Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. júlí 1963 ÞlðÐVILIINN SIÐA g LJÓSI PUNKTURINN í LANDS- KEPPNINNI Einn ljósasti punktur landskeppninnar sl. mánu- dag og þriðjudag var frammistaða Kristleifs Guðbjörnssonar í lang- hlaupunum. Eftir að hafa átt ágætt 5000 metra hlaup fyrra keppniskvöld- Landskeppni Dana og íslendinga í frjáls- um íþróttum á dögun- um er enn umræðu- efni manna á meðal og tilefni blaðaskrifa. Öllum ber saman um að íslendingar hafi ekki þessa stundina af miklu að státa í frjáls- um íþróttum, eins og svo oft áður, en ljósir ounktar í landskeppr inni gefi vonir um að upp úr öldudalnum verði komizt á næstu árum. ef vel er að unnið af öllum aðil- um, jafnt forystuliði sem íþróttamönnunum sjálfum. ið, vann hann yfirburða- sigur í 3000 metra hindr- unarhlaupi daginn eftir. Ljósmyndari Þjóðvilj- ans, Ari Kárason, tók þessar skemmtilegu mynd- ir meðan keppnin í hindr- unarhlaupinu stóð yfir á þriðjudagskvöldið- Efst til vinstri sjást þrír snjöll- ustu keppendurnir í þess- ari erfiðu íþróttagrein stökkva yfir hindrunina við vatnsgryfjuna, Krist- leifur og dönsku þátttak- endurnir. Danirnir hafa þarna forystuna en Krist- leifur fylgir fast eftir. Á næstu mynd eru þeir svo nær samtímis yfir gryfj- unni Kristleifur og annar dönsku keppendanna, en á þeirri þriðju sést sigur- vegarinn koma í mark langt á undan næsta manni. — Tveggja dálka myndin er tekin eft- ir hlaupið. Maðurinn með hattinn á myndinni er þjálfari Kristleifs, Benedikt Jakobsson, sem jafnframt er þjálfari landsliðsins, en sá kampa- káti til vinstri er Ingi- mundur Magnússon ljós- myndari Vísis. — Stærsta myndin hér á síðunni þarfnast svo ekki annarra skýringa en þeirra, að það eru fætur sigurvegarans sem fremstir fara yfir vatnsgryf juna, en þeir dönsku koma á eftir- Fjórir stórir Þurrkar og flóó hrjá stór svæói víÓsvegar um Asíu Framhald af 3- síðu. o-g markaðina hungraði eftir síld. Lífið er fullt af fyrirheitum hjá slíkum mönnum og á slík- um stundum fæðast stórir draumur og menn höfðu svo mikið að segja við heiminn i þá daga. Hann boðaði danska blaðamenn á sinn fund og bauð þeim til veizlu í glæst- um salarkynnum hótelsins og kynnti sig með svofelldum orðum: „Jeg er een af de store islandske sildegrossere lige sam Óskar Halldórsson" Hver var Óskar Halldórsson? Óskar Halldórsson var svip- mesti síldarsaltandi á sinni tíð. Hann stundaði síldarsölt- un á Siglufirði i tugi ára og setti sterkt svipmót á þennan gamla síldarbæ. Fáir menn gerðu stærri sveiflur í íslenzku fjármálalífi og eitt árið var hann snauður og annað árið ríkur en alltaf var hann jafn stór og hélt baráttukjarki sín- um til síðustu stundar. Síðustu árin var hann á Raufarhöfn Ólafur Óskarsson tók við búí eftir föðurisinn Hann rekur Ásgeirsstöð á Siglufirði, Óskarsstöð á Rauf- arhöfn og Hafölduna til helm- inga á móti Sveini Benedikts syni á Seyðisfirði. I sumar hefur Asgeirsstöð saltað 600 tunnur (’62:3500 t.) Óskarsstöð 3700 tunnur (’6? 160000 t3).í og Hafaldan 400 tunnur (’62: 12.900 t.). Ólafur er hvarvetna viðbú- inn að faka á móti silfri hafs- ins og í togstreilu austurs og vesturs er hann nokkurskonar Nehrú í pólitík síldarsaltenda og er skotinn í sérverkun á Finnlandsmarkað á vestur- svæðinu Þar er hans aumi blettur í vestrinu. .» — Hvaða landssvæði ert þú fulltrúi fyrir? — Öll svæði eru jafngóð. Ég er íslendingur Mér þykir vænt um allt landið. — Þú vilt ekkj o:pna þig, Ólafur? — Mér þykir vænt um Siglufjörð. Ég er gamall Sigl- firðingur. — En tölurnar á pappírnum. Ólafur? — Ég er tilfinningamaður. — En hver er reynsla þín. Ólafur? ■— Auðvitað viðurkenni ég, að það er yfirleitt sex klukku- stunda skemmri sigling' til Raufarhafnar en Siglufjarðar af sildarmiðunum fyrir Norð- urlandi. Það er reynsla mín undanfarin sjö ár. Síldin er ferskari og hæfari til söltun- ar. Hún verður betri fram- leiðsluvara. — Hvernig lizt þér á sumar- ið? — Mér lízt frekar illa á það sem komið er. Það er erfitt að spá. Sérstaklega lízt mér illa á Vestursvæðið. Hér á Raufarhöfn fengum við ekki fyrstu síldina fyrr en 4. júlí í fyrrasumar og 29. júní í sum- ar. Kannski verður sumarið gjöfuli. Að undanförnu hefur alger- lega óeðlilegt veðurfar víða í Asíu valdið miklu manntjóni, orsakað uppskerubrcst og bak- að fólki gífurlcgt tjón á ýms- an hátt. Flóð og þurrkar hafa hrjáð svæði sem nær allt frá Norð- ur-Kína til Singapor. Svæðið frá Taivan í norðri til Malaya í suðri hefur orðiö fyrir eyði- leggingu af völdum þurrka, en hinsvegar hafa flóð valdið tjóni á Japan, Kórcu og í Kína. Vatnsbólin þurr 1 Hongkong geisar nú versti þurrkur í manna minnum. 1 sjö mánuði hefur ekki rignt deigum dropa og húsmæðurnar hafa ekki vatn til afnota nema fjórar' klúkkustundir á dag. Ekki er ástandið betra i Malaya og Singapoor. Vatns- ból margra bæja og þorpa í Suður-Malaya eru orðin gjör- samlega þurr og drykkjarvatn er naumt skammtað í Mal- akka. Ibúarnir í Singapoor, 1,7 milljón að tölu, hafa í marg- ar vikur haft drykkjarvatn af skomum skammti. Yfirvöldin þar eru nú að hugleiða að framkalla regn með tæknilpo- um aðgerðum og hafa leitað til ástralskra sérfræðinga í því skyni. Á Taivan voru þurrkar í allt vor. 1 júní tók loks að rigna, en afleiðingar þurrks- ins eru tilfinnanlegar. Árnar horfnar Kína hefur orðið hart úti bæði vegna þurrka og flóða. Fréttastofan „Nýja Kína“ skýrði frá því fyrir skömmu að versti þurrkur í mörg hundruð ár hafi leikið hinar fjósömu rísekrur meðfam suðausturströndinni grátt. Margar smærri ár á þess- um slóðum hafa beinlínis guf- að upp, en vatsmagn þeirra stærri rýrnað verulega. Fellibylur Fellibylur reið nýlega yfir Suður-Kóreu og biðu um eitt hundrað manns bana af hans völdum. Um það bil 13.000 manns misstu heimili sín og mannvirki fyrir um það bil 600 milljónir króna eyðilögðus' Óhemjuleg úrkoma fylgdi kjölfar fellibylsins og orsaka' mannskæð flóð og skriðuföll. Regntíminn í Japan hóst ó venjulega snemma í ár, og verður ‘ uppskeran mjög rýr af þeim sökum. ! 25 af 46 héraðsum- dæmum Japans hafa flóðin valdið meiri og minni skaða. Af léttara taginu 1800 teknir höndum um eina helgi Um síðustu helgi fór jap- anska lögreglan á stúfana og handsamaði hvorki meira né minna en 1800 menn sem grun- aðir eru um morð, líkamsárás- ir, fjárkúgun og citurlyfjasölu. Lögreglan hófst handa sam- tímis um allt landið án þess að nokkrar njósnir hefðu bor- izt af því sem til stóð. Megin- takmarkið var að höggva veruleg skörð í glæpaflokkana sem iðju sína stunda í stór- borgunum. óttazt var, að glæpir færðust mjög í vöxt í sumar þegar ferðamenn tækju að streyma til stórborganna og baðstrandarbæjanna. Lögreglan hófst handa um nádegi á laugardag og heim- sótti grunsamleg veitingahús og aðra staði þar sem glæpa- 'ýðurinn heldur sig. Ekki var oóg með að hún handtæki bessa 1800 menn heldur lagði hún hald á meira en 200 :kammbyssur, fjöldann allan af ýtingum og 110 grömm af beróíni. Lögreglan í Tókíó fullyrðir að á Japan séu um 5100 glæpa- flokkar með samtals um 170.000 • meðlimi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.