Þjóðviljinn - 13.07.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Side 1
Laugardagur 13. júlí 1963 — 28. árgangur — 154. tölublað. LOKIÐ NÆR ÁTTA VIKNA VERKFALLI: Skipasmiðir fengu 14,7 % kjarabót Timburhús stórskemm- ist af eldi 1 gær klukkan 16.25 var slökkviliðið kvatt að Heiðar- gerði 86 sem er einlyft timb- urhús með Iágu risi. Þegar á staðinn kom var mikill eldur í tveim stofum sem eru I norðurenda hússins og brunnu þau herbergi alveg að innan og allt innbú sem í þeim var eyðilagðist. Slökkviliðinu tókst hins vegar að verja því að eldurinn kæmist í herbergi, eldhús og forstofu sem eru i suðurenda hússins og einnig tókst því að verja loftið og útveggi skemmdum. Er öll innrétting í húsinu úr trétexi. Mjög mikið tjón varð af völdum eldsins bæði á húsinu og innanstokksmunum. — Ókunnugt er um eldsupptök. I húsinu býr einhleyp kona og er hún eigandi þess. Innbrot í Hattabúðina Hufd í fyrrnótt var framið inn- brot í Hattabúðina Huld að Kirkjutorgi 4 og stolið þaðan rúmlega 400 krónum í pen- ingum, hálsfestum, hönzkum, armböndum, slæðum, sundbol- um o. fl. Lögreglan hafði hendur í hári sökudólgsins í morgun og játaði hann greið- lega á sig innbrotið. Var hann búinn að eyða peningunum en munirnir fundust í fórum hans og hefur hann þvi ekki verið búinn að koma neinu af þeim í verð. Friðrik með peð yfir í biðskókinni I sjöttu umferð Piati- gorsky-mótsins varð bið- skák hjá þeim Friðrik ÓI- afssyni og Benkö. Hefur Friðrik peði meira í bið- stöðunni. Annars bar það helzt til tíðinda í þeirri umferð að Reshevsky vann Keres, og var þó sá fyrr- nefndi ekki fullkomlcga heill heilsu. ■ Samningar tókust í kjaradeilu skipasmiða og vinnuveitenda í fyrrinótt og hafði sáttafundur þá staðið frá kl. 5 á fimmtudag til kl. 6 í gær- morgun ■ Vikukaup hækkar að meðaltali um 13,05%, verk- færagjald hækkar úr kr. 0,99 í kr. 1,70 (um 72%), og mun meðalhækkun á kaupi skipasmiða (grunn- kaup og verkfæragjald samanlagt) því nema um 14,7%. Verkfall skipasmiða hefur staðið í nær 8 vikur, en það hófst þann 20. maí sl. Virtjst áhugi vinnuveitenda á að leysa deiluna harla lítill, enda beitti Vinnuveítendasambandið áhrif- um sínum óspart til þess að reyna að hindra meira en 7,5% kauphækkun til skipasmiða. Samkvæmt hinum nýju samn- ingum sem voru samþykktir, á fundi Sveinafélags Skipa- smiða j gærkvöld verður vikukaup nú kr. 1625,00. eftir 3ja ára starfstíma hækkar það í kr. 1706,00 og eftir 5 ár í kr. 1750,00. Verkfæragjald hækkar úr kr. 0,99 í kr. 1,70. eða um nær 72%. Samanlagt munu þess- ar breytingar á samningum skipasmiða nema 14,7% hækk- un á kaupi þeirra, sem fyrr segir. Sveinafélag skipasmiða og Meistarafélag skipasmiða sam- þykktu hin nýju kjör samhljóða. Var ekki bólusótt STOKKHÖLMI 12/7 — Eins og skýrt var frá í gær voru heil- bhigðisyfirvöldin í Svíþjóð tekin að óttast að bólusóttin hefði nú borizt út fyrir Stokkhólm, þar sem maður nokkur í Arboga bar ýmis einkenni veikinnar. Nú virðist hinsvegar allar líkur benda til þess að bólusótt gangi ekki að manni þessum og anda því Svíar léttara í dag. Járnsmiðir samþykktu nýja samninga í gær ■ Félag járnsmiða hélt fund í gærkvöld og voru þar samþykktir samningar þeir sem samninga- nefnd félagsins hafði gert við meistara um kaup og kjör. Meðalhækkun á vikukaup járnsmiða er 13,1% en vikukaupstaxtar eru 3, og hækkar kaup- ið eftir starfsaldri. Vikukaup svejna verður nú kr. 1625,00. Eftir þrjggja ára starf hjá sama fyrirtæki hækk- ar vikukaupið í kr. 1706,00 og eftir fimm ára starf í kr. 1750,00, síðasti taxtinn er nú langsamlega algengasti taxtinn. Meðalhækk- Samkomulag um máladeiluna BRUSSEIL 12/7. — Neðri deild belgíska þingsing samþykkti í dag lagafrumvarp stjórnarinnar um lausn tungumáladeilunn-ar sem mikia ólgu hefur skapað í landinu að undanförnu. Frumvarpið var samþykkt með 157 atkvæðum gegn 33. Fundurinn stóð í 13 klukku- stundir. Síðar mun öldunga- deildin fjalla um frumvarpið. un á vikukaupi sveima sam- kvæmt þessu er því 13,1% sem fyrr segir. Samnmgurinn gildir frá 9. maí 1963 til og með 15. okt. 1963 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. Eins og sjá má af þessu virkar samningurinn um 9 vikur aftur fyrir sig, og náð- ist samkomulag um að reikna 13,1% (meðalhækkunina) kaup- uppbót af öllu greiddu kaupi á þessu tímabili. '®'EINS OG skýrt var frá í frétt-4>“ um, tilkynnti belgískur skip- stjóri, Victor de Pacpe, brezk- um yfirvöldum fyrir skömmu að hann myndi veiða á skipi sínu innan fiskveiðilögsögu Bretlands. BELGÍUMAÐURINN byggði þessa ákvörðun sína á göml- um samningi, sem Karl kon- ungur annar hcfði samþykkt árið 1666, þess efnis að belg- ískum fiskimönnum væri Ieyft að veiða í brezkri landhelgi í þakklætisskyni fyrir aðstoð vlð hann í útlcgð sinni. EKKI VILDU Bretar fallast á mál þess belgíska og eru myndirnar teknar þcgar brezkiir sjóliðar handtóku skipstjórann. BUENOS AIRES 12/7. — Að mjnnsta kosti 40 menn létu lífið þegar argentínski fljótabáturinn Ciudad de Asuncion brann og sökk á La Plata-fljótinu. 20 annarra er saknað. Um 420 menn voru um borð í skipinu er Stofnar sjóð / minningu föður síns Ásbjörn Ólafsson stórkaup- maður hefur stofnað sjóð til minningar um föður sinn en í dag, 13. júlí, eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Faðir Ásbjarnar hét ólafur As- björnsson og var frá Innri-Njarð- vík. Sjóðinn stofnaði Ásbjöm með 250 þúsund króna framlagi og skal hann vera í vörzlu Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og verður varið úr honum fé til styrktar þeim málefnum sem félagið berst fyrir. Nánari ákvæði um ávöxtun og úthlutun setur stofnandi síðar með skipu- lagsskrá. Langur en árangurslaus sátta- fundur í verkfræðingadeilunni ■ Sáttafundurinn í verkfræðinga- deilunni stóð frá því kl. 17,30 í fyrradag til kl. 6 í gærmorgun og bar hann lítinn árangur. Þrelað var alla nóttina um ýms aubaatriði en sjálft aðalatriði deilunnar, kaup- upphæðin, kom aldrei til umræðu. ■ Eini árangur fundarins var sá að kosin var sérstök undirnefnd skipuð fulltrúum beggja aðila til þess að ræða og freista að ná sam- komulagi um önnur atriði deilunn- ar en þau sem varða kaupupp- hæðina. ■ Þetta var fyrsti fundurinn sem sáttasemjari heldur með deiluaðil- um síðan málinu var skotið til hans. 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.