Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 5
Hmmfudagur 4. íulí 1963 ÞIÓÐVILIINN ------------ " ..—-------------------------------stÐA 5 ! * I Verkamannafélagií Hlíf veitir til- raunaverksmiðju SÍS viðurkenningu i I ! Síðastliðinn fimjmtudag, hinn 27. júní, heimsótti stjórn Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði Tiirauna- verksmlðju Sjávarafurða- deildar SÍS við Hvaleyrar- braut og afhenti fyrirtækinu heiðursskjai frá félaginu, í viðurkenningarskyni fyrir vistlega og vel útbúna kaffi- stofu handa starfsfólkinu og þá tillitssemi við verkafólk verksmiðjunnar. sem Sjávar- afurðadeildin sýnlr með því að gera hana svo vel úrr garði. Mættir voru úr stjórn Hlif- ar Hermann Guðmundsson formaður félagsins, Hallgrim. ur Pétursson ritari, Sveinn Georgsson gjaldkeri og Helgi Kr. Guðmundsson meðstjórn- andi. Aðrir i stjóm Hlífar, sem ekki gátu verið viðstadd- ir, eru Ragnar Sigurðsson, Nokkrir starfsmeiin tiiraunaverksmiðju SlS í Hafnarfirði í hinni vistlegu kaffistofu fyrir- tækis ins. varaíormaður, Gunnar Guð- mundsson. vararitari og Reynir Guðmundsson með- stjómandi. Auk íorslöðuir.anng verk- smiðjunnar, Gylfa Sigurjóns- sonar sem og alls starfsfólks. ins. voru ejnnig viðstaddir Vaigarð J. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SÍS, Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri, formaður Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, Jón Arn- þórsson fulltrúi og fleiri gestir frá SÍS. Hermann Guðmundsson hafði orð fyrir stjórn ftílfár. Sagði hann meðal annars, að frá byrjun hafi barátta verka- mannafélaganna verið tví- þætt, annars vegar barátta fyrir hærra kaupi og hins vegar fyrir bættri aðstöðu á vinnustað. Þrjátíu ár væm síðan Hlíf gerði ^amnjnga um það. að kaffistofur væru á vinnustað, þótt hægt hefði gengið að fá þvi fram fylgt svo í lagi væri. Árið 1959 hefði svo sá siður verið upp tek- inn, að veita þeim fyrirtækj- um sérstaka viðurkenningu, sem bezt byggju að verka- fólkinu í þessum efnum og væri Tilraunaverksmiðjan fjórða fyrirtækið í Hafnar- íirði, sem hana hefði hlot- ið. Hin eru Fiskiðjuver bæj- arútgerðarinnar, íshús Hafn- ' arfjarðar og Oiíustöðin h.f. Sagði formaðurinn að stjómin liti ekki á þetta ein- göngu sem kjarabót. heldur einnig menningaratriði. Valgarð J. Ölafsson þakk- aði fyrir hönd Sambandsins og lýsti ánægju sinni yfir þeirri vinsemd, sem Verka- mannafélagið Hlíf sýni Til- raunaverksmiðjunni með þessu móti. Hjörtur Hjartar tók í sama streng og minntist á nauðsyn vinsamlegrar af- stöðu vinnuveitenda og verkamanna hvorra þil ann- arra og sagði að leiðtogar samvinnúhreyfingarinnar hefðu fullan skilning á þvi. að það eigi að búa vel að verkafólkinu. Siðan þágu gestirnir hinar ágætustu veitingar ásamt starfsfólkinu og að því búnú gengu þeir um verksmiðjuna og horfðu á vinnubrögð við að flaka reyktan ál og leggja hann í umbúðir til útflutn- ings. ! ! ! ! 830 þús. eintök af bókum Laxness útgefin í Sovét í lilefni þjóðhátíðardags ís- lendinga 17. júní var efnt til samkomu hinn 18. í Moskvu, í Húsi vináttu við framandi þjóðir., Aðalræðuna á samkomu þess- ari hélt Kuzma Ivanof, vara- rektor Moskvuháskóla og vara- formaður félagsíns „Sovétríkin- lsland“. I ræðu sinm benti Iv- anof m.a. á þann áhuga sem þjóðir Sovétríkjanna hefðu sýnt á menningu og list þjóðarinnar. sem byggir hið fjarlæga land. ísland. Kynni hefðu sovétþjóð- imar fengið á verkum Laxness. Stephans G. Stephanssonar o. fl. sem þýdd hefðu verið. Sagði Ivanof m.a. að athyglisvert væri að skáldverk Halldórs Kiljan Laxness hefðu nú verið gefin út í samtals 830 þúsund eintökum í Sovétríkjunum. Einn- ig minnti hann á íslenzku myndlistarsýninguna sem hald- in hefði verið í Moskvu í fe- brúarmánuði síðastliðnum. Haraldur Kröyer, sendiráðs- ritari við íslenzka sendiráðið í Moskvu. flutti einnig ræðu og lagði í henni áherzlu á hversu vopnaburður hefði verið fjarlægur íslenzkum hugsunar- hætti frá aldaöðli. Á samkomunni komu fram sovézkir tónlistarmenn, en bæk- ur eftir íslenzka höfunda í rússneskum þýðingum voru til sýnis í anddyri Vináttuhússins. Hermann Guðmundsson, for- >: ......... ........... maður Hlífar, flytur ávarp við ?SíjÉ2f:IB^:ÍÍÍStSÍ! afhendingu heiðursskjalsins. ij................... Bréf til Borgfirðinga Svo sem kunnugt er hafa á þessu landj löngum verið út- gefin rit margskonar um ætt- fræði og persónusögu. Hefur fámenni okkar verið lT-lin ein orsök þess að við höfum meiri áhuga á slíkum hlutum en ýmsir aðrir. Hin síðari ár hafa verið hvað ávaxtasömust um slíkar útgáfur. Er þau rit seint að telja, svo og Þá fræðimenn ágæta, er þar hafa lagt hönd að verki. Nú um skeið hefur sveigt til þess horfs að taldir væru í- búar ákveðinna byggðarlaga og ættir þeirra aftur til ein- hverra vissra áraskipta. og er bæði að jafnan verður að setja takmörk verki. sem og hitt. að á því hafa menn að öllu jöfnu mestan áhuga í þessum fræð- um, sem ekki er þeim órafjar- •lægt. Ætla mætti að ekki stæði það okkur Borgfirðingum f.jær en öðrum að vilia vita nokkur deilj á ættum okkar. Hitt er vitað að hér hefur enn ekki verið stutt að þessum verkefn- um af héraðsbúum almennt. svo sem bezt hefur verið gert annarsstaðár. I>ó höfum við átt og eigum þá menn er getu hafa til að sinna með fullum árangri fræðastörfum á þess- um vettvangi. og þurfum þar um engam =" öfunda. Er gott frá þvi að segja að vegna áhuga og eljusemi nokk- urra ágætra Borgfirðinga stendur hlutur okkar í þess- um efnum ekki verr en það að vel má duga til stórra hluta. ef ekki skortir samlnig og vilja til þess að veita braut- argengi góðu máli. Dregið hefur verið saman á síðustu áratugum geyrimikið efni um ættir í Borgarfirð- 0g ber til þeirrar söfnunar að nefna þrjá menn aiveg sérstak- lega, þó vafalaust hafi fleiri menn unnið að skráningu ætta á þessum slóðum. í stærri og smærri stíl. — Þessir þrír menn eru þeir: Aðalstein Haildórsson frá Litlu-Skógum i Stafholtstungum, Arj Gíslason frá Syðstu-Fossum í Andakíl og Guðmúndur Illugason frá skógum í Fiókadal. Um langt árabil hafa þessir menn lagt í þetta starf, bæði fé og fyr- irhöfn og varið til þess svo að segjn hverri stund, er þeir máttu af sjá frá nauðsynlegri hversdagsönn og brýnum skyldustcrfum. Það skai ekki gert í þessu spjalli að fjöl- yrða um óeigingjarnt starf þeirra, en hitt mætti liggja í augum uppi að skyldugt er nú þeirra samtímamönnum í Borgarfjarðarhéraði að leggja fram sinn hlut til mótvægis. Þessir þrír menn hafa unn- ið að þessum áhugamálum sínum af þeirri fyrirhyggju að frá upphafi höfðu þeir með sér visst samstarf, þannig að hver þeirra tók að sér ákveðinn hluta héraðsins tj] rannsókn- ar og skráningar. Ættaskráningu í Borgarfirði er því lengra komið en svo að hér megi niður falla áratuga starf, sökum deyfðar héraðs- búa sjálfra. — Því er nú uppi hreyfing um að fylgja þessu máli eftir jvo sem kostir gef- ast til. Það sem fyrir liggur til þess að út megi koma, áður en langir tímar liða. rit um ætt- ir . Borgfirðinga, er, eins og fyrr getur. árangurinn af rannsóknar- og söfnunarstarfi þeirra þriggja manna, sem hér að framan eru nafngreindir. sem og samþykki þeirra til þess að vinna að þessum mál- um unz áfanga er náð, það er: vinna að útkomu rits um ætt- ir Borgfirðinga. — Mætti vel vera að undir þá byggingu rynnu fleiri stoðir en nú er vitað um og hér kæmu tjl handtök fleiri manna en nokk- urn grunar. En það sem vantar til þess að náð verði slíku marki er augljóslega og einfaldlega fjár- hagslegur stuðningur frá hér- aðsbúum sjálfum og öllum vel- unnurum málsins, hvar og hverjjr sem eru. Ekkert verð- ur gert í máli sem þessu án þess að byggja því fjárhags- legan grundvöll. — Til þess þarf fyrst og fremst að mynda viðtæk og almenm samtök og er augljóst að því víðtækari og almennari sem þau eru, því léttara verður átak hvers og eins og auðveldari allur fram- gangur málsins. Við, sem setjum nöfn okkar undir þessi orð, höfum skrif- að þau til þess að vekja mál- ið. Býsna margt, þessu verk- efni viðkomandi er óumrætt og óákveðið. og hlýtur svo að verða þangað til þau samtök eru fyrir hendi, sem hér var drepið á. En það er trú okk- ar að þessu máli verði gott til liðsinnis og létt að veita því þann stuðning sem til þess þarf að það komist í höfn sem fyrst og sem bezt. Árni Helgason. Langáriossi Bjarni Backmann Daníel Brandsson Davíð Pétursson Einar Kristleifsson Einax Siprurðsson Friðjón Jónsson Grétar Ingimundarson Guðmundur Brynjólfsson Framhald á 6. síðu. KVIKMYNDIR Þriðja kvik- myndahátíðin í Moskvu Þriðja alþjóðlcga kvik- myndahátíðin, sem haldin er 4 - Moskvu,- verður- opnuð í kongresshöllinni í Kreml á sunnudaginn kemur, 7. júlí. Fimmtíu og þrjár þjóðir hafa tilkynnt þátttöku í há- tíð þessari og senda til henn- ar kvikmyndir. Sýndar verða rúmlega 35 leikmyndir fullr- ar lengdar og meira en 25 stuttar kvikmyndir, sem gerð- ar hafa verið í Evrópu (m.a. Frakklandi, Bretlandi, Itallu, Tékkósl., Búlgaríu, Júgó- slavíu og víðar), Asíu (Ind- landi, Kína, Mongólíu, Viet- nam og Indónesíu) Afríku (Arabíska sambandslýðveld- inu, Marokkó, Sómalíu, Tún- is og Tanganyika), Ameríku (Bándaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Chile og Kúbu) og Ástralíu. Auk kvikmyndanna, sem sendar hafa verið til samkeppninnar, verða margar aðrar sýndar á hátíðinni, m.a. mun Ösvaldur Knúdsen sýna myndir eftir sig þar eystra. Margar kvikmyndanna f jalla um atburði sem gerðust i síð- asta heimsstríði eða eru Joris Ivens tengdar baráttunni við liðs- sveitir fasista. Má þar nefna m.a. þessar: „Köld slóð' (norsk), „.....af því að við munum ekki fyrirgefa“ (tékk- nesk), „Kozara“ (júgóslav- nesk), „Drengirnir" (finnsk) „Árás“ (hollenzk), „Nakinn innan um úlfa“ (austur-þýzk og „Flóttinn mikli" (banda rísk). Af öðrum athyglisverðum kvikmyndum, sem sýndar verða á hátiðinni í Moskvu má nefna nýja mynd eftir hinn fræga ítalska kvikmynda . gerðarm. og leikstjóra Fell ini. Nefnist nýja myndin han „8V2“. Svíar senda til sam keppninnar „Ævintýrið um Nils Hólmgeirsson" og Frakk ar gamanmyndina „Aðdá andi“. Margir heimskunnir kvik myndagerðarmenn eiga sæti dómnefnd hátíðarinnar. Þeirra á meðal er Stanley Kramer hinn frægi bandaríski leik- stjóri, Rúmeninn Ion Popes cu-Gopo sem frægur er eink um fyrir teiknimyndir sínar Joris Ivens frá Hollandi sen er einn kunnasti höfundur heimildarkvikmynda sem nu er uppi, Kieshiko Ushihara frá Japan og Satjajit Ray fr Indlandi. Enn má nefna Bret ann Edgar Anstey, Italann Sergio Amidei sem samc tckurit myndc.rir.nar „Rccn opin borg“, franska leikar ann Jean Marais og sovézk leikstjórann Grigorí Súkhræ í hópi gestanna sem hátið- ina sækja er margt kunnra manna. Þarna verða m. leikaramir Edwárd Robin son, Danny Kay, Tony Curtis Natalie Wood, Charlton Hest on, Simone Signoret, Yves Montand, Marcello Mastroi anni, Claudia Cardinale o Sophia Loren, svo að aðein séu nefnd fáein nöfn kunn ustu leikaranna og leikkvenn anna frá Bretlandi, Banda ríkjunum, Frakklandi og ítal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.