt nýtt fram i þeim efnum. Sem fyrr var oft minnzt á það að vestrænir fjandmenn sósíalismans túlki „frávik" ýmissa listamanna og rithöfunda sér í vil — sem vaxandi andstöðu gegn komm- únisma. En það var annað sem ekki var minnzt á (nema rétt óbein- línis og mjög óljóst): að fjöl- margir erlendir kommúnistar og aðrir stuðningsmenn sósíal- isma hafa um margt aðrar skoðanir á vandamálum lista og bókmennta en sovézkir komm- únistar — sem kemur m. a. fram í því að þeir telja mörg þau verk sovézk, sem hér hafa verið talin skaðleg, eðlilega og mjög jákvæða þróun í sósíal- ísku menningarlífi. Þessi skoð- anamismunur er augljós stað- reynd. Það er varla líklegt, að hann verði jafnaður á næstunni — en það er löngu kominn tími til að hann sé ræddur af fullri hreinskilni. Ráðstefnan stóð í fjóra daga og ræðumenn voru margir — Fúrtseva talaði fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, Fedin fyrir hönd rithöfunda, Sérof fyrir hönd myndlistarmanna. Krústjoff flutti ráðstefnunni langa ræðu sem enn hefur ekki verið birt þegar þetta er skrif- að. Samþykkt var ítarleg álykt- un um ídeológíska starfsemi og er hún í aðalatriðum byggð á framsöguræðu Ilítsjofs. Ferðaskrifstofan Saga efnir til tveggja utanlandsferða Ilítsjof hafði framsögu á þinginu. Höfuðverkefni Af öllum verkefnum ideológ- ískrar starfsemi taldi llítsjof það langsamlega þýðingarmest að ala menn upp í virkri virð- ingu fyrir nytsömu starfi. Og nefndi hann ýmislegt sem spilli fyrir slíkri afstöðu. Ekki sízt vanrækslu stjóma fyrirtækja um að sýna menningarlegum og hversdagslegum þörfum verkafólks nauðsynlega athygli. Ennfremur taldi hann að slíkir hvatar til góðs starfs sem verð- laun og betri aðstæður til hvíld- ar væru alltof lítið notaðir. Æskan Að sjálfsögðu varði Ilítsjof og aðrir töluverðum tíma til þess að ræða vandamál æsk- unnar. Hann hvað ekki ástæða til að taka undir það nöldur að æskan væri nú „önnur og verri“. Vissulega hefði hún aðra reynslu en eldri kynslóö- in, hefði ekki gengið í gegn- um aðrar eins þrengingar, en enginn gæti talið þessa stað- reynd æskunni til sektar. Æsk- an væri upplýst, forvitin, reyndi að komast að fullum Feróaskrifstofan SAGA efnjr til tveggja hópferða til útlanda í sumar. Sú fyrri er 16 daga ferð um Norðurlönd, sem hefst 20. júlí næstkomandi en hin síð- ari er ferð til Ítalíu 12. til 27. september. Staðkunnugir farar- stjórar verða með í báðum ferðunum og leiðbeina fólkinu og verfia því til aðsfoðar. eftir þvi sem það óskar. í Norðurlandaferðina er þeg- ar nær upppantað. en hún er þannig skipúlögð, að flogjð verð- ur til Kaupmannahafnar og það- an heim aftur að hringferð um Svíþjóð og Noreg lokinni. Ek- ið verður í bifreið frá Kaup- mannahöfn, sem ferðafólkið hef- ur til umráða allan tímann. Fyrst verður ekið norður Skán og kqrnið við í mörgum bæjum í Suður- og Mið-Svíþjóð og haldið alla leið til Stokkhólms, sem af mörgum er talin ein feg- ursta höfuðborg Evrópu og af ýmsum kölluð „Feneyjar Norð- urlanda". Þaðaji verður svo ek- ið til Óslóar og hið markverð- asta skoðað í þeirri borg. Þá verður haldið til Bergen og ek- ið eftir hinum fagra Hallingdal sem hin fræga Bergensbraut liggur um. Á leiðinni verður gist í einu þekktasta há- fjsllahóteli Noregs. Frá Bergen verður farið með skipi og siglt innan skerja norður til Sogne- fjarðar og síðan in,n Sognefjörð- inn og er það heilsdags sigling, en Sognefjörðurinn er ein fjöl- farnasta ferðamannaleið í Nor- egi og þangað koma tugbúsundir ferðamanna árlega. í botni fjarðarins verður gisl, og þar bíður bíllinn ferðafólksins og ekur síðan vestan Jötunheima og suður til Oslóar. Frá Osló verður ekið næsta dag til Gauta- borgar og gist þar eina nótt og síðan haldið áfram suður vesturströnd Svíþjóðar til Hel- singborgar, þaðan sem farið verður með ferju yfir sundið til Kaupmannahafnar, þar sem dvalizt verður síðustu daga ferðarinnar. Ítalíuferðin, sem SAGA efnir til í september, tekur 15 daga, og verður komið þar til flestra fegurstu borga landsins. Flogið verður á einum degi frá Reykja- vik til Milano, með viðkomu í Glasgow og Lundúnum. Meðan dvalizt verður á Italíu, verður meðal annars komið til Genúa, Florenz, Rómar. Napoli. Sorr- ento, Assisi og Feneyja. Á heim- leiðinni verður flogið um Lond- on og gist þar eina nótt. Handíða- of myndlistaskólinn. Námskeið fyrir myndlistamenn verður haldið 20. til 29. september 1963. Þátttökutilkynningar sendist Hand- íða- og myndlistaskólanum, Skipholti 1, fyrir 1. sept- ember næstkomandi. SKÓLASTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.