Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA Ctgofandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Verðhækkanir |Jndanfarm ár hefur almenningur hér á landi féngið af því fulla reynslu, hvernig stöðugar j vérðhækkanir og óðaverðbólga hafa étið upp sam-1 stundis allar kjarabætur, sem launas'téttirnar hafa náð fram. Og þó er sérstaklega vert að und- irstrika það, að þéssar kjarabætur hafa einungis verið til þess að vinna upp það, sem dýrtíðin var þegar búin að svipta launastéttirnar; það var bar- átta fyrir að halda því sem áunniz't hafði áður. Kaupgjaldsbaráttan hefur því á síðari árum fyrst og fremst verið bein afleiðing verðbólguþróunar- innar, en ekki öfugt eins og Morgunblaðið og önn- ur málgögn atvinnurekenda og kaupsýslumanna reyna stöðugt að telja fólki trú um. Svo ör hefur þessi verðbólguþróun verið frá því að núverandi stjórnarflokkar tóku við stjórnartaumunum, að gífurleg aukning yfirvinnu hefur ekki einu sinni nægt til þess að vega þar upp á móti. Verðbólgan hefur gleypt allan ávinning af auknu striti al- mennings. j^|orgunblaðið reynir í gær að finna upp nýjar afsakanir fyrir óðaverðbólgu ríkisstjórnar- innar. Segir blaðið, að verðhækkanir hér hafi „á „undanförnum árum að verulegu-. leyti átt rætur sínar að rekja til hækkaðs verðs erlendis, þótt miklar kauphækkanir hafi ýtt. undWoþár.,þróun“. í framhaldi af þessu kemst Morgunblaðið svo að þeirri niðurstöðu, að kauphækkanirnar, sem að undanförnu hafa átt sér stað geti því ekki „nema að nokkru leyti orðið raunhæfar kjarabætur“. Á það var bent hér að framan, að verðbólguþróunin hefur orsakað kaupgjaldsbaráttuna hér á landi undanfarið, en sú kenning Morgunblaðsins, að hækkað verðlag erlendis eigi stærstan þátt í verð- hækkunum hér innanlands fær heldur ekki staðizt. Þjóðviljinn hefur áður bir't opinberar tölur um verðlagsþróun hér og erlendis og þar kom skýrt í ljós, að verðhækkanir hafa verið tiltölulega litlar erlendis miðað við þá óðaverðbólgu, sem hefur vax- ið hér ár frá ári. Qrsaka verðhækkana og verðbólguþróunar hér- lendis er að leita í stefnu núverandi stjórnarfl. Með tvennum gengisfellingum með stuttu millibili, nýjum og margföldum sölusköttum á allar vör- ur, jafnt brýnustu nauðsynjar sem aðrar, hefur ríkisstjórnin hækkað allt verðlag í landinu marg- falt meira en nokkur dæmi finnast til um í öðrum löndum á sambærilegum tíma. Það kemur því vissulega úr hörðustu átt, að aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar skuli nú hóta því að þær hóflegu kauphækkanir, sem verkalýðsfélögin hafa verið að semja um að undanförnu, verði teknar aftur með nýjum verðhækkunum, en tæpast er unnt að draga aðra ályktun af þeirri niðurstöðu, sem Morgunblaðið kemst að í leiðara sínum í gær. Slíkar hótanir munu áreiðanlega sízt til þess falln- ar, að bæta sambúð vinnuveitenda og launþega, og sérstaklega líta þær tortryggilega út einmitt núna, þegar höfð eru í huga þau beinu og óbeinu afskipti, sem ríkisstjórnin hafði af samningum verkalýðsfélaganna nýlega. — b. ÞJÖÐVILIINN Fimmtudagur 13. júlí 1963 Blökkumenn hafa I hyggju að setja á viðskiptabann um öll Bandaríkin Formaður eins af sam- tökum blökkumaii v 1 í Bandaríkjunum, CORE (Congress of Racial Equa- lity),. James Farmer, skýrði frá því um helgina að samtök hans og önn- ur sem berjast fyrir jafn- rétti kynþáttanna undir- búi að setja algert við- skiptabann á öll fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem mismuni fólki eftir hör- undslit þess. Farmer sagði að viðskipta- bannið myndi sett á að lok- inni hinni miklu mótmæla- göngu blökkumanna til Wash- ington sem fyrirhuguð er í ág- úst og búizt er við að 300.000 manns muni taka þátt í. Hann bætti því við að hann hefði einmitt byrjað viðræður við fulltrúa einstakra iðn- greina í suðurfylkjunum um aðgang blökkumanna að vinnu i fyrirtækjum í þeim greinum. Þessar viðræður hafa þegar borið nokkum árangur, en það breytir engu um þá ákvörðun okkar, sagði Farmer, að setja viðskiptabann á öll fyrirtæki sem halda kynþáttamisréttinu áfram. „Róttækar aðgerðir" Farmer skýrði frá þessum fyrirætlunum í sjónvarpsdag- skrá. Þar sem hann var spurð- ur um hvað samtök hans ætl- uðust fyrir, ef Bandaríkjaþing kemur i veg fyrir framgang lagafrumvarpa Kennedys for- seta um aukið jafnrétti kyn- þáttanna. Hann svaraði því til að blökkumenn hyggðu á „rót- tækar aðgerðir“. Hann gaf í skyn, að ef þing- ið tæki sér hvíld frá störfum ’-áður en frumvörp Kennedys hafa verið afgreidd myr.di far- ið í mótmælagönguna til Wash- ington fyrr en ætlað hefur verið. Frumvörp Kennedys gagnrýnd En þótt Farmer segði að blökkumenn myndu leggja sig alla fram við að knýja frum- vörp forsetans gegnum þingið, lagði hann jafnframt á það á- herzlu, að þeir teldu að mikið skorti á að þau uppfylltu kröf- ur þeirra um jafnrétti á við hvíta menn. ólga enn Enda þótt færri fréttir berist Blökkumcnn I Bandaríkjunum hafa ekki látið sér segjast og hafa ekki í hyggju að hætta baráttu sinni fyrir frumstæðusfu mannréttindum, enda þótt yfirvöldin f þessu forusturiki „hins frjálsa heims" hafi mætt sjáif " ' m ’tráfum þeirra og friðsömum kröfugöngum með hvers kyns ofbeldi af versta tagi. nú upp á síðkastið af kynþátta- óeirðunum í Bandaríkjunum, fer því fjarri að þeim sé að linna. Um og fyrir helgina sló þann- ig í hart hvað eftir annað milli lögreglu og blökkumanna i baénum Cambridge í Maryland og var fjöldi blökkumanna handtekinn i þeim viðuréign- um og margir illa leiknir. Lög- veglan í bænum hefur fengið liðsauka frá fylkishemum og yfirmaður hans hefur lagt ál- gert bann við frekari mótmaéla- göngum svertingja í borginni, én leiðtogar þeirra háfa lýst yfir, að þeir muni hafa bannið að engu, ef ekki verður géngið að kröfum þéirra. "Mannútty aftaka,,—fyrst skotin m, Irin, síian barnii — Þegar mér var skipað a'S taka fólk af lífi, reyndi ég jafnan aS gera það á mannúðlegan hátt. Ég reyndi hvað ég gat til að forðast alla grimmd, sagði einn af böðlum þýzku naz- istanna, Walter Helfsgott, sem nú stendur fyrir rétti í Wupperthal í Vestur- Þýzkalandi. Helfsgott skýrði fyrir réttin- um við hvað hann ætti með „mannúðlegum hætti“: Þegar hann til að mynda eitt sinn átti að taka af lífi gyð- ingakonu og hálfs annars árs gamalt barn bénnar, drap bann konuna fyrst og barnið á eftir. Hún hefði þá kannski getað haldið að barnið fengi að lifa. Helfsgott furðaði sig á því að rétturinn skyldi ekki telja að þessi skýring hans væri honum til málsbóta. Aðalsakbomingurinn í réttar- höldunum er SS-foringinn Ro- bert Mohr. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt 2362 manns. Hlutverk þeirrar sveitar sem hann stjómaði var að „upprséta gyðingdóminn“ í Úkraínu og einnig að taka af lifi alla fé- laga í kommúnistaflokknum sem náðist í. Mohr og félagar hans bera fyrir réttinum að þeir hafi ekki gert annað en að hlýða fyrirskipunum. Mikið vafamál að EBE verki örvandi á efnahagsþróunina Menn eru íarnir að láta í ljós, bæöi í Frakkland’ og öðrum aðildarríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, að aðild að bandalaginu hafi örvandi áhrif á efna- hagsþróunina í þessum löndum, segir i fréttaskeyti sem „New York Times“ birt- ir frá París Slíkur efi er engin ný bóla, en hann hefur greinilega farið vaxandi, eftir því sem samstarfið innan banda- lagsins reynist verða erfiðara, er sagt ennfremur. Hagfræðingar hafa tekið saman skýrslur sem þeir telja að sýni að aðild að Efnahagsbanda- laginu hafi haií mjög lítil, ef þá nokkur góð á- hrif á efnahagsþróunina í aðildarríkjunum á undanfömum ánum. Meðal þeirra niðurstaðna sem dregnar eru af skýrslunum, eru þessar: 1) Efnahagsþróunin í aðildarríkjum Efnahags- bandalagsins hefur í rauninni verið hægari eftir að það var stofnað en fyrir stofnun þess. Því er ekki haldið til streitu, að bandalagið hafi hindrað vöxtinn, en á hitt er bent að það hafi engin áhrif, hvorkii til hins betra né verra, haft siðan árið 1958. 2) Svo virðist einnig sem fjárfesting í aðildar- ríkjunum sé nál væmlega sú sama og hún hef- ur verið ef þau hefðu ekki verið í bandalag inu. 3) Verzlun m;IIi aðildarríkjanna hefur að vísu vaxið ört, en ekkert örara en áður en banda- Iagið var stofnað. Upp á síðkastið hefur vöxtur inn verið hægari en áður. Þá er einnip á það bent í frétt hins bandaríska biaðs, að athyglisvert sé, að nú fyrir skömmu hafi það gerzt í fyrsta sinn, að íhaldssamt fjár- málablað. franska blaðið „L’Information", hafi ráðizt á Efnahagsbandalagið. ! grein ( blaðinu var sagt að ‘ andalagið hafi algerlega brugðizt fyrirheitum n að koma frönskum landbúnaði til aðstoðar. | Giobke vitni Eitt af vitnum þeim sérti verjendur sakbominganna háfa leitt í réttinum í Wuppérthal er dr. Hans Globke, sém vár háttsettur embættismaður i inn- anríkisráðuneyti Hitlers, en er nú ráðuneytisstjóri Adenauers forsætisráðherra. Nú standa yf- ir réttarhöld í Austur-Berlín yfir Globke að honum fjar- stöddum og er hann þar ákærð- ur fyrir stríðsglæpi. — Skömmu eftir að stríðið á austurvígstöðvunum hófst sagði Globke fyrir réttinum í Wupp- erthal, komst ég á snoðir um að fjöldi gyðinga, Pólverja og kommúnistaforingja var tekinn þar af lífi. Það fylgdi fréttun- um að lögreglumenn sem neit- uðu að taka þátt í aftökunum, gætu átt á hættu að verða drepnir sjálfir eða a.m.k. sett- ir í fangabúðir. — Ég veit ekki hvort þess- ar upplýsingar voru réttar, hélt Globke áfram. En þá efaðist enginn um það. Með þessum vitnisburði hef- ur Globke viðurkennt að hon- um hafi frá upphafi verið full- kunnugt um þá ógurlegu glæpi sem drýgðir voru í Austur- Evrópu. 3 ára fangelsi fyrir morð Heinz Fenslau, 54 ára gamall fyrrverandi foringi í SS-sveitum Hitlers. var í síðustu viku dæmdur í Múnchen í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa myrt liðþjálfa í SA-sveitunum meðan stóð á valdabarátt- unni innan nazistaflokksins árið 1934. Fenslau bar það sér til málsbótar að hann hefði haft fyrirmæli um morðið af SS-foringjanum Bach Zelewski, sem fyrir skömmu var dæmdur í ævilangt fangelsi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.