Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILIINN Töstudagur 5. júlí 1953 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþ.iófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Kfaramál opinberra starfsmanna 17’ jaradómur hefur nú fellt úrskurð sinn um launa- kjör opinberra starfsmanna, en eins og eðli- legt er hefur þessa úrskurðar verið beðið með mik- illi óþreyju. Opinberir starfsmenn eru í heild orðn- ir geysifjölmenn stétt, þótt þeir skiptist í marga og mismunandi starfshópa innbyrðis. En allir vinna þessir hópar í þágu þjóðfélagsheildarinnar hver á sína vísu; störf þeirra gera hins vegar mjög mis- jafnar kröfur til menntunar og sérhæfingar, sem æ meira tillíf er tekið til í nútíma þjóðfélagi. Mik- illar óánægju hefur gætt hér á landi að undan- fömu yfir því, að ekki hefur verið nægilegt tillit tekið til þessara a'triða, en það hefur sem kunn- ugt er beinlínis orðið til þess, að ýmsir hæfustu starfskraftar, sem þjóðin hefur átt völ á, hafa neyðst til þess að hverfa úr landi og leita sér betri lífsskilyrða annars staðar. f»að er því tvímælalaust eitt þýðingarmesta atriðið * í úrskurði Kjaradóms, að lautiaflpkkum yar fjölgað nokkuð, en það gerir einmitt kleift að taka tillit til menntunar, ábyrgðar og sérhæfingar í starfi. Einnig er mikils verf*^'<‘KjamHomúríhh"’ féllst á kröfur opinberra starfsmanna um fimm launahækkanir ofan á byrjunarlaun eftir starfs^ aldri. í þessum tveimur atriðum er fólgin sú meg- instefna, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur barizt fyrir undanfarið og nú hefur hlotið staðfestingu Kjaradóms. Nokkur lagfæring fékkst einnig á vinnutíma og öðrum starfskjörum, enda þótt þar sé hvergi nærri gengið nægilega langt 'til móts við óskir opinberra starfsmanna. Vaxandi starfsskipting og sérhæfing, sem er einkennandi fyrir nútíma þjóðfélag á svo að segja öllum svið- um, gerir það nauðsynlegf að búa vel að mönnum í þessum efhum, þar eð það er forsenda þess að þeir geti fylgzt með þeirri þróun og framförum, sem verður á eigin starfssviði. Og það er einnig grundvöllur hagnýtra vinnubragða og þeirrar vinnuhagræðingar, sem svo oft er rætt um nú á dögum. Sjálfur úrskurðurinn um kaup opinberra star'fs- manna er einnig veruleg kjarabóí, miðað við það ástand, sem áður var hér í þeim efnum, og ber að fagna því. En hins ber þó að gæta, að á þessu sviði höfum við dregizt svo mjög aftur úr, að ástandið í launamálum opinberra starfsmanna var orðið með öllu óþolandi. Við hljótum að keppa að því, að launamálum opinberra starfsmanna sé þannig háttað, að þessi mikilvægu störf séu eft- irsóknarværð, svo að ávallt sé þar völ hinna beztu starfskrafta, sem unnt er að fá. Þessi fyrsti Kjara- dómur er áfangi á þeirri leið og skapar grundvöll til þess að vinna að kjarabótum opinberra sfarfs- manna i framtíðinni, eftir þeirri meginstefnu, sem hin ötula forysta BSRB hefur mótað á und- anförnum árum og nú leitt fram til sigurs, þar sem Kjaradómur hefur í aðalatriðum staðfest þá stefnu. — b. i Með 67. gr. gjldandi umíérð- arlaga var fébótaábyrgð vegna tjóns af völdum skráningar- skylds ökutækis í nótkun breytt í algera (objektiva) á- byrgð. þannig að slys eða t.ión var bótaskylt, enda þótt það yrði ekki rakið til bi’.unar eðá galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Þesíi regia svo og framkvæmd eldri ákvæða um sama efni, er byggð á þvi, að notkun vélknúinna ökutækja hafi í för með sér svo mikla hættu á slysum eða t.ióni að vikja beri frá almennum bóta- reglum til þess að tryggja hagsmuni annarra, sem haétta er tmin af notkun þessara tækja. Þessi ábyrgðarregla er hins- vegar ekki látin ná til árekstra bifreiða, því að þá skiptist tjónið að tiltölu við sök þeirra. sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum, sbr. 68. gr. umfl. þar sem hættuleg tæki eru báðum megin, þykja ekki sömu ástæður til þess að víkja frá almennum bótaregl- um. Umferðalög og athuga- semdir við frumvarp að þeim minnast ekki sérstaklega á tjón sem verður af völdum stein- kasts á ökutækjum í notkun, er komast í námunda við hvort annað, en þau eru alþekkt fyr- irbæri hér á landi. Þar sem bein ákvæði um- ferðalaga, athugasemdir við frumvarp að þeim eða aðrar fé- bótareglur leiða eigi til annars verður að telja eðlilegast áö heimfæra það tjón. sem mái þetta er risið af. undir 67. gr. umferðalaganna, enda virðist sú niðurstaða í samræmi við anda laganna og þróun í löggjöf þeirra landa, sem höfð var til fyrirmyndar við samningu lag- anna. Samkvæmt framansögðu ber því að leggja fulla fébótaábyrgð á stefndu vegna tjónsins. sbr. 1. mgr., 69. gr„ 30. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 74. gr. umferðalaganna nr. 26 frá 1958. Málið fluttu fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar, Páll S. Pálsson, hrl. vegna Eggerts Karlssonar, bifreiðastjóra og Guðmundur Ásmundsson. hrl. vegna Sam- vinnutrygginga. Hús er risið, — rætast vonir, rennt að bjartri óskaströnd. Hús er risið, — æskan á hér óðalsbyggð og draumalönd. Gott er að hærur gráar þrái gullíð haf og bláa strönd. En munið samt að æskan á þar, óðalsbyggð og draumalönd. Aðilar eru sammála um málsatvik og að hvorugum þeirra verði gefið tjónið að sök. Stefnukrafan saetir heldur eigi andmælum. Stefnandi reisir bótakröfu sína á hendur stefndum á þvi ákvæði 67. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 1958, er segir, að hljótist slys eða tjón á mönn- um eða munum af skráningar- skyldu, vélknúnu ökutæki í notkun, sé þeim. sem ábyrgð beri á ökutækinu. skylt að bæta það fé, enda þótt slysið eða tjónið verði eigi rakið til bilunar eða gaila á tækinu eða ógætni ökumanns. í vá- tryggingarskJírteinum blfreiða sé einnig tekið fram. að trygg- ingin nái til sérhverrar einka- réttarbótakröfu, sem vátrygg- ingartaka sé skylt að tryggja gegn. Tjónið jé viðurkennt af eiganda bífreiðarinnar (G-288), sem sé því bótaskyldur gagn- vart stefnanda. f samræmi vjð landslög og vátryggingarskil- yrði beri Samvinnutryggingum að greiða tjónið vegna eiganda G-288. Stefndu reisa sýknukröfu sína á því, að hin ,.objektiva“ ábyrgðarregla umferðarlaga eigi hér ekki við heldur beri að beita reglu 68. gr. sömu laga um árekstur, en þar sem ekki sé um neina sök að ræða af hálfu stefnds. Sveinbjörns, bresti alveg skilyrði 68. gr. og annarra ákvæða umferðar- laga til þess að leggja á hann fébótaábyrgð vegna tjóns stefnanda. Af þessu leiði einn- ig, að sýkna beri ábyrgðartryggj- anda bifreiðarinnar. Samvinnu. tfýgfgingar. sbr. 1. málsgrf ' 69. gr. 3. má’.sgreinar 70. gr. og 2. málsgrein 74. gr. umferðar- Deila hefur risið milli ým- issa bifreiðaeigenda annars vegar og tryggingarfélaganna hins vegar, um það, hvort tryggingarfélagi, þar sem bif- reið er tryggð. berf að greiða tjón það. sem verður ef steinn hrekkur undan hjólum bifreið- arinnar og brýtur rúðu ann- arrar bifreiðar í framhjáakstri. Tyggingarfélögin hafa haft samráð um, nokkúr undanfar- in ár, að neita glíkum greiðsl- um. vegna þess að þeim væri það ekki skylt að lögum. Vitn- uðu þau sérstaklega til norsks Hæstaréttardóms, máli sinu til stuðnings. Frami. stéttarfélag atvinnu- bílstjóra í Reykjavik ákvað í vetur að taka af skarið og tók félagið þátt í kostnaði til þess að fá úr þvi skorið með dómi, hvort tryggingarfélög væru greiðsluskyld í þessum tilvik- um. Hefur nú nýlega fallið dóm- ur í prófmálinu, sem rekið var fyrir bæjarþingi Hafnarfjarð- ar, Eggert Karlsson gegn Sam- vinnutryggingum. Jón Finns- son dómfulltrúi kvað upp dóm- inn. Niðurstaða dómsins er á þá leið að tryggingarfélagið sé greiðsluskylt. Rökstuðningur dómara fyrir dómsniðurstöðunni er á þessa leið: Síðastliðinn laugardag, hinn 29. júní, var vígt félagsheimili í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa- dalssýslu. Vígsluhátíðin hófst með borðhaldi klukkan sjö. Hátíðina sóttu hátt á annað hundrað manns, heimamenn og burtfluttir Kolhreppingar. — Skeyti bárust frá menntamála- jáðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni og frú og Þorsteini Einarssyni, íþróttafulltrúa, sem boðnir höfðu verið til vígslunnar, en fptii.^3Vki mætt Ennfremur bár- __ ust skeyti frá alþingismönnun-'' um Ásgeiri Bjamasyni og Halldóri E. Sigurðssyni, dætr- um Guðbrandar í Tröð, búsett- um í Keflavík, og Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur sem statt var í Osló. Mótið setti Sveinbjpm Jóns- son, Snorrastöðum, sem jafn- íramt var vígslustjóri. en aðal- ræðuna flutti Gísli Þórðarson, oddviti og hreppstjóri i Mýr- dal, sem rakti sögu byggingar- innar, og skýrði frá heiti fé- lagsheimilisins og heitir það Félagsheimilið Lindartunga. Sóknarpresturinn séra Ámi Pálsson og frú voru boðin til vígslunnar og flutti presturinn ávarp. Margir heimamenn og burtfluttir Kolhreppingar fluttu einnig ávarp, þar á meðal Gunnar Ólafsson frá Kolbeins- stöðum, sem færði félagsheim- ilinu að gjöf, frá nokkrum Kol- hreppingum, búsettum í Reykja- vík og nágrenni, 50 stóla og 5 borð, ásamt allvænni peninga- upphæð í sparisjóðsbók. Skyldi það vera vísir að sjóði til hljóð- færakaupa fyrir félagsheimilið. Auk Gunnars tóku til máls bessir vígslugestir: Guðlaugur Jónsson, lögreglumaður. Rvík, Kristján Jóh. Kristjánsson, for- stjóri, Rvík, Guðbrandur Magn- ússon, Tröð, Stefán Jónsson, námsstj., Rvík, Bjöm Markús- son, Borgamesi, Sigurður Áma- son, frá Stórahrauni, frú Sess- elja Jónasdóttir, Borgamesi, frú Guðbjörg Sigvaldadóttir, Rvík, Sigurður Guðmundsson, frá Tröð, Rvík, Helgi Jónasson, kennari frá Jörfa og Kristján Jónsson, Snorrastöðum. Hann flutti einnig stutta frásðgn frá félagslífi fyrri ára, ásamt kveðju i ljóðum til félagsheimilisins. stóðu fyrir öllum veitingum og veittu af mikilli rausn. Að lokum var dans stiginn af miklu fjöri við undirleik ágætra hljómsveitarmanna. Vígsluhátíðin öll fór mjög vel fram og ríkir mikil ánægja með hið nýja félagsheimili. Vígslustjóri, Sveinbjörn Jóns- son, sleit mótinu með stuttu ávarpi, er alllangt var liðið á nótt. Var þá veður hið feg- ursta og bjart yfir byggðum Hnappadalsins. Hver ber ábyrgi á steinkasti f rá bifreið í f ramhjáakstri? Félagsheimiiið Lindartunga í Hnappadainum Kvenfélagskonur í hreppnum A- ’d um alþjóðaþing kvenna, sem haldið var i Moskvu á dögunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.