Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA----- Ctgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiösla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Matvælaiinaiur Fj'itt allra mikilvægasta verkefnið, sem framund- ^ an er í uppbyggingu íslenzks atvinnulífs, er fullvinnsla og gjörnýting þeirra miklu hráefna til ma’tvælaiðnaðar, sem árlega eru framleidd hér á landi. Fram til þessa hafa íslendingar fyrst og fremst verið hráefnaframleiðendur; framleiðslu- vörur okkar jafnt í sjávarútvegi og landbúnaði hafa yfirleitt verið fluttar út lítt eða með öllu ó- unnar. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að með fullvinnslu vörunnar er unnt að gera hana margfalt verðmætari og auka þannig útflutnings- verðmæ'ti hennar og þar með þjóðartekjurnar til muna. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessa átt hér á landi hafa lengstum átt litlum skilningi stjórnarvaldanna að fagna. Þannig stóð það hinu merka brautryðjendastarfi dr. Jakobs Sigurðsson- ar, forstöðumanns Fiskiðjuvers ríkisins, á þessu sviði fyrir þrifum, að stjórnarvöldin takmörkuðu þá starfsemi á ýmsan hát't. Og þegar fyrirtækið bar sig þrátt fyrir þetta, tóku núverandi stjórnar- flokkar sig til og seldu það! Eitthvað svipað virð- ist ætla að verða upp á teningnum með hina ný- stofnuðu niðurlagningarverksmiðju á Siglufirði; áhriiamiklir aðilar, sem hagnazt hafa á að selja hráefnið beint úr landi, kæra sig lítt um að greiða fyrir því að rekstur þessarar verksmiðju gangi svo sem æskilegt væri. i það hefur margsinnis verið bent í Þjóðviljan- ^•um, að uppbygging fullkomins matvælaiðnað- ar úr hráefnum okkar, er fyrsta og mikilvægasta skrefið á braut okkar til frekari iðnvæðingar. Með skynsamlegri stjórn á þjóðarbúskapnum geta ís- lendingar byggt slíkan iðnað upp af eigin ramm- leik, og hann þannig orðið undirstaða stærri og meiri átaka á þessu sviði. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa einnig lagt á þetta ríka áherzlu á Al- þingi; í frumvarpi Einars Olgeirssonar um áætl- unarráð, sem hann hefur flutt á undanförnum þingum, er einmitt gert ráð fyrir því að fullkom- inn matvælaiðnaður geti orðið undirs'taða íslenzkr- ar stóriðju. Enda hefur reynslan hvarvetna orðið sú, að þróunin frá hráefnaframleiðslu til fullkom- innar iðnaðarframleiðslu, skapar þjóðum skilyrði til ótrúlega örra framfara. Fram til þessa hefur þessum baráttumálum Al- þýðubandalagsins lítt verið sinnt, og var ekki annað sýnna, en ýmsir forystumenn á sviði efna- hagsmála gætu ekki hugsað sér neitt minna en stóriðjuframkvæmdir fyrir atbeina erlends einka- fjármagns. Það hefur því vakið mikla athygli, að í forystugrein 1 nýjasta hefti Fjármálatíðinda, setur dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, fram þá slroðun, að brýna nauðsyn beri til þess að efla fiskiðnaðinn og bæta aðstöðu hans, og ber mjög að fagna því, ef sú stefna yrði nú ofan á hjá stjórnarvöldunum. — b. MÓBVILJINN Föstudagur 12. júlí 1963 Hinn ákærði fjarstaddur Mál Globkes tekið fyrir af hæstarétti A-Þýzkalands ákærði neitaði skilyrðislaust sekt sinni. Handtökuskipun Dr. Hans Globke — fyrr og nú. Á þriðjudaginn var tók hæstiréttur Austur- Þýzkalands mál dr. Hans Globkes til meðferðar. Globke var eins og kunnugt er einn helzti lög- fræðingur Hitlers og er nú ráðuneytisstjóri og hægri hönd Adenauers í Vestur-Þýzkalandi. Eftir að forseti réttarins, Heinrich Topelitz, hafði lýst yfir að málaferlin væru hafin hrópaði hann upp nafn Globk- es. Eftir nokkra þögn sagði hann svo: „Ég slæ því föstu að ákærður er ekki viðstaddur". Síðan var ákveðið að réttar- % höldin færu fram að ákærðum fjarstöddum, samkvæmt 236 grein hegningarlaganna. Verjendurnir skýrðu frá því að þeir hefðu sent Globke bréf og beðið um gögn sem þeir gætu stuðst við í vörninni. Ekk- ert svar heföi borizt frá hon- um og hefðu verjendurnir af því dregið þá ályktun að hinn Eftir útskýringar verjand- anna fékk ríkissaksóknarinn Josef Streit orðið. Hann skýrði frá því að í aprílmánuði í ár hafi verið gefin út handtöku- skipun á hendur Globke vegna stríðsglæpa sem hann drýgði á stríðsárunum í Berlín og víðar. Globke hefur skilið eftir sig merki um alla Evrópu: 53.000 Austurríkismenn urðu fórnar- lömb kynþáttalaga hans, 20.000 Tékkar, um það bil sex millj- ónir Pólverjar, tugþúsundir Frakka. Af þeim 3500 Gyðing- um sem búsettir voru í Lux- emborg lifðu 500 ógnir nazism- ans af. Svipaða sögu er að segja frá Júgóslaviu, Noregi, Sovétríkjunum, Grikklandi, Rú- meníu, Ungverjalandi, ltalíu, Búlgaríu o.s.frv. Glæpir Globkes eru refsi- verðir samkvæmt meginreglum þeim sem hafðar vona í huga við réttarhöldin í Niirnberg. Auk þess er Globke kærður á grundvelli 211. og 47. greinar hegningarlaganna a-þýzku en þær lagagreinar fjalla um morð. Fulltrúar frá 23 löndum taka þátt í réttarhöldum þessum, ýmist sem sérfræðingar, vitni eða áheyrnarfulltrúar. Auk þess er fjölmennur hópur blaðamanna víðsvegar að úr heiminum viðstaddur. Ný hneykslismál á döfinni í Bretlandi Færekkiað giftast, er talin daað! — En þér eruð dauð sam- kvæmt laganna bókstaf og þar af leiðandi er ekki unnt að gifta yður. Þannig hljómaði svarið sem Grazia Cisternino fékk er hún leit inn í ráðhúsið í Fasano til þess að láta lýsa með sér og unnusta sinum. Grazia er 21 árs að aldri. Ætlunin hafði verið að hún og unnusti hennar gengju í hjóna- band 22. þessa mánaðar en af því verður tæplega þar sem ó- líklegt er, að Grazia vérði „komin til lífsins" fyrir þann tíma. Mikið uppistand varð í ráð- húsinu þegar í ljós kom að skrárnar sýndu að Grazia var látin og einn skrifstofumann- anna hafði auk þess upp á dán- arvottorði hennar. Hvemig þessi gögn eru komin í hendur yfirvaldanna er óræð gáta bæði fyrir Graziu og yfirvöldin sjálf. 128 skip á svört- um lista í USA Bandaríkjamenn hafa nú sett 128 skip á svartan lista fyrir að hafa fiutt vörur til Kúbu eftir að verzlunarbann var sett á eyjuna 1. janúar í ár. Meðal skipa þessara eru 41 brezkt, eitt japanskt, tvö sænsk, sex norsk, 34 grísk, 21 líban- onskt, sjö ítölsk, sjö pólsk, fjögur júgóslavnesk, tvö spænsk, eitt vestur-þýzkt og eitt marokkanskt. Ekkert svar Háir staflar af skjölum liggja á borði forsetans og er þar um að ræða gögn sem greina frá starfsemi Globkes í innanríkisráðuneyti nazista, þar á meðal eru ýmis skjöl sem Globke hefur ritað með eigin hendi. Þrír ráðherrar aðrir en John Profumo sagðir við þau riðnir Nýfundinn Herakies Þessi Heraklesarmynd fannst fyrir skömmu í Búlgaríu. Hún er úr marmara og fer varla milli mála að höfundi hennar hefur á undraverðan hátt tekizt að lýsa því gífurlega afli sem honum var efst í huga. Varla líður sá dagur að brezk blöð hafi ekki einhver ný tíðindi að segja af hneykslum sem komizt hefur upp um og eru að einhverju leyti tengd Profumomálinu- Denning lávarður sem falið var að kryfja það mál til mergjar er sagður hafa þegar safnaö miklum gögnum um hneykslanlegt líferni margra brezkra fyrirmanna og er sagt að í þeim hópi séu a.m.k. þrír aðrir ráðherrar Hennar Hátignar. Það er hið útbreidda viku- blað „The People“ sem kann að skýra frá þessu. Blaðið þyk- ir að vísu ekki sem trúverðug- ast, en eftir Profumomálið telja menn varasamt að bera brigður á nokkrar þær sögur sem sagðar eru af brezku fyrir- fólki, hversu ótrúlegar sem þær eru. Ráðherra á klámmynd? 1 vor, áður en upp komst um Profumomálið, gerðu brezk blöð sér tíðrætt um annað hneyksli meðal brezks fyrirfólks, það var skilnaðarmál hertogahjón- anna af Argyl, en það er ein af elztu og virðulegustu aðals- ættum Skotlands. Mál þetta var sóðalegt með afbrigðum, en brezk blöð settu þáð ekki fyrir sig, heldur röktu öll málsatvik eins rsékilega og hægt var inn- an marka meiðyrðilöggjafarinn- ar. Eitt sönnunargagn hertogans fyrir hjúskaparbrotum lafðar- innar var ljósmynd sem sýndi hana nakta í rúminu með karl- manni. Þótt höfuð karlmanns- ins sæist ekki á myndinni skáru „læknisfræðilegir sér- fræðingar“ úr um að þar væri ekki um lávarðinn sjálfan að ræða. Hins vegar kom ekki fram í réttarhöldunum hver hefði þarna kokkálað hertog- ann og látið mynda sig að verki, en nú segir „The People" að það hafi verið einn af ráð- herrum drottningar. Blaðið skýrir frá því að Denning lávarður hafi komizt að þessu við rannsókn Pro- fumomálsins, og hafi það orðið til þess að hann hafi beðið um að fá öll gögn i hendur sem lögð voru fram í hinu alræmda skilnaðarmáli hertogahjónanna, m.a. dagbækur lafðarinnar. þar sem skráð eru nöfn hinna mörgu elskhuga hennar ásamt ýmsum sérstæðum athugasemd- um. Fæst þau nöfn eru kunn, en a.m.k. eitt kom fram í rétt- arhöldunum í skilnaðarmálinu, nafn Siegfrid von Braun. bróð- ur hins kunna eldflaugasmiðs en hann er nú fulltrúi vestur- þýzku stjómarinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum, en var áður siðameistari hennar f B""” Enn ein ljósmynd Þá segir blaðið að athygli Dennings lávarðar hafi beinzt að enn öðmm ráðherra, vegna þess að fundizt hafi ljósmynd af honum fóklæddum í hópi annarra. 1 hópnum var einnig ungfrú Christine Keeler. Blað- ið segir ennfremur að allskonar sögusagnir gangi um þriðja ráðherrann og gefur í skyn að ástæða sé til að ætla að bær hafi við rök að styðjast. Enginn þessara þriggja ráðherra er nefndur á nafn og furðar eng- inn sig á því sem þekkir hinar ströngu reglur enskrar meið- yrðalöggjafar. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.