Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÖÐVILIINN Þriðjudagur 18. júlí 1983 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson, Fréttaritstjórax: Jón Bjamason. Sigurður, V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólávörðust 19. Sími 17-500 (5 iinur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. Þar og hér J sambandi við norraénu húsnæðismálaráðstefn- una, sem haldin var hér fyrir skemmstu, hafa orðið nokkrar umræður um þau mál 1 blöðunum. Alþýðublaðið kvartar undan því í leiðara sínum s.l. sunnudag, að Þjóðviljinn hafi borið ástandið hér saman við hin Norðurlöndin og bent á þá þróun, sem orðið hefur í íbúðabyggingum undir núver- andi ríkisstjórn. Hér hefur fullgerðum íbúðum fækkað ár frá ári, frá því að núverandi stjórnar- flokkar tóku við völdum, en á hinum Norður- löndunum hefur verið stefnt markvisst að því að fjölga fullgerðum íbúðum árlega. Þar eru lán til íbúðabygginga veitt til 40—60 ára með mjög lág- um vöxtum, og nema þau frá 75—100% af á- ætluðu kostnaðarverði íbúðanna. Hér nema lánin ekki 30% af byggingarkostnaði, þau eru yfirleitt til helmingi skemmri tíma og eitt af fyrstu verk- um núverandi ríkisstjórnar var að hækka vexti svo gífurlega, að til þess þurfti hún að nema úr gildi lög um bann gégn okurlánum. það er athyglisvert, að Alýðublaðið gérir ekki minnstu tilraun til þess að vérja ríkisstjórn- ina og afleiðingarnar af stefnu hennar í húsnæðis- málum. Þess í stað segist blaðið vilja „minna Þjóð- viljann á, að jafnaðarmenn hafa um langt árabil stjómað Norðurlöndum,“ og ber víst að skilja þetta svo, að fyrst jafnaðarmenn hafi náð svo langt sem raun ber vitni í þessum efnum á hinum Norður- löndunum, þá sé það alveg nægileg syndakvittun fyrir Alþýðuflokkinn og íslendingar geti glaðir unað við sína háu vexti, lítil lán og stuttan láns tíma. Enda lýstu málsvarar ríkisstjórnarinnar því þrásinnis yfir á Alþingi í vetur, að ekki kæmi til mála að lækka vextina, eða gera aðrar ráðstafan- ir í húsnæðismálunum. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins fluttu einmitt tillögur í þessa átt á síðasta Alþingi, en stjórnarflokkarnir felldu þær allar og létu þingmenn Alþýðuflokksins sitt ekki eftir liggja í þeim efnum. Of ekki verður annað séð af framkvæmdum rík- isstjórnarinnar en að hún sé ráðin í að fylgja sömu stefnu og að undanförnu að þessu leyti. Þar segir skýrum stöfum, að ríkisstjórnin telji það nægilegt að fjárfesting í íbúðarhúsum verði „álíka mikil á ári hverju næstu árin eins og var að meðaltali árin 1957—1961“. Hin Norður- löndin leggja aftur á móti hið mesta kapp á að búa svo að þegnum sínum, að um stöðugar framfarir sé að ræða en ekki kyrrstöðu eins og framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Það stoð- ar því lítt fyrir Alþýðuflokkinn að minna á það að jafnaðamenn hafi unnið gott verk á sviði hús- næðismála á hinum Norðurlöndunum, þegar hann framfylgir allt annarri stefnu hér. Það undirstrik- ar einungis að í þessum efnum — sem mörgu öðru — er Alþýðuflokkurinn hér „aumastur allra.“ — b. vr a FERD TIL TUNGLSINS eftir JÚRI MARINÍN Eitt stigið í rannsókn tunglsins mun verða það, að send verður þangað sjálfvirk stöð og látin lenda þar svo- kallaðri „mjúkri lendingu“. Nákvæmnitseki, sem höfð verða í þessari athugunarstöð, munu gera vísindamönnum fært að afla vitneskju um að- stæður á tunglinu og búa í haginn fyrir mannaferðir þangað. Ráða verður fram úr mörg- um mikilvægum og torveldum vandamálum, áður en slík fjaðurlending verði fram- kvæmanleg. Fyrst af öllu verður að tryggja, að stöðin komist á rétta braut, svo að hún hæfi í raun og veru tunglið. Það er mjög vanda- samt að skjóta upp eldflaug með þeirri nákvæmni, sem til slíks þarf, jafnvel þó að stöðin verði látin leggja upp frá millibraut. Þess vegna mun verða að hafa í henni stefnuleiðréttingarvél. Burð- areldflaugin myndi koma stöðinni á braut, sem væri mjög nálægt rétt reiknaðri braut, en stefnuleiðréttingar- vélin myndi síðan koma henni á sjálfa hina fyrirætl- uðu braut. Stefnuleið- rétting Fyrsta viðfangsefnið er þvi að smíða áreiðanlega stefnu- Ieiðréttingarvél. Vél þessi verður að geta * það er sama sem þrýstingur- inn sinnum verkanartíminn). Villa i starfsemi vélarinnar gæti sem sé orðið til þess, að í stað þess að leiðrétta brautina, skekki hún hana ennþá meira. Atverkanin verð- ur bezt stillt með því að hafa sem nákvæmast vald á brennslutímalengdinni. Ger- um ráð fyrir, að til nauðsyn- legrar leiðréttingar þurfi 3000 sekúndu-kílógramma atverk- an, en það táknar, að gos- hreyfill með 1000 kílógramma þrýsting yrði að vera í gangi í 3 sekúndur, hreyfill með 500 kílógramma þrýsting í 6 sekúndur o.s.frv. Hreyflamir munu verða settir í gang og stöðvaðir eftir merkjum frá stjómstöð á jörðu niðri. Venjulega mun heppilegra að framkvæma leiðréttinguna í nokkrum áföngum. Segjum, að þörf sé á 3000 sekúndu- kílógramma atverkan, þar sem gosþrýstingur hreyfilsins sé 500 kílógrömm. Þá rnætti framkvæma leiðréttinguna í einum áfanga á 6 sekúndum eða i tveim áföngum með þriggja sekúndna gosi í hvort skipti eða þá í þrem áföng- um með tveggja sekúndna gosi í hvert sinn, o-s.frv. En það er ekki aðeins nauð- synlegt að tryggja rétta at- verkan. Það er ekki minna um vert, að tryggt sé, að þrýstingurinn beinist í rétta átt. Til þess þarf að sjá svo um, að áttum („óríentéring") stöðvarinnar sé rétt á meðan stefnuleiðréttingarvélin er í gangi. Segjum, að hægja þurfi á stöðinni. Hún verður þá að vera þannig áttuð, að gosstúturinn viti frám á við i flugstefnuna. Þurfi að auka hraðann, verður stúturinn að stefna aftur. Áttunarkerfi Annað viðfangsefnið er því að búa til áreiðanlegt og ná- kvæmt áttunarkerfi. Stöðin verður að vera rétt áttuð, eigi aðeins á meðan stefnuleiðréttingarvélin er i gangi, heldur allan flugtím- ann. Þetta er nauðsynlegt, svo að sólarrafhlöður viti að stað- aldri i átt til sólar, en loft- netið, sem á að tryggja út- varpssamband milli stöðvar- innar og jarðar, viti í jarðar- átt. Áttun stöðvarinnar mun verða sjálfvirk. Sólnæmistæki (sólar-„sensorar“) myndu átta stöðina gagnvart sólu, jarð- næm tæki myndu átta hana gagnvart jörðu, en stjam- næm tæki yrðu höfð til að tryggja, að áttun hennar yrði rétt gagnvart fyrir fram til- tekinni sólstömu. Vitneskja sú, sem bærist frá þessum skyntækjum, yrði fengin vél- heilum til meðferðar, og þeir myndu svo úrskurða, hvort áttun stöðvarinnar gagnvart sólu, jörðu og stjarnkerfi væri samkvæmt því, sem reiknað hafði verið fyrirfram. Reyn- ist um áttunarvillu að ræö:i gefur vélheilinn villumerki. sem svo er kallað, það er lát- ið berast vélkerfi áttunar- tækjanna, sem leiðréttir þá stefnu stöðvarinnar. Þessi átt- unartæki geta verið smáar aflvélar eða útblástursstút- ar, sem blása út samþjöppuð- um lofttegundum eða klofn- ingsþáttum vetnistvíildis. Villumerki nauðsynlega magn- að yrði til þess að opna loka. er veittu eldsneyti til véla áttunarkerfisins eða hleyptu samþjöppuðum lofttegundum (svo sem vetnistvíildi) til út- blástursstúta. Þegar áttunin er orðin rétt, hverfur villu- merkið, lokarnir falla í samt lag, og vélarnar og útblásturs- tækin hætta, þangað til þeirra er aftur þörf til að leiðrétta nýja áttunarvillu. Gerum nú ráð fyrir. að stöð vor sé farin að nálgast tungl- ið. Sé för hennar ekki seink- að, mun hún falla til tunglsins með hraða, er nemur hér um bil 2.7 km á sekúndu, en það er nokkrum sinnum meira en hraði fallbyssukúlu. Áður en farið er að hemla, skyldi stöðin áttuð með sárstaklega nákvæmum hætti. En það er ekki nægilegt. Það er nauð- synlegt, að hemlunarvélin hægi á stöðinni nákvæmlega eins og reiknað hafði verið fyrirfram og einmitt, þegar hún er í fyrirhugaðri hæð yf- ir tunglinu. Hemlunarvél Þriðja viðfangsefnið er því að búa til áreiðanlega og trygga hemiunarvéi Sú vél verður að vega á móti 2.7 km sekúnduhraða hlutar, sem hefur efnismagn geimstöðvarinnar. Það er miklu örðugra að stilla ná- kvæmlega atverkan svo öfl- ugrar aflvélar en tiltölulega smárra stefnuleiðréttingar- véla. Atverkan hemlunarvél- arinnar verður að stilla mjög nákvæmlega. Hraða stöðvar- innar gagnvart tunglinu verð- ur að minnka niður í O, þeg- ar hún er í mjög lítilli hæð yfir tunglfletinum, það er að segja, aðeins fárra metra hæð. Ef þetta gerist í talsverðri hæð, getur það orðið til þess, að stöðin falli til tunglsins og brotni. Hún getur líka brotn- að, ef hraði hennar er ekki minnkaður nægilega, er hún nálgast tunglflötinn. Hemlun- arvélina má setja af stað eða stöðva á víxl eftir merkjum frá ratsjárkeríi því, sem verð- ur í stöðinni og mæla mun að staðaldri fjarlægð hennar frá yfirborði tunglsins. Viðfangsefni þau, sem nú hafa verið nefnd, eru mjög margbrotin. Dæmi þess má sjá af misheppnun þriggja til- rauna Bandaríkjanna að koma hylki með mælitækjum til tunglsins með Ranger-eld- flaug. Hemlunarvélin fóraldr- ei í gang. Stefnuleiðréttingar- vélin var ekki sett í gang í einni tilraunanna, og jafnvel þá gat hún ekki tryggt það, að hylkið hæfði tunglið. Svo mikið varð vikið frá hinni reiknuðu braut vegna truflana á staríi burðareldflaugarinnar. Stefnuleiðréttingarvélar eru ekki ennþá komnar á mjög Operuhús Myndin er af óperubygging- unni í Ulan-Ude, höfuðborg el”r ~* lýðveldum SovétriH- anna. Þannig hugsa sovézkir geimvísindamenn sér að geimför þau muni líta út sem schda veröa frá jörðinni til tunglsins og annarra reikistjarna. fullkomið stig. Geimskipið „Mariner II“, sem flaug um- hverfis Venus, lét til dæmis ekki að stjóm stefnuleiðrétt- ingarvélarinnar með nægilegri nákvæmi, svo að tækið fór fram hjá Venus í 34.000 kíló- metra fjarlægð í stað 16.000 kílómetra, eins og fyrirhugað hafði verið. Þó er ekki nema sanngjamt að viðurkenna, að 18.000 kílómetra skekkja er tiltölulega lítil á við 60 millj- óna kílómetra fluk. Stefnu- leiðréttingarvélin í fjarskipta- gervitunglinu „Syncom", sem Bandaríkjamenn sendu á loft starfaði einnig heldur óná- kvæmlega. Stefnuleiðrétting- arvélin átti að koma gervi- hnettinum á braut með 24 klukkustunda umferðatíma, sem er tímabil eins jarð- möndulsnúnings. En hún beindi honum á braut, þar sem umferðartími hans er 25 klukkustundir. Truflun sú, sem stefnuleiðréttingarvélin varð fyrir við uppskotið. gerði jafnframt mælitækin óstarf- hæf. Stefnuleiðréttingarvélin gerði því í það sinn meira ógagn en gagn. Vandamál þau, sem hér mæta vísindamönnum og verkfræðingum. eru vissulega stórkostleg, en um það er ekki að efast, að þeim mun verða ráðið til lykia. I J'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.