Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 8
g SfÐA HÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1963 hamingjusöm það sem þú átt eftir ólifað“. „En þú ert ekki sérlega hrif- in af því?“ „En góða Gamet mín“, sagði Florinda með haegð. „Ég vil ekki skipta mér af þínum mál- efnum. En við John erum tölu- vert lík. Við höfum bæði lifað lífinu ein á þann hátt sem þú getur ekki skilið, og það er erfitt að venja sig af þv£. Ég er bara að velta fyrir mér, hvort hann geti opnað sig fyrir nokk- urri manneskju". Gamet íhugaði þetta. Hún spurði: „Er það þess vegna sem hann er svona lengi í burtu? Vegna þess að hann er óvanur því að einhver hafi áhyggjur af honum og sakni hans, og hann skilji því ekki að ég sé óróleg núna?“ „Já, ég býst við því. John er að sinna eigin viðskipta- málum og hann athugar hreint ekki neitt að þú bíður hér neðra í ofv-æni. Og þegar hann birtist, segir hann áreiðanlega: „En við hvað varstu eiginlega hrædd? Ég sagðist ætla að koma og hér er ég.“ „Heldurðu að hann verði alltaf svona?“ „Því get ég ekki svarað", sagði Florinda. „En maður sem alltaf hefur vanizt því að fara eigin götur, á erfitt með að breyta sér. Þetta verður þér aldrei að skapi. Þú getur kom- ið til móts við hann að hálfu, en þú átt ekki að vera nein gufa“. „John myndi ekki vilja mig, ef ég væri það“, svaraði Gamet. Hárareiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINH og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h (lyfta) Sími 24616 P E R M A Garðsenda 21, stmi 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra haefi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662- HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — „Nei, hann myndi ekki vilja þig ef þú værir gufa, en hann gæti vel lumbrað á þér vegna þess að þú ert það ekki“. Þær töluðu ekki meira um þetta. En þegar Gamet reis á fætur til að fara inn til sín, brosti Florindaogsagði: „Kannski gerí ég John rangt til, vina mín. Það vona ég sannarlega". Næsta morgun fóm þær til Abbotts til að líta á efni í vorföt. Veðrið var dásamlegt. Anis- og sinnepsblóm strukust við pilsfald þeirra á leiðinni. Florinda sagði, að þær skyldu tína fáein blöð á heimleiðinni til að hafa með matnum, og Gamet hugsaði til þess með sting í hjarta, að það hafði verið John sem kenndi henni að sjóða þessar villtu jurtir. Þær komu til Abbotts. Hann heilsaði þeim hjartanlega og kallaði til Collins að sýna stúlk- unum fallegu bómullarefnin sem hann hefði tekið frá handa þeim. Meðan Collins vafði of- anaf efnisströngum, spurði Abb- ott hvort þær hefðu heyrt nýj- ustu fréttirnar. Hjá honum höfðu rétt áðan verið nokkrir hermenn og þeir höfðu sagt honum frá veslings Frémont of- úrsta7*T5áð 'VSr'" atíma'*!S5tandið. Abbott sagði að sér hefði allt- af líkað vel við Frémont. Pilt- arnir- höfðu- sagt-.honum að. Fré- mont hefði verið stefnt fyrir herrétt fyrjr uppreisn og ó- hlýðni. Hann hefði verið fund- inn sekur og verið rekinn úr hemum. En Polk forseti hafði — tja, hvemig var það nú orðað? — staðfest dóminn. en náðað hann. Ef til vill vildi forsetinn með því viðurkenna hið mikla starf sem Frémont hafði unnið sem landkönnuður. En þetta var alltof sorglegt samt. Abbott hristi höfuðið hryggur í bragði. Garnet vorkenndi Frémont, en þessa stundina hafði hún meiri áhuga á eigin vanda- málum en annarra. Hún spurði Abbott hvort nokkuð hefði frétzt frá San Francisco. Abb- ott strauk sér um skallann og hugsaði sig um. Það hafði lítið borizt af fréttum uPP á sið- kastið sagði hann veðrið hafði verið svq slæmt, eins og þær vissu. En hann vildi ekki við- urkenna að hann hefði engar fréttir að segja fyrst hann var spurður, svo að hann fór að tala um San Francisco. Fínn bær það, sagði hann, bandrísk- ur bær og óx stöðugt. fólk flykktist þangað frá Oregon og víðar að. Þar voru gistihús og dagblöð og nú var verið að byggja barnaskóla. Þar var sæg- ur af börnum. Fjórir karlmenn á móti hverri stúlku. svo að þar voru trúlega engar pipar- meyjar og fólkinu fjölgaði. án þess að hjálp frá Oregon kæmi til. Abbott hló að eigín fyndni. Gamet hló líka, en það vom ekki þess konar fréttir sem hún hafði vonazt eftir. Abbotf barði feitum hnefunum ; búðar- borðið. — Nei, hvað sé ég, hrópaði hann með innileik. —• Komið inn, herra minn! Gamet og Florinda sneru sér við og þama stóð Fagri Risi. Garnet fékk hjartslátt þegar hún sá Risann, ef til vill kom hann með fréttir af John. En fyrstu mínúturnar fékk hún ekkert tækifæri til að spyrja honn. Allir þurftu að heþsa honum í eiinu, Abbott og Flor- inda og Collins og innfæddur ranchóetgandi, sem kominn var til að tala um húðasölu. Risinn sagðist hafa komið nóttina áð- ur til þess að kveðja vimi sína í Los Angeles, því að nú væri ferðinni heitið norður á bóginn til að fara um borð í skipið. Hann hafði verið svo óhreinn og illa til reika að hann hafði ekki getað látið nokkurn mann sjá sig. svo að hann hafði far- ið beint til vinar sins, senors Cereceda, þar sem hann gisti oft þegar hann var í bænum. Þar hafði hann þvegið sér og sofið smástund og hið fyrsta sem hann gerði þegar hann vaknaði var að líta inn í veit- ingstofuna. José hafði sagt hon- um að stúlkumar væru hjá Abbott, og hingað var hann nú kominn. Og þær urðu fallegri með hverjum degi, var ekki svo, herra Abbott? Auðvitað var hann sammála og Abbott pantaði vín og Coll- ins kom með krúsir. Abbott á- vítaði Florindu rétt einu sinni fyrir að vilja ekki drekka. en hún hló og sagði að það væri leitt til þess að vita. en vín hefði óþægileg áhrif á melting- una i henni. Þau hin skáluðu við Risann og óskuðu honum góðrar ferðar til Pétursborgar. í glasaglaumnum notaði Risinn tækifærið og spurði Garnetu: „Hvar er John? Garriet fékk kökk í hálsinn. — „Ég veit ekki hvar hann er, Risi,“ sagði hún. „Ég hélt að þú gætir sagt mér það.“ Risinn hristi höfuðið undrandi. „Nei, ég hef ekki séð hann. Ég var á ranchóinu mínu. Á leið- inni hngað fór ég framhjá Tor- osa, en þar höfðu þer ekki heyrt frá honum, svo að ég hélt að hann væri í Los Angeles til að gifta sig. Hefurðu ekki fengið neitt bréf?“ „Bara eitt í janúar, þar sem hann sagðist vera kominn til San Francisco." Risinn varð hissa, en hann brosti uppörvandi til hennar. „Það er erfitt að komast leiðar sinnar á regntímanum." Garnet svaraði ekki. Hún var orðin þreytt á að heyra þetta. Nú var kominn apríl og hún gat ekki skilið að veðrið gæti heft för Johns svo lengi. Ekki ef hann kærði sig um að komast. Florinda greip um höndina á Garnetu og breytti um umræðu- efni með því að spyrja Risann um allt það sem hann hefði þurft að gera áður en hann færj af stað. Risinn sagði þeim að hann hefði sett bústjóra yfir ranchóið sitt, duglegan kana, nýkominn frá Oregon. Nú fékkst ekki leng- ur ókeypis land hjá mexíkönun- um. Fólk sem fluttist til landsins vildi gjaman fá vinnu á þeim ranchóum sem til voru. Risinn hafði með sér skjöl, sem hann ætlaði að geyma hjá bandaríska alcaldanum, Foster. 1 þeim stóð að eignir hans ættu að ganga til Johns, ef hann væri sjálfur ekki komjnn aftur frá Rússlandi innan tíu ára. „Tíu ára!“ hróp- uðu þau hvert upp í annað. Risinn brosti og yppti öxlum. Rússneski sarinn sendi ekki skip til Kaliforníu á hverju ári, sagði hann, síður en svo. Og þegar skip var loks lagt af stað, tók ferðin óratíma. Að minnsta kosti eitt j ár, ef til vill hálft annað. „Hve langt verðurðu að fara til að komast til St. Pétursborg- ] ar?“ spurði Florinda. „Kannski tíu þúsund mflur,“ | svaraði Risinn. „Kannski meira, kannski minna, ég veit það ekki.“ Florinda blístraði. „Hvemig J kemstu þangað, Risi?“ „Við förum suður fyrir Ame- I ríku. Síðan upp Atlantshafið og inn í Norðursjó og Eystrasalt." „Hvar er það?“ „Það veit ég ekki,“ sagði Ris- inn hinn rólegasti. „Skipstjórinn sagði mér allt þetta. Ég hef sjálf- sagt farið sömu höfin þegar ég kom hingað, en ég vissi ekki hvað þau hétu.“ „En heldurðu að þú deyir ekki úr skyrbjúg?" spurði hún. „Það held ég varla. Ég komst hingað án þess að deyja úr skyr- bjúg.“ ,,En ertu ekki hræddur um —“ Hún þagnaði. Hann brosti til hennar. „Að komast ekki alla leið? Auðvitað getur það komið fyrir. En ég komst hingað einu sinni." „Þú ert býsna rólegur yfir öllu þessu,“ sagði hún með aðdáun. „Ég hef þráð þetta svo lengi. Ég hefði aldrei getað orðið ham- ingjusamur ef ég hefði ekki fengið að sjá Rússland aftur. Og þá er tilgangslaust að vera hræddur?“ Hann brosti til þeirra allra og sagði aftur við Florindu: „Jæja nú verð ég að fara og tala við Foster en ef þið bjóðið mér í kvöldmatinn þá kem ég.“ „Þú ert boðinn," sagði Flor- inda. Risinn veifaði til þeirra með hattinum um leið og hann fór. Florinda gekk aftur að búðar- borðinu. „Já, svo var það efnið, Ég ætla að taka þetta blóm- mynztraða og þetta hvíta með litlu, grænu hríslunum, Eru tií nokkrir stórir hvítir hnappar?“ Garnet keypti líka bómullar- efnj, en án alls áhuga. Hún var að hugsa um John. Hún var líka að hugsa um hversu mjög hún myndi sakna Risans. Skyldi hann kunna við sig í Péturs- borg? Gleðin við kvöldborðið var því býana tregablömdin. IÞau voru öll að velta fyrir gér, hvort þau myndu oftar eiga eftir að hittast á þennan hátt. Þegar Garnet og Florinda fóru iQks upp á loftið, sagði Florinda: — Garnet, ég held að þessi óheflaði Rússi sé indælasti og bezti maður sem ég hef þekkt á ævinni. Ef þeir verða ekki góðir við hann í St. Pétursborg — Hún þagnaði og yppti öxlum. Ef þeir yrðu ekki góðir við hann í Pétursborg, þá gæti hún víst harla lítið gert við því. Isabel hafði borið upp hlaða af þvotti. Þegar Gamet gekk frá þvottinum, fann hún millipils sem Florinda átti, og hún fór með það inn til hennar. Flor- inda sat á gólfinu fyrir fram- an kistuna og rótaði í skarf- gripunum sínum. Þegar Gamet kom inn. sagði hún; S KOTTA Ef þú ætlar að eiga þennan skrjóð áfram, þá legg ég til, að þú eignist þinn eigin oliubrunn. Fyrirliggjandi: Asbestpípur 30 cm þvermál Hentugar íyrir sorprennur. Marz Trading Co. h.f. Klapparstíg 20. — Sími 17373. OCíiOij, SVi >hii' APASKINNSJAKKAR POPLÍNJAKKAR HELAMCA-SÍÐBUXUR PILS BLÚSSUR SPORTVESTI REGNKAPUR KÁPUR KJÖLAR DRAGTIR Mikið úrval. Verðið hagkvæmt. Sendum í póstkröíu um land allt. TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN Rauðarárstíg 1. — Sími 15077. Rílastæði við búðina. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá og meö 15. júlí til 6. ágúst. SOLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Þú vilt fá kauphækkun, Ég hef verið fimm ár sölu- Andrés frændi. Sannfærðu maður hjá þér og það er mig á fimm mínútum. orðið dýrara að lifa nú en þá. Tvær mínútur liðnar. Fæ ég þá kauphækkun, Skröggur frændi? Nei, — þú ert enginn sölumaður. Set þig í gólfþvott á morgun. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 *S«"Im^B]ÖRNSSON A CO. BOX158Í Sími 24204 REYKJAVlK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.