Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJðÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1?S3 DIODVIIIIN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 05 á mánuði. Kjarabaráttan í Tndanfarna daga hafa iðnaðarmannafélögin sam- ið eitt af öðru um kjarabætur, sem nema allt að 19% hjá einstökum félögum, en eins og kunn- ugt er fengu iðnaðarmenn enga lagfæringu á kjaramálum sínum í vetur, þegar almennu verka- lýðsfélögin fengu 5% kauphækkun. í samningun- um við iðnaðarmannafélögin var því mjög haldið fram af vinnuveitendum og málgögnum þeirra, að fráleitt væri að þau fengju meiri kauphækkun en sem næst þau 7,5%, sem verkalýðsfélögin fengu aftur nú fyrir skömmu. Þannig átti að setja iðn- lærða verkamenn skör lægra en ýmsar aðrar starfss'téttir, og Morgunblaðið gekk meira að segja svo langt að halda því fram, að samsvarandi kjara- bætur til iðnaðarmanna væri barátta gegn bætt- um kjörum hinna lægst launuðu. Er tæpast unnt að hugsa sér öllu meiri yfirdrepsskap en þennan málflutning Morgunblaðsins. Þegar verkamenn fara fram á bætt kjör, rekur Morgunblaðið að jafn- aði upp ramakvein og segir að slíkt komi ekki til mála; „atvinnuvegirnir þoli það» ekki“. En þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, þykist Mórgunblaðið vera einlægur málsvarí"hinna lægst launuðu, og segir þá að verið sé að stela kjarabót- unum frá þeim. "f 'A að er raunar ekkert nytt, að vinnuveitendur reyni á þennan hátt að skapa sundrungu með- al vinnandi stétta og etja þar einum gegn öðrum. Það liggur sem sé í augum uppi, að gróði atvinnu- rekandans muni minnka nokkuð við það, að all- ar starfsstéttir fái hækkað kaup, en ekki aðeins nokkur hluti þeirra. En flestum mun hins vegar ganga ’t’reglega að skilja þá röksemdafærslu, að kjör hinna lægst launuðu versni við það að aðr- ar stéttir fá einnig leiðréttingu sinna mála. Og á það má minna, að 1 forsendum fyrir úrskurði Kjaradóms um laun opinberra starfsmanna, var sérstaklega tekið fram, að laun þeirra — jafnt hin hæstu sem lægstu — hefðu verið leiðrétt með til- liti ’til þeirra hækkana, sem aðrar stéttir hefðu þegar fengið á þessu ári. Þess var jafnframt get- ið, að þetta hefði verið gert samkvæmt ósk ríkis- stjómarinnar sjálfrar. Vitanlega var þar ekki um að ræða „baráttu gegn kjarabótum hinna lægst launuðu“, heldur viðurkenningu á því, að kaup- hækkanirnar sem orðið hafa að undanförnu eru fyrst og frems'f til að mæta dýrtíðaraukningunni, en hún bitnar vitanlega á iðnaðarmönnum ekki síður en öðrum starfsstéttum. 17'n það er og verður lágmarkskrafa verkalýðs- samtakanna, að lægstu laun fyrir venjulegan 8 stunda vinnudag nægi til að lifa menningarlífi. Því marki verður ekki náð með því að lækka hlut- fallslega tekjur annarra vinnandi stétta, heldur með því að vinnustéttirnar í heild beri meira úr býtum við skiptingu þjóðarteknanna. Verkalýðs- hreyfingin mun því ekki meta árangurinn af bar- áttu iðnaðarmannafélaganna undanfarið á mæli- kvarða Morgunblaðsins, heldur sem sigur yinn- andi fólks í heild. — b. Ífc-Mtt'í&iíiii Islandsmeistarar Fram í 2. aldursflokki 1962. — (Ljósm. Bj. Bj.). Fram íslandsmeist- arí í 2. fl. 1962, sigraði VE með 3:0 Úrslitaleikurinn í öðrum fl. í knattspymu fyrir árið 1962 varð nokkuð síðbúinn, því það var fyrst á fimmtudagskvöld sem hann gat farið fram. 1 fyrra gat þessi úrslitaleik- ur ekki farið fram vegna þess að £kki váí Vitáð íyr en svo seint hvaða lið mundu sigra í riðlinum sem Vestmannaeyj- ar voru í. Áttu Valsmenn að fara þangað og keppa en af ýmsum ástæðum varð aldrei af því og var liði Vestmannaeyja þá úrskurðaður sigurinn. Þetta er i annað sinn sem annar flokkur Vestmannaeyja keppir til úrslita í flokki þess- um og bendir það til þess að knattspyma sé þar í uppsigl- ingu og þaðan komi bráðlega knattspyrnulið sem lætur að sér kveða. Leikur þessi var fjörlega leikinn af beggja hálfu og var þó búizt við að Fram mundi þegar taka leikinn í sínar hendur, þar sem í liði þeirra var helmingur meistaraflokks- liðsins — Islandsmeistaramir — Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og veittu Eyjamenn harða mótspymu. Sýndu þeir nokkuð góða knattmeðferð margir hverjir og mikinn baráttuvilja. Báðir áttu tækifæri til að skora og voru tækifæri Fram þó betri^. og opnari. Á fjórðu mínútu á Grímur Magnússon gott skot á mark Fram en því er bjargað af vamarmanni. fer innaná stöngina og þaðan í markið óverjandi fyrir mark- manninn. Næsta mark Fram kom á 20. mínútu eftir gott á- hlaup hægra meginn þar sem Ásgeir sendir yfir til Hallgríms Scheving vinstri útherja, sem viðstööulaust skaut hörku skoti sem markmaðurinn réði ekki við. Síðasta markið skorar svo Baldvin, einnig með skoti við- stöðulaust eftir sendingu frá Helga Númasyni, og var það af örstuttu færi. Réttlát úrslit Framarar höfðu yfirleitt ver- ið meira í sókn án þess þó að nokkur uppgjöf væri i liði Vestmannaeyinga. Síðustu 10 mín. áttu þeir meira að segja nokkur ágæt upphlaup og mun- aði ekki miklu að þeim tækist að skora eftir mjög gott áhlaup en Hailkell bjargaði mjög lag- lega á síðustu stundu. Þó Fram tækist að sigra og það væri réttlátur sigur (3:1 hefði verið betri mynd af leiknum) þá bjóst maður við meiri knattspymu af þessu liði og víst er að það getur meira. 1 þessu Framliði eru geðþekk- ir og myndarlegir menn sem ættu að geta orðið kjarni í framtíðarmeistaraflokki félags- ins ef þeir halda saman og æfa. Beztir voru Hrannar, Hallkell í markinu og miðvörðurinn Sigurður Friðriksson. en þar er í rauninni enginn veikur hlekk- ur. Efnilegir Lið Eyjamanna sem mest- megnis er úr Tý (9) gæti á- byggilega náð langt ef það fengi meiri leikreynslu og leik- menn þess sæju meira af leikj- um. Þeir eru fljótir að hlaupa og töluvert leiknir en þeim hættir til að vera of staðir i samleik, og ef til vill fyrir það fara þeir útí of mikið af lang- spymum, sem verða þeim erfið- ari. Ýmsir varnarmenn þeirra kunna heldur ekki lagið á því að hindra rétt og fyrir bragðið láta þeir leika á sig að óþörfu, Þar kemur kemur líka til full- mikill ákafi án hugsunar. En þetta lið þarf engu að kvíða, ef leikmenn geta haldið áfram að æfa og leika leiki og hugsa knattspyrnuna betur, t.d. hvað hreyfanleiki og staðsetn- ingar eiginlega eru og hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir leik- inn sem flokkaíþrótt. Yfirleitt höfðu þeir það allir sameiginlegt að vera fylgnir sér og að eiga til að bera baráttu- hug, og oft brá fyrir laglegum samleik sem þó slitnaði um of í sundur. Beztir voru: Páll Pálmason í markinu, miðvörðurinn Atli Einarsson og innherjinn Grím- ur Magnússon, Sævar Tryggva- son vinstri útherji geröi einnig margt laglega. Af annars flokks leik að vera verður ekki annað sagt en aö hann hafi verið nokkuð spenn- andi og á köflum laglega leik- inn. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi allvel. Radíótónar Laufásvegi 41a. Karlmannajakkar 890,00 kr. Miklatorgi. Mörkin Á 9. mín. einlék Baldvin Baldvinsson fram völlinn og höfðu Eyjamenn ekki við hon- um en skotið fór í stöngina. Aðeins 2 mín. síðar er dæmd vítaspyma á Eyjamenn en Helgi Númason spyrnir laust framhjá. Undir lok hálfleiksins eiga Eyjamenn gott skot rétt framhjá marki. Annars skiptust liðin á að sækja og á köflum sóttu Vestmannaeyingar af krafti en án árangurs. Þannig endaði hálfleikurinn, 0:0. í síðari hálfleik fóru Fram- arar að verða ágengari og hálf- leikurinn var ekki nema 5 mínútna gamall þegar þeir gera gott éhlaup fram miðjyna. As- geir Sigurðsson fær knöttinn I við vítateig, eygir smugu og skýtur þannig að knötturinn I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.