Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1963, Blaðsíða 10
ímyndunaraflið í hættu! ★ Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, er gæddur mjög riku ímyndunarafli og eins og kunugt er hefur þetta öðru frcmur gert ráðherranum kleift, að breyta stöðugt um skoðanir og segja eitt í dag og annað á morgun í hvaða málí sem er. ★ Ef dæma má eftir ræðu þeirri, sem Gylfi flutti við setningu ráðstefnu mennta- málaráðhcrra Norðurlanda í Háskólanum í fyrradag, virð- ist hann haldinn þungum á- hyggjum um að sér taki að förlast á þessu sviði, — eða þá að forustumenn annarra smáþjóða séu ekki jafn leiknir í þessari list og hann, — en ráðherrann komst þar að þeirri spaklegu niðurstöðu, að helztu vandamál okkar tíma væru þau, að ímyndunarafl- ið væri í hættu (!) og komst hann svo að orði um þetta mikla vandamál: „Mér finnst, að skynsemi og hagkvæmni sé búin að þoka ímyndunar- afli og innblæstri alltof langt til hliðar. 1 sannleika sagt finnst mér, að meginvandi okkar tíma sé í því fólginn, að ímyndunaraflið sem skap- andi máttur sé í hættu“. ★ Fiestir munu hins vegar sammála um, að þessi um- mæli Gylfa Þ. Gíslasonar lýsi svo miklu ímyndunarafli, að ekki þurfi svo mjög að óttast um að það sé í bráðri hættu meðan hans nýtur við. Hitt er svo spuming, sem menn kunna að velta fyrir sér, hvort ímyndunarafl ráðherr- ans sé ekki að komast á það stig, sem nefnt er ímyndun- arvciki. Og ef til vill er það einmitt sú hætta, sem ráð- herrann tæpir sjálfur á í ræðu sinni. Fimmtudagur 4. júlí 1963 — 22. árgangur — 15. tölublað. Tvö veiiisvæði á síldarmiðunum Tillit tekið til 7,5% kauphækk ananna i r r r Eins og frá er sagt á forsíðu felldi Kjaradómur úrskurð Sinn í gær um laun opinberra starfsmanna og er launa- stiginn birtur á 2. síðu. Blaðið hefur hins vegar áður birt launakröfur þær er BSRB setti fram, svo og gagntil- boð ríkisstjórnarinnar og verður það ekki endurtekið hér. Við ákvörðun launastigans tók Kjaradómur tillit til þeirrar 7,5% launahækkunar sem margir hópar launþega hafa nýverið fengið. BSRB hafði hinsvegar gert kröfu til þess að sú hækkun yrði ekki tekin með við ákvörðun dómsins heldur yrði henni bætt ofan á launastiga þann sem Kjaradómur ákvæði. f forsendu fyrir úrskurði sín- um segir Kjaradómur m.a. svo: „Varðandi upphæð fastra launa eru báðir aðilar sammála um, að nauðsyn beri til að auka launamismun milli flokka til að tryggja, að ríkið eigi kost hæfra starfsmanna og sé um það sam- keppnisfært við einkareksturinn. Dómurinn er þeirrar skoðunar, að nauðsyn sé verulegrar hækk- unar á launum ríkisstarfsmanna, ef leiðrétta á það misræmi, sem orðið er og tryggja þeim viðun- andi launakjör með tilliti til þeirra launþega, er vinna sam- bærileg störf hjá einkaaðilum. Þessi launahækkun hlýtur að verða mest 1 efri flokkunum bæði vegna samanburðar við launakjör í einkarekstri og þeirra mennt- unar og ábyrgðar, sem störf i þessum flokkum krefjast. Við ákvörðun launa ríkisstarfs- manna hefur Kjaradómur haft til hliðsjónar launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningum, þ. á. m. þær breytingar, sem almennt hafa orðið á þeim nú nýverið, er margir hópar launþega fengu hækkuð laun sín um 7.5%. Varð- andi samræmingu kjara ríkis- starfsmanna og annarra laun- þega hefur dómurinn einnig litið til þess, að atvinnuöryggi ríkis- starfsmanna er meira en laun- þega í einkarekstri, og þeir njóta auk þess ýmissa réttinda og hlunninda umfram aðra laun- þega. Samræming sú á launum ríkisstarfsmanna og annarra, sem að er stefnt, takmarkast einnig að nokkru af þeirri launa- flokkun, sem liggur dóminum til grundvallar, en hún bindur að verulegu leyti launahlutföllin á milli einstakra starfshópa. Á móti þeirri leiðréttingu, sem dómurinn telur nauðsynlega og réttláta á launakjörum ríkis- starfsmanna, hefur hann reynt að meta áhrif hennar á afkomu þjóðarbúsins, þ. á m. á fjárhag ríkissjóðs. Er í þessu sambandi rétt að benda á, að á móti hækk- un fastra launa virðist geta kom- ið verulegur sparnaður útgjalda með niðurfellingu annarra greiðslna, hagkvæmari rekstri vegna betri aðstöðu til að fá hæft starfslið og með fastari fram- kvæmd um skipun manna í launaflokka. Að því er varðar þriðja flokk viðfangsefna dómsins, vinnutíma. laun fyrir yfirvinnu og önnur starfskjör, hefur dómurinn tal- ið rétt að líta fyrst til þeirra reglna, sem um þetta hafa gilt til þessa. Þó hefur hann ákveðið ýmsar breytingar starfsmörmum til hagsbóta og hefur þá einkum verið stefnt að því að leiðrétta misræmi og koma á réttlátari oe hagfelldari skipan í ýmsum efn- um en verið hefur.“ Helztu ákvæði Kjaradóms um vinnutíma starfsmanna ríkisins eru svohljóðandi: „Vikulegur starfstími starfs- manna ríkisins, sem hin föstu Framhald á 4. síðu. Fínt vari það að vera Þeir lögðu sig alla fram í ráðuneytinu við undirbún- ing á fundi menntamála- ráðherra Norðurlandanna og um spamað á almanna- fé var ekkert (eða lítið) hugsað, að sjálfsögðu. Eitt pínulítið dæmi: Ráðherrafundurinn var haldinn í hátíðasal háskól- ans. Stólamir í salnum þóttu á engan hátt sæmandi og voru fjarlægðir, en á- kveðið að útvega betri sæti. Sent var eftir flottustu stól- unum úr samkvæmishúsinu Lídó, en þegar þeim hafði verið raðað við borð í há- tíðasalnum voru þeir líka taldir ónothæfir. Nú voru sóttir rauðklæddir stólar í Hótel Sögu og þeim raðað í hátíðasalinn. En eitthvað skorti enn á samræmið — og var sá vandi leystur með því að ryðja hátiðasalinn enn og leggja fimastórt rauðleitt flosteppi á gólfið. Síðan var Sögu-stólunum aftur raðað snyrtilega við borðin. Og nú gátu ráðherrarnir hafið fundarstörf. Fyrsta söltunin ó Seyðisfírði ★ Héma eru myndlr af fyrstu söltuninni á Seyðisfirði einn sól- : skinsmorgun i öndverðri vikunni og eru teknar á planinu hjá ''aföldunni, en þar voru saitaðar 180 tunnur í þessari fyrstu Iotu. ! Þessi síld veiddist á Rcyðarfjarðardýpi og er mikið úrkast viö ii n frá þessu veiðisvæði. Stúlkurnar sýnast býsna vanar. jC&ÍSsxn. G. S.). ■■■■■■naaaaaBBBBBBBaBaaaaa.aBBBBaHBaBBaaBaaaal Tvö veiðisvæði voru á síldarmiðunum síðastliðinn sólarhring, annað 50 til 70 sjómílur norðaustur frá Raufarhöfn og reyndist afl- inn þar um 14 þús. mál og tunnur og hitt á Reyðar- fjarðardýpi, en þar veiddust um 6 þús. mál og tunnur. Fengu 20 skip þennan afla og losuðu hann á Raufar- höfn, Húsavík og Ólafsfirði af fyrrnefnda svæðinu, en fyrir austan á Seyðisfirði og Neskaupstað. Góð söltunarsíld veiddist á no:rðaustursvæðinu og var saltað af fullum krafti á stöðunum fyr- ir norða,n, en sérstaklega á Raufarhöfn og vinna þar nú Á fundi borgarráðs í fyrradag voru samþykktar tillögur lóða- nefndar um úthlutun bygginga- lóða fyrir íbúðarhús sem hér segir: Lóðir fyrir fjölbýlishús: Haleitisbraut 41—43, nr. 41 Öskar & Bragi sf., Reykjavík, nr. 43 Byggingafélagið blokk hf., Reykjavík. Háaleitisbraut 105—107, nr. 105 Sigurbergur Þorgeirsson húsasmíðameistari, Bollagötu 16, nr. 107 Kristján Ö. Kristjáns- son og Ásgeir Sigurðsson, Rauða- læk 27. Háaleitisbraut 117—119, nr. 117 M. Oddson hf., nr. 119 Ing- ólfur Isebam, Drápuhlíð 46. Fellsmúli 5—7, nr. 5 Baldur Bergsteinsson múrari, Bogahlíð 26, nr. 7 Hermann Helgason sf., Bogahlíð 17. Fellsmúi 6—8, nr. 6 Ármann Guðmundsson húsasmiður, Grett- isgötu 56A, nr. 8 Ölafur Pálsson húsasmiður, Drápuhlíð 9 og Kristófer Guðleifsson trésmiður, Kárastig 14. Fellsmúli 13—15, nr. 13 Am- ljótur Guðmundsson húsasmíða- meistari, Grundarstíg 12, Stein- grímur Th. Þorleifsson bygginga- fræðingur, Háteigsvegi 50, Úlfar Gunnar Jónsson húsasmiður, Hæðargarði 38 og Guðmundur Ásmundsson bifreiðastjóri, Snorrabaut 30, nr. 15 Hjálmar Styrkársson, Njálsgötu 62 og Sveinn Guðmundsson trésmíða- meistari, Hæðargarði 80. Þetta verða allt fjögurra hæða fjölbýlishús, 8 íbúðir í hverju hús númeri eða 16 íbúðir í blokk. Lóðir fyrir einbýlishús: Ásendi 3, Kristinn Gunnars- allir, sem vettlingi geta valdið Þá var einnig saltað á Seyð- isfirði og Neskaupstað í gær, en mikið úrkast er við söltun á þessum stöðum. Þessi skip fengu afla síðastlið- inn sólarhring: Pétur Sigurðs- son 100, Héðinn 100, Stígandi 100, Jón Jónsson 250, Bára 600, Þorbjörn 400, Ólafur Magnússon EA 1300, Vonin 500, Sigurpáll 600, Guðrún Þorkelsdóttir 1700, Fagriklettur 450, Huginn 400, Bjarmi 600, Garðar 450, Mummi frá Flateyri 200, Fram 850, Svanur RiE 300, Vörður 200, Erlingur III. 200. Hrönm II. 400, Héðinn 1400, Kópur 1450. Sig- urvon 550. Valafell 200, Gissur hvíti 500. Dalaröst 500, Arnames 500, Vigfús Bergmann 500, Bragi 500, Gunnar 1100, Ingiber Ólafs- son 400, Akurey 400, Leifur Ei- ríksson 350. Víkingur II 100, Mánatindur 60, Grótta 400. Guð- björg 200. Einar Hálfdáns 200 og Svanur ÍS 200. Lóðum undir 108 íbúðir úthlutað son, Steinagerði 5. Ásendi 7, Guðni Baldur Ingi- mundarson, Langholtsvegi 96. Ásendi 9, Baldur Rafn Ólafsson, Efstasundi 72. Ásendi 11, Jónas Grétar Sig- Framhald á 4. síðu. Fundur landlækns Norðurlandanna haldin í Reykjavík Dagana 4.—7. þ.m. verður fundur landlækna Norðurland- anna haldinn í Reykjavík. Hafa slíkir fundir undanfarið verið haldnir árlega, en aldrei fyrr hér á landi. Erlendu fulltrúarnir, sem hing- að munu koma til að sitja þenn- an fund eru sem hér segir: Frá Danmörku: Medidnaldi- rektþr Ester Ammundsen, Kont- orchef cand. jur. A. Skovgaard. Frá Finnlandi: Generaldirekt- 0r Niilo Pesonen, Medicialrád Vartiainen. Frá Noregi: Helsedirektþr ICarl Evang. Frá Svíþjóð: Generaldirektdr Arthur Engel, Medicinalrád K. E. Linder. Af Islands hálfu mun Sigurð- ur Sigurðsson landlæknir sitja fundinn auk nokkurra annarra fulltrúa heilbrigðismála hér. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hæsta’úttar að Lindargötu og hefst kl. 10 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.