Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. júli 1963 ÞIÖÐVIUINN SlÐA 13 WASH’NWEAR 65% TERYLENE 35%COTTON i öllrnn helztu fataverzlunnm landsins Ljósmyndir Fræðslumyndasafn ríkisins vill kaupa 24x36 mm gegnsæjar litljósmyndir vegna útgáfu á flokkum litskuggamynda. Sérstaklega er óskað eftir myndum frá Þingvöllum, úr Reykjavík og úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar á meðal loft- myndum. Myndir frá merkisstöðum annars stað- ar á landinu koma einnig til greina. Upplýsingar gefur forstöðumaður Fræðslumynda- safnsins- Borgartúni 7, sími 18340. Fræðslumyndasafn ríkisins. bifreiðaieigan HJÓL Hverflsgðtn 82 Siml 16-3?d Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauð- árporti miðvikudaginn 10. þ.m. kl. 1 til 3. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Þríveldaviðræður hefjast í Moskvu á mánudag Griðasáttmáli á milli Nato og Varsjárbandalags til umræðu V-: PARÍS 9/7 — Fastaráð Atlanzhafsbandalagsins hefur að undanfömu rætt möguleikann á að Nato og Varsjár- bandalagið geri með sér griðasáttmála og er þeim umræð- um í ráðinu enn ekki lokið. Sovétstjórnin hefur hvað eftir annað gert tillögu um slíkan griðasáttmála og nú síðast Krústjoff forsætisráðherra í ræðu fyrir nokkrum dögum, þar sem hann sagði að griðasáttmáli milli hem- aðarbandalaganna ætti að vera forsenda samkomulags um stöðvun tilrauna með kjarnavopn. Þau ummasli hans hafa þótt benda ótvírætt til þess að sovét- stjórnin muni leggja höfuð- áherzlu á gerð slíks sáttmála, þegar fulltrúar hennar, Banda- ríkjanna og Bretlands koma saman á fund í Moskvu á mánu- daginn kemur til að gera enn eina tilraun að koma á banni við kjarnorkusprengingum. Rætt 3. júlí Fréttaritari frönsku fréttastof- unnar AFP, Bemard Redmont, segir að tillaga sovétstjómarinn- ar um griðasáttmála hafi fyrst verið rædd í Natoráðinu á fundi þess 3. júlí og muni umræðum um hana haldið áfram síðar. Fulltrúar í ráðinu muni fá tækifæri til að fylgjast með því hvemig viðræðunum í Moskvu um sprengingabann miðar áfram, enda muni málið verða þeim mjög viðkomandi, ef svo fer að fuiltrúar þríveldanna koma sér saman um að taka það á dagskrá fundarins í Moskvu. Spaak samþykkur Vakin er athygli á því að það hafi ekki komið á óvart að Krústjoff forsætisráðherra skyldi nú að nýju taka upp tillöguna um griðasáttimála. 15. maí sl. hafði einn helzti ráðamaður Nato, Paul-Henri Spaak, sem var lengi framkvæmdastjóri bandalagsins, áður en hann tók við embætti utanríkisráðherra Belgíu, sem havn gegnir nú, sagt í viðtali við málgagn sovétstjómarinnar, „Isvestia", að hann væri bæði hlynntur griðasáttmála milli hemaðarbandalaganna í Evrópu og tillögunni um kjamavopna- laust svæði í Mið-Evrópu. Viðræðut við Krústjoff Spaak hefur nú um helgina verið í Sovétiíkjunum og ræddi hann lengi við Krústjoff suður í Kíeff. Á það er minnt að Spaak fór á fund Kennedys að lokinni ráðstefnu Atlanzbandaiagsins í Ottawa í síðasta mánuði og byk- ir líklegt að Spaak hafi farið á fund Krústjoffs í erilídum Bandaríkjaforseta til að undirbúa viðræður þær sem nú eru að hefjast. Spaak er einnig sagður hafa gert fastaráði Nato grein fyrir erindi sínu austur áður en hann lagði í ferðina. Adenauer og de Gaulle á móti Það er haft fyrir satt að stjómir Bandaríkjanna og Bret- lands séu nú ekki jafnandvígar því og áður að slíkur griðasátt- máli verði gerður. Bandaríkja- stjóm er þó sögð heldur vilja að aðildarríki bandalaganna gefi há- tíðlegar yfirlýsingar um að þau séu andvíg árásarstríðum en að undirritaður verði formlegur sátt- máli. Andstaða de Gaulle Hins vegar eru stjómir Frakk- lands og Vestur-Þýzkaiands sagð- ar algerlega mótfallnar griða- sáttmála og beri þær fyrir sig, að með slíkum sáttmála myndi Austur-Þýzkalandi, sem er í Var- sjárbandalaginu, verða veitt ó- bein viðurkenning. Spaak ánægður Krústjoff forsætisráðherra er einlægur í ósk sinni um friðsam- lega sambúð ríkjanna og enginn vafi er á því að sambúð austurs og vesturs hefur batnað. sagði Spaak utanríkisráðherra, begar hann kom heim til Brussel frá Sovétríkjunum í dag. Hann kvaðst mundu fara til Parísar að skýra Natoráðinu frá viðræðum sínum við Krústjoff. Hann hefði ekki farið til Sovét- ríkjanna til að gera neina samn- inga. Fundur í Washington Kennedy forseti var í dag á fundi Þjóðaröryggisráðsins þar sem undirbúinn var fundurinn í Moskvu á mánudaginn. Averell Harriman ráðherra sem verður fyrir bandarísku samningamönn- unum var einnig á fundinum, en hann heldur áleiðis tii Moskvu á fimmtudag, en stanzar tvo daga í London að ræða við Hailsham lávarð sem verður fyr- ir brezku samningamönnunum. Enn furðuleg tíðindi í Profumomálinu Einn elskhuganna sem talinn var dauSur og grafinn á lífi? Sovétríkin mót- mæla herferðinni gegn Kúrdum MOSKVU 9/7 — Gromiko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, kall- aði í dag á sinn fund sendiherra Iraks í Moskvu og afhenti hon- um mótmæli vegna herferðar Ir- aksstjórnar á hendur Kúrdum sem byggja norðurhluta landsins. Var á það bent að herferðin gæti haft í för með sér íhlutun ann- arra ríkja og myndu Sovétríkin telja öryggi sínu ógnað ef til þess kæmi. Gromiko kallaði einnig á sendiherra nágrannalandanna Tyrklands, írans og Sýriands og varaði þau við þeim hættum sem myndu hljótast af íhlutun 1 inn- anlandsófriðinn 1 Irak. Sovét- stjómin segist hafa í höndum gögn sem sanni undirbúning í löndum Cento-bandalagsins að slíkri íhiutun. LONDON 9/7 — Enn einn furðu- legur angi Profumomálsins vek- ur nú hvað mesta athygli í Bret- landi. Einn af eiskhugum gleði- konunnar „Mandy“ Rice-Davies, vinkonu ungfrú Keeler, sem menn vissu ekki betur cn væri löngu dauður og grafinn er nú sagður vera bráðlifandi og hafi öðrum manni verið komið í gröf- ina í hans stað. En í dag gaf einn af þingmönn- um Verkamannaflokksins, Ben Parkin, í skyn á þingi, að Uach- man væri enn á lífi, en annar maður hefði verið færður til bál- stofunnar í hans stað. 1 dag- bók Edgewaresjúkrahússins segir að maður að nafni Rachman hafi komið þangað 29. nóvember og látizt síðar um daginn af hjarta- slagi. Líkinu hafi þá verið ek- ið til bálstofunnar og það brennt. Rachman sem hafði gert sér vandræði Vestur-Indíumanna að féþúfu með því að leigja þeim ónýta hjalla fyrir okurverð átti sér marga óvildarmenn. Undar- legt þykir að hann sem talinn var vellauðugur lét ekki eftir sig nema sem svarar nokkrum hunruðum þúsunda króna. Park- in þingmaður lét orð liggja að því að hann hefði talið heppi- legast að hverfa áður en lögregl- an kæmist á snoðir um marg- víslega glæpaiðju hans. Hann hafði nefnilega bæði vændis- konur og ýmsan annan óþjóða- lýð á sínum snærum. Orðrómur hefur gengið um að hann hafi sézt ljóslifandi víðs vegar í Evrópu og þykir jafnvel ekki grunlaust um að ungfrú Rice-Davies sé enn á hans vegum, en hana skortir sízt fé, þótt ýmsar fyrri tekju- lindir hennar séu nú þornaðar. Duncan Sandys fer til Guiana LONDON 9/7 — Brezki sam- veldismálaráðherrann, Duncan Sandys, fór í dag til nýlendunn- ar Brezku Guiana í Suður-Amer- íku, en þar hefur verið algert stjómleysi undanfamar ellefu vikur, eftir verkföll sem stjóm Jagans segir að andstæðingar hennar hafi staðið að fyrir til- hlutan bandarískra og brezkra auðhringa. Brezki landstjórinn 1 nýlendunni hefur rofið bingið og tekið völdin af hinni löglega kjömu stjórn hennar. og eftir það var verkföliunum hætt. Grísku konungshjónin fengu kaldar kveðjur í Lundúnum Marilyn Rice-Davies Náungi þessi hét — eða heitir — Peter Rachman, en gekk und- ir nafninu „Pólski Pétur“ í undirheimum Lundúnaborgar. Hann var — eða er — pólskur gyðingur að uppruna og fékk aldrei brezkan þegnrétt. Hann var einn af fyrstu elsk- hugum Rice-Davies sem var þá enn á barnsaldri. Hann var tal- inn hafa látizt 29. nóvember í fyrra af eðlilegum orsökum og varð vinkonu hans svo mjög um fráfall hans að hún reyndi að fyrirfara sér — það hefur hún a.m.k. borið fyrir rétti. LONDON 9/7 — Aldrei mun hafa verið meiri viðbúnaður af hálfu lögreglunnar í London við móttöku erlends þjóðhöfðingja en í dag þegar Páll Grikkja- konungur og Friðrika drottning hans komu þangað í opinbera heimsókn. Samt tókst ekki að koma í veg fyrir að þau hjón væm minnt óþyrmilega á að þau eru óvelkomnir gestir í Bretíandi. Fyrsta atvikið varð þegar þau óku um götur borgarinn- ar til Buckingham'hallar. Frú Betty Ambatielos, brezk kona sem gift er grískum sjómanna- foringja, tókst að smjúga gegn- um raðir lögreglumannanna. Hún hljóp á eftjr vagni kon- ungshjónanna og hrópaði: „Lát- ið mann minn lausan, látið hann iausan!“ Tony Ambatielos hef- ur setið sextán ár í fangabúð- um grísku fasistanna, þó að hann hafi aldrei verið leiddur fyrir rétt né hlotið neinn dóm. Hann er einn af þúsundum grískra verklýðssinna sem verið hafa í grískum fangabúðum síð- an borgarastríðinu lauk þar. Hundrað manna nefndin brezka sem berst gegn kjarna- vopnum hafði safnað liði við Buckinghamhöll til að minna grísku konungshjónin á Lamb- rakis, þingmanninn sem griskir fasistar myrtu með vitund og vi'lja stjórnarvaldanna. rétt eft- ir að hann kom af fundi í grísku friðarsamtökunum. Þegar leið á kvöldið urðu miklar róstur fyrir framan höll- ina milli lögreglunnar og margra hundraða manna sem reyndu að brjótast gegnum hallarhliðin. Lögreglunni tókst að loka járn- hliðunum á síðustu stundu og voru margir menn handteknjr og sumir jlla leiknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.