Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. júlí 1963 ÞIÖÐVIUINN ElÐA 7 SKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld SÍLDARIDNADUR SVÍÞJÓDAR Allt frá öndverðu, að síld- veiðar hófust hér við Islands- strendur, hafa Svíar verið stór- kaupendur íslenzkrar Norður- landssíldar, og um árabil gerðu þeir út hingað álitleg- an flota reknetaskipa, en á síðari árum hefur sú útgerð að mestu lagzt niður. Þó mun nokkur hópur sænskra rekneta- báta stunda veiðar á íslenzk- um síldarmiðum nú á þessu sumri. Ástæðan til þess að Svíar hefja hér nú aftur rekneta- veiðar er sú, að á síðastliðn- um árum hefur reknetaveiði íslenzkra skipa algjörlega hætt, og norsk reknetaveiði hér á Norðurlandsmiðum hefur að undanfömu verið það lítil að síldin sem þau skip, hafa veitt, hefur á engan hátt fullnægt sænskri eftirspum eftir stórri og jafnri Norðurlandssíld. Þetta hefur nú á þessu vori komið greinilega fram í viðtölum, sem sænskir síldarkaupmenn hafa átt við blaðamenn. Staðreyndin er nefnilega sú, að Svíum líkar bezt stærsta síldin, þó að þeir kaupi síld af miðlungs stærð þegar nægilega mikið magn af stórri síld er ekki á boðstólum. En stóra og jafna síld er eingöngu hægt að veiða með reknetum. A ráðstefnu norskra sfld- veiðimanna, sem haldin var í Björgvin nú í vor, kom þetta mál til umræðu, og töldu Norð- mennimir nokkna hættu á ferðum, ef Svíamir gerðu al- vöru úr þeirri ráðagerð sinni, að hefja hér aftur rekneta- veiðar 1 stórum stfl. Niður- staða þessara ráðstefnu varð því sú, að norskar reknetaveið- ar á íslandsmiðum þyrfti að auka, í stað þess að þær hefðu gengið mikið saman á síðustu árum. Svíar eru hreinir snillingar ( matreiðslu á sfld, enda búa beir til úr íslenzku síldinni ótal rétti sem eru eftirsóttir, ekki einungis af Svíum sjálf- um heldur líka af erlendum mönnum sem til Svíþjóðar koma. Síldariðnaður stendur með miklum blóma í Svíþjóð, og koma árlega á markað þar margar nýjar tegundir niður- iagðrar sfldar, en á því sviði standa Svíar flestum þjóðum 'ramar. Þá er iðnaður þeirra ir sykursöltuðum þorsk- og nakrilhrognum löngu heims- bekktur. Eitt alstærsta fyrirtæki Sví- þjóðar á þessu sviði, er fyrir- tækið Abba-Fyrtom A.B., sem Chr. Ameln veitir forstöðu. Þetta mikla fyrirtæki var myndað um áramótin 1961 og 1962, þegar stórfyrirtækjunum A.B. Brödrene Ameln og A.B. Sveriges Förenade Konserv- fabriken var slegið saman i eitt fyrirtæki. Eftir sameining- una ræður þetta fyrirtæki yfir 9 stórum vel vélvæddum verk- smiðjum, sem hafa samanlagt 11 hundruð manns í þjónustu sinni árið um kring. ★ Fyrirtækið hefur eigin rann- sóknarstofnun og gerir árlega tilraunir með ekki færri en 20 nýjar tegundir af síidarfram- leiðslu. Hinsvegar segja for- svarsmenn fyrirtækisins, að það sé góður árangur, ef 2 nýjar tegundir slái í gegn á markaðnum árlega. Á þessu geta menn séð að slík rann- sóknarstörf eru ekki á valdi nema geysilega stórra fyrir- tækja, og að öðrum kosti verð- ur slík rannsóknarstarfsemi sem talin er lífsnauðsyn niður- suðu- og niðurlagningariðnaði að vera rekin af opinberri hálfu sem stuðningur við slík- an iðnað. Árlega notar Abba-Fyrtomet ekki minna en 40.000 tunnur af Islandssfld til framleiðslu sinnar, og er efldin keypt jöfn- um höndum héðan frá Islandi og Noregi, Þó hefur.verið keypt miklu meira héðan síðustu ór- in. Til samanburðar má geta þess, að árlega leggja Svíar niður í dósir úr 110.000 tunnum af Islandssíld alls. Auk sfldarinnar af Islands- miðum vinnur þetta fyrirtæki úr 20—23 þús. tunnum af bris- lingi. (Brislingur er mjög ljúf- feng smásíldartegund sem veið- ist við Noreg og Svíþjóð). Þá vinnur fyrirtækið úr 12 þús. tunnum af sykursöltuðum þorskhrognum árlega og eru ca tveir þriðju hlutar þess magns keyptir héðan frá Islandi. Þá notar fyrirtækið 1,5 milljón kg. af ýsu árlega til framleiðslu á fiskibollum. Auk þessa er unnið þama talsvert úr rækj-g, um og fleiru sjávarfangi. En höfuðmagn hráefnis þess sem verksmiðjumar nota hefur ver- ið sundurliðað hér að fram- an. Hve miklu nemur framleiðsla slíks risafyrirtækis á ári? Það er haft fyrir satt, að á sl. ári, hafi Abba-Fyrtomet A.B. framleitt sfldar- og fisk- afurðir fyrir 65 mifljónir sænskra króna, eða ca 539 milljónir íslenzkra króna. Af þessari framleiðslu er 85% selt í Svíþjóð en 15% fér á erlenda markaði. Verkafólk verksmiðjanna skiptist þannig: 200 menn vinna ma.r«vfciee rannsóknar- og eftirlitsst;u" við framleiðslu- og vélar. Þá koma 300 verka- menn og 600 verkakonur. Meðal-tímakaup við eina af verksmiðjum fyrirtækisins hjá konunum var sænskar kr. 4.70 sl. ár eða sem næst kr. 39.00 íslenzkar krónur. Þessi verksmiðja framleiddi nær eingöngu ansjósur úr brislingi, ýmist beinlausar eða með beinum. Ákvæðisvinna var hjá kon- unum, og komst kaup þeirra hæst í kr. 7.00 sæ., ísl. kr. 58.10 en fór lægst í kr. 2.00 sænskar eða kr. 16.60 ísl. Allt miðað við klukkustund. Þetta er ein at niðurlagningaverksmiðjum þeim sem Abba Fyrtornet rekur fslandsmótið, 1. deild: KR vann Akranes 3:1 í nokkuð jöfnum leik NorBmenn hefja feitsí/d- arveiBar á nýjum miðum Þau tíðindi gerðust norður í Barentshafi um miðjan júní- mánuð, að skip, sem voru þar að veiðum urðu vör við geysi- lega mikið magn í sjónum af feitsfld, þ.e. millisfld eins og við íslendingar köllum hana. Hópur veiðiskipa brá hart við, þegar þetta fréttist til Noregs. og hélt þangað norður. Síð- ustu fréttir eru svo þær, að vikuna 19.—26. jnr.í bárust á land í Norður-Noregi 200 þús. hektólítrar af feitsíld norðan úr Barentshafi. Sfldin var sögð á nokkuð hraðri göngu ausfcur eftir í leit að átu. Sfldin er sögð mögur eða með í kringum 9% fitumagn. Norskir fiskimenn gera ráð fyrir að síldin breyti stefnu og haldi upp að strönd Norð- ur-Noregs. Þess eru dæmi frá fyrri tímum, að allir firðir Norður-Noregs fylltust af feit- sfld sem stóð þar langt fram eftir hausti. Hvort svo verður nú er ennþá óráðin gáta. Þetta er sagt vera í fyrsta sinn í síldveiðisögu Noregs, að sfld er veidd norður í Barents- hafi og þykir því frásagnar- vert. Þessi leikur Skagamanna og KR-inga var nokkuð góður á köflum, og sýndu bæði lið við og við allgóða viðleitni til þess að ná saman. 1 heild var leik- urinn jafnari en mörkin benda til. Akranes hefði átt að fá meira út úr sókn sinni í fyrri hálf- leik. Fyrstu 15 mínútumar voru Akurnesingar mun meira í sókn 'en þeim tókst aldrei að skapa sér veruleg tækifæri. Þó skall hurð stundum nærri hælum i nokkur skipti, en Heimir í markinu var vel á verði og tók það sem kom í gegnum vöm- ina. Á 15. mínútu t.d. skauzt knötturinn fram og aftur um markteiginn, og mátti ekki neinu muna að ' hann hrykki innfyrir en vöm KR hreinsaði áður en til tíðinda dró. Eftir þetta jafnaðist leikur- inn heldur. Á 18. mínútu fá KR-ingar tvö hom í röð og nær Ellert að skalla á mark en Helgi varði. Aftur eiga Skaga- menn góða sókn, þar sem Skúli Hákonarson á gott skot sem sleikir hornið á markinu og þaðan afturfyrir, og litlu síðar á Ingvar skáskot sem skríður rétt fyrir utan stólpann sem er fjær. Á 31. mínútu er nokkur þröng á miðjum velli, og tekst Ellert þá að sleppa svolítið innfyrir, og fær þangað sendingu; hann hleypur inn og einleikur inn að markinu, bakverðimir eru það langt úti að þeir eru of seinir að stöðva hann og rólega og hnitmiðað spymir hann framhjá Helga sem kom út til að loka, og hafnar knötturinn í markinu mannlausu. Sjálfsagt telja Skagamenn sig leika eftir þriggja bakvarða kerfinu, en það gerðu þeir ekki, og því fór sem fór. Enn sækja Skagamenn á og á Skúli gott skot á KR-markið. en Heimir ver. Á 38. mínútu eiga KR-ingar ágætt áhlaup, sem endar með góðu skoti frá Gunnari Guðmannssyni, en það hafnar í hliðametinu. Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur er ekki nema 5 mínútna gamall þegar Sigþór skorar fyrir KR, fyrir mistök milli Jóns Leós og Helga. Jón ætlar að senda aft- ur til Helga en Sigþór kemst inn í mifli og nær að „rnoka" knettinum yfir Helga í mark- ið. 2:0. Um þetta leyti færðist nokk- ur deyfð yfir leikinn, og er fátt sem geriet. Á 15. mínútu hindrar Garðar gróflega á víta- teig og dæmir Grétar víta- spymu á KR, sem Skúli tekur og spymir öruggt í mark. Við þetta örfast Skagamenn sem eiga góða sóknarlotu, og ógna marki KR með þungri sókn, án þess að þeim takist þó að skora, en KR-ingar hrinda sókninni og hefja gagnsókn. Varð Helgi hvað eftir annað að láta veru- lega til s£n taka og gripa vel inn í á teignum. Enn reyna Skagamenn að jafna sakimar með góðri sókn- arlotu, en vöm KR stendur fyr- ir sínu og hrindir henni af sér. Á síðustu mínútunum sækja KR-ingar, og eru nærgöngulir við Helga í markinu og á 44. mínútu er Sveinn Jónsson kom- inn inn á markteig, fær þangað knöttinn frá Hafldóri Kjartans- syni og skorar óverjandi fyrir Helga. Eftir gangi leiksins hefði jafntefli verið nærri sanni, en það eru mörkin sem telja, og KR-ingar notuðu þetur sín tækifæri. Liðin Ferðizt í VoEkswagen — Akið sjálf rýjum bíl Xöfum fil leigu Volkswagen og Land-Rover Sé bifreiðin tekin á leigu.i einn mánuð eða lengTi tima, þá gefum við 10 — 20% afslátt á leigugjaldi. — Leigjum bifreiðir okkar allt niður i 3 tima. AIMENMA BIFREIÐALEIGAN h.f. REYKJAVIK Klapparstíg 40 simi 1-37-7ö. KEFLAVIK Hringbraut 106 sími 1513. AKRANES Suðurgóiu 64 sími 170. Aftasta vöm KR var sterk, sérstaklega Hörður og Bjami, og Heimir i markinu, en það var eins og Hreiðar vasri ekki vel upplagður og hafði hann þó ekki erfiðan mann á móti sér. Garðar lék nú með KR, og gaf leikur hans til kynna að hann væri ekki í æfingu. Var hann í fyrri hálfleik heldur slappur og ónákvæmur, en mun betri i síðari hálfleik, og sá maður þá oft til hans sem mað- ur hefur dáðst að undanfarið. Sveinn var líka til að byrja með heldur slappur og óná- kvæmur en sótti sig er á leik- inn leið. Framlínan var ekki eins sam- stillt og vömin. en tókst þó stöku sinnum sæmilega upp. Þeir nafnamir. Gunnar Guð- mannsson og Felix, voru virk- ustu menn línunnar. Sigþór var oft svolítið silalegur, en i kringum hann myndast tíðum samleikur sem leysir oft úr Framhald á 10. síðu. ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.