Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 3
Fimmtúdagur IS'JfflI'Í9é3 Sl»A 3 Kynþáttaóeiriir Belgíski togarinn „Karl konungur 11“ sést hér á siglingu inn í Newhaven. Eigandi togarans, Victor de Paepe, heldur því fram, að fiskimen n frá Brugge í Belgíu hafl rétt til þess að veiða ' enskri landhelgi. Byggir hann það á 297 ára gömlu leyfi Karls konungs II., sem á sínum tíma hugðist launa Belgum þannig liðveizlu við sig. Ekki hafa þó Englendingar, sú hefðbundna þjóð, viljað viðurkenna þetta sjónarmið. Var togarinn óðara tekinn og færður til enskrar hafnar. Vonir taldar um takmarkað bann á kjarnorkutilraunum MOSKVU 17/7 — Sovétríkin, Bretland og Banda- ríkin náöu allgóðmn árangri í viðræöum sínum um takmarkaö bann við kjamcrkutilraunum, segir í stuttri tilkynningu, sem gefin var út í Moskvu í dag. Vest- rænir fréttamenn í Moskvu leggja á það áherzlu, að sú staðreynd, að tilkynningin sé svo jákvæð eftir að- eins þriggja daga viðræður, styrki þá von, að takast muni í þetta skipti að ná samkomulagi um tilrauna- hann. Báðir aðilar hafa lýst þeirri von sinni, að þetta megi takast. Evrópu tekin til nánari umræðu, en þó muni slíkar viðræður ekki hefjast fyrr en Bretland og Bandaríkin hafi ráðgazt við önn- ur Nató-lönd. Einnig heldur Sey- mour Topping því fram, að Krústjoff forsætisráðherra hafi farið fram á það, að viðræður verði hafnar um þá tillögu hans að gera griðasáttmála milli Nató og Varsjárbandalagsins. f tilkynningunni segir enn- fremur, að fulltrúar landanna hafi náð góðum árangri í við- ræðum um skilyrði fyrir banni við tilraunum í andrúmsloftinu, himingeimnum og neðansjávar. Það er haft fyrir satt í Moskvu, að hinir þrir fulltrúar á fundin- um, Averell Harrimann, frá Bandaríkjunum, Hailsham lá- varður, frá Englandi, og André Gromyko frá Sovétríkjunum hafi ákveðið að einbeita viðræðunum að takmörkuðu banni við kjarn- orkutilraunum. Ástæðan fyrir því, að takmark- að bann er nú helzt á dagskrá, er talin vera sú, að allir aðilar hafi gert sér það ljóst, að eins og sak- ir standi sé ekki unnt að komast að samkomulagi um algert bann við kjamorkutilraunum. Viðræðumar fara fram enn sem komið er í hinni mestu leynd. Ekkert hefur síast út um það, hvemig viðræður gangi, og hin stutta tilkynning dagsins er hið eina, sem fréttamenn hafa við að styðjast. Fréttamenn sáu fulltrúunum þrem bregða fyrir er Gromyko hélt miðdegisverðarboð fyrir þá Hailsham lávarð og Harrimann. Segja fréttamenn, að þeir fulltrúamir hafi verið hinir glöðustu er þeir gengu að veizlu- borðinu. Um það bil fjörutíu gestir sátu boðið. Fréttaritari New York Times í Moskvu, Seymour Topping, lét þá skoðun í ljós á miðvikudag, að ef jákvæður árangur náist nú í Moskvu muni það leiða til þess, að ýmsar fleiri ráðstefnur verði haldnar á næstunni milli austurs og vesturs. Verði þá öryggismál Einn morðingi Lambrakis var handtekinn í gærdag SALONIKI 17/7 — Enn einn maðurinn hefur verið tekinn höndum og ákærður fyrir að hafa staðið að morðinu á hinum vinstrisinnaða, gríska stjóm- málamanni, Gregorios Lambrak- is. Þetta var tilkynnt snemma í dag í Saloniki. Hinn handtekni heitir Zenofon Yosmas. 1 gær handtók lögreglan lögregluforingja nokkum, og var honum gefið að sök að vera sið- ferðilega samsekur morðingjun- um. Yosmas þessi var samstarfs- maður Þjóðverja á hemámsámn- um og flúði land er halla tók undan fæti fyrir þeim. Síðan sneri hann heim og var dæmd- ur til dauða af sérstökum dóm- stóli. Dómnum var hinsvegar breytt í ævilangt fangelsi, og eftir fimm ár var Yosmas látinn laus. Tveir háttsettir lögreglufor- i-ngjar hafa verið leystir frá störfum meðan á rannsókn þessa máls stendur. CHARLESTON 17/7 — Að minnsta kosti fimm lögreglu- menn og einn brunaliðsmaður hlutu áverka í kynþáttaóeiröum í Charleston í Suður-Karólínu i gær. Öeirðimar hófust er lögreglan hngðist handtaka um fimm hundruð blökkumenn, er böfðu safnazt saman i miðri borginnii. Til að byrja með fóru blökku- mennimir rólegir inn í lögreglu- bílana. En skyndilega sló einn af hinum handteknu lögreglumann með múrsteini, og lenti þá allt í uppnámi. Beittu blökkumenn múrsteinum en lögreglan kylfum. Um það bil 75 blökkumenn voru handteknir. Þá hafa orðið kynþáttaóeirðir í Birmingham í Alabama. Voru þar að verki hvítir óeirðaseggir undir forystu Roberts Shelton, en hann er einn af foringjum Ku-Klux-Klan félagsskaparins. Óeirðimar urðu fyrir utan op- inbera byggingu í bænum. í byggingunni sat að störfum nefnd, er rannsaka á félagsleg og fjárhagsleg vandamál, og hvemig leysa megi þau. 1 nefndinni eru 211 menn, og er þar að finna fulltrúa fyrir menningar, trúar og fjármálalíf borgarinnar. Tuttugu blökku- menn eru í nefndinni. Það var borgarstjórinn í Birmingham, Bothwell að nafni, sem skip- aði nefnd þessa. Er nefndin var skipuð sagði Bothwell, að þetta gæti orðið heiðursdagur í sögu borgarinnar. Kvaðst hann bera íyllsta traust til forystumanna borgarinnar, hvort hcldur væru þeir hvítir eða svartir, og und- irstrikaði það, að Iykillinn að góðum árangri væri vinátta og friður á báðar hliðar. 1 Savannah í Georgíu var blökkumaður særður riffil- skoti í óeirðum í gærkvöld. Skot- ið var úr bíl, sem í sátu sex hvitir menn, og voru þrfr þeirra konur. Þá hefur kona liðsfor- ingja nokkurs í þjóðverðinum tilkynnt það, að skotið hafi verið á sig er hún var á skemmtigöngu nálægt heimili sínu i Maryland. Bæði þessi mál eru í rannsókn. Frá Washington berast þær fréttir, að verkalýðsleiðtoginn George Meany hafi lýst því yf- ir í dag, að verkalýðssamtökin styðji Kennedy forseta í bar- áttu hans fyrfr auknum mann- íéttindum blökkumönnum til handa. Hann kvað það nauðsyn- legt að veita blökkumönnum sömu réttindi og hvítum, og ekki mætti bíða með að leysa það mál. Frumvarp Kennedys kvað hann hið þarfasta, og auð- sætt væri, að allur þorri Banda- ríkjamanna styddi það heilshug- ar. Kínverjar um kyrrt í Moskvu MOSKVU 17/7 — Ymislegt bend- ir nú til þess, að Kínverska sendinefndin í Moskvu muni ckki halda hcámleiðis nú þegar, eins og jafnvel var búizt við, en verði nokkra daga um kyrrt. Vestrænir fréttamenn i Moskvu hafa þetta eftir aðila, sem standi í nánu sambandi við kínverska sendiráðlð f Moskvu. Eftir þessum sama aðila er það einnig haft, að samkomu- lag sé um það milli landanna, að ýmis hugmyndafræðileg vandamál verði að liggja ljós fyrir áður en lengra sé haldið á viðræðubraut. Það er haft fyrir satt, að Kínverjar muni ekki snúa heimleiðis sökum viðræðna þeirra, er nú fara fram milli Sovétríkjanna og Vestur- veldanna um bann við kjam- orkutilraunum. Meðan þessu fer fram ræða blöð í Moskvu itarlega hið opna bréf Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna til Kommúnistaflokks Kína. M.a. skrifar Peking- fréttaritari Trud, blaðs verka lýðshreyfingarinnar í Sovétríkj- unum, að það sé raunalegt að sjá, að í Kína sé reynt að skapa fjandsamlegar tilfinningar garð Sovétríkjanna, Hinsvegar beri hinn kínverski verkamaður vinsamlegar tilfinningar í brjósti til Sovétríkjanna. Fréttastofa Reuters tilkynnti það í dag, að nýr fundur hefði verið haldinn með fulltrúum Kínverja og Sovétríkjanna. Var kínverska sendinefndin sén á leið til gestahússins á Leninhæð, en þar fara viðræðumar fram, Fimm ára styrkir Menntamálaráð Islands mun í ár úthluta 7 námsstyrkj- um til stúdenta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla eða við Háskóla Islands. Hver styrkur er tæp- ar 40 húsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram gteinargerð um námsárangur, sem Menntamála- ráð tekur gilda. Þeir einir koma til greina við úthlut- un, sem luku stúdentsprófi nú í vor og hlutu háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verður, auk námsárangurs höfð hliðsjón af því, hve nám það, er umsækjendur hyggjast stunda, er talið mikilvægt frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvísindum og hugvísindum. Umsóknir. ásamt afriti af stúdentsprófskírteini, svo og meðmæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa borizt skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 15. ágúst n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavík, 15. júlí 1963 MENNTAMÁLARÁÐ ISLANDS. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. Hekla 17. daga Serð til Þýzkalands og Hollands í septcmber n.k. Frá Reykjavík Til Hamborgar Frá Hamhorg *’ ...' Til Amsterdam Frá Amstcrdam Til Reykjavíkur Fargjöld fram og til baka með 1. fl. fæði og þjónustu- gjöldum verða frá kr. 7.750.00 til 9.975.00, og ganga þeir fyrir ,sem kaupa far á þann hátt Álitlegar kynnisferðir verða skipulagðar í báðum lönd- um gegn sanngjömu gjaldi fyrir þá farþega, sem óska. Vönir verða teknar út og heim. Nánari upplýsingar í skrifstofum vorum. föstud. 13/9 kl. 12.00 þriðjud. 17/9 — 07.00 föstud. 20/9 - - 11.00 Iaugard. 21/9 — 08.00 fimmtud. 26/9 — 11.00 mánud. 30/9 - - 07.00 Síldarstúlkur Söltunarstúlkur vantar á góða söltunar- stöð á Siglufirði. ökeypis ferðir. Upplýs- ingar hjá Jóni Gíslasyni í síma 50165. Ferðizt í Volkswagen — Akið sjálf rýjum bíl 'iöfum til leigu Volks wagen og Land-Rover Sé bifreiðin tekin á leigu i einn mánuð eða lengri tima, þá gefum við 10 — 20% afslátt á leigugjaldi. — Leigjum bifreiðir okkar allt niður i 3 tíma. ALMINMA BIFREIBALEiGAAI h.f. REYKJAVIK Klapparstig 40 sími 1-37-76. KEFLAVIK Hringbraut 106 sími 1513. AKRAIMES Suðurgötu 64 sími 170. / i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.