Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 10
Þær fljúga norður og austur EINA KVÖLDSTUND um síð- ustu helgi stóðu þrír hæru skotnir kaupsýslumenn á bar og sötruðu viskí virðulega í kvöldsólinni. Um barinn sveif hver bylgjan á fætur annarri af ljóshærðum beibídollum í bardottízku og gömul glóð kviknaði hjá gömlu mönn- unum og brann hægum eldi við þessa sýn. Fjórar ungar stúlkur komu að barborðinu og hæjuðu á þremennjngana og spruttu stuttar orðræður af þessum kynnum. Ein stúlkan lýsti því nefnilega yfir stutt og skorinort, að þær væru að kveðja reyk- vískt barlíf um stundarsakir ,,pg væru þær stallsystur að fljúga næsta dag norður á si'd. EINN AF þessum heiðurspiönn- um bráðnaði upp og fór að rifja upp æskuminningar, þegar hann var ungur og blankur á síld fyrir norð- an og í rósrauðu skýi þarna við barinn stigu fram kreppu. áramyndir af síldarstúlkum í léttum rykfrökkum með spæla og alpahúfur á ská á drengjakollum frá charleston. tímabilinu. Þetta voru e’sku- legustu stúlkur heimsins. Þá var ferðazt með göm'u Esj- unni vestur fyrir land og þetta voru langar reisur og hver þurfti að borga fyrir sig áður en komizt var i uppgripin á ísafirði. Hólma- vík Siglufirði eða Hjalteyri. DAG FARA þessir árlegu fólksflutningar fram með mik'um hraða á örfáum dög- um og þessa daga fljúga marg- ar flugvélar með síldarstúlk- ur til Siglufjarðar uw Akur- eyri, Raufarbafnar um Kóoa- sker og Seyðisfjarðar um Eg- ilsstaði. ÞAÐ ER mlkl’I ys og þys á Reykjavíkurflugvelli þessa daga og hver hópurinn leggur upp eftir annan með pokann og gitarinn. ÞÆR HORFA vonglaðar fram á hýru sumarsins og evu létt- ar í skaoi og bláturmildar og biða eftir ævintýrum sum- arsins. ÆFR-ferð „út í bláinn” í kvöld Hinar vinsælu kvpldferðir Æskulýðsfylkingarinnar i Rvík eru byrjaðar aftur. Fyrsta ferðin út í bláinn verður farin i kvöld kl. 8 frá Tjarnargötu 20. 1 bæinn verður komið aftur um miðnætti. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega og taka með sér gesti. ÖIlu ungu fólki heimil þátttaka. Nánari upplýsingar ■' skrifstofu Æ.F.R. Tjamargötu 20, simi 17513. í?SS^{5?5f5?ft¥í:ív í Heimsókn sænskra norrænufræðinga I kvöld er vænfcanlegur hingað til Reykjavíkur 16 manna hópur kennara og stúdenta í norrænum mál- um við háskólann í Gauta- oorg. Hópurinn kemur með leiguflugvél beint frá Gautaborg og mun dveljast hér á landi í þrjár vikur. Skoðaðir verða helztu sögu- og merkisstaðir sunnan-, vestan- og norðanlands. Verður fyrst farið um Suðurlandsundirlendið og allt upp að Stöng í Þjórsárdal og austur í Skaftafellssýslu, síðan upp í Borgarfjörð, um Snæfells- nes og Dali og þaðan norður í land allt austur í Mývatnssveit a. m.k. Að lokum verður dval- izt nokkra daga í Reykjavík. — Ferðaskrifstofa ríkisins hefur verið með í ráðum um skipu- lagningu ferðarinnar og annast margháttaða fyrirgreiðslu við út- vegun gistingarstaða o.fl. Venja er, að stúdentar í nor- rænum málum við sænska há- skóla fari árlega náms- og kynn- isferðir undir leiðsögn kennara sinna, oftast um Svíþjóð, en stundum til nágrannalandanna. Aðeins einu sinni áður hefur slík ferð verið gerð til Islands. þá einnig frá Gautaborg, en nú eru um 30 ár síðan. Prófessor Hjalmar Lindroth hafði forgöngu um þá ferð, en hann er m.a. kunnur fyrir ágæta bók, er hann skrifaði um Island (Island — motsatsemas ö) og út kom 1930 í tilefni af Alþingishátíðinni. Fyrir hópnum að þessu sinni er eftirmaður Lindroths, prófess- or Ture Johannisson, einn þeirra Framhald á 3. síðu. Myndirnar ★ Efri myndin er tekin i af- greiðslusal F.I á Reykjavíkur- flugvelli og bíður þarna einn hópurinn eftir flugvél til Eg- ilsstaða, Hafa stúlkurnar ráðið sig á síldarplönin Ilafaldan og Sunnuver á Seyðisfirði í sumar. 1 gær var fyrsta síldin söltuð á báðum þessum plön- um og hafa þær þcgar Ient í söltun. ★ Neðri myndin er af þremur reykvískum stúlkum á leið út í flugvélina til Egilsstaða. Svona líta þær blessaðar út í dag. Þær salta hjá Haföld- unni í sumar. (Ljósm. G.M.). Miðvikudagur 3. júlí 1963 — 28. árgangur 146. tölublaS Fundur mennta- málarábherranna hófst í gærdag I gærmorgun hófst í Háskólan- um fundur menntamálaráðherra Norðurlanda. Áttu ráðherramir fyrst stutt viðtal við blaðamenn en síðan setti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra Islands fundinn mcð ræðu. Síðan hófust fundarstörf í hátíðasal Háskól- ans. Á morgunfundi ráðherranna í gær voru rædd og afgreidd þrjú mál. Samþykkt var að koma á fót lýðháskóla í Kungalv í Sví- þjóð. Þá voru samþykktar starfs- reglur fyrir norrænan búsýslu- skóla og loks var rætt um nor- ræna húsið sem búið er að sam- þykkja að reisa á háskólalóðinni. Munu ríkisstjórnir allra Norður- landanna taka þátt i kostnaðin- um við bygginguna og hafa norska og danska ríkisstjórnin þegar veitt fé til framkvæmd- anna. Að loknum morgunfundinum sátu ráðherramir hádegisverðar- boð forseta Islands að Bessastöð- um en aðrir fulltrúar snæddu hádegisverð í Þjóðleikhúskjallar- anum. Síðdegis 1 gær hófst svo fundur að nýju og var þá rætt um norræna samvinnu á sviði menningarmála. — í gærkvöld höfðu sendiherrar Norðurlanda boð inni fyrir fulltrúa landa sinna. Umræður hefjast að nýju kl. 10 í dag en hádegisverður verður snæddur í Nausti. Síðdegis heldur fundurinn áfram en í kvöld hef- ur Gylfi Þ. Gíslason boð inni fyrir ráðherrana og aðra full- trúa. Á morgun verður farið í ferða- lag um Suðurland. Hádegisverð- ur snæddur á Þingvöllum en síðan ekið að Laugarvatni og Geysi en á heimleiðinni komið í Skálholt og Hveragerði. Kvöld- verðarboð verður í Skíðaskálan- um. er ákomin Seyðisfirði í gær. — Enski tog- arinn Dorade liggur hér ennþá og hefur trygging ekki verið sett fyrir skipið. Ensku sjómennirnir sóla sig og hvíla sín lúin bein. — G.S. Námskeið fyrir organista og söngstjóra í Skálholti Söngmálastjórj þjóðkirkjunnar Róbert A. Ottósson, ætlar að gangast fyrir námskeiði í Skál- holti fyrir kirkjuorganista og söngstjóra. Námskeiðið á að hefjast hinn 29. ágúst og standa til 5. sept. Þar verður íslenzkum organleikurum gefinn kostur á að afla sér víðtækari menntun- ar í því er lýtur að lítúrísk- um söng. sálmalagafræði og kór- stjórn auk sjálfs organleiksins. í þessu sambandi kemur til greina að stofna kirkjumúsik- deild við Tónskóla þjóðkirkjunn- ar í sambandi við Tónlistarskól- ann. Þar gætu framhaldsnem- endur verið við nám í 2—3 vet- ur og tekið þá sérstakt kantora- próf að náminu loknu. Þetta verður fyrsta námskeið. ið sem haldið er á vegum söng- málastjóra þjóðkirkjunnar fyrir kirkjuorganleikara og söng- stjóra, Aðalkennarar verða þeir Róbert A. Ottósson og Guðmund- ur Gíslason organleikari á Sel- fossi og formaður Kirkjukórasam bands Árnessýslu. Þátttakendur munu búa í biskupshúsinu í Skálholti, en hús- rými er þar nokkuð takmarkað og því vissara að sækja tíman- lega um. Deginum verður var- ið í erindahald. samsöng og helgiathafnir ýmiskonar. Nám- skeiðið verður setf fimmtudag- inn 29. september og stendur í rétta viku. Fulltrúar Stokkhólms í boði horgarstjórnar Reykjavíkur Fyrsta síldin B a Seyðisfirði — 1 nótt á Reyðar- Fimm fulltrúar frá borgar- stjórn Stokkhólmsborgar komu hingað í fyrrakvöld með Flugfé- lagi Islands. Eru þeir í boði borg- arstjórnar Reykjavíkur en full- trúar frá Reykjavíkurborg fóru í slíka kynnisferð til Stokkhólms í boði borgarstjórnarinnar þar sumarið 1961. Gestirnir frá Stokkhólmi eru þessir: Bengt Lind ritstjóri, ann- ar varaforseti borgarstjórnar, | Gösta Wennström, fyrrv. borgar- stjóri, varaformaður borgarráðs. frú Vera Söderström, borgarráðs- maður, Gunnar Dalgren, borgar- stjóri menntamála og Hans Calmfors, borgarritari. í gærmorgun kynntu gestirnir sér starfsemi Reykjavíkurborgar t. d. skipulagsmál borgarinnar og fóru í hringferð um borgina. 1 hádeginu í gær sátu þeir boð borgarráðs að Hótel Borg og fóru síðdegis til Bessastaða í boði for- seta íslands. 1 gærkvöld sátu þeir kvöldverðarboði félagsmálaráðh.: I dag er ráðgert að gestirnir kynni sér starfsemi Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, fari í heimsókn að Árbæ og síðan að Reykjum til að kynnast Hitaveitunni. Á fimmtudaginn skoða gestirn- ir skóla, barnaheimili og íþrótta- mannvirki og kynna sér starf- semi Heilsuverndarstöðvarinnar og um kvöldið sitja þeir þoð borgarstjómar Reykjavíkur í Sj álfstæðishúsinu. Á föstudaginn fara hinir sænsku gestir austur fyrir fjall. með viðkomu í Hveragerði og einnig verða virkjanirnar við Sog skoðaðar og síðan farið til Þing- valla. Skilnaðarveizla verður um kvöldið í Hótel Valhöll. Gestirnir halda heimleiðis á laugardagsmorgun. Seyðisfirði í gær. var góð síldveiði fjarðardýpi, 30 til 40 sjómílur I undan landi. Þar fengu 20 skip samtals 13 þús. mál síld- ar °S fjölgar óðum skipum á þessu veiðisvæði af norðaust- ursvæðinu, en þar var þoka í nótt. Fyrsta síldin var söltuð hér í dag og saltaði Sunnu- s ver 200 tunnur úr m.b. Þor- láki og Hafaldan 180 tunnur úr ™b' Dofra BA- Sfldin er misjöfn og helmingi kastað úr við söltun. Síldarbræðslan hefur tekið á móti 27 þús. málum og búin að bræða 15 þús. mál. 1 dag lönduðu þessi skip hjá bræðsl- unni: Leifur Eiríksson 350, Freyfaxi KE með 700, Þorlák- ur IS með 750 Dofri BA með 700, Gissur hvíti SF með 300. Erfitt er að eiga við sfldina á þessum miðurn og er hún stygg og mikill straumur enda mikið um búmköst í nótt. Mikið er af norskum skip- um fyrir utan Seyðisfjörð! — Gísli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.