Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júlí 1963 -------- ------------------------------------------ÞIÚÐVILUNN ------------------------------------------------------------------------------------— SIÐJ U Ráðherrafundurinn í Brussel Samkomulag um sam- i EBE og BRUSSEL 11/7 — Ráðherraráð Efnahagsbanda- lagsins samþykk'fi einróma á iundi sínum í dag að framtíðarsamskipti EBE og Bretlands skyldu eiga sér stað á vettvangi Yestur-Evrópubandalags- ins. Bretar hafa lýsf yfir ánægju sinni með þessa samþykkt sem gerð var að frumkvæði Gerhards Schröders, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands. „Látið manninn minn Iausan“ hrópaði Betty Ambaticlos og reyndi aö ryðjast fram hjá Jögreglumönnunum. Nú hefur henni verið gefin Ton um að látið verði að kröfu hennar. Áhrif mótmælanna: 17 grískir fangar leystir úr haldi EBE-ríkin öll og Bretland eru aðilar að Vestur-Evrópubanda- laginu. Með samþykktinni er á- kveðið að fulltrúar ríkja þess- ara skuli koma sana til fund- ar þriðja hvem mánuð og skulu ráðherrar sitja á tveim fundum á ári. Að öðm leyti verður hverju ríki um sig heimilt að senda hvaða fulltrúa sem vera skal. STOKKHÓLMI 11/7 — Eins og kunnugt er harst bólusótt til Svíþjóðar með sjómanni frá Indónesíu fyrir þrem mánuðum. Sænsk heilbrigðisyfirvöld voru farin að vona að þeim hefði tekizt að hefta útþreiðslu far- aldursins, en í dag kom í ljós að svo var ekki. 24. maðurinn hefur tekið veikina svo víst sé, og grunur leikur á að tveir til viðbótar séu sýktir. Annar þeirra er búsettur í Arboga en hingað til hefur faraldurinn ver- ið takmarkaður við Stokkliólm og nágrenni. Fullvíst er að kona ein 89 ára að aldri hefur tekið veik- ina er hún dvaldist á Nortull- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hún smitaðist af annarri roskinni konu sem hjúkrunarmaður einn smitaði fyrir skömmu. Annað þeirra sem grunsamleg eru tal- in. 48 áfa kona, hefur einnig legið á sjúkrahúsinu. BUENOS AIRES 11/7 — Að minnsta kosti 33 menn fórust og f jórir særðust hættulega í dag er kviknaði í argcntíska fljótabátn- um Ciudad de Asuncion scm var á siglingu á la Plata-fljóti um 65 kílómetra norður frá Bucnos Air- es. 421 maður voru um borð í skipinu. Enginn fundur í Moskvn í gær MOSKVU 11/7 — Enginn fundur var í dag haldinn á ráðstefnu kínverksa og sovézka kommún- istaflokksins í Moskvu. Blaða- menn biðu klukkustundum sam- an eftir því að kínverska sendi- nefndin birtist en fengu loks að vita hjá heimildarmönnum sem þeir tóku mark á að báðir aðilar hefðu orðið sammála um að halda engan fund í dag. hagsleg og stjórnmálaleg vanda- mál í Evrópu. ^Etlunin er að framkvæmdanef EBE sendi sérfræðinga sina á fundina. Annar hver fundur verður hald- inn í Brussel en hinir til skipt. is í hinum ýmsu höfuðborgum. Andstaða Frakka Sýnu alvarlegri eru veikindi manns eins frá Arboga sem nú liggur á farsóttarhúsinu í Vest- eras. Hann hefur ekki komið til Stokkhólms síðan bólusóttin gerði vart við sig, heldur dvalizt í Arboga allan tímann. Rann- sóknir sýna að hann getur ver- ið 'sýktur ‘ af "bólusótt enda þótt það sé ekki óyggjandi. Sérfræð- ingur sænska ríkisins í farsótt- um er farinn til Vesteras til að rannsaka veikjndi hans. Ef í ljós kemur að maður þessi er með bólusótt er ástand- ið orðið mjög alvarlegf. þar sem faraldurinn er þá eikki lengur takmarkaður við litið svæði og mjög erfitt verður að rekja smitunina. Síðan heilþrigðisyfirvöldin skýrðu frá þvi 14. maí að bólu- sótt hefði gerf vart við sig í Stokkhólmi. hafa um 700.000 manns látið bólusetja sig og er það um þrír fjórðu hlutar af í- búum á svæðinu. Um 20 flutningaskip og herskip komu á vettvang er Ciudad de Asuncion sendi út neyðarmerki. Fljótabáturinn er 2.330 smálestir brúttó. Er slysið vildi til var hann á leið frá Montevideo, höf- uðborg Uruguay, til Buenos Air- es. Tvö argentísk herskip sem fyrst komu á vettvang björguðu 210 mönnum. Síðar komu fleiri skip til að taka þátt i björgunar- starfinu. Meðal farþeganna mun hafa verið franski presturinn Abbed Pierre og mun hann vera heill á húfi. Hann er heimsþekktur fyrir starf sitt meðal fátæklinga og heimilislausra í Frakklandi. Snemma í dag fréttist að her- skipið Urature væri á leið til hafnar með 18 látna, fjóra særða og um það bil 300 heila á húfi. Ciudad de Asuncion var smíð- að í Skotlandi fyrir 33 árum. Það var í eigu skipaútgerðar argen- tinska ríkisins. sem ekki lýsti yfir stuðningi sínum við tillögu Schröders hafi verið Joseph Luns, utanríkis- ráðherra Hollands. Schröder sjálfur mun hafa lýst því yfir að hann væri persónulega hlynntari því að fastafulltrúar BBE-ríkjanna í Brussel og sendi- herra Breta við EBE kæmu sam- an á fundi. Hann dró þá til- lögu til baka vegna andstöðu Frakka. Bretar ánægðir Franska fréttastofan AFP he'f- ur það fyrir satt að brezkir ráðamenn fagni ákvörðun ráð- herraráðsins enda þótt þeim hefði þótt meiri akkur í tengsl- um milli framkvæmdanefndar EBE og brezku sendinefndarinn. ar í Brussel. Á það er bent að brezki varautanríkisnáðlherrann Edward Heath stakk á sínum tíma upp á þeirri lausn sem nú hefur verið ákveðin. Á fundinum í dag sagði Schröder að enda þótt enn hefði ekki verið rætt um það hvemig haga skuli ^amskiptunum við Noreg og Danmörku verði unn- ið að þvi að finna 'færar leið- ir til þess. Væri það mál raun- ar auðveldara viðfangs en raun- in varð á um Bretland. Sprenging í Brussel BRUSSEL 11/7 — I morgun sprakk sprengja við Þingsúluna svonefndu í Brussel, en hún var reist til að minna á einingu belg- íska rikisins og líta margir á hana sem þjóðarhelgidóm. Spreng ingin var það öflug að minnis- merkið skaddaðist verulega. Við súluna stendur minnis- merki um „óþekkta hermanninn" og við sprenginguna slökknaði eldur sem þar hefur brunnið frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Talið er að hér hafi verið að verki ofstækismenn úr hópi Flæmingja sem viljað hafa skapa ólgu í sambandi við tillögur stjórnarinnar um lausn mála- streitunnar í landinu. Kommúnista- ofsóknir i Argentínu BUENOS AIRES 11/7 — Argen- tínsk stjómarvöld æfla ekki að Iáta við það sitja að banna andstæðingum sínum að bjóða fram við kosningar. í dag létu þau kné fylgja kviði og gáfu út tilskipun sem bannar komm- únistaflokk landsins og 29 fé- lagssamtök önnur sem valdhaf- amir telja að kommúnistar eigi ítök í. Meðal hinna bannfærðu eru Mannréttindabandalag Argen- tínu, Samband menningarfélaga Gyðinga, Macara-leikhúsið og fjölmargir bókaklúbbar og lestr- arfélög. Auk þess er skýrt frá því að hafnar verði umfangsmiklar rannsóknir varðandi þá menn í þjónustu ríkisins sem grunaðir eru um kommúnistískar tilhneig- ingar. Ennfremur verða gerðar ráðstafanir til að hindra að er- lendir kommúnistar komist inn í landið. I.ONDON og AÞENU 10/7. — Svo virðist sem mótmæla- aðgerðirnar sem efnt var til í London við komu kon- ungshjónanna Páls og Frederiku af Grikklandi hafi haft nokkur áhrif í heimalandi þeirra hjóna. 1 dag létn grisk stjómarvöld Iausa 17 menn scm sctið hafa í fangclsum af stjómmálaástæðum. Ileimildarmenn í Aþenu fullyrða að þessi ráðstöfun sé í sambandi við mótmælaaðgerðirnar í Lon- don. I dag gekk á fund Pipinelis forsætisráðherra frú Betty Am- batielos sem mikla athygli vakti í gær með þeirri kröfu sinni að Krústjoffmun fara til Kúbu HAVANNA 11/7. — Osvaldo Dorticos, forseti Kúbu, skýrði frá því í gærkvöld að afráðið sé að Nikita Krústjoff, forsælis- ráðherra Sovétrikjanna, heim- sæki Kúbu, en enn væri ekki ákveðið hvenær af því yrði. Hinsvegar væri fullvíst að Krústjoff gæti ekki verið við- staddur hátíðahöldin 26. júlí. Dorticons gat um heimsókn Krústjoff er hann ræddi við 59 bandaríska stúdenta, sem nú eru staddir í Havanna. Stúdentamir komu þangað frá Prag og hafa þar með brotið bann það sem bandarísk stjómarvöld hafa sett við ferðum bandarískra borgara til Kúbu. maður hennar Tony Ambatielos yrði látinn laus. Ambatielos er grískur verkalýðsforingi sem set- ið hefur í fangelsi í sextán ár. Frúin var ánægð er hún kom af fundi forsætisráðherrans, sem er í fylgd með konungshjónunum, Sagði hún að Pipineli hefði hlust- að á bænir hennar með samúð og kvaðst hún því hætta frekari aðgerðum. Um 1100 stjómmála- fangar sitja nú í grískum fang- elsum. I dag heimsótti Frederika drottning skóla nokkra en Páll maður hennar gamnaði sér við að skoða vigdreka úti fyrir Ports- mouth. 1 nótt voru máluð vígorð á skóla þá sem drottning skyldi heimsækja en áletranir þessar voru afmáðar eða málað yfir þær árla í morgun. Verkamenn mót- mæla frumvarpi PARÍS 11/7. — Verklýðssam- tök í Frakklandi sem sósíalistar, kaþólskir og kommúnistar ráða efndu í dag til stuttra verkfalla og mótmælaaðgerða víðsvegar í landinu til þess að mótmæla hinu nýja lagafrumvarpi stjóm- arinnar sem bannar skyndiverk- föll. Mótmælin voru meðal ann- ars fólgin i þvi að verkamenn- irnir á hinum ýmsu vinnustöðv- um komu allt að þvi stundar- fjórðungi of seint til vinnu sinnar í morgun. 8 börn sögð hafa farizt í eifurgasórás ADEN 11/7 — Landvamaráðu- neyti imansins í Jemen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sex böm hafi Iátið iífið og 32 fullorðnir hlotið ávcrka er egypskar flugvélar hafi varpað eiturgassprengjum yfir Jemen 8. júní síðastliðinn. Yfirlýsingin hefur inni að halda skýrslu frá fjögurra manna nefnd sem falið var að rannsaka málið. Nefndin fór til þorpsins A1 Koma en það varð fyrir árás- inni. 1 skýrslunni segir að enn finnist undarleg lykt á svæði þessu. Ú Þant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fyrir yfirmann sendinefndar samtakanna í Jemen að rann- saka málið. Ennfremur hefur hann beðið málsaðila að veita upplýsingar sem sannað geti eða afsannað fullyrðingarnar um að eiturgasi hafi verið beitt. Púfabréf um lýðræði VATIKANINU 11/7. — 1 gær- kvöld var i Vatikaninu birt bréf frá Páli páfa sjötta og fjallar það um þann skilning sem kirkj- an leggur í hugtakið Iýðræði. Segir páfí að kirkjan muni ekki beita sér gegn neinu því stjórn- arformi sem er réttlátt og mið- ar að hagsbótum þegnunum til handa. Ennfremur segir hann að lýðræði krefjist þess að borgaramir séu nægilega upp- lýstir og að þeir sjálfir séu sjálfir færir um að meta þær upplýsingar sem þeir fá. Beðið sé fyrir Suður-Ifríku LONDON 11/7. — Brezkir kirkjuleiðtogar birtu í dag yf- irlýsingu þar sem segir að til alvarlegra atburða hljóti að koma í Suður-Afríku ef stjórn- arvöldin þar í landi haldi upp- teknum hætti. Yfirlýsinguna undirrita meðal annarra erkibiskupar ensku kirkjunnar, rómversk-kaþólski erkibiskupinn í Birmingham og framkvæmdastjóri brezka kirkju- ráðsins. Leggja þeir til að efnt verði til sérstaks bænadags vegna Suður-Afríku. Funtfið safn bréfa eftir Fram Kafka Nýlega fannst i Prag mikið og merkilegt safn bréfa eftir hinn víðfræga tékkneska rithöf- und Franz Kafka. Er hér um að ræða 250 bréf sem verið hafa í vörzlu Veru Saudek sem er fjarskyldur ættingi skálds- ins. Segja þeir sem kannað hafa að bréf þessi varpi nýju Ijósi á ýmis atriði í lífi og rit- verkum Kafka. Um það bil 100 bréfanna eru rituð til Ottla, yngri systur Kafka. Ennfremur er þar að finna mörg bréf sem unnusta hans, Dora Dymant, skrifaði samkvæmt fyrirsögn hans eftir að hann var orðinn of veill til að skrifa. Þar að auki eru í safninu bréf frá einum vina hans þar sem lýst er síðustu ævidögum skáldsins. Mikilverðustu bréfin verða birt i næsta hefti tímarits tékk- nesku rihöfundasamtakanna sem nefnist „Plamen“. Bréfin verða síðar gefin út í bókar- formi. Heimildarmenn í Brussel hafa Á dagskrá má taka öll efna- skýrt frá því að eini aðilinn Bólusótt breiöist enn út í Svíþjóð 33 fórust er skip brann í Argentínu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.