Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. júlí 1963 SÍÐA 3 hefti Tímarits MM helgað Bertolt Brecht Nýkomið hefti Tímarits Máls og menningar 2. hefti þessa árgangs sem er hinn 24., er að mestu helgað þýzka skáldinu og leikhúsmanninum Bert- olt Brecht, en 65 ár voru liðin hinn 10. febrúar síðas’t liðinn frá fæðingu hans og í næsta mánuði, 14. ágúst, eru rétt 7 ár frá dauða hans. Bcrtolt Brecht Bertolt Brecht er í hópi hinna allra merkustu rithöf- unda vorrar aldar og af mörg- um talinn mesta leikritaskáld samtímans og ótvíræðasti braut- ryðjandi á sviði leikhúsmála. Þó hefur lítið verið gert að þvf hér á landi sem víða ann- arstaðar að kynna verk hins þýzka stórskálds — og ekki hafa forráðamenn Þjóðleikhúss fslendinga enn séð ástæðu til að setja á svið neitt af leikrit- um Brechts. Það er, eins og seg- ir í hinu nýja hefti Tímarits Alþjóðleg verzlun- arráðstefna 1964 Undirbúningur hinnar alþjóð- Iegu ráðstefnu um verzlun og fl., sem halda á í ársbyrjun 1964, framkvæmdaáætlunin um „þróunaráratug" Sameinuðu Þjóðanna og efnahagslegar og félagslcgar afleiðingar afvopn- unar, eru meðal veigameiri um- ræðucfna á sumarþingi Efna- hags- og félagsmálaráðsins, sem nú stendur yfir í Genf. Að því er snertir verzlunar- ráðstefnuna hefur sérstök und- irbúningsnefnd setið á rökstól- um síðan í janúar. Hún hefur fjallað um uppkast að þeim umræðuefnum sem ráðstefnan fjallar um. 1 uppkastinu eru sjö megin- atriði: 1. Útþensla alþjóðaverzl- unar og þýðing hennar fyrir efnahggsþróunina. 2. Alþjóðleg vöruvandamál. 3. Verzlun með iðnaðarvörur og hálfunnar vör- ur 4. Endurbætur á ósýnilegri verzlun þróunarlandanna. 5. Afleiðingar svæðisbundinna efnahagssamtaka. 6. Fjárhags- legur stuðningur við aukin al- þjóðaviðskipti. 7. Undirbúning- ur, aðferðir og endanleg tilhög- un opinberra stofnana á ráð- stöfunum, sem miða að því að færa út kvíar alþjóðaviðskipta. 1 skýrslu frá nefndinni um alþjóðleg vöruviðskipti er fjall- að um tvær tillögur um ráð- stafanir sem gerðar verði með það fyrir augum að jafna hinar breytilegu útflutningstekjur landa sem framleiða hráefni. Annað mikilvægt atriði á dagskrá Efnahags- og félags- málaráðsins er fjárhagsstuðn- ingur við efnahagsþróunina. 1 skýrslu Samelnuðu þjóðanna um efnið segir, að straumurinn Á sjóinn með Nóttúru- frœðifél. Þriðja fræðsluferð Hins ís- lenzka nóttúrufræðifélags á þessu sumri verður farin n.k. sunnudag, 21. júlí. Það er sjó- ferð með varðskipinu Maríu Júlíu út á Faxaflóa. Tekin verða sýnishom af dýralífinu í sjónum og skoðuð undir leið- sögn sérfræðinga af Fiskideild atvinnudeildar háskólans. Skips- rúm er mjög takmarkað og þátttaka aðeins heimil félags- rrlönnum. af fjármagni, sem lánað er til langs tíma, og opinberum fé- gjöfum frá háþróuðum löndum með einkarekstur hafi vaxið úr 5,2 milljörðum dollara árið 1959, í 6 milljarða 1960, og 7,2 milljarða 1961. Lönd þau, sem reka áætlunarbúskap, veittu á þessu skeiði aðstoð, sem árlega nam einum milljarði dollara, og er það talsvert meira en áður var. 1 sambandi við þetta atriði skýrir framkvæmdastjórinn frá samningsviðræðum sem hanrr hefur átt við ríkisstjórnir i há- þróuðum löndum varðandi til- löguna um að koma upp stofn- lánasjóði hjó Sameinuðu þjóð- unum. Áætlanirnar um „þróunarára- tuginn" hafa m.a. að geyma tillögu um að koma á fót árið 1964 stofnun Sameinuðu þjóð- anna til menntunar og rann- sókna, og tillögu um samræm- ingu allra aðgerða með tilliti til vatnsforða heimsins. (Frá S. Þ.) Máls og menningar, „ekki vansalaust að íslenzkur almenningur hefur hingaðtil engan aðgang haft að verkum hans ef frá eru taldar fáeinar ljóðaþýðingar og sýning Leikfélags Reykjavíkur á Tú- skildingsóperunni fyrir nokkr- um árum“ — og þess vegna ber að fagna hinni myndarlegu kynningu á starfi og verkum Bertolts Brechts í Tímaritinu. Höfuðritgerð Brechts um leiklist 1 tímaritsheftinu er birt inn-4>- gangsgrein eftir Þorstein Þor- steinsson um Bert Brecht, ævi- saga skáldsins rakin í fáum dráttum og getið helztu verka hans. Þá er birt höfúðritgerð Brechts um leiklist, „Lítil stefnuskrá fyrir leiklistina" — (Kleines Organon fiir das The- ater) í þýðingu Erlings E. Hall- dórssonar, nokkur Ijóð hans og fóeinar smásögur. Ljóðin hafa þýtt þeir Sigfús Daðason, Þorsteinn Þorsteins- son og Erlingur E. Halldórsson, en þau eru þessi: „Lofgjörð um efann", „1940“, „Ljóð leikrita- höfundar", „Glataður orðstír heimsborgarinnar New York“, „Hollywood" og kafla.r úr „Deutsche Kriegsfibel“. Smósögumar eru: „Gamall hattur,“ „Tilraunin" og „Sögur af herra Keuner". Þýðendur þeirráí 'Bjarni Benediktsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Margar greinar um annað efni Þó að meginhluti efnis þessa tímaritsiheftis sé helgaður Bert- olt Brecht, er þar að finna nokkrar aðrar greinar. Rit- stjórnargrein ber fyrirsögnina „Eðlileg upplýsingasöfnun?" og er þar vikið að spjaldskrár- söfnun og njósnum bandaríska sendiráðsins hér á landi. Þá er birtur síðari hluti hinnar merku greinar Sigfúsar Daðasonar „Veruleiki eða yfirskin". „Mann leg samábyrgð" er fyrirsögnin á ræðu þeirri sem Halldór Kilj- an Laxness hélt á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna ; Róm í marz-mánuði sl. — áö- ur hefur verið sagt frá og birt- ir kaflar úr hér í Þjóðviljanum Birt eru svör Jóhannesar skálds úr Kötlum við spumingum serr rúmenska tímaritið Contempor- anul lagði fyrir hann og ým.sn aðra rithöfunda og menntamenn víða um heim. Hugleiðing- ar um nútímatónlist em eft.i'- René Leibowitz í þýðin.fr Hreins Steingrímssonar. en hör undurinn er kunnur tóniista- kennari og gangrýnandi í Frakklandi. Loks er að geta af efni tímaritsheftisins umsagna um bækur eftir Baldur Ragn- arsson og Sverri Kristjánsson. Ekkja Brechts, Helene Weigel í hinni víðfrægu sýningu Bcrliner Ensemble á leikritinu „Mutter Courage". Heiti matarins skiptir ekki minnstu máli Ensku nöfnin á steinbít’ og háfi eru Catfish (kattfiskur) og Dogfish (hundfiskur), og fáir kæra sig um að leggja slíka fiska til munns. En séu valin önnur nöfn á þessum næringarríku og bragðgóðu fisktegundum og þær nefndar „kótel- ettufiskur“ og „fiskur 45“, er mikil eftirspurn eft- ir þeim. Þetta dæmi hefur Daninn John Fridthjof ben’t á og ætti að vita hvað hann er að segja, því að undanfarin tíu ár og rúmlega það hefur hann starfað sem næringarsérfræðingur fyrir Mat- væla- og landbúnaðars'tofnunina (FAO) í Suður- Ameríku og Afríku. Nú hefur hann sent á mark- aðinn bók um reynslu sína. kost á fiski. En jafnvel þó hægt sé að útvega fisk, geta fordóm- ar, venjur og nafn eða útlit fisksins valdið miklum erfið- leikum. Frá viðleitni sinni — sem oft- ast bar árangur — við að rjúfa andspymuna segir hann i ný- útkominni bók sem nefnist á ensku „Encouraging the Use of Protein-Rich Foods“ og FAO gefur út. Af þessari bók, sem er handbók og hin fyrsta sinn- ar tegundar, er ljóst, að hann hefur beitt sundurleitustu hjálpargögnum í starfi sínu: kvikmyndasýningum, brúðu- leiksýningum (í bókinni er héilt brúðuleikrit), matreiðslusýning- um, heimsóknum á heimilin, „matarleikjum“ fyrir böm, kennslu í skólum o.s.frv. Óvaentu: bréf til blaSaine Um listamannalaun Hr. ritstjóri, — ' Mig minnir ég læsi fyrir skömmu í Þjóðviljanum grein þess efnis að ekki væri ástæða til að fárast yfir persónulegum blaðadeilum hér á landi. Þær væru hinar kurteislegustu i samanburði við það, sem tíðk- ast með stærri þjóðum. Á- nægjulegt er að lesa þessi með- mæli, en mundu þau samt ekki fremur giida um blöð utan stórborganna en aðalblöðin. sem við höfum nánust kynni af? Nokkrum dögum síðar las ég aftur í blaði yðar greinarkorn eftir ungan rithöfund, þar sem vikið er að úthlutun fjár til listamanna, og vegið persónu- lega að víðkunnum mynd- höggvara, og það konu, og látið að því liggja að hún njóti listamannalauna á röngum for- sendunx Svo vill til að nefnd lista- kona er gift einum ritstjóra Morgunblaðsins, en hann er jafnframt meðlimur úthlutun- unamefndar listamannalauna. þó allir viti að hann hefur ekki átt þátt í að frúin hafði hlotið þessi listamannalaun, né heldur námsstyrk er margir aðrir hafa fengið og algengt er hér sem annarsstaðar að veita fullgildu listafólki, því svo lengi lærir sem lifir. Þessi ummæli eru þó fyrst og fremst fyrir þá sök ósanngjörn, að frúin mun af skiljanlegum ástæðum, frem- ur hafa goldið þess en notið að vera gift stjórnmálaritstjóra eins af dagblöðum okkar, og viðurkenningar henni til handa því aðallega komið „að utan“. Hefur mátt lesa margt ummæla hinna áreiðanlegustu erlendra listdómenda um verk frúarinn- ar, er nægja mundu fleirum til fyllstu viðurkenningar hér heima. Uthlutun listamannalauna hefur lengi verið mjög umdeilt mál, og það er vandasamt og óvinsælt verk, sem einhverjir verða þó að inna af hendi. Þó skiptir hér enn mestu máli að fá það fé aukið til muna, sem veitt er í því skjmi að gera listamönnum okkar fært að starfa í landi sínu. Hafa nú flestum öðrum þegnum þjóðfé- lagsins verið tryggð betri vinnuskilyrði. En er aukins skilnings að vænta af öðrum ef listamennimir sjálfir gera tilefnislausar árásir hver á annan í stað þess að leita uppi kjama málsins? Hitt ber vissulega að harma, ef rétt er, að nefndarmenn fylgjast ekki nægilega vel með þeim nýgróðri, sem hér er að vaxa upp og verið hefur að ná þroska hin síðari ár. — • R. J. Dæmið um „kattfiskinn" (steinbítinn) kemur frá Dan- mörku á árunum eftir stríð. Steinbíturinn var ein bezta fisktegundin sem veidd var, mjúkur og bragðgóður. En það var ekki fyrr. Háfurinn (,,hundfiskurinn“), er veiddur við Vestur-Afríku og er bæði góður og bætiefna- ríkur. En nafnið var honum andstætt og hann átti litlu gengi að fangna, þar til John Fridthjof fann upp á því að kalla hann „fisk 45“. Nú er hann mikið etinn í Vestur- Afríku. John Fridthjof starfaði sem áróðursmaður fyrir nýrri og betri matvælum í Danmörku, áður en hann gekk í þjónustu FAO árið 1951. Verkefni hans hjá þeirri stofnun hefur verið að skipuleggja og stjóma áróð- ursherferðum fyrir aukinni fiskneyzlu í Brazilíu, Chile, Júgóslavíu, Marokkó og Mexí- kó. Síðasta verkefni hans var að kynna jarðhnotumjöl og' siginn fisk í Senegal. Aðeins 1% fæð- unnar úr sjónum — Það er alltof fátt fólk sem etur fisk, segir Fridthjof. Af öllum þeim mat, sem maðurinn lætur 1 sig, kemur aðeins einn af hundraði úr sjónum. 1 flest- um tilvikum á það rætur að rekja til þess, að fólk á ekki r arangur Stundum geta einföld brögð borið óvæntan árangur. eins og eftirfarandi dæmi sýnir: 1 Chile reyndi Fridthjof að vekja og auka áhuga fólksins á fiski sem hét merluza (kol- múli). 1 Argentínu og Uruguay er þessi fiskur mjög vinsæll. En í Chile er slík ofgnótt af mer- Iuza, að fólki finnst hann ó- merkilegur og etur hann ekki. Fridthjof og samstarfsmenn hans ákváðu því að gera smá- tilraun. Þeir urðu sér úti >vm nokkur hundruð kg. af mer- lúza í bezta gæðaflokki og settu upp söluskála á fiskmarkaðin- um í strandbæ nokkrum. Þeir skiptu fiskinum í tvær hrúgur. Við aðra hrúguna settu þeir spjald með gangverði, en við hina spjald með tvöföldu verði. — „Um kvöldið vorum við bún- ir að selja alla dýru hrúguna, en stóðum uppi með helming- inn af þeirri ódýru. Skýri þeir, sem skýrt geta“. (Frá S. Þ.) Nýr forstjóri Frakkinn Pierre-Paul Schweit- zer var skipaður forstjóri Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins 22. júnl sl. að Per Jacobsson látnum. Schweitzer hefur síðan 1960 verið aðstoðarbankastj. franska þjóðbankans. Hann er 51 árs gamall.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.