Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.07.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA HÓÐVILIIM Föstudagur 12. júlí 1963 GWEN BRISTOW: / I HAMINGJU LEIT á morgun. Þú þráir nefnjlega ævintýri og spennjng og ef John hefði sagt Þér frá þessu gulllandi og sagt að þú fengir aldrei að sjá það, þú ættir að sitja heima og bródéra — al- máttugur, hvað gengur nú að þér? Ertu að gráta?“ „Nei, ég er að hlæja“, sagði Garnet. Hún hélt teppinu fyrir munn- inn til að bæla niður hláturinn, en það tókst ekki. Florinda hafði rétt fyrir sér, öldungis laukrétt, og nú mundi Garnet hvar hún hafði heyrt þetta allt saman áður. Faðir hennar hafði sagt það við hana daginn góða í New York. þegar hann hafði gefið henni samþykki sitt til þess að giftast Oliver og fara til Kalifomiu. Hann hafði sagt henni hvers vegna hann gæfi þetta leyfi. Hann hafði minnt hana á forfeður hennar, ævintýramenn sem vildu ekki sitja um kyrrf heima og iifa skikkanlegu lífi eins og vera bar á þeim tíma. Þeir höfðu ferðazt út í auðnina, þeir höfðu fengið það sem þeir sóttust eft- ir, þeir höfðu skapað hana og landið hennar. Og nú var blóð þeirra í æðum hennar og lífs- þorsti þeirra og hún óskaði þess sama og þeir, mannrauna og 'ævintýra í nýjum heimi. Og hún hafði haldið að hún óskaði sér aftur heim í Union Spuare! Hún hafði haldið, að hún óskaði sér náðugra og til- b’-evtingarlausra daga. þar sem hún vissi fyrir allt sem gerð- ist Skelfingar auli hafði hún verjð Hún vildi ekki frið og hún kærði sig ekki um karl- mann sem gat veitt henni frið. Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 ffl. b (lyfta) Simi 24616 P E R M A Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLDSTOFA AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — Hún vildi fá John, vegna þess að John var hið óþekkta og við hlið hans yrði lífið ti'lbreyt- ingarríkt og spennandi. Florinda var aftur búin að halla sér úf af. Gamet hvíslaði: ,.Ertu sofnuð, Florinda?“ ,,Nei, en ég sofna eftir andar- tak ef þú hefur hægt um þig.“ „Ég ætlaði bara að segja Þér, að þú hefur alveg rétt fyrir þér. Auðvitað fer ég til gull- landsins". ,,Ágætt“, sagði Florinda. „Við hittumst í San Francisco". 50 Sólin brauzt gegnum morgun- þokuna og Risinn var ferðbú- inn. Klyfjahestarnir og reið- hestarnir stóðu fyrir framan veitingastofuna undir eftirliti þjónanna. S'kikkjur þeirra bar við gráa þokuna. Fremst í flokki stóð stórvaxin hryssa Risans með silfurbúinn hnakk og beizli. Hestarnir spörkuðu og fjöldi bæjarbúa stóð álengdar og dáð- ist að hinum skrautlega flokki. Piltamir röbbuðu saman og lag- færðu klyfjamar og döðmðu við ftúlkumar sem kdmið höfðu •fil að' borfa á éftir þeim. Þjón- arnir áttu að ríða með Risan- um til San Francisco og hann hafði sagt þeim að þegar hann færi um borð í skipið ættu þeir að fá bæði hestana og reiðver- in, svo að þeir kæmu til baka jafn glæsiiegir og þeir fóru. Veitingastofan var enn lok- uð. Florinda hafði lýst því yf- ir að hún yrði ekki opnuð fyrr en Risinn væri vel úr augsýn. Hún gerði svo sjaldan kröfur fyrir sjáifa sig, að Silky þótti ráðlegast að setja sig ekki upp á móti þvi. Silky hafði sjálf- ur komið niður til að taka við hönzkunum sem Risinn færði honum kvöldið áður, og þegar hann var búinn að óska honum góðrar ferðar. hafði hann frið til Abbots til að taka á móti whiskysendingu sem ko;mið hafði með skipi. Risinn var í eldhúsinu ásamt John og Florindu og Garnetu. Ungu stúlkumar höfðu skreytt sig með gullnálunum gem hann hafði gefið þeim. Þær voru dá- Ktjð dapureygar af svefnleysi. en Mikki hafði komið óbeðinn og fært þeim kaffi. „Blessunjn hann Mikki“. sagði Florinda þegar hún drakk kaffið. „Ég vona að ég geti fengið hann með mér til San Francisco". „Heldurðu ekki að Silky fari með þér líka?“ spurði Risinn. „Það vona ég, en ég ætti auð- veldara með að komast af án hans en Mikka. En þegar Silky fréttir um gullið. get ég ekki ímyndað mér annað en hann vilji fá sinn skerf af þvi.“ Samræðumar voru daufar. þau gátu litið sagt. Þeim þótti vænt uffl Risann og vildu ó- gjaman sjá af honum, en þau skildu þó vel að hann langaði til að sjá aftur landið sitt og þjóð sína. Þau veltu því öll fyrir sér hvort hann kæmi til baka. John sagði fátt. Hann sagði yfirleitt lítið þegar eitthvað gekk nærri honum. Nú átti hann að •kveðja bezta vin sinn og Garnet og Florinda vissu að það var ekki auðvelt. Eftir nokkra stund gengu mennimir tveir að bakdyrunum og þar stóðu þeir og töluðu saman í hálfum hljóðum. Þeir brostu hvor ti'l annars en svip- ur þeirra var alvarlegur og Ris- inn lagði höndina á öxlina á John og þrýsti hana. Garnet og Florinda sneru sér undan og Florinda hellti meira kaffi í bollann Qg sagði: „Almáttugur hvað ég á éftir að sakna þessa tröllaukna Rússa“. Eftir fáeinar mínúfur kom Risinn aftur að borðinu. Hann sagðist ætla að kveðja. Þær risu á fætur í skyndi. Gamet með kökk í hálsinum og hún var feg- in því að hún var kona. Ef hún var gráti nær, þá þurfti hún ekki að skammast sín fyrir það. Hún velti fyrir sér hvort Flor- inda myndi líka gráta. En, nei, Florinda grét aldrei. Einmitt nú brosti hún og sagði: ,,Jæja, góða ferð og gangi þér vel“. rétt eins og Risinn ætlaði að fara til San Diego. Risinn þakkaði henni og sneri sér að Garnetu. „Viltu gefa mér kveðjukoss, Garnet?“ spurði hann. Gamet tók um háTsinn á hon- um. Risinn þrýsti hana, svo að hún náði varla andanum og hann kyssti hana og tárin komu fram í augu hennar og mnnu niður vangana. Með anrian handlegginn um mitti hennar tók Risinn fram vasaklút og þurrkaði henni um augun og sagði: „Ég er glaður yfir að þú skul- ir meta mig svo mikils að þú grætur þegar ég fer. Mér þykir ekki gaman að fara frá þér. En ég er feginn því hvað þið John emð hamingjusöm. Ég mun alltaf elska ykkur og hug§a til ykkar“. Gamet sagði líka að hún elsk- aði hann og bað hann að koma til baka ef hann gæti. Þegar hann sleppti henni, fók hún upp vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um augun, því að tárin flóðu ennþá. John tók um hand- legginn á henni og teymdi hana að eldavélinni. „Við bíðum héma“, sagði hann lágt. „Eigum við ekki að fylgja honum út og sjá þegar hann fer?“ „Jú. en ekki alveg strax. Hann sagðist þurfa að segja dáKtið við Florindú'. Gamet leit við. Risinn og Florinda vom á leið inn í bar- inn. Hann hafði opnað dyrnar fyrir henni og hún leit á hann hissa^ og spyrjandi. Hún hafði bersýnilega ekki búizt við þessu, að hann myndi kveðja hana undir fjögur augu. Garoet spurði: „Hvað ætlar hann að segja við hana, John?“ „Það hef ég ekki hugmynd um“, svaraði John, hann skar- aði viðutan í glæðumar. „Ég mun sakna hans, Garnet“. „Já, það veit ég“, svaraði hún blíðlega. „Enn meira en við“. „Hann er bezti maður sem ég hef kynnzt á ævinni". sagði John. Hann lagði frá sér skör- unginn, tók um mitti hennar og dró hana að sér. „Ég er feginn því að hafa fengið þig“, sagði hann. „Strax og Nikolai er farinn, ætla ég á fund alcaldans". „Ætlarðu ekki að fylgja Risanum á leið?“ John hristi höfuðið. „Nei, að draga kveðjustund á langinn er að draga kvöl á langinn. Ég vil kveðja í eitt skipti fyrir öll og Ijúka því af“. Hann tók blý- ant og blað uppúr vasanum. „f stað þess að standa hér og sýta, skulum við gera eitthvað að gagni. Alcaldinn þarf að fá allar upplýsingar um Þig. Fæðingar- dag og ár ríkisfang og svo framvegis". „Fædd tíunda janúar 1826“, sagði Garnet. „f New York borg. Báðir foreldrar mínir eru fædd- ir í Bandarikjunum“. „Og svo var það fyrra hjóna- band þitt, hann vi'll sjálfsagt fá upplýsingar um það líka“. John skrifaði hratt. Hann var skynsamur, hugsaði Gamet. Að standa ekki þama og sýta! Hafa eitthvað fyrir stafni! Hún leit að bamum. Dyrnar voru lokað- ar. Florinda fylgdist með Risan- um inn í veitingastofuna. Þau stóðu saman bakvið barborðið, þar sem hún hafði staðið i mörg hundruð klukkutíma og skenkt í glös handa hundruðum karlmanna. Stofan virtist svo framandi, þegar hún var mann- auð. Mjóar sólarrákir smeygðu sér inn um rifurnar á hlerun- um og daufur hávaði barst inn frá götunni. Þetta var allt orð- ið svo breytt. Garnet myndi ekki framar vinna þarna með henni og sjálf yrði hún ekki þarna miklu lengur. því að hún ætlaði til San Francisco. Allt var breytingum háð. En það var lilgangslaust að harma það. Þnnig yrði það. Og heim- urinn væri leiðinlegur án ti'l- breytinga. Risinn ætlaði jil Rússlands. Hann hafði sagt henni fyrir löngu að hann ætl- aði að fara, en hún hafði ekki trúað þvi almennilega, fyrr en núna. Rússland var þokukennd- ur staður í órafjarlægð. Það var erfitt að gera sér i hugarlund að þar væri einhver, sem hún þekkti. Hann kæmi aldrei fram- ar á barinn, þar sem birtu staf- aði af honum. vegna góðleika hans og skrautlegs klæðaburð- ar. Þegar hann kæmi aftur til Califomíu. gæti hann alltaf haft upp á henni í San Francisco. En kæmi hann aldrei til baka. Skollinn sjálfur, hugsaði Flor- inda, nú er ég að verða tilfinn- ingasöm. Ég hef kvatt svo marga um dagana. Það er bara að horfa beint fram fyrir sig, það er eina leiðin. Eins og ég hef alltaf sagt, þá er aldrei að vita hvað bíður manns og kannski verður það eitthvað skemmtilegt. Oftast er það svo. Það er bezt að Ijúka þessu af. Hún sneri sér undrandi að Risanum. Hún var rétt i þessu að átta sig á að þau höfðu stað- ið þama drykklanga stund án þess að mæla orð. Risinn stóð með olnbogana á barborðinu og horfði á hana og brosti sínu alúðlega. viðkvæmn- islega brosi. Florinda fann að hún var í þann veginn að verða tilfinningasöm aftur, þegar hún hugsaði til þess að kannski væri SKOTTA Skúli var að hreinsa vatnsbyssuna sína, þegar skotið hljóp allt í einu af. Steindór vill sel/a Chevrolet langferðabifreiðir 18 og 26 manna. Seljast ódýrt. Ennfremur Kaiser fólksbifreiðir. Seljast ódýrt. Chevrolet fólksbifreið, módel 1955, 6 manna, í góðu standi. Peugéot fólksbifreið, 5 manna, model ’62 Ekin 7 þúsund kílómetra. Mercedes Benz, dísel, model ’61, í góðu standi. Bifreiðastöð Steindórs, Sími 18-585. Staða framkvæmdastjóra bæjarútgerðar Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsing- um um fyrri störf og menntun sendist útgerðarráði B.H. Umsóknarfrestur er til 24. þessa mánaðar. Útgerðarráð •5~‘~>-BJÖRNSSON 4 co .o RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.