Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. júlí 1963 I HÓDVILIINN SB>A 5 í Austur-Berlín Lögin, sem Globke ber ábyrgð á að samin voru, lögðu grundvöllinn að gyðingaofsóknum þýzku nazistanna og útrýmingarbúðunum. Dr. Hans Josef María Globkc. Mánudaqinn 8. júlí hóíust í A-Berlín mála- íerlin yfir dr. flans Josef Maria Glohke, ráðuneyt- isstjóra í ráðuneyti kanzlara V-Þýzkalands. Aðalsaksóknari Austur-Þýzkalands sækir Globke til saka fyrir að hafa í Berlín og annars- staðar á tímabilinu frá nóvember 1932 til 1945 unnið að .lögfræðilecrri'' undirstöðu að Jt myndun einræðis Hitlers ít ofsóknum og eyðingu Gyðinga ir aðgerðum, sem miðuðu að því að gera hertekin svæði germönsk. Globkemálaferlin Akæruatriðin eru refsiverð á grundvelli sjöttu greinar samþykktar Alþjóðlega her- réttarins frá Níimberg og fimmtu greinar stjórnarskrár DDR. Um 150 erlendir fréttamenn og fjölmargir gestir frá gyð- ingasamtökum, fómarlömbum ofsókna nazismans, Andspyrnu- hreyfingum ýmissa landa, lög- fræðingasamtökum (m.a. Voltsj- kof, sem var einn hinna 8 dómara í alþjóðlegu réttar- höldunum í Nurnberg yfir stríðsglæpamönnum) o.fl. voru viðstaddir dr. Toeplitz, forseti hæstaréttar DDR, setti réttar- höldin á mánudagsmorgun, 8. júlí. Hver eru völd Globkes í dag? • •• i Dr. Toeplitz tók lögfræðipróf ' '1336, en af kynþáttaástæðum > var hann rekinn í þvingunar- vinnu til Frakklands og Hol- lands á stríðsárunum. Dr. Toe- plitz tók lögfræðipróf að nýju 1947. Hann var valinn forseti Hæstaréttar 1960. Hann er meðlimur þingsins, í stjóm Þjóðfylkingarinnar, í stjórn -Kristilega lýðræðisbandalags- ins (CDU) og andfasísku and- spyrnuhreyfingarinnar. Globke er valdamesti em- bættismaður í V-Þýzkalandi í dag. Hann er valdameiri en nokkur vestur-þýzkur ráðherra. — 1 gegnum hendur hans fer sérhvert skjal ætlað Adenau- er og setur Globke sínar at- hugasemdir við þau. — Hann ákveður veitingu og lausn frá öllum hærri embætt- um í ráðuneytinu í Bonn. Enginn tekur við embætti án samþykkis hans. Af 25 ráðu- neytisstjórum hafa minnst 16 þeirra glæpsamlega fortíð frá því í Þriðja ríkinu. — Njósnakerfi V-Þýzkalands, sem kennt er við einn hers- höfðingja Hitiers: Gehlen, heyrir undir Globke. Hann fær upplýsingar um alla mikilvæga leynilega hluti og það gerir það að verkum, að hann er sá mað- ur innan v-þýzka ríkisins, sem hefur alltaf beztar upplýsing- arnar. v.« i, Globke - hefur “f^’sfnni vörzlu öll leynileg persónuskil- ríki helztu stjómmálanna í V-Þýzkalandi, sem hann getur ógnað þeim að birta, ef þeir halda sér ekki á Adenauerslín- unni. — Hann hefur í nafni em- bættis síns mikil áhrif á pressudeild stjómarinnar og þar með viss áhrif á það, hvað birtist opinberlega og hvað ekki. — Hann ræður yfir fé ráðu- neytis kanzlarans, einkum þeim milljónum, sem tilheyra hinum leynilega „skriðdýrssjóði" (mútufé), sem ætlaður er press- unni og til njósna. — Globke undirbýr alla ráðuneytisfundi. Hann semur dagskrá þeirra og öll ráðuneyti senda honum tillögur sínar. — Globke er viðstaddur alla leynifundi um utanrikismál, og væri það vanmat á mannin- um, ef ekki mætti eigna hon- um mikinn „dugnað“ í kalda stríðinu. — Hann undirbýr ræður Adenauers. 1 þinginu situr hann ávallt að baki Adenauer og upplýsir hann um einstök mál með miðasendingum sín- um. Hann er venjulega fyrsti og síðasti maður, sem Aden- áúér talar við, áður en sá gamli (Adenauer) fer í sín tíðu orlof, Þegar Adenauer er i orlofi er Globke raunveru- lega æðsti maður V-Þýzkalands og það sem meira er: starf hans fer ekki fram undir eft- irliti þings né stjórnar. Hann hefur aðeins einn „yfir“- mann: hinn gamla Adenauer, sem oft hefur lofað „trúnað“ Globkes og sagt m.a.: „Ég þekki engan, sem ég gæti sett í stað hans“. (Suddeutsche Zeitung, 31. marz 1956). Fyrsta ákæruatriði gegn Globke er, að hann hafi 1933 unnið að samningi og skýringu laga, sem urðulög- fræðileg undirstaða fyrir eyð- ingu þingræðisforma Weimar- lýðveldisins og borgaralegs lýðræðis og myndun fasísks drottnunarvalds, einkum með lögum frá 1/6., 8/7. og 17/7. 1933. 1 október 1933 var Globke svo hækkaður í tign í innan- ríkisráðuneytinu samkvæmt til- mælum Görings og skipaður Oberregierungsrat. -• t • .i . |. 1 Annað ákæruatriði Af þeim 4000 skjölum i:DDR, sem sýna fram á sakargift Globke, voru um 500 gefin út í bókarformi fyrir um það bil 3 árum. Flest snúast þau um ábyrgð hans á samningu laga, sem miðuðu að ofsóknum og eyðingu Gyðinga og annarra kynstofna (t.d. Zígauna). Þar má glöggt líta frumkvæði hans á þessu sviði, sambönd hans við Gestapo, SA og SS, vel- þóknun Himmlers, Frick, Hitl- els o.fl. á störfum hans, verð- launaveitingum honum til handa fyrir „vel unnin störf“ o.fl. Þegar á árinu 1932 og það á Þorláksmessu voru gefin út lög, sem Globke vann að og fjalla um nafnbreytingar Gyð- inga. Þau voru jafnframt fyrstu lög Þriðja ríkisins, sem — gagnstætt stjómarskránni — miðuðu að afnámi jafnréttis borgara fyrir lögunum. Þannig máttu Gyðingar þegar á þess- um tíma eiga yfir höfði sér lögvarðar ógnaraðgerðir SA. Eftir 1935 vann Globke sér- lega að því að merkja sérhvem Gyðing með gyðinganöfnum. Hann lagði til að við nafn 1 Gýðingá Bættist nafhiíð ’,l,Salrá" eða „Israel". Þann 20. desem- ber 1937 fékk Globke bréf. sem sagði,' að • „Foringinn og ríkis- kanzlarinn hefði orðið honum sammála" og með undirskrift Hitlers varð tillaga Globkes að lögum. Þessi lög auðveld- uðu Gestapo (leynilögreglunni) mjög starf sitt. 1937 var samþykkt að til- lögu Globke, að stórt J (Jude= Gyðingur) skyldi stimplað framan á alla passa Gyðinga, svo að þeir ættu verra með að flýja land. Þekktastur er þó Globke fyrir starf sitt að undirbún- ingi og framkvæmd kynþátta- löggjafarinnar sem kennd er við Numberg, frá 15. septem- ber 1935, en það voru ein þýð- ingarmestu ofsóknarlög þessa tíma: (1) „Ríkisborgaralögin", sem voru skilin frá þegnrétt- arlögunum og urðu til þess að hluti þjóðarinnar var rændur vissum gmndvallarréttindum og það var sá hluti sem sam- kvæmt „skilgreiningu" Globk- es töldust til Gyðinga og (2) „Lög um vemd þýzks blóðs og þýzks heiðurs" sem miðuðu að líffræðilegum skilnaði Gyðinga frá „Aríum“, einkum þó grein 1, sem kvað á um bann ' hjónabanda „milli Gyðinga Og Þjóðverja". Hjón voru oft skilin nauðug á þessum grund- velli og böm þeirra send í fjölda- eða útrýmingarbúðir. Um starf Globkes á þessum tíma segir í bréfi frá stríðs- glæpamanninum Frick til „varamanns Foringjans" (frá 25. apríl 1938): „Oberregier- Framlhald á 8. síðu ! i ! 1 Frjálsri þjóð birtist nýlega grein eftir ritnefndarmann blaðsins, miðstjórnarmann Þjóðvarnarflokksins og fram- bjóðanda flokksins á lista Al- þýðubandalagsins í síðustu kosningum. Mætti því ætla, að skoðanirnar í þessari grein sem heitir „Þriðja aflið“, ættu nokkuð skylt við meginstefn- una í herbúðum Þjóðvarnar. Niðurstaöa höfundar er þessi: „Umbótasinnaðir og rót- tækir vinstri menn, hemáms- og efnahagsbandalagsandstæð- ingar, verða nú að hefjast handa um myndun nýs flokks sem laus verði við kommún- istíska kreddutrú og tak- mgrkalausa Rússadýrkun for- ystunnar í Sósíalistaflokkn- um......“ Hér er berum orðum boðað, að kljúfa skuli Alþýðubanda- lagið og Sósíalistaflokkinn. Og hinn nýi flokkur á eins og Þjóðvarnarflokkurinn, að lifa á rógi um sósíalista fyrir ..Rússadýrkun og kreddutrú". Fyrst skulum við nú líta á „rökin“ fyrir þessum ásök- unum á hendur sósíalistum. 1 sfkrifum Frjálsþýðinga (og fyrirmynda þeirra í aftur- haldspressunni) um þessi mál er þess jafnan gætt að til- greina ékki þá hættulegu menn, sem eiga að vera i Alþýðubandalaginu og Sósíal- istaflokknum, og að sjálf- sðgðu passa rógberarnir enn betur að reyna ekki að koma með sannanir fyrir því. að PALL BERGÞÓRSSON: 11 Harðduglegir og mikilhæfir menn,. sósíalistar setji hag Sovétríkj- anna ofar heill íslands. Er þetta ofur eðlilegt því að jafnvel merðir Frjálsrar þjóðar vita, að fáir stjómmálamenn hafa lagt jafn mikið f sölum- ar fyrir íslenzku þjóðina og margir forystumenn íslenzkra sósíalista. Þeir hafa fórnað lífsþægindum og aðstöðu. meðan flestir aðrir pólitíkusar hafa notað stjórnmálaþátttök- una til þess að krækja sér í sem flesta bita og sopa. Hitt er rétt. að íslenzkir sósíalistar hafa ekki talið það neitt keppikefli í baráttunni fyrir sósíalismanum að taka þátt í þeirri aðför, sem auð- valdsöfl heimsins gera að öll- um sósíalískum bjóðlöndum. með óvönduðum meðulum og af fullkominni hlutdrægni. Við höfum að vísu verið harðorðir um mistök þessara þjóða. en jafnframt gætt þess að láta þær njóta sannmælis, og við höfum tekið tillit til þess stórkostlega munar, sem á framkvæmd sósíalismans hlýtur að vera vegna mis- munandi erfðavenja. þjóðar- hags og þjóðarbrags. Hér skilUr á milli heilbrigðrar af- stöðu Sósíalistaflokksins og ómerkilegra múgæsinga-til- rauna Frjálsrar þjóðar. Næst skulum við svo skoða hversu máttugur þessi Rússa- rógur hefur reynzt sem lífs- afl stjórnmálaflokks ’á Is- landi. Hvaða árangur hefur hinn mjóróma söngur Þjóð- vamar með öskurkór auð- valdspressunnar borið? Henni hefur lukkazt þetta svo ljóm- andi vel að Þjóðvarnarflokk- urinn, sem settur var til höf- uðs Sósialistaflokknum, varð í seinustu kosningum að leita á náðir þessa höfuðfjanda síns til þess að geta boðið fram! Svona lánaðist þjóðráðið. sem nú er talið öruggur grundvöllur undir nýjan flokk Það er því talsverð kokhreysti. begar miðstjórnarmaðurinn segir i lok greinar sinnar: — „Leiðin hefur verið þyrnum stráð og erfið, en við erum þó reynslunni ríkari. Látum hana því okkur að kenningu verða“. (!) Enn er á eitt að líta í þessu máli. Hvað gengur Þjóðvöm til með rógi sínum um sós- íalista, fyrst líklegast er. að hann sé fluttur gegn betri vitund? Mér virðist. að skýr- ingin á því komi skemmtilega upp í hendumar á manni í grein miðstjómarmannsins. Hann segir um þessa „kreddu- trúarmenn": „Hér er m.a. um að ræða ýmsa harðduglega og mik- ilhæfa menn, sem kunna ýmsu betur en að sitja auðum höndum og telja sig rétt kjörna til þess að ráða og stjórna og því hægara sagt en gert að víkja þeim til hlið- ar og eyða áhrifum þeirra“. Það skyldi þó aldrei vera, að forustumenn Þjóðvamar telji sig munu verða skelfing lágkúrulega í flokki. þar sem fyrir eru margir harðduglegir og mikilhæfir menn? Getur það skeð, að ásökunin um Moskvuþjónustu og kreddutrú sé aðeins hugsuð sem hand- hægur stimpill. sem á að merkja með hvern þann sós- íalista, sem er líklegur til að verða tekin fram yfir æðstu- presta Þjóðvarnar til forystu í lýðræðislegum vinstri flokki? Verst ér hvað þeir verða skrambi margir. sem þarf að merkja til þess að ná svo stórkostlegum árangri. Hætt er við, að útrýma byrfti þeim „harðduglegu" í áföngum, semja fyrst f bróðerni við þá næst „mikilhæfustu“, þó að þeim sé hugsuð þegjandi þörf- in síðar. Mönnum þykir kannski undarlegt. að ég skuli orð- tengja svo um þessar áætlanir örfárra Þjóðvamarmanna um að kliúfa Albýðubandalagið oe Sósíalistaflokkinn. Vissulega er það rétt, að flokkur byggð- ur á sama grundvelli og Þjóðvörn verður ekki skeinu- hættur til lengdar, hann ber í sér dauðann, svo sem reynslan sýnir. En þess er þó að gæta, að hann getur uro stundarsakir valdið allmikl- um truflunum á bará1>tunni fyrir því að sameina alla vinstri menn í einum flokki. Og hvað sem því Hður, er þessi áróður sannarlega «5- svífin tilraun að efna til sundrungar hjá sósíalistum. Auk þess má búast við, að í þessari viðleitni verði ekki einungis beitt beinum árás- um, eins og i grein mið- stjómarmannsins í Frjálsrl þjóð, sem vissulega ber að virða að því leyti. Ef að vanda lætur, verður einnig beitt lævísum undirróðri. Gegn þessum árásum á Sósíalistaflokkinn og Alþýðu- bandalagið er okkur nauð- synlegt að gjalda varhug og fylkja okkur þéttar en nokkru sinni fyrr um flokk okkar, flokksfélögin og kosninga- samtök okkar, Alþýðubanda- lagið. Piltunum hjá Frjálsrl þjóð ráðlegg ég að gera á- ætlun um eitthvað þarfara en að vega að Sósíalista- flokknum. Hvemig væri til dæmis að hjálpa okkur heldur að sniða svo sem eina kló af ihalds- krumlunni? 4 t 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.