Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞJÓÐVILIINN Fimmtudagur 4. 'júlí 1563 GWEN BRISTOW: JT I HAMINGJU LEIT — Ég ætlaði einmitt að fara að kalla á þig. Gætirðu hugsað þér að eiga þennan hér? Garnet hafði sezt við hliðina á henni. Florinda rétti fram hringinn með stóra akvamarínsteininum. —■ En ég get ekki tekið við honum. Florinda. hrópaði Garn- et. — Æjú, taktu hann. Mig lang- ar til að gefa þér hann. Finnst þér hann ekki fallegur? — Florinda yppti öxlum. — Þetta er svq sem ekkert sér- stakt verðmæti vina mín. Akva- marín er enginn gimsteinn, auk þess skiptir verðmætið mig ekki máli. Hún fleygði steininum til Gametar. Hún greip hann. Ljós- ið endurspeglaðist á blágrænurn fletinum. Kannski var hann ekki sérstaklega dýrmætur. en hann var að minnsta kosti verðmeiri en svo að henni líkaði það að Florinda skyldi kasta honum svona. Henni datt dálítið í hug og hún hrópaði: — Heldurðu að ég hafi reiðzt vegna þess að þú sagðir þetta um John í gær Það er mesti misskilningur. Ég vona að ég sé ekki svo vitlaus að móðgast yfir því að Þú segir þitt álit þegar ég bið þið um það. — Það veit ég vel. En ég var fyrir löngu búinn að hugsa um að ge'fa Þér þennan hring. Ég vil ekki eiga hann. Ég reyndi að gefa Donu Manuelu hann, eins og þú manst, en hún vildi heldur silfurhnappana. Finnst þér hann ekki fallegur? — Hann er dásamlegur. sagði Gamet, — en ég vildi samt heldur að þú ættir hann sjálf. — Ég get ekki notað hann, staðhæfði Florinda. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINtJ og DÓDÓ Laugavegi 18 ni. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við alira hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — — Þú þarft ekki að nota hann sem hring, sagði Gamet og sneri honum á alla vegu í ljósinu. — Þú getur látið setja hann í aðra umgerð. Haft hann sem hálsmen í festi til dæmis. Þú hefur gVo fallegan háls. Florinda svaraði ekki. Garnet leit upp. Florjnda sat og horfði á hana og dálítið undrunarbros lék um varir hennar. Þegar hún sá brosið, áttaðf hún sig á því sem hún hafði sagt. Hún hafði verið að hugsa um sjálfa sig og John og gleymt ákvörðuninni sem hún hafði tekið í gistihús- herberginu í New Orleans, að minnast aldrei á brunaörin. Hún fann hvernig hún kafroðnaði. þegar Florinda sagði: — Gamet, veiztu það, að all- an þann tíma sem við höfum þekkzt, heíurðu aldrei minnzt á það einu orði að neitt væri at- hugavert við hendumar á mér? Gamt leit niður. — Ég ætl- aði ekki að gera það, sagði hún. — En góða Gamet, þefta er allt í lagi. sagði Florinda. — Vertu ekki að roðna vegna þess arna. En Gamet treysti sér ekki til að líta upp. — Viltu fyrirgefa mér, ég skal aldrei minnast á það framar. — Já, en Gamet, það gerir ekkert til. Líttu á mig, vina mín. t Garnet leit upp. Florinda brosti ástúðlega til hennar. — Ef þú hefðir spurt mig um hendurnar á mér daginn góða í New Orleans, þá hefði ég engu getað svarað. Það var svo ný- lega af staðið, og ég átti fullt í fangi með að halda lífi í þeim. Ég bjóst við að þú myndir spyrja mig þegar ég fór úr kjólnum, og ég ætlaði að segja þér að ég hefði hrasað og dott- ið inn í eldstóna. En þú spurð- ir einskis. Ég vissi þá hvaða á- lit ég hafði á þér. Ég vissi að þú varst stórbrotin manneskja. Ég gat ekki sagt þér það. Ég gat ekki talað um hendurnar á mér og allt í sambandi við þær. En það get ég núna. Gamet hristi höfuðið. — Þú þarft þess ekki, Florinda. — En ég hef ekkert á móti því, Gamet. Sjáðu til, ég átti langt samtal við Risann eina nóttina og síðan hefur mér lið- ið miklu betur. Það var eins og hugur minn hreinsaðist allur. Og þú ert bezta vinkona min og ég vil ekki að neitt standi á milli okkar. — Þú þarft ekki að segja mér það, sagði Garnet lágri röddu. — Ég á við — ég held ég viti það. — Þú veizt það? En hversu mikið? — Ég gat mér þess til. Nótt- ina eftir jarðskjálftann, Ég held það hafi verið litla telpan þín. Florinda kinkaði kolli. Hún hrökk hvorki við né fór að titra. Nú þoldi hún að minnzt væri á þetta. Garnet hélt áfram. — Þú gazt ekki talað um bamið þitt og þú gazt ekki heldur talað um hendumar á þér. Þú þoldir ekki þegar þeir brenndu sárið mitt í Archillette. Og kvöldið sem kviknaði í kjólnum þínum og þú hljóðað- ir, þá var eins og allir bútamir féllu saman. Florinda hafði hlustað undr- andi á orð Gametar: — Þú hef- ur vitað þetta í þrjá mánuði og þú hefur ekki sagt orð. — Nei, og ég ætlaði mér ekki að gera það núna heldur. Ég vissi ekki að þú ættir hægara með að tala um það. —• Elsku vina mín, gagði Flor. inda og nokkra stund þögðu þær báðar. Florjnda lyfti höndunum og sneri þeim til og frá. — Þær em ekki eins hræðilegar og þær voru, finnst þér? Þær eru ekki eins rauðar, en þær verða sjálf- sagt alltaf Tjótar. — En þú ert svo dugleg að beita þeim. Og hanzkamir fara þér svo vel. — Ojá, já, ég er býsna dug- leg. Þegar strákamir sjá á mér hendumar og byrja að sPyrja, þá gef ég þeim alTs konar bjána- Teg fvör. Hún hreyfði fingurna. — En sumt get ég ekki gert. Ég get kreppt hnefana, sjáðu — en ég get ekki teygt úr fingr- unum. Ég get ekki náð yfir áttund á píanóinu og ég get ekki hreyft fingurna nógu hratt til að Tejka á gítar. og eins og þú hefur séð, þá get ég ekki saum- að út. En ég bjarga mér samt. Hún talaði rólega, rólegar en Gamet hefði getað ímyndað sér, að hún gæti talað um hendurnar á sér. Florinda hélt áfram að horfa á þær Qg sagði: — Ég er fegin að þú skulir vita þetta. Nú held ég Tíka að ég geti sagt: — Gamet, viltu hjálpa mér með þetta, ég er svo stirð. Það gat ég ekki áður. Hún leit aftur á Gametu: — Jæja, nú er þetta búið og gert og ég get taTað hreinskiln- islega. Hún rétti fram handlegg- inn og tók akvamarínhringinn. — Garnet, ég mu,n aldrei nota hann, hvorki sem hring né hálsmen og ég skal segja þér hvers vegna. Hann er gjöf frá föður Titlu telpunnar minnar. — Ó, sagði Gamet. — Þá skil ég þig. — Hann gaf mér margt og mikið, hélt Florinda áfram. — Hann var ríkur og hugulsam- ur. Ef hún hefði ekki fæðzt, hefði ég ekki tekið gjafir hans hátíðlegar en annarra. En þeg- ar ég horfði á hlutina sem hann hafði gefið mér, þá gat ég með engu móti borið þá eft- ir að hún dó. Þess vegna seldi ég það allt saman í New Orle- ans. En skartgripasalinn vildi ekki greiða mér nógu gott verð fyrir hribginn, svo að ég hugs- aði mér að selja hann seinna, ef ég fengi tækifæri til. En svo lenti ég hér. Ef þú vilt hring- inn, þá máttu eiga hamn. en þú skalt ekki halda að þú takir neitt frá mér. taka við hringnum. fyrst Flor- inda hélt þvi til streitu, en hún bjóst ekki við að hún myndi nota hann. Florinda horfði á hringinn og brosti að endurminningum sínum. — Það var indælis piltur, sagði hún. — Afskaplega skemmtilegur. Hann hristi af sér brandarana. Hvað skyldi ann- ars hafa orðið um hann. Hún leit upp og það var eins og henni hefði dottið eitthvað í hug: ■— Heyrðu mig, Garnet. — Já, hvað þá? — Þú gætir komizt að því fyrir mig, er það ekki? — Komizt að því hvað um hann varð? Já, en hvemig á ég að fara að því? — Þú gætir spurt. Það gæti hugsazt að einhver af þessum New York piltum sem allt mor- ar hér af, þekkti hann. Ég vil ógjarnan spyrja sjálf — sjáðu til. hann skammaðist sín svo hræðilega fyrfr þetta allt sam- an, og uk þesg ætlaði hann að fara að gifta sig, og ég vil ekki að piltarnir fari aftur til New York með einhverja vitneskju sem gæti komið sér illa fyrir hann. En hann var úr sömu stétt og þú. Þú hefðir getað þekkt hann. Kannski gerðir þú það lika. Þú gætir sagt: ,,Já, annars, það er gamall kunningi minn — —“ — Auðvitað gæti ég það hæg- lega, sagði Gamet. — Það er skringileg tilhugsun að ég skuli kannski hafa þekkt einhverja af aðdáendum þínum frá þeim tíma. Hvað hét hann? Florjnda fékk henni hring- inn. — Hérna. taktu við hon- um. Hann var úr forrikri fjöl- skyldu við Bleecker-stræti. Hann hét Henry Trellen. Garnet missti hringinn í gólf- ið. — Þekktirðu hann í alvöru? spurði Florinda. — Já, sagði Garnet. Hún gat ekki sagt meira í svipinn. Henry Trellen, þessi hátíðlegi leiðindahundur — og Florinda hafði rétt i þessu verið að segja að hann hefði rifið af sér brand- arana. Henry Trellen sem gekk með henni um Broadway og sagðist aldrei hafa komið í Skartgripaskrínið og svaraði henni með hátíðleik: — ,.Ég er sannfærður um það, ungfrú Cameron, að þær skemmtanir sem Skartgripaskríhið hefur upp á að bjóða, gæ'tu hvorki verið yður til ánægju né upp- byggingar." Henry Trellen og Florinda! Með hásrl, hálfkaéfðri röddu sagði hún; — Florinda, hvenær þekktirðu Henry Trell- en? — Meðan ég var í Skart- gripaskríninu. Ég sá hann síð- ast kvöldið áður en ég fór frá New York. Hann sagði mér — ó, en Gamet! Florinda þagnaði. — Já, já, hvenær var það? Hvenær fórstu frá New York? Florinda ]eit á hana stórum undrunaraugum. Það var líka undrunarhreimur í rödd hennar. — í ágúst 1844. Hann sagði mér að móðir hans hefði fundið stúlku sem hann ætti að gift- asf. Gamet, bað hann þín? — Já, í september sama ár. Rétt áður en ég hitti Oliver. Sagði hann að móðir hans hefði fundið handa honum stúlku? — Já, hann sagði að það væri indæl stúlka og kannski gæti hún gert mann úr honum. — Þá var hann að tala um mig. Florinda var fljótmælt og það var eins og hún ættí eTfitt með að átta sig á hugsunum sínum. — Ég veit ekki af hverju ég er svona hissa. Það voru ekki margar manneskjur í New York sem frú Trellen áleit standa sér jafn'fætis. þannig að í þeim hópi hafa naumast verið marg- ar gjafvaxta ungmeyjar. Þú varst vel ættuð, þú hafðir geng- ið í góðan skóla, þú varst ung og falleg og siðprúð — hún hef- ur haldið að einmitt stúlka eins S KOTTA Pabbi. Þú ættir að minnsta kosti að gefa Jóa tækifæri til þess að snúa regnklæðinu út. Ábyrgðarstörf Vér óskum að ráða nú þegar eða sem allra fyrst tvo nýja starfsmenn á skrifstofu vora. 1. Tjónaeftirlitsmann í Brunadeild. 2. Skrifstofumann til að starfa við IBM vélar. Samvinnuskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri. Sambandshúsinu 2. hæð. Nýtt — Odýrt GóIfteppadr&.Jar 3 m breidd 900/—■ GANGADREGLAR 1,35 m. breidd 295/, SKOÐIÐ I SÝNINGARGLUGGANN Viðargólf Höfum ávallt fyrirliggjandi hið þekkta danska JUNKERS BEYKIPARKET í borðum. Afburða sterkt, fallegt og ódýrt og mjög auðvelt að leggja. Einnig fyrirliggjandi BW-EIKARPARKET í plötum 48x48 cm að stærð. Viðargólf, lökkuð með BLISTA plastlakki, þarf aldrei að bóna — nægilegt er að strjúka yfir þau með rökum klút. Fallegt viðargólf er prýði sérhvers heimilis. EGILL ÁRNASON Slippfélagshúsinu v/Mýrargötu Símar: 1-43-10 og 2-02-75. Æ, — þar flaug kúlan stjórn- laust út í buskann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.