Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. 'júlí 1963 — 28. árgangur — 153. tölublað. Dauft yfir síldveiðunum Dauft hefur veríð yfir síld- 1 gær komu t.d. aðeins 6 eða ur nú verið saltað í rúmlega veiðunum fyrir Norðurlandi 7 skip til Sigiufjarðar og var 35 þúsund tunnur á Siglu- undanfarna sólarhringa, enda hvert þeirra með frá 300 upp firði. veður oftast nær óhagstætt. í 600 tunnur síldar. Alls hef- Þær vinna vii humar í Hraifrystistöiinni Sáttafundur i gær með þrem félögum Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Hinriki Guðmundssyni framkvæmdastjóra Stéttarfé- lags verkfræðinga hafa nú nokkrir verkfræðingar hafið störf hjá einstökum atvinnuveitendum og taka þeir kaup samkvæmt nýjum ráðningarskilmálum sem félagið setti 1. þessa mánaðar- f gær boðaði sáttasemjari rík- isins svo til samningafundar með fulltrúum Stéttarfélags verkfræðinga og atvinnurekenda og er það fyrsti fundurinn sem sáttasemjari heldur með aðil- um í þessari deilu en sl. laug- ardag héldu aðilar sjálfir við- ræðufund þar sem þeir gerðu grein fyrir viðhorfum sínum í málinu. Fundurinn í gær hófst kl. 17.30. Sáttasemjari boðaði eþinig til sáttafundar í gærkvöld með fulltrúum skipasmiða og Verka- lýðsfélags Akraness annars veg- ar og fulltrúum atvinnurekenda hins vegar. Hafa skipasmiðir nú staðið í verkfalli hátt í tvo mán- Laxveiðiréttindi í Gratarvogi Á síðasta borgarráðsfundi er haldinn var 9. þ.m. var lagt fram bréf frá landbúnaðarráðu- neytinu þar sem tilkynnt var að ráðuneytið hafi heimilað borginni innlausn réttinda til laxveiða í Grafarvogi. Myndin er af nokkrum stúlkum sem vinna við humar í Hrað- frystistöðinni í Reykjavík h.f. við Tryggvagötu en aðaleigandi henn- ar er Einar Sigurðsson ríki. Stúlkurnar höfðu brugðið sér út fyrir dyrnar út í sólskinið er ljósmyndari Þjóðviljans átti þar leið um í gærmorgun og notaði hann tækifærið til þess að taka af þeim eina mynd. — (Ljósm. Þjóðviljans A. K.). Friðrik í fimmta sœti 1 fjórðu umferð á skák- mótinu í Los Angeles vann Keres Friðrik Ólafsson. Najdorf vann Reshevsky, en ólokið er skák þeirra Pannos og Petrosjans, Þá er og ólokið skák Pann- os og Keres úr þriðju um- ferð. Fimmta umferð var tefld á miðvikudagskvöld. Hafði þá Petrosjan hvítt gegn Friðrik Ólafssyni. Skákin varð jafntefli eftir 40 leiki. Lét Petrosjan svo ummælt, að Friðrik kynni að hafa unnið, ef áfram hefði ver- ið teflt. Aðrar skákir úr þessari umferð fóru í bið. Að fimm umferðum lokn- um er Najdorf efstur með 3 vinninga og biðskák. Friðrik Ólafsson hefur 2 vinninga og er í fimmta sæti. Sjötta umferð var tefld í gær, og hafði þá Friðrik hvítt gegn Benkö. Berast væntanlega fréttir af þeirri umferð í dag. Samið við fjögur iðnaðar- mannafélög síðustu daga Uði en Verkalýðsfél.ag Akraness hefur boðað verkfali 14. þ.m. ef samningar hafa ekkj tekirt fyr- ir þann tíma. Loks virðist nú kominn nokkur skriður á samningana við iðnaðarmannafélögin og hafa vinnuveitendur gefizt upp á þeirri furðulegu fyrirætlan sinni að láta iðnaðarmenn ekki njóta a.m.k. svipaðra kjarabóta og önnur verkalýðsfélög hafa samið um á þessu ári. Prentarar og húsgagnasmiðir héldu félags- fundi í gær og voru þar samþykktir nýir samningar, en járnsmiðir halda fund í dag um hina nýju samninga. Þá hafa bókbindarar og samið. Staðfestu Bókbindarafélagið og vinnu- veitendur samninginn í gær. Samkomulag náðist milli Fé- lags járniðnaðarmanna og Meist- arafélags járniðnaðarmanna um kjaramálin á fundi í fyrrakvöld og gildir það til 15. október í haust, eins og samningar ann- arra félaga. Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki viðkomandi félaga og heldur Félag járniðnaðarmanna fund um þá í dag. Meginatriði hinna nýju samn- inga munu vera svipaðar kaup- hækkanir og verkalýðsfélögin hafa fengið það sem af er þessu ári og verður nánar skýrt frá samningunum í blaðinu á morg- un, eftir að félagsfundur hefur tekið afstöðu til þeirra. Húsgagnasmiðir Samningar tókust einnig í fyrrakvöld milli Sveinafélags hús- gagnasmiða og meistara. Megin- I tíma, áður en næturvinna hefst, _ Samningamir voru samþykktir atriði samninganna eru 15% en áður var eftirvinnutaxti borg- á fundi húsgagnasmiða sem hækkun á öllum kauptöxtum og aður fyrir þrjá fyrstu tímana í haldinn var í gærkvöld. eftirvinnutexti greiðist fyrir tvo I yfirvinnu. ' Framhald á 10. síðu. Samningar borgarstarfs- manna eru á döfínni ÞJÓÐVILJINN átfci í gær tal við Þórð Þórðarson formann samninganefnðar Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar og innti hann eftir því hvað liði samningum við borgina um kaup og kjör borgarstarfsmanna. ÞÓRÐUR SKÝRDI svo frá að samninganefnd Starfsmanna- félagsins hefði lagt fram til- lögur sínar um niðurröðun í Iaunaflokka síðast í júní en hún hcfði ekki lagt fram neinn launaskala enda kjara- dómur þá ókominn. Vinnur samninganefnd borgarinnar nú að því að yfirfara þessar tiilögur. Sagði Þórður að vart myndi að vænta gagntillagna af hálfu borgarinnar fyrr en eftir helgi. VARÐANDI Iaunaskalann sagði hann að hann myndi vænt- anlega verða mjög svipaður og hjá ríkisstarfsmönnum. AÐ IOKUM sagði hann að samn- ingarnir kynnu að dragast eitthvað á langinn vegna þess hve erfitt væri að ná mönn- um saman til viðræðna og fundahalda á þessum tíma árs þar sem margir eru í sumar- fríi. Hins vegar er gert ráð fyrir því að samningamir gildi frá 1. júlí sl. Kaup á Ananaustum Borgarráð heimilaði á síðasta fundi sínum að samið verði við Alliance h.f. um kaup á húsinu Ánanaustum. i Ennþá hefur ekki verið þinga& í Brimnesmálinu Þjóðviljinn sneri sér í gær til Loga Einarssonar yfirsakadómara og innti hann eftir því hvenær væri að vænta dóms í Brimnesmálinu svonefnda, en sem ktmnugt er fyrirskipaði saksóknari ríkisins í vor að höfða skyldi mál á hendur Axeli Krist'jánssyni vegna viðskipta hans við ríkissjóð í sambandi við útgerð hans á togaranum Brimnes sem þá var eign ríkissjóðs. Yfirsakadómari skýrði svo frá að sökum annríkis vegna flutninga sakadómaraembættisins í ný húsa- ! kynni svo og vegna sáttasemjarastarfa í vinnudeilum I í sumar hefði sér ekki unnizt tími til þess að þinga " í málinu síðan ákæruskjalið var gefið út. Hins vegar sagði hann að þingað yrði í málinu svo fljótt sem hægt væri en á þessu stigi gæti hann ekkert um það sagt hvenær dóms mætti vænta. ! í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.