Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞJÓÐVILIIM Laugardagur 13. júlí 1963 GWEN BRISTOW: F I HAMINGJU LEIT þetta í síðasta sinn sem hún sseí þetta bros. Hún sá næstum undrandi hversu stór hann var og hversu fallegur með dimmblá augun og gullna hár- ið og sterklegu og reglulegu andlitsdrættina. Kvenfólkið í St. Pétursborg yrði vitlaust í hon- um. í>að var skrítið að vera nú aftur ein með honum. Síðan kvöldið sem hún hafði sagt hon- um frá Arabellu, höfðu þau fengið fá tækifæri til að tala saman. Daginn eftir hafði hún naumlega getað þakkað honum fyrir að hlusta á sig, en hann hafði farið burt úr bænum skömmu seinna og síðan hann kom aftur hafði hann verið svo önnum kafinn. Jafnvel í gær- kvö’d þegar þau höfðu gengið út saman til þess að Garnet 'fengi að vera ein með John smástund, hafði hann aðeins spurt hana, hvort henni væri nú léttara um h’jartað og hún hafði sagt að svc* væri. Síðan hafði hann Jekið um hönd henn- ar og kysst hana léttilega og sagt, að hann sæi hana sjálfsagt í fyrramálið. Þegar hún leit framan í hann og hann stein- þagði eftir sem áður, varð hún hálfvandræðaleg og það kom sjaldan fyrir hana. Hún hló dálítið ringluð og sagði: „Hvað er þetta. Risi? ' Um hvað ertu að hugsa?“ ,.Ég er að hugsa um þig“, sagði Risinn. „Ég er að hugsa um hve yndisleg þú ert og ég vona að þú verðir einhvern tíma eins hamingjusöm og þú átt skilið" Það kom dálítil hrukka í enn- ið á henni. en hún slétti úr henni og sagði: ,,Tja. en það er ég núna. Ég er ekki óhamingju- söm, það veiztu". Hárgreiðslan Hárgrelðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A Garðsenda 21. símj 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla rið allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megtn. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdöttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — „Þú ert ekki óhamingjusöm", sagði Risinn. „en þú ert ekki eins hamingjusöm og ég vildi gjarnan að þú værir. í>ú hefur verið særð djúpu sári. Ég ætla ekki að fara að tala um það aftur, en mig langar ti'l að segja þér, að nú hefurðu kjark til að bera það og þarft ekki að leyna því lengur og getur horfzt í augu við það. þá er sárið ekkj eins djúpt og kvala- fullt. Það mun aldrei gróa, en þú getur afborið það“. ,,Já. ég get afborið það. Þú hefur hjálpað mér til þess“. „Það held ég ek!ki. Ég held þú hafir hjálpað þér sjálf. Þú ert sterk o:g hugrökk. Ég er glaður að eiga minningar um þig. Og ég mun aldrej gleyma þér“. Andartak þagði Florinda. Svo spurði hún lágri röddu: ,.Fæ ég nokkurn tíma að sjá þig aft- ur, Risi?" „Það veit ég ekki. Þetta er svo langt og ég veit ekki hvemig það verður að koma þangað. Svo að ég get ekkert sagt um það“. „Þá — held ég að mig langi ti'l að segja þér dálítið". sagði Florinda. Hann brosti. „Hvað er það sem þig langar að segja mér?“ „Mér fellur afar vel við þig“. „Þakka þér kærlega fyrir“, sagði Risinn. „Ég er ekki vön að tala svona við karlmenn“. hélt hún áfram, „og mér finnst ég vera eins og fífl þegar ég geri það núna. En mér líkar alveg sér- lega vel við þig. Fólk er allt- af að segja: „Það var ánægju- legt að kynnast yður“. Ég hef sjálf sagt það oft og oftast fólst ekki í því nokkur skapaður hlut- ur. En í þetta skipti er mér al- vara. Það hefur verið ánægju- legt að kynnast þér“. „Þakka þér kærlega fyrir“, sagði Risinn aftur alvarlegur. „Þetta er mesta hrós sem ég hef nokkurn tíma fengið“. ,,Æ, þegiðu, segðu ekki svona ’agað við mig“. „Hvers vegna ekki?“ „Af því að mér finnst ég vera eins Qg fábjáni þegar ég hlusta á það." „En mér finnst ég ekki vera eins og fábjáni þegar ég hlusfa á það. Það er satt. Ég er feginn því að þér skuli falla vel við mig. Veiztu hvers vegna ég vildi lala við þig undir fjögur augu?“ Florinda hrlstj höfuðið. „Vegna þess að ég er með gjöf til þín“, sagði Risinn. „Gjöf? En þú gafst mér gjöf í gær. Þessa gullnælu — sjáðu, ég er með hana í mér“. „Ég sé það. en þetta er önn- ur gjöf. Hér er hún“. Uppúr vasanum tók hann eitthvað sem var vafið í blá- an silkiklút. Pakkinn var ekki sérlega stór, ekki nærri eins stór og hnefinn á honum, en hann var vandlega vafinn í klútinn, svo að hún gat ekki gizkað á hvað í honum var. Hún hrópaði: „Ó, þakka þér kærlega fyrir“. og rétti út höndina eft- ir honum. en hann hristi höf- uðið. „Ekki strax. Fyrst verðurðu að lofa mér einu“. „Auðvitað. Hvað er það?“ „Þú mátt ekki opna hann fyrr en ég er farinn." „En hvers vegna ekki, Risi?“ „Vegna þess að ég vil það ekki“. „Hvernig get ég þakkað þér þegar ég veit ekki hvað það er?“ „Þú þarft ekki að þakka mér“. „Nú, jæja, ég lofa því. En ég er frá mér af forvitni. Hvenær má ég opna hann?“ „Seinna í dag. Þegar ég er alveg horfinn sýnum". „Er það leyndarmál eða má ég sýna það?“ „Þú mátt sýna það hverjum sem þú vilt. En fyrr en ég er farinn máttu ekki þukla á hon- um eða hrista hann eða reyna að komast að því, hvað í hon- um er“. ,.Ég lofa því“, sagði Florinda. Hann lagði pakkann í hönd- ina á henni. Hún hélt honum fyrir framan sig og horfði undr- andi á silkiumbúðirnar, síðan leit hún aftur upp. „Jæja þá, ég get ekki þakkað þér almennilega fyrst ég veit ekki fyrir hvað ég er að þakka. En eitt skal ég segja þér. Hvað svo sem Það er, þá skal ég gæta þess vel. Ég skal horfa á það oft og ég skal —• æ, stóri rumurinn þinn, ég skal minn- ast þín“. Hún leit aftur á pakk- ann. „Og — Risi“, sagði hún hikandi. „Já?“ „Ég spyr ekki hvað það er. En hvað svo sem það er — segðu mér —“ Hún þagnaði aft- ur. „Hvað á ég að segja þér?“ „Af hverju gefurðu mér það?“ Risinn brosti blíðlega. „Vegna þess að þú ert mjög góð kona“. „Æ, hættu þessu bulli. Þú hefur sagt það áður. Það er jafn vitlaust núna og það var þá“. „Það var hvorki vitlaust þá né nú. Þú ert mjög góð kona. Þú veizt það ekki sjálf, en ég veit það“. Hann brosti að van- trúarsvipnum á andliti hennar. ,.Þú ert eina manneskjan í heim- inum sem mig langar að gefa þetta. Og nú verð ég að fara“. Hún sagði hikandi: „Já, það er víst, Risi, og ég vona að þú verðir afskaplega hamingjusam- ur þarna fyrir handan“. „Viltu kyssa mig að skiln- aði. Florinda?“ „Auðvitað". sagði hún og gekk skrefi nær honum, en þegar hann ætlaði að vefja hana örmum, hörfaði hún allt í einu nokkur skref og stóð þar kyrr með pakkann við barm- inn. „Risi — ég vil helzt ekki gera það“. „Hvers vegna ekki?“ sagði hann undrandi. „Vegna þess — æ, skilurðu það ekki? — ég hef kysst svo marga karlmenn. Þú ert öðru vísi. Ég á við — ef ég kyssi karlmann þá felst ekkert í því. Það felst meira í því ef ég kyssi þig ekki. Já. nei, kannski er þetta óskiljanlegt. En þú ert öðru vísi en þeir. Ég vil helzt ekki gera það“. „Ég skil þig“, sagði Risinn. Hann bætti við í lágum hljóð- um: „Kærar þakkir Florinda. Kærar. kærar þakkir". Hann þagð; andartak og þegar hún sagði ekki meira, rétti hann fram höndina; „Vertu sæl, Flor- inda“. Hún fók í hönd hans. „Vertu sæll, Risi“. Hann opnaði dyrnar og lét hana ganga á undan. John og Gamet biðu þeirra í eldhúsinu. Þau gengu út saman til að horfa á risann ríða úr hlaði. Florinda og Gamet viku til hlið- ar til þess að John gæti gengið með risanum að hestinum. Garnet sá að Florinda hélt á einhverju bláu. Það líktist stór- um bláum silkiklút sem vafinn var utanum eitthvað. en Gamet veitti þvi enga sérstaka athygli. Hún var að hugsa um Risann og hve leitt henni þætti að hann var nú að yfirgefa þau. Jqhn og Risinn stóðu hjá hestinum og Florinda sagði við Garnetu: „Sagðirðu honum í hve miklu uppnámi þú varst í gærkvöld?" „Nei, og ég hef ekki hugsað mér að gera það“. „Þú vilt helzt fara þangað með honum, er ekki svo?“ „Jú“, sagði Gamet. „Ef ég gerði það ekki, myndi ég iðrast þess all,a ævi“. Risinn sneri sér við og gaf mönnum sínum fyrirmæli. Gam- et hrökk við. „Ó Florinda, nú er hann að fara“. Röddin brast og tárin komu fram í augun á henni. „Skelfilegur auli er ég. Hann sem er að gera það sem hann langar mest til“. „Já,“ sagði Florinda. „Það er töggur í honum“. Rödd hennar var hörkuleg og Garnet leit undrandi á hana. „Þykir þér ekki leiðinlegt að hann skuli vera að fara?“ „Ekki eins leiðinlegt og þér“, svaraði Florinda. Hún yppti öxl- um fjörlega. „Ég hélt þér félli svo vei við hann“, sagði Gamet. Florinda svaraði ekki undir eins. Hún horfði á þjónana stíga á bak. Þegar hún heyrði skipun um að leggja af stað, snerj hún sér aftur að Garnetu. „Mér fellur betur við hann en nokkum annan mann sem ég hef kynnzt, Garnet"-. sagði húri. „En hann var fyrir mér. Ég veit hvað ég vil og ég vil hafa leyfi til að gera það sem mig langar til. En hann var fyr- ir mér. Hann er eini karlmað- urinn sem ég hef ekki pexað við, að minnsta kosti öðru hverju. Það er betra fyrir mig að hann er í St. Pétursborg." Risinn kallaði til þeirra og veifaði hattinum. Hann brosti glaðlega. Þær kölluðu og veif- uðu á mðti. Hópurinn komst á hreyfingu með miklu hófasparki og rykskýjum. John kom lil þeirra og stóð hjá þeim og hann tók undir handlegginn á Garn- etu. Þau sögðu ekki neitt. Ryk- skýið hjaðnaði og sólin skein. Þau sáu langan veg. Fylgdar- lið Risans þokaðist burt á milli lágreistra húsanna. Loks sáu þau aðeins rykið og svo hvarf einnig það, og þau sáu hans engin merki lengur. Risinn var á leiðinni til Pétursborgar. Garnet fór aftur inn í eld- húsið. Án þess að mæla orð um brottför Risans, fór John á fund alcaldans. Meðan hann og Garn- et höfðu rætt um það, hafði Florinda farið inn í húsið og Gamét hafði vænzt þess að finna hana í eldhúsinu. En hún var ekki þar. Þar var enginn nema Mikki, og hann var að þvo upp eftir morgunmatinn. Frá baksvölunum heyrði hún hjalið i Stefáni, sem lék sér þar með- an Isabel sat í tröppunni og saumaði. Hún sá tréhestinn sem Risirin hafði gefið honum og — Og í sjöunda skiptjð sendi ég hann út eftir poppkorni, en þá kom hann ekki aftur. í FERÐALAGIÐ: Búrfells-bjúgu bragðast bezt. Kiötverzlunin BÚRFELL Sími 19-750. TIL SÖLU l. Jarðýta Allis Chalmers HD. 10 með góðu dráttar- spili og varahlutum. n. Jarðýta Allis Chalmers HD. 7 með dráttarspili og varahlutum. m. Ford sendibíll árg. 1955. IV. Dodge vörubifreið með 6 manna húsi, palllaus, árg. 1953. Tækin eru til sýnis í porti Áhaldahúss Reykja- víkurborgar, Skúlatúni 1 til 18- þ.m., tækin seljast í því ástandi, sem þau eru nú. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora Vonarstræti 8 fyrir hádegi 18. þ.m. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Frá Stýrimannaskólanum 2 menn með stýrimannaprófi verða væntanlega ráðnir til að veita forstöðu 4ra mánaða námskeið- um til undirbúnings fyrir hið minna fiskimanna- próf, sem haldin verða á Akureyri og í Vest- mannaeyjum á hausti komanda verði næg þátt- taka fyrir hendi. Umsóknir ásamt kröfum um kaup og dvalarkostnað sendist undirrituðum fyrir lok júlí-mánaðar- — Væntanlegir nemendur á þessum námskeiðum sendi undirrituðum umsóknir símar einnig fyrir júlílok. Skólastjóri Stýrimannaskólans. i TMAR ALLA ÖLSKYLDUNA fNNIÐ YÐUR ODEL 1963 , _ Sími 24204 '*» "^BJÖRNSSON & P.O, BOX 13W • REYKMVlK 1 4 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.