Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. júlí 1963 — 28. árgangur — 150. íölublað. ínn ósamið viB skipa- smiBi, verkfall hefst hjá málurum í nótt HÉLT AFMÆUSTÓNLEIKA SÍNA í REYKJAVÍK f GÆRKVÖLD • í fyrrakvöld hélt sáttasemjari ríkisins fundi með skipasmiðum og samninganefnd vinnuveit- enda og stóð sá fundur til kl. 7 í gærmorgun án þess að samkomulag næðist. • Þá hélt sáttasemjari einnig fund með mál- urum og málarameisturum, en málarar hafa boð- að vinnustöðvun gagnvart meisturum, hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir miðnætti í kvöld. Stóð sá fundur 'til kl. 5 án þess að samkomulag yrði. Verkfall skipasmiða hefur nú staðið yfir í 7 vikur, en Vinnu- veitendasambandið hefur hindr- að alla sarnninga við skipasmiði með því að bjóða einungis 7,5% kauphækkun, eða mun minna en verkalýðsfélögin hafa yfirléitt náð fram á þessu ári, þar sem kaup iðnaðarmannafélaganna hsekkaði ekki í vetur, þegar 5% hækkunin varð. Fúndurinn í fyrrakvöld var 2. sáttafundurinn í þessu langa verkfalli og er því sýnilegt, að ekki er mikill áhugi fyrir þvl hjá atvinnurekendum að ná samkomulagi í deilu þessari, enda þótt skipasmiðar hljóti að teljast meðal undirstöðuat- vjnnuvega landsmanna. Hafa auglýst nýjan kauptaxta Málarar hafa boðað vinnu- stöðvun hjá meisturum frá mið- nætti í nótt hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma, en jafn- framt hafa þeir auglýst taxta, sem þeir munu vinna eftir. Kauphækkun frá því sem nú er samkvæmt þessum taxta mun nema um 15%. — Á sáttafund- inum í fyrrinótt munu málara- meistarar hafa lagt fram til- boð, mun það vera til athugun- ar hjá samninganefnd málara og trúnaðarmannaráði félagsins. Iðnaðarmönnum boðið helmingi minna en öðrum Eins og áður segir hafa samn- ingar við flest iðnaðarmanna- félögin til þessa strandað á því, að Vinnuveitendasambandið hef- ur einungis gert tilboð um 7,5% kauphækkun til þeirra, enda þótt ýmsar aðrar stéttir séu búnar að semja um alls 12,5% hækk- un á öllum kauptöxtum sínum á þessu ári og auk þess veru- legar lagfæringar með tilfærsl- um milli taxta o.fl. sem einnig kemur út sem bein kauphækkun. Tafarlausa samninga En málgögn atvinnurekenda hafa hins vegar haldið því fram, að ekki komi til mála, að þess- ar hækkanir nái tiil iðnaðar- mannafélaganna. Hlýtur þessi afstaða að vekja sérstaka at- hyglli mína, eftir að Kjaradómur hefur fellt úrskurð sinn um Iaun opinberra starfsmanna, en þar er þeirri meginreglu fylgt að taka tillit til sérhæfingar, menntunar og ábyrgðar í starfi, eins og yfirleitt tíðkast alls- staðar. Og jafnframt var því lýst yfir við úrskurð Kjaradóms, að við Ieiðréttinguna á kjörum opinberra starfsmanna hefðí ver- ið tekið fullt tillit til 7,5% og 5% hækkananna, sem orðin er á þessu ári á launum ýmissa starfsstétta, og giildir þetta jafnt fyrír lægstu Iaunaflokkana sem hina hæstu, en einmitt hæstu laun'aflokkarnir hækkuðu mest. Það er því með engu móti stætt á því fyrir vinnuveitend- ur og ríkisstjórnina, sem í einu og öllu hefur stutt afstöðu Vinnuveitendasambandsins, að standa Iengur gcgai sambærileg- um kjarabótum íil iðnaðarmanna við það sem aðrar stéttlr þjðð- félagsins hafa þegar fengið fram. HJÓNIN Vladimir Asjkenazí og Þórunn Jóhannsdóttir komu til Reykjavíkur í fyrrinótt með flugvél Flugfélags ís- lands frá London. 1 fylgd með þeim hjónum var 20 mánaða gamall sonur þeirra, Vladi- mír yngri. 1 GÆRKVÖLD hélt Asjkenazí fyrstu tónleika sína hér á Iandí að þessu sinni. Þetta voru í rauninni afmælistón- leikar listamannsins því að hann varð 26 ára í gær. Lék hann á tónleikum þessum, sem haldnir voru í Þjóðleik- luisinu, tvær sónötur ef tir Beethoven og fjórar ballöð- ur eftir Chopin. SfÐAR f þessari viku mun Vladimír Askjenazí halda tónleika í Háskólabíói, en síðar eru ráðgerðir tónleikar úti á landi, á Akranesi, Akur- eyri, í Neskaupstað ogi á Hvolsvelli. — Á myndinni eru hjónin Asjkenazí og Þórunn, ásamt syni. Samningafundur í verk- fræðingadeilunni í gær Klukkan 3 í gær var boðaður viðræðufundur með fulltrúum Stéttar- félags verkfræðinga ann- ars vegar og fulltrúum Vinnuveitendasambands íslands, Félags íslenzkra iðnrekenda og SÍS hins vegar. Samkvæmt upplýs- ingum Hinriks Guð- mundssonar framkvsíj. Verkfræðingafélagsins er þetta fyrsti samninga- fundurinn nú um hríð, en verkfræðingarnir fóru í algert verkfall rétt fyr- ir síðustu mánaðamcÆ. Bjóst Hinrik við að þessi fundur yrði upphaf á frekari samningaviðræð- um en hann vildi engu spá um árangur þeirra. | Nœsta blað I á miðviku- daginn Vegna hinnar ár- | 1 legu skemmtiferðar j j starfsfólks Þjóðvilj- [ j ans kemur blaðið t I ekki út á þriðjudag- | I inn. Næsta blað | ! kemur út á miðviku- \ | dag. j Suðureyri vii Súgandaf jöri Þessi mynd er af Suðureyri við Súgandaf jörð sem er blóm- Iegt og vaxandi fiskiþorp. Ibúarniir munu nú vera um 420 að tölu en alls eru í hreppnum um 450 manns. Hefur íbúunum f jölgað talsvert síðustu árin enda atvinna næg. Hafa á síðustu þrem árum verið reist mörg ný og falleg hús á Suðureyri eins og myndin ber vitni um. Fleiri myndir frá Suðureyri eru á 10. síðu. — (Ljósm. J. S.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.