Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 10
Ingi R. er "'ominn í 1—4. sæti Myndin er tekiin á Reykjavíkurflugvelli við komu þeirra Sidney Kings og Guy Valentines hingað. Talið frá vinstri sjást á myndinni Tómas Zocga, Sidney King, Jóhann Sigurðsson, Guy Valentine og örn Johnson. Cooks-ferðaskrífstofan rekur 421 skrífstofu víða um heim Lokið er nú 7 umierð- um á svæðamótinu í Halle og er frammistaða Inga R. Jóhannssonar með miklum ágætum. Er hann kominn í 1.—4. sæti eftir 7 umferðir á- samí stórmeisturunum Portisch, Uhlmann og Robatsch. í 5. umferð urðu úrslit þessi: Larsen vann Kanko, Johansson og Uhlmann gerðu jafntefli, Robatsch vann Hamann, Trifun- ovic og Malic gerðu jafntefli, Portisch og Vesterinen gerðu jafntefli, Doda vann Kinnmark, Donner vann Johannessen, Min- ev og Ivkov gerðu jafntefli, Kavalec og Ingi gerðu jafntefli og_ Pavlov vann Ofstad. í 6. umferð vann Larsen Pav- lov, Ingi vann Ofstad, Ivkov og Kavalec gerðu jafntefli, Donner vann Minev. Kinnmark og Johannessen gerðu jafntefli, Vesterinen vann Doda. Malic og Portisch gerðu jafntefli, Hamann og Trifunovic gerðu jafntefli, Uhlmann vann Ro- batsch og Kanko og Johansson gerðu jafntefli. Úrslit í 7. umferð urðu þessi: Ingi vann Pavlov, Robatsch vann Kanko. Portisch vann Hamann, Doda vann Malic, Jo- hannessen vann Vesterinen. Iv- kov vann Ofstad, Trifunovic og Uhlmann gerðu jafntefli en aðrar skákir fóru í bið. Biðskákum úr 1. umferð lauk svo að Ofstad vann Johann- essen og Robatsch Donner. Rq- batsch gerði jafntefli við Kinn- mark í 2. umferð. Efstu menn að loknum 7 um- ferðum eru þessir: 1.—4. Ingi, Portisch, Uhlmann og Robatsch 5 vinninga, 5. Larsen 4]/2 og biðskák við Johansson, 6. Ivkov 4%, 7. Johansson 4 og biðskák við Larsen. 8.—11. Vesterinen, Malic, Doda og Trjfunovic 3%. Norrænu póstmálaráðstefnunni, sem staðið hefur yfir í Reykja- vík í þrjá daga, Iauk laugardag- Inn 6. júlí. Slík ráðstcfna er haldin fimmta hvert ár í hverju Norðurlandanna og er nú í f jóröa skipti hér. Á ráðstefnunni mættu nú 19 fulltrúar, þeirra á meðal allir aðalforstjórar póstmála á Norð- urlöndum. Norðurlöndin mynda sérstakt póstsamband innan ramma alþjóðapóstsambandsins. Á þessum árlegu ráðstefnum eru raedd póstmál, sem snerta Norð- urlöpdin öll sameiginlega. f þetta skipti var rætt um aukna hag- ræðingu í póstviðskiptunum milli Norðurlandanna. ennfremur um ýmis alþjóðleg póstvandamál, sem eiga að koma fram á al- þjóðapóstþingi í Vín á næsta ári og afstöðu Norðurlandanna til þeirra. Þá var einnig á dag- skránni, hvort Norðurlöndin skyldu sameiginlega láta í té pósttæknilega aðstoð við þróun- arlöndin, sem alþjóðapóstsam- bandið hefur milligöngu um. Stöðlun umslaga og pappírs- gæða þeirra var rædd með hlið- sjón af notkun véla við sundur- lestur póstsendinga, sem nú er farið að taka í notkun sumstað- ar erlendis. Meðal margra ann- BÚDAPEST 9/7 — Janos Kadar, leiðtogi ungverskra kommúnista, er lagður af stað til Moskvu á- samt mörgum öðrum ráðherrum og flokksleiðtogum og er vænt- anlegur þangað á morgun, mið- vikudag. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum komu hingað til lands sl. föstudag tveir af forstjórum Cooks ferða- skrifstofunnar í London. Ferðaskrifstofa þessi sem er ein þekktasta sinnar tegund- ar hefur 421 skrifstofu víðs- vegar um heim. Forstjórarnir þeir Sidney King og Guy Valentine töluðu við blaðamenn áður en þeir fóru út aftur í gærmorgun. Þeir létu mjög vel af dvölinni og á þess- um stutta tíma heimsóttu þeir arra mála má geta þess, að full- trúarnir urðu sammála um, að sérstakt frímerki skuli gefið út árið 1965 í hverju Norðurland- anna í tilefni af aldarafmæli AI- þj óðaf j arskiptasambandsins. Næsta norræna póstráðstefna verður haldin á næsta ári í Dan- mörku. Norræna póstsambandið gefur út málgagn, er nefnist Nordisk Posttidskrift, og koma ritstjórar þess frá öllum Norðurlöndunum saman til síns árlega ritstjórnar- fundar hér í Reykjavík nú í vik- unni. Að lokinni setningarathöfn voru fluttar skýrslur um hús- næðismál í hverju landanna fimm en síðan bauð Húsnæðis- málastofnunin til hádegisverðar að Hótel Sögu. Klukkan 2 e.h. hófust umræður um lóðamál en kl. 7 í gærkvöld hafði félags- marga af merkisstöðum Islands. Ferðaskrifstofa Geirs Zoega hefur haft umboð fyrir Cooks ferðaskrifstofuna síðan 1872 og fóru forstjórarnir sérstaklega lof- samlegum orðum um þau sam- skipti. Þeir töldu Island mjög Járnbrautarverk- fall vofir yfir WASHINGTON 9/7 — Horfur eru nú á því að á fimmtudag- inn hefjist í Bandaríkjunum verkfall járnbrautarverkamanna sem myndi hafa lamandi áhrif á allt athafnalíf í landinu. Kenn- edy forseti gerði í dag síðustu tilraun til að forða verkfall- inu með því að biðja aðila að ieggja deiluna undir gerðardóm. Fyrr í vikunni höfðu bæði verkamenn og járnbrautarfélög- in hafnað málamiðlunarboði rík- isstjórnarinnar. Verkfallið er boðað til að koma í veg fyrir þá fyrirætl- un járnbrautarfélaganna að segja upp verulegum hluta starfsmanna sjnna á þeirri for- sendu að vegna aukinnar tækni sé ekki lengur þörf fyrir þá. Hér myndi vera um að ræða um 30.000 manns og hafa verk- lýðsfélögin harðneitað að fall- ast á svo róttækar aðgerðir. Verði til'boðinu um gerðar- dóm hafnað. getur Kennedy fo;r- seti enn gripið til þeirra á- kvæða Taft-Hartley iaganna sem heimila honum að fresta verk- föllum í 80 daga, ef þau myndu að hang áliti tefla öryggi lands- ins í voða. málaráðherra boð inni í ráð- berrabústaðnum fyrir þátttak- endur í ráðstefnunni. I morgun átti fundur að hefj- ast að nýju kl. 9.30 og var um- ræðuefnið eftirspurn eftir hús- næði og húsnæðisþörfin næstu 7—10 árin. Síðdegis í dag munu skemmtilegt ferðamannaland og sagðist Valentine hafa komið til 80 landa en mjög fá þeirra hefðu slíkan „charma“ sem lsland. Annars sögðu þeir að margir hræddust nafnið Island og þyrðu ekki að koma vegna þess að þeir héldu að hér væri alltaf ís og snjór. Þeir hrósuðu yfirleitt þjón- ustu allri hér en sögðu að nauð- synlegt væri að merkja betur vegi og ýmsa merkisstaði. Forstjórarnir ferðuðust með Flugfélagi Islands og báru- því mjög vel söguna. Að lokum sögðu forstjórarnir að það væri ferskleiki íslenzkrar náttúru sem gæfi landinu gildi sem ferðamannalandi og að þeir vonjst til að þejm ferskleika verði ekki spillt með þvi að reisa ónauðsjmleg mannvirki. á sérkennilegustu stöðunum. Maður bíður bana af slysförum Sl. mánudagsmprgun fundu menn sem komu til vinnu í nýja Verzlunarskólahúsinu látinn mann neðst í kjallarastiga við aðalinngang hússins. Reyndist líkið vera af 23 ára gömlum manni, Stefáni Kristinssyni, Langholtsvegi 36. Ekki er vitað með vissu hvernig slys þetta hefur borið að höndum en talið er að mað- urinn hafi farið inn um glugga á fyrstu hæð byggingarinnar og fallið niður um stigaopið niður í kjallarann. Er talið að maður- inn hafi látizt aðfaranótt sunnu- dags. fulltrúarnir svo skoða nýbygg- ingar og íbúðir í Reykjavík. A morgun hefjast umræður kl. 10 f.h. og verður þá rætt um húsnæði fyrir eldra fólk. Há- degisverð snæða fulltrúarnir i Klúbbnum í boði borgarstjóra. Kl. 3 síðdegis verður lagt upp í ökuferð um Reykjavík og ná- grenni og síðan haldið til Þing- valla og staðurinn skoðaður. Að lokum sitja fulltrúamir á ráðstefnunni kvöldverðarboð Húsnæðismálastofnunarinnar að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Norrænu póstmála- ráSstefnunni lokið 9. Norræna húsnæðismála- ráðstefnan hófst í gærdag í gærmorgun kl. 10 var 9. Norræna húsnæðismálaráð- stefnan sett í Hótel Sögu en ráðstefnuna sitja alls 24 fulltrúar, 3 frá Noregi, 4 frá Danmörku, 2 frá Finnlandi, 4 frá Svíþjóð og 5 frá íslandi auk Húsnæðismálastjómar og ritara hennar. Forsetakjör í Argentínu Rúm mill/ón skilaði auðu í kosningunum BUENOS AIRES 8/7 — Kosn- i ingar fórn fram í Argentínu í gær og voru kosnir kjörmenn j forseta, þingmenn sambands- | og fylkisþjnga og fylkisstjórar. Bæði flokkum ,,peronisja“ og kommúnista hafði verið bann- að að bjóða fram og höfðu „pcronistar“ hvatt sína stuðn- , ingsmenn til að skila auðu. Nær fimmtungur kjósenda | fór að ráði þeirra og höfðu verið taldir 1,3 milljón auðir seðlar. þegar fjórir fjmmtu at- kvæða höfðu verið taldir. Þá var víst að frambjóðandi hins svonefnda Róttæka flokks, dr. Arturo Illia, hafði fengið flesta kjörmenn kosna og 2,3 milljónir atkvæða. Næstur hon- um kom Oscar Alende með tæplega 1,5 milljón atkvæða og síðastur Aramburo, fyrr- verandi forseti, með 1,2 millj- ón atkvæða. Forseti verður að íá 51 prósent atkvæða kjörmanna, svo að Illia verður að semja við annanhvom keppinaut sinn. Verði kjörmennirnir ekki ásáttir um forsetakjörið, þegar þeir koma saman 31. júlí. mun þingið kjósa forsetann á fundi sínum í haust. Haka—Rvík 4:2 Þróttur Siglfírðingar 5:2 Leik finnska liðsins Haka og Reykjavíkurúrvalsins sl. laug- ardag lauk mcð sigri Finnanna 4:2. — Nánari frásögn verður að bíða næsta blaðs vegna þrengsla í dag. Einnig bíður frásögn af leik Þróttar og Siglfirðinga í 2. deild, en Þróttur sigraði 5:2. Niður/öfnun útsvara lokið íNeskaupstað Neskaupstað 9. júlí. Álagn- ingu útsvara og aðstöðu- gjalda hér er nú lokið. Á- ætluð útsvör voru kr. 4.959. 500,00, en bæjarstjórn hækk- aði upphæðina um kr. 325. 000,00 og skyldi ver'ja því til kaupa á veghefli. Alls átti því að jafna niður kr. 5.285. 400,00 auk allt að 10% vegna vanskila. Jafnað var niður kr. 5.801.800,00, þar af kr. 5.180.400,00 á 440 einstak- linga og kr. 621.400,00 á 13 félög. Hvert útsvar var lækkað um 800,00 kr. og síðan öll útsvör lækkuð um 18% og þau út- svör sem ekki náðu 1000,00 kr. felld niður. f fyrra var jafnað niður í Neskaupstað kr. 4.915.200,00 og var þá fylgt í meginatriðum sömu reglum við álagningu og nú. en þá voru útsvör lækkuð um 12% frá hinum Jögákveðna útsvarsskala. Útsvarshæstu ein- staklingar eru: Þorleiíur Jón- asson skipstjóri, kr. 50.700.00, Guðmundur Þorleifsson stýri- maður 36.700,00 og Ólafur Ei- ríksson vélstjóri 36.300,00. Út- svarshæstu félög: Síldarvinnsl- an h.f. kr. 305,700,00, og kaup- félagið Fram kr. 111.300,00. Aðstöðugjöld voru áætluð kr. 1.600.000,00 en reyndust vera Mikið tjén befar ðlíunevmirsnrakk GLADBECK 9/7 — Bærinn Gladbeck í Ruhrhéraði í V- Þýzkalandi lék á reiðiskjálfi í dag þegar jprenging varð í olíu- geymj sem varð svo mikil að stór efnaverksmiðja í nágrenn- inu nær eyðilagðist. Þrír menn biðu bana strax við sprenging- una, en menn óttast að mann- tjónið sé mun meira. kr. 1.652.500.00, en í fyrra námu aðstöðugjöld kr, 1.147.400,00, Hæstu aðstöðugjöld nú greiða: Síldarvinnslan h.f. kr. 357.100,00, Kaupfélagið Fram kr. 326.400,00 og Dráttarbrautin h.f. 124.900,00. — RS Fylkingjin „Ot í bláinn" 1 kvöld efnir Æskulýðs- fylkingin til ferðar „út i bláinn“. Lagt verður af stað kl. 8 frá Tjarnargötu 20 og komið í bæinn aftur um miðnætti. Ferðir þessar, eru einn þáttur í sumar- starfi ÆFR og hafa gef- izt mjög vel. 'öllu ungu fólki er heimil þátttaka. Helgarferð Æ.F.R. hyggst efna til helgarferðar um næstu helgi. Farið verður n.k. laugardag frá Tjamargötu 20 kl. 2 e.h. og ekið til Þingvalla, um Kaldadal og staðnæmzt í Húsafellsskógi. Þar verður gist, en morg- uninn eftir verður gengið í Surtshelli og Stefánshelli. I bakaleiðinni verður ekið um Borgarfjörðinn og kom- ið í bæinn síðdegis á sunnudag. Er ekki að efa að fjöl- j mennt verði í þessa ferð og ! er öllu ungu fólki heimil 'i bátttaka. Þátttökugjaldi verður I mjög stillt í hóf. Innifalið í fargjaldinu er kaffi, kakó, súpa, gist- mg svo og ferðir. Allar nánari uppýsi’""’' gefur skrifstofa Æ.F.R. sími 17513. i ■* 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.