Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. júlí 1963 HðÐVILIINN SIBA 5 Ráðstefna um tækni- hjá/n haldin í Höfn Undanfárið hefur staðið yfir ráðstefna í Kaupmannahöfn (17. júní til 1. júlí) á vegum Fasta- nefndar um tæknihjálp Samein- uðu þjóðanna (TAC), og var hún haldin í Christiansborg. Þetta er í fyrsta sinn sem þess konar ráðstefna er ekki haldin í Genf eða New York. Á dag- skrá ráðstefnunnar var m. a. skýrsla um samræmingu á tækniaðstoðinni. Er þar lagt til að Framkvæmdasjóður Samein- uðu þjóðanna verði sameinað- ur hinni víðtæku og samvirku tækniaðstoð, sem nú er kom- in á. Fastanefndin um tæknihjálp (TAC) heyrir undir Efnahags- og félagsmálaráð (ECOSOC). Hún rannsakar og fylgist með þeirri starfsemi, sem rekin er í sambandi við hina samvirku tækniaðstoð (EPTA), þ.e.a.s. þeim skerfi sem Sameinuðu þjóðirhar og níu sérstofnanir þeirra leggja fram í samein- ingu undir umsjón stjómar tæknihjálpar Sameinuðu þjóð- anna (TAB). EPTA byggir starfsemi sína á frjálsum fjár- framlögum aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna, og fjárhagsáætl- unin árið 1963 nemur um 50 milljón dollurum. 1 TAC eru 50 meðlimir. Alls sátu 120 full- trúar ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn, og þar við bættust um 80 starfsmenn hennar. Ráðstefnan hófst með ræðu danska utanríkisráðherrans, Pers Hækkerups. Danska stjórn- in bauð TAC að halda ráð- stefnuna í KaUpmannahöfn til að leggja áherzlu á áhuga fyr- ir aðstoð við þróunarlöndin. Meðal þess sem danska stjórnin bauð fulltrúum upp á var ferð til Norður-Sjálands og heim- sókn í Douisiana-safnið, þar sem íslenzka listsýningin var haldin í fyrra. Á dagskrá ráðstefnunnar var ennfremur spurningin um „lán“ á embættismönnum sem starfi fyrir ríkisstjómir þróunarland- anna um lengri eða skemmri tíma, samræmmg á hinum ýmsu þáttum í tæknihjálp Sameinuðu þjóðanna og sér- stofnana þeirra og loks ráð- gjafarstarfsemi á sviði mann- réttinda. Aðalstöðvarnar til Genfar? 1 samræmingarskýrslunni voru ýmsar tillögur, sem í vor voru lagðar fyrir sérstaka nefnd um málið. Meðal þeirra má nefna: TAB og Framkvæmda- sjóðurinn sameinist. TAC sé sá aðili sem stjómi Framkvæmda- sjóðnum og allri annarri hjálp- arstarfsemi Sameinuðu þjóð- anna. Sú hjálp Sameinuðu þjóðanna, sem veitt hefur ver- ið fyrir fé af almennri fjár- hagsáætlun samtakanna, verði lögð niður og starfsemin falin EPTA, Aðalstöðvar EPTA og Framkv.-sjóðsins verði fluttar frá New York til Evrópu, helzt til Genfar, svo þær verði í nán- ari tengslum við aðalstöðvar flestra sérstofnana. (Frá S. Þ.). Æsilegar sðgusagnir um vændis-og njósnahring Þessa dagana eru á kreikj æsilegar sögusagnir um alþjóð- legan vændishring sem geri út snoppufríða kvenmenn jil þess að afvegaleiða vestræna stjórn- málamenn og veiða upp úr þeim ýmis Ieyndarmál sem sósíalistísku ríkin hafi áhuga á. Bandaríska fréttastofan UPI — sem að vísu er fyrir annað þekktari en áreiðanlegan fréttaflutning — hefur meðal^ annars haft það eftir „heim- ildarmönnum í nánum tengsl- um við leyniþjónustuna“ að hafin sé stórfelld rannsókn á athöfnum er’endra stúlkna sem ástunda samkvæmislífið meðal sendiráðsmanna og starfs- manna í aðalstöðvum Samein. uðu þjóðanna í New York. Ennfremur segir í fréttum þessum að margar þessar drós- ir séu í tengslum við kunningja- hóp Christjne Keelers í Bret- landi. „Og er óttazt, að starf- semi stúlkna þessara í New York sé alvarleg ógnun við ör- yggi Bandaríkjanna“. Bandarísk blöð halda' því fram að athygli bandarísku leyniþjónustunnar beinjst nú ejnkum að tékkneskri stúlku, Hróihötturí Buenos Aires Fyrir fáeinum dögum bar það til tíðinda í Buenos Air- es að vöruflutningabifreið hlaðin 5000 brauðum var stöðv- uð af vopnuðum mönnum. Mennirnir otuðu skammbyss- um að bifreiðarstjóranum og neyddu hann til þess að aka til eins fátækrahverfisins i borginni. þar sem þeir útbýttu brauðunum meðal íbúanna. Ennfremur afhentu þeir fólkinu dreifiblöð frá vinstri sinnuðwn samtökum sem berj- ast gegn atvinnuleysi og hungri. Þetta er i annað sinn sem gripið hefur verið til slíkra ráða í Buenos Aires. í fyrrs skiptið var um að ræða bií reið sem hlaðin var matvöru. Mariu Novotny að nafni. Mar- ía er 21 árs að aldri og sögð frænka Novotnys, forseta Tékkóslóvakíu. María þessi dvaldist um tíma í New York. en hélt til Bretlands árið 1961 er kunningi hennar, Harry Allan Towers, var handtekinn, grunaður um vændismiðlun. Tovers var síðan látinn laus gegn trýggingu og fluði þ'a úr landi og til Prag að þvi að talið er. María Novotny dvelst enn i Bretlandi. Hún hefur viður- kennt að hún þekki tízkulækn. inn Stephen Ward, sem nú sit- ur í fangelsi, sakaður um að hafa gert út ýmsar gleðikon- ur, þar á meðal hina víðfrægu og afkastamiklu Chrigtine Kéélér." Nýstárleg mannkynssaga Mannkynssagan er sögð með nýjum hætti í stóru sex binda verki, sem nú er að koma úí á vegum UNESCO í samvinnu við ýmis bókaforlög. 500 sér- fræðingar hvaðnæva úr heim- inum vinna að verkinu, og ætl- unin er að lýsa á sem hlutlæg- astan og altækastan hátt þeim skerfi, sem hvert tímabil, hver álfa og hver þjóð hefur lagt til þróunar mannkynsins, i stað þess að fylgja þeirri hefð- bundnu venju að láta pólitíska. efnahagslega eða jafnvel hern- aðarlega þætti mannkynssög- unnar ráða úrslitum. Verkið, sem nefnist „History of Mankind- Cultural and Sci- entific Development“, er gefið, út af ýmsum bókaforlögum, m. a. George Allen & Unwin í Lundúnum. Prófessor Paulo E. de Berredo Carneiro frá Braz- ilíu er forseti alþjóðlegrar nefndar sérfróðra manna, sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á verkinu, en í henni á m.a. sæti prófessor Erik Lönnroth frá Svíþjóð. Nefndin var skipuð árið 1950 af UNESCO (Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna). 1 rit- stjóm verksins eru fimm menn. Höfundar þess éru frá sex löndum og handritin hafa ver- ið lesin yfir af sérfróðum mönnum í öllum aðildarríkjum UNESCO. Fyrsta bindið, sem er ný- komið á markaðinn, fjallar um forsögu og upphaf menningar- innar. Það er samið af Jaqu- etta Hawkes og Sir Leonard Woolley, sem nú er látinn. 1 bindinu eru 920 lesmálssiður, 100 teikningar, 22 uppdrættir og 56 ljósmyndasíður. Hin fimm bindin munu fjalla um sögu mannkynsins fram á þennan dag og koma út á ár- unum 1964—’65. Verkið kemur út á spænsku, frönsku, ítölsku, þýzku, jápönsku, arabísku og fleiri tungum. 1 Bandaríkjun- um er verið að undirbúa ódýra „vasaútgáfu“. (Frá S. Þ.) Léttbáturinn Háski GK14 'k Scyðisfirði í gær. — 1 dag kom hér inn norskt skip með léttbát með utanborðsmótor og fann það bátinn á reki 100 sjómílur austur af Langanesi. Hann ber nafnið Háski GK 141/,. Síldarleitin sendi í dag út til- kynningu um þennan fund og kannaðist enginn við gripinn í flotanum, þegar síðast fréttist. — G. S. Fyrsta söltunarsíldin í ár veidd, sett í land og söltuð fv- -\<í-• <• ' - ■ : Þarna fékk Guðrún 600 tunnur í einu kasti og er efsta myndin tekin þcgar ver- ið var að háfa síldina um borð klukkan 10—11 um kvöldið. Fremst á myndinni sést Guðmundur Ólrttsson matsveinn sem margir kann- ast við, en hann sigraði t.d. á móti sjóstangaveiðimanna í fyrra. á laugardagsmorgunlnn. Var Halldór rétt á undan og á myndinni í miðið sést hann leggjast að bryggju, en hann var með 12-13 hundruð tunn- Þessar myndlr sendi Jónas Árnason rithöfundur Þjóðvilj- anum en hann tók þær í síð- ustu viku er hann fór á síld- veiðar frá Norðfirði á Guð- rúnu Þorkelsdóttur, en skip- stjóri á Guðrúnu er Þorsteinn Gíslason bróðir hins lands- kunna aflamanns Eggerts á Sigurpáli. Lagt var frá Norðfirði að- faranótt sl. fimmtudags og á föstudagskvöld var komið í flota Norðmanna og Islend- inga er hélt sig í hafinu urn 6—7 tíma siglingu norðaust- ur af Raufarhöfn. Talsverður hluti af sildinni úr báðum þessum bátum fór til söltunar og á neðstu mynd- inni sjást síldarstúlkurnar vera að skera fyrstu síldarnar sem saltaðar voru á Raufar- höfn og e.t.v. á öllu landinu á þessu sumri. Þetta eru því sögulegar myndir: fyrsta sölt- unarsíldin i ár veidd, sett i land og söltuð. Halldór Jónsson frá Ólafs- vík fékk ágætt kast þarna rétt hjá Guðrúnu og héldu bæði skipin til Raufarhafnar með aflann og komu þangað f Igl w ' ^ÉiÍS t MÉIIi ■ ? Éi*,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.