Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 6
g SfÐA ÞJÓÐVILIINN Sunnudagur 7. júlí 1963 Síðast þegar við heyrðum um bandaríska skipið Savannah var það fyrsta kjarnorkuknúna flutningia- og farþegaskip í heiminum sem boðaði nýjan tíma í alþjóðlegum sjóferðum. Við höfðum fregnir af því er það var sett á sjó með blakt- andi fánum og gjailandi lúðra- blæstri, með pomp og prakt, í Camden í New Jersey. Skip- stjórinn, Caston R. de Groothe sagði: „furðuskip". Nú er „furðuskipið” þekkt undir nafninu „hneykslið Savannah“. Þjóðarskömm „Skipið er þjóðarskömm", sagði þingmaðurinn Herbert C. Bonner, sem er formaður í þeirri nefnd þingsins sem fjall- ar um málefni verzlunar- og fiskveiðiflota Bandaríkjamanna, Og aðrir þingmenn hafa held- ur ekki látið hjá líða að böl- sótast yfir ,.furðuskipinu“. Allar upphaflegar áætlanir um skipið hafa farið út um þúfur. Ætlunin var að skipið færi í heimsókn til Evrópu en nú hefur hinum ýmsu löndum Á sunnudaginn var létu sjö lögreglumenn lifið í Palermo á Sikiley í sprengingu sem að öllum líkindum var fram- kvæmd af glæpafélaginu fræga sem Mafía nefnist. Lögreglumennirnir sjö tætt- ust í sundur þcgar sprenging varð í yfirgefnum bíl sem þeir voru að rannsaka. Lögregluyf- irvöldin í Palermo fullyrða, að lögreglumennirnir hafi augljós- Iega verið tældir í gildruna af manni sem hringdi til lögrcgl- unnar án þess að segja til nafns og skýrði frá yfirgcfna bílnum. Fjöldamorð þetta er talið hið alvarlegasta sem átt hef- ur sér stað frá þvi á fyrstu árunum eftir stríð, er glæpa- mannaforinginn Salvatore Gilu- iiano réði raunverulega yfir stórum hluta Sikileyjar og sparaði hvorki manndráp né ofbeldisverk. verið gert viðvart um að af þeirri neimsókn verði ekki. 3.600 milljarðar Hið áferðarfallega 22.000 tonna N/S (Nuclear Ship) Savannah liggur sem sé enn njörvað niður við hafnargarð- inn í Galvestone í Texas. Skip- ið sem átti að vera stolt tákn um bandaríska tækni er nú orðið martröð sem kostað hefur meira en 3.G00 milljarði króna. Þeir sem unnu að smíði skips- ins ásaka hver annan og eng- inn veit, hverjum raunverulega er um að kenna. Hitt vita all- ir að fjórum árum eftir sjó- setninguna hefur Savannah að- eins farið eina ferð, frá aust- ur- til vesturstrandar Banda- ríkianna og aftur heim til Galvestone. Sykursýki og magasár Um borð í skipinu geysa harðar deilur en allir eru sam- mála um að skipið sé mis- heppnað í fyllsta máta. Blaða- menn sem ræddu við áhöfnina telja að þessi umsögn sé í Kröftug sprenging Lögreglan hefur skýrt frá því að hinn ókunni maður hafi hringt á sunnudagsmorguninn og sagt frá grunsamlegum bíl sem staösettur var í Ciaculli. Lögreglumenn voru þegar send- ir á vettvang og komu að bíln- um þar sem hann stóð með opnar dyr. Sáu þeir, að inni í honum var flaska með fljótandi gasi og hékk við hana hálf- brenndur kveikiþráður. Sprengingasérfræðingar voru kvaddir til, og fjarlægðu þeir útbúnað þennan. Töldu menn þá, að engin hætta væri lengur á ferðum og hófu að rannsaka bifreiðina hátt og lágt. Þegar minnst varði sprakk | sprengjan. Kraftur hennar var j slíkur að brak og sundurtætt iík þeyttust allt að því 200 metra frá þeim stað þar sem bíllinn hafði verið. hvað beztu samræmj við sam- leikann: „Savannah er eins og sólbrúnn og brosandi piltur. Hann lítur út fyrir að vera hraustur og sterkur. En athafn- ir hans bera vott um að hann þjáist af sykursýki, of háum , bióðþrýstingi og magasári. Þannig er skipið okkar. Fallegt 1 að sjá að utan, en innvortis i fullt af lélegum tækjum sem bila hvað eftir annað. . . .“ Hug/mynd Eisenhowers 25. apríl 1955 kom Dwight D. Eisenhower fram með hug- myndina um að smíða kjam- orkuknúið flutninga- og far- þegaskip í ræðu sem hann hélt í New York. Hann hafði þá haft fregnir af áætlun Sov- ríkjanna um að smíða kjam- orkuknúinn ísbrjót. Sá ísbrjót- ur nefnist Lenín. Hann var fuilgerður fyrir nokkrum árum og hefur reynzt prýðilega í alla staði, meðal annars kom hann að góðum notum í síð- astliðnum frostavetri. Bandaríska þingið samþykkti tiliögu Eisenhowers í júlí 1955. Haustið 1961 yfirgaf Savannah skipasmíðastöðina í Camden. Verkefni þess var að ryðja nýju tímabili brautina, líkt og raun varð á með Savannah hinn fyrri, sem hélt frá Sa- vannah í Georgíu til Liverpool árið 1819 sem fyrsta gufuskip- ið í förum yfir Atlanzhaf. Bandarískur Hæringur Frá upphafi var ijóst að Savannah gæti aldrei borið sig. Ætlunin var að gefa tilraun sem sannaði að unnt væri að nota kjarnorku til að knýja verzlunarskip. Mestum hiuta fyrstu fjárveitinganna var var- ið til kjarnaofnsins og var þvi lítið eftir til kaupa á öðrum nauðsynlegum tækjum. Afleið- ingin var sú að útbúnaður skipsins var á margan hátt lé- legur. Meöal annars hafði ver- ið ætlunin að símakerfið um borð yrði nútímalegt í bezta lagi en þó urðu menn að sætta sig við ódýrari tegund sem reyndist vera ónothæf svo að koma varð nýju upp fyrir ógrynni fjár. Ekki er enn útséð um það hvort Savannah á nokkurn tíma eftir að kljúfa öldur út- hafsins. Eins og málum er nú háttað lítur helzt út fyrir að það muni framvegis liggja í hægum sjó í Galveston sem nokkurs konar Hæringur þeirra Bandaríkjamanna. Mafían lét myrða sjð lögreglumenn FurSabifreið í Sovétríkjunum Þessi bifrciðategund er framlehld i Sovétríkjunu m. Hún getur borið 15 tonn. Vélin er staðsett undir húsinu, en því er unnt að halla til og frá til þess að auðvelt sé að nálgast vélina. Tématastríi í Frakklandi Bændur í Suður-Frakklandi eru nú mjög reiði r vegna hins lága vcrðlags á landbúnaðarvörum sem stjórnarvöldin skammta þcim, Nýlcga héldu bændur hundruöum saman inn í borgina Perp- ignau og höfðu mcð sér mikið magn af tómötum, en vcrð þeirra er það lágt að varla borgar sig að selja þá. Bændurnir hvolfdu tómötunum í hauga á göturnar og beittu þeim í átökum við lögrcgluna cins og myndin sýmlr. Fegurðardísin vann sér inn um 20.000 kr.á kvöldi Þcssa dagana birta bandarisk blöð æsiiegar frásagnir um hóp gleðikvenna sem lagt hafa net sín í aðalstöðvum Samcinuðu þjóðanna í New York. Segja þau að dómsmálaráðuneytið hafi látið handtaka og yfir- heyra fjöldann allan af konum þessum til þcss að ganga úr skugga «on hvort þær hafl á einhvcrn hátt stuðlað að njósn- um í þágu Sovétríkjanna. Stúlkurnar hafa cinnig margar hverjar umgengizt náið kvik- mynda- og leikhúsfólk, en tal- ið er að það hafi einungis verið í auðgunarskyni. 20.000 á kvöldi Eftir því sem blöðin segja hafa margar stúlkurnar haft talsvert upp úr krafsinu. Með- al annars er greint frá feg- urðardís einni sem vann sér daglega inn um 20.000 krón- ur með starfsemi sinni meðal diplómatanna við Sameinuðu þjóðimar. Blöðin segja að yfirvöldin hafi sérstakan áhuga á máli stúlku einnar sem á að hafa tekið upp á segulband samræður sínar við diplómata einn og smyglað því síðan til Ungverja- lands. Segja blaðamennimir að ekkert sé hættulegt á band- inu en hins vegar sé ógnvæn- legt til þess að vita að svo auðvelt sé að smygla gögnum frá Bandaríkjunum til Austur- Evrópu. Ú Þant neitar Einn af nánustu samstarfs- mönnum O Þants framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna hef- Mikill fjöldi búddatrúar- manna í Suður-Víetnam hefur að nndanfömu farið pílagríms- ferðir til Xa Loi-hofsins I Sai- | ;on, til að tilbiðja hjarta búdda- staprestsins scm fyrir skömmu •renndi sjálfan sig til bana '1 þess að mótmæla trúarof- íknum cinræðisstjórnarinnar. Forystumaöur búddatrúar- lannanna segir að hjarta restsins Tich Quang Duc hafi 'yrir kraftaverk bjargazt svo il óskeanmt úr báiinu. Hjartað er nú igeymt í glerskríni á alt- arinu í Xa Loi, en það er stærsta guðshúsið í Saigon. ur skýrt frá þvi að fram- kvæmdastjórinn hafi látið rannsaka orðróminn um starf- semi gleðikvenna innan stofn- unarinnar og hvort slíkt hefði við nokkur rök að styðjast. Ú Þant h'efur nú fengið skýrslu um rannsóknir þessar og er þar slegið föstu að sögusagnirnar séu úr lausu lofti gripnar hvað áhrærir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, en hinsvegar er ekkert ákveðið sagt um sendi- menn einstakra landa sem í höfuðstöðvunum dveljast. Dæmd fyrir vændi I vikunni sem leið var stúlka úr gleðikvennahópnum dregin fyrir rctt. Hún cr 33 ára að aldri og heútir Svelyn Davis. Kvennadómstóll í New York úrskurðaði hana seka um ó- sæmilega lifnaðarhætti og vændi. Fyrir fáeinum dögum kom fyrir rétt í Hagerstown, Mary- landfylki í Bandríkjunum, 24 ára gamalll plantekrucigandi. William Devereaux Zantzinger að nafni. Hann hafði barið til bana þcldökka framlciðslu- stúlku vegna þcss að hún hafði að hans dómi ckki verið nógu fljót að færa honum drykk. Rétturinn úrskurðaði hann sek- an um manndráp. Hinn ákærði áfrýjaði þegar úrskurðinum og verður því ekki dómur kveðinn upp í máli hans fyrr en búið er að fjalla um áfrýjunina. Verjandi Zantzingers tók það fram fyrir réttinum að skjól- stæðingur sinn væri „heiðar- legur óðalsbóndi og góður Bandaríkjamaður" sem slegið hcfði „bara að gamni sínu — einskonar prakkarastrik" Ekki vildi kviðdómurinn fall- ast á þessar röksemdir, enda Hún hefur i mörg ár verið fastagestur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Hún út- vegaði sér aðgang að salar- kynnum stofnunarinnar með blaðamannaskírteini þar sem greint er frá því að hún sé fréttaritari tímaritsins Filipino American. Hún gerði mikið af því að sitja í hófum með sendi- mönnum af ýmsu þjóðerni og tók gjarnan vinkonur sínar með. Urðu þær brátt vinsælar meðal diplómatanna. I-Iandtöku ungfrú Davis bar að á haria sögulegan hátt. Leynilögreglumaður einn var sendur til „skrifstofu" hennar í hóteli einu á East Side. Hann rétti henni 20 dollara og fór ungfrúin þegar að fækka föt- um. Þótti þá lögreglumannin- um ekki seinna vænna að handtaka hana og kæra fyrir vændi. þótt Zantzinger sé afsprengi einnar virðulegustu ættarinnar þar um slóðir. 11 barna móðir Framleiðslustúlkan sem plantekrueigandinn barði í hel var 51 árs að aldri og 11 bama móðir. Rétturinn taldi fulisannað að frú Hattie Carr- olls hefði látið lífið undan bar- smíðinni eða vegna afleiðinga hennar. Jane Zantzinger, eiginkona morðingjans, sat í stúku á- kærðra við hlið manns síns. Hún var dregin fyrir réttinn sökuð um árás á lögreglubjón. Frúin gerði sér nefnilega lítið fyrir þegar maður hennar var handtekinn, stökk upp á bak- ið á einum lögreglub.iónanna, kióraði hann. beit og sló og -kammaðist ákaflega vfir því að lögregli>m"r,r>'ÚT)ir skyldu dirfast að 1eí>"<" ’—-i-ir á hinn virðulega mann sinn. Drap negrakonu fyrír seinlæti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.