Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 6
* 0 SfÐA HÖÐVIUUOÍ Miðvikudagur 3, júlí 1963 Myndir frá landskeppninni í frjálsum iprótlum ■ © Þau urðu úrslit sjöundu landskeppninnar, sem ís- lendingar og Danir haja háö í frjálsum íþróttum, að útlendingarnir sigruöu meö miklum yfirburöum. Kom þessi sigur Dananna eng- um á óvart; allar spár fyrir landskeppnina voru á einn veg, aö íslendingar myndu aö þessu sinni ekki stand- ast dönsku íþróttamönnun- um snúning, enda þótt land- amir heföu í öll fyrri skiptin borið sigur úr být- um. Danir hafa sýnt miklar framfarir í frjálsum íþrótt- um síðustu árin og eiga nú margt efnilegra ungra í- þróttamanna seyn líklegir eru til góðra afreka á nœstu árum. Þessir ungu menn skipuðu að verulegu leyti dönsku landsliðssveitina. að þessu sinni, en með þeim voru líka eldri og reynd- ari kempur sem marga hildi hafa háð á íþrótta- leikvanginum um dagana• Islenzka liðið var einnig skipað að meirihluta til ungum og lítt reyndum mönnum, og úr þeim hópi eiga vafalaust eftir að spretta afréksmenn á sviði frjálsra íþrótta. Þrátt fyrir hinn mikla stigamun og yfirburði Dan- anna var landskeppnin all- skemmtileg á köflum. Hér á síðunni er. brugðið upp nokkrum svipmyndum frá keppninni á Laugardals- velli. IFyrsta grein landskeppn- • innar var 110 m. grinda- Waup og þar náði Valbjörn I»orláksson góðum árangrri, varð annar. Á myndinni sjást keppendur koma í mark. Frá vinstri: Siffurður Lárusson (4), G. Ilorstmann (3), Val- björn (2) og F. Niclscn (1). 2ÚIfar Teitsson langstökkv- » ari varð fyrstur til að tryggja íslendingum sigur í keppninni, stökk lengst 6,97 metra. 3Áður cn keppnin hófst í • fyrrakvöld skiptusj. fyrir- liðar sveitanna á b'ómum. Fyr_ irliði íslendinga, til hægri á myndinni, er Hallgrímur Jóns- son kringlukastari. 4KristIeifur Guðbjörnsson . er hörku keppnlsmaður og barðist sem hann mátti í 5000 metra hlaupinu. Fylgdi hann Dönunum fast eftir en varð að láta í minni pokann í lok h'aupsins. Á mynd|nmi sést Kristleifur að hlaupinu loknu. Lengst til vinstri sést einn Dananna rétta Kristleifi hönd, en aðrir á myndinnl eru Guð- mundur Hermannsson og Hall- dór Guðbjörnsson. bróðir Kristleifs. 5Kúluvarpararnir á verð- . launapallinum. Daninn Thorsager sigraði með miklum yflrburðum, Guðmundur Her- mannsson varð annar og Jón Pétursson þriðji. 6Þrír fyrstu koma að marki • í 5000 metra hlaupinu. Sig- urvegarlnn er Claus Börsen Danmörku, en landi hans Thyge Tögersen, hinn kunni langhlaupari (varð sjötti í maraþonhlaupjnu á olympíu- letkunum í ítóm) var nokkrum metrum á eftir og siðan kom Kristleifur Gnðbjðrnsson í maxfc. ' Á A-'k'j- '.. ' • > 'z* ■B'i y ■ ' v v C; - © Myndirnar tók Ari Kárason Ijósmyndari Þjóðviljans ©

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.