Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILIINN Fimmtudagur 18. júlí 1963 Hann gat ekki sofið í lang- ferðabflnum — hann hafði fyrir löngu gengið úr skugga um það — en nú svaf hann og honum gramdist það. Það var hálfsmán- arlegt (skyldi Hannibal hafa mókt á leið sinni til Saguntum?), og um leið uggvænlegt. En hann sagði við sjálfan sig að það væri veltingnum í bílnum að kenna. Þetta vagg og rugg og sömuleið- is það að hann hafði ekkert sof- ið í þrjátíu tíma eða lengur. En samt sem áður; þetta var ekki viðeigandi. Það rifaði í augun, en þau lok- uðust snögglega aftur í heitri og brennandi birtunni. Hann barðist gegn þessu, en hitinn lamaði hann og stóru, svörtu hjólin héldu áfram að snúast undir hon- um og sætið að vagga.... „Næsti vidkomustaður Cax- ton!“ Hann settist stirðlega upp í sætinu og leit í kringum sig. Fjórar mannverur voru í bílnum auk hans. Gamall maður í blett- óttum, gráum fötum, kona á óákveðnum aldri, ungur piltur og ekillinn. Konon var brosandi. Hún hafði verið að horfa á hann. Hann brosti á móti. Blágræn fjöllin liðu framhjá utanvið gluggann og bráðlega fóru veitingahús og benzínstöðv- ar að skjóta upp kollinum við veginn. Skilti kom í ljós og hvarf: VELKOMIN TIL CAXTON Hér er gott að vera! Síðan ók vagninn yfir mjóa brú, beygði útaf þjóðveginum og hægði ferðina. Fyrir framan veit- ingahús stanzaði rauðgult og hvítt farartækið. Rykið þyrlaðist upp kringum hjólin. „Caxton“. Hann tók feröatösku sína úr farangursgrindinni, sagði „þökk fyrir" við ekilinn og steig út í brennandi síðdegishitann. Lang- ferðabíllinn stundi aftur, sneri við og ók af stað. Innan skamms var hann horfinn. Hárgreiðslan Hárgrelðsln- og snyrtistofa STEINH og DÓDÖ Langavegl 18 m. h (lyfta) Sími 24616. F E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðsln. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sím] 14662. hArgreiðsldstofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttlr) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — Hann stóð stundarkom fyrir framan veitingahúsið. renndi augunum yfir muskulega, þokka- lausa borgina, yfir gráar raðir af nýlenduvörubúðum og kaffi- húsum og efnalaugum og skrif- etofum og kirkjum sem nú voru svo kyrrar og hljóðar; eftir hæg- fara fólkinu á götunum, gráu og kyrrlátu. Síðan tók hann pappatösku sína í hina höndina og gekk af stað. Hann spurði stórvaxinn mann í vinnufötum um gott gistihús. Maðurinn svaraði: „Það er upp- eftir Georgsgötu að teinunum. Union hótelið. Það er ágætur staður". Hann þakkaði manninum fyrir og gekk að niðumíddu brautar- vagnaskýlinu og nam staðar. Hann strauk hárið frá augunum og opnaði glerdymar að Union hótelinu. Þrír kvenmenn sátu í rauðum leðursófa. Þær litu upp án alls áhuga og sneru sér síðan aftur að sjónvarpinu. sem þær höfðu verið að horfa á. Tækið var hátt stillt, en hátalarinn var lélegur og það var erfitt að greina orða- skil. 1 stól við vegginn sat mið- aldra maður í blárri sportskyrtu og mókti. Enginn var bakvið afgreiðslu- borðið. Hann lagði frá sér tösk- una og skimaði inn langan gang- inn. Hann var tómur. Stór klukka hékk á veggnum og vísar hennar sýndu tíu fimm- tán. Hann ræskti sig hraustlega, en ekkert gerðist, svo að hann gekk að sófanum. „Fyrirgefið, frú“ sagði hann lágt við eina kon- una. „Mér þykir leitt að trufla yður, en það virðist enginn vera við til að afgreiða". Konan leit upp. „Vantar yður herbergi?" spurði hún. „Já, einmitt". „Nú,“ sagði hún og bandaði höfðinu í átt til sofandi manns- ins. „Þá þurfið þér að tala við hann þama. Ýtið bara við hon- um“. Hann hikaði. „Allt í lagi“, sagði konan. „Þetta eru hvort sem er bara auglýsingar". Hún reis upp, gekk að afgreiðsluborðinu og lagði flatan lófann á ryðgaða bjöllu. „Billi!“ Maðurinn umlaði eitt- hvað. „Billi, svona. Jæja, það þýðir ekkert að eiga við hann. Bíðið andartak og ég skal ná í frú Pearl Lambert". Konan fór inn í ganginn og barði að dymm. Dymar opnuð- ust og svo heyrðust lágar sam- ræður; síðan kom önnur kona út. Hún var mjög lág vexti og andlitið skorpið og hrukkótt. en hún var hressileg í göngulagi. Hún var klædd þunnum slopp. i,Ég er frú Pearl Lambert", sagði hún. „Ég var að kæla mig í herberginu mínu og horfa á sjónvarpið". Hún brosti til hinn- ar konunnar sem var aftur setzt í sæti sitt í sófanum. „Þakka þér fyrir, Luci. Billi sefur á hverju sem gengur. En hann er bezti piltur, hjálpar mér með ýmis- legt smálegt". „Það efast ég ekki um“. „Jæja, já. Yður vantar víst herbergi". Litla konan fór bakvið afgreiðsluborðið ogopnaði skúffu. „Eins manns herbergin okkar eru á þrjá og hálfan dollar á sólar- hring, nema um lengri dvöl sé að ræða“. „Ég býst við að verða hér eitthvað um kyrrt, frú Lambert". „Lengur en viku?“ „Já, áreiðanlega. Ef til vifl nokkra mánuði." Augu konunnar glömpuðu. „Þá er verðið tveir og fimmtiu. Við lækkum það afltaf fyrir fasta- gesti.“ „Það er mjög visamlegt af yð- ur.“ „Það er ekki nema sanngjamt. Við viljum vera sanngjöm hér í borginni. Hvi skyldi fastagestur þurfa að greiða jafnmikið og fólk sem rekur hér rétt inn nefið?“ Hún fann rykugt gestaspjald og ýtti þvi til hans. Hann skrifaði: Adam Cramer; hikaði við; skrifaði síðan Union hótel, Caxton sem heimilisfang. „Ég set yður í númer tuttugu og fimm. Það er uppi á lofti.“ Konan keyrði hnefann í bjölluna sex sinnum, „Bflli!“ Maðurinn hrökk upp af svefn- inum, leit í kringum sig og stóð upp. „Já, frú Lambert? Ég var aðeins að hvíla mig.“ „Ég hélt þu værir búinn að skjóta rótum, Billi, þetta er herra Cramer. Hann ætlar að dveljast hjá okkur um tíma.“ Miðaldra maðurinn roðnaði. „Gleður mig að kynnast yður, herra Cramer." „Farðu upp í númer tuttugu og fimm,“ sagði konan, „og opnaðu gluggana þar. Og athugaðu hvort Mabel hefur þurrkað þar af“. „Já, frú“. „Ja, þessi piltur,“ sagði konan og hló við. Hún tók lykil af lyklaspjaldinu. „Þetta tekur að- eins smástund; ég vil ekki að þér komið að rykuðu herbergi. Mabel er ágæt útaf fyrir sig, en stundum er hún dálítið gleymin. Ég þarf að fylgjast með henni. En það er svo sem ágætt líka að ég hafi eitthvað fyrir stafni.“ Konumar á sófanum hlógu all- ar í senn. Gegnum hvíta depla- mergðina á sjónvarpstjaldinu birtist kúreki með gítar og hneigði sig „Yður er velkomið að koma hingað niður og horfa á sjón- varpið hvenær sem yður lystir", sagði frú Pearl Lambert. „Það væri indælt". Fötin hans voru búin að drekka í sig hit- ann og svitataumar láku niður hálsmálið. „Þér eruð víst sölumaður." „Nei. Lít ég út eins og sölu- maður?“ „Ekki beinlínis. En sölumenn og jámbrautarstarfsmenn eru helztu gestir okkar hér í Caston. Og ég veit að þér eruð ekki brautarstarfsmaður." Litla konan hallaði undir flatt. „Það kemur mér ekki nokkum skapaðan hlut við“, sagði hún, „en hvað gerið þér eiginlega?" „Við getum sagt að ég vinni að áfengismálum, frú Lambert," sagði hann. Konumar þrjár í sófanum hlógu aftur. „Ég er hingað kominn til að hjálpa ykkur. Ég hef lesið um vandamál ykkar.“ „Hvaða vandamál em það?“ „Skólatilskipunin, frú Lam- bert“. „Ha?“ Konan starði á hann. „En það er allt um garð gengið. Ég á við það að það er þegar búið að skrá tólf svertingja í skólann. Það stendur í blaðinu. Þeir bjrrja á mánudaginn.“ „Og álítið þér það rétt?“ „Rétt? Rétt segið þér? Nei, ég held nú síður og það finnst eng- um. En þetta eru lögin“ „Lög hverra?“ Litla konan hugsaði sig um andartak og yppti öxlum. „Ég er lítið inni í stjómmálum, skiljið þér, en herra McDaniel segir að við getum ekkert sagt við þessu og það er nú það.“ „Hver ér herra McDaniel?“ „Hann er ritstjórinn á Mess- enger. Urvals maður; tengdamóð- ir hans og ég vorum góðar vin- konur þangað til hún dó. Hann lítur svo á að það sé fráleitt að heimila negrum skólagöngu og það var hann og herra Shipman og herra Satterly, sem er borgar- stjóri, sem fengu herra Paton og hitt fólkið í skólanefndinni til að senda fylkisstjóranum mótmæli. Ég á við það, að hann er á móti þessu rétt eins og allir aðrir, en lög eru lög, segir hann, og það er ekkert við því að gera.“ Maðurinn sem kallaður var Bifli birtist aftur. „Það er alveg gullhreint, frú“, sagði hann. „Hún hafði sópað alls staðar nema bakvið rúmið, og þar sópaði ég sjálfur, svo að það hlýtur að vera í lagi. Hann getur farið upp“. Frú Pearl Lambert gekk rösk- lega af stað í áttina að stiganum. „Þér skuluð bara elta mig, herra minn. Viljið þér að Billi haldi á töskunni yðar?“ „Nei, hún er ekki þung. Það er óþarfi.“ „Gott og vel.“ Þau gengu upp marrandi stiga, upp á loftlausan stigapafl. Þar var borð grafið undir tímaritum og stórt ker með burkna. Vegg- fóðrið var blettótt og upplitað. „Það er ekki sérlega glæsilegt, en við höldum herbergjunum hreinum og það er hægt að opna glugga ef vifl.“ „Mér lízt ágætlega á þetta“, sagði hann. Þau stönzuðu í dimmu skoti; litla konan kinkaði kofli hvað eftir annað meðan hún fálmaði eftir hurðarhúninum. Dyrnar opnuðust og þau komu inn í stórt herbergi. Það var furðulega ljóst, mei rjómalitum veggjum og lofti, grænu teppi og tveim lömpum með hvítum strigahlífum. Rúmib var stórt og gamalt; þykk, dæld- ótt dýna á járnbotni og yfir því margþvegið, skærgult rúmteppi. Þar var servantur og stálskápur sem minnti einhverra hluta vegna á skjalaskáp. „Þama er baðherbergið yðar. Steypibaðið er bilað. Ég veit ekki af hverju — ég hef fengið Craw- ford til að gera við það tuttugu sinnum; en baðherbergið er ný- standsett og við höfum nóg af góðu, heitu vatni.“ Hann ætlaði að leggja töskuna á rúmið, en setti hana á gólfið í staðinn. „Þetta er alveg ljóm- andi, frú Lambert," sagði hann. „Alveg prýðilegt." „Ég skal láta Mabel færa yður útvarp á morgun, þegar hjónin flytja út númer tuttugu og eitt.“ „Þökk fyrir. En ég vildi helzt hirða herbergið sjálfur. ef yður er sama.“ „Jæja, ég hef svo sem ekkert við það að athuga. En hvað um handklæði og rúmföt?" „Þegar ég þarf að skipta, get ég komið niður og látið yður vita.“ „Herra Cramer —“ Konan virti hann rannsakandi fyrir sér. „Ég vona að það verði ekki nein vandræði eða neitt í þá átt.“ S KOTTA ) 1) V (jONEs/f^| © 1962 Walt Disney Frodoctiona World Rlghts Reserved r % '?rv(AN_ Ég held að ég hafi verið gabbaður til að gera einhverja vitleysu, hún lét mig skrifa í rithandabókina sína. Globkemálaferlin sem hæfir þóttu samkvæmt skilgreiningu Globkes voru „gerðir" að germönum, hvort sem þeim líkaði betur eða verr og þar með voru þeir skyld- ugir að berjast gegn sínu eig- in landi. Hinir voru lækkaðir í mannvirðingarstiganum eða jafnvel gerðir að einskis lands borgurum. Því fylgdi skilnaðir, bönn við giftingum, bamarán, eignanám, þvingunarvinna, fangelsanir og morð. Ódæðisverk voru unnin meira og minna í öllum her- teknum löndum nazismans á grundvelli þessara laga. Framhald réttarhald- anna yfir Eichmann Réttarhöldin yfir Globke eru ..._„ , TT. . almennt talin beint framhald ogreg u og es apo inTm crs% >réttarhaldanna yfir Eichmann Þær þjonuðu „endanlegri lausn Gyðingavandamálsins", þ.e. eyðingu Gyðinga. Eichmann hefur einnig skýrt Framhald af 7. síðu. ungsrat dr. Globke er efa- laust einn hæfasti og dug- legasti starfsmaður ráðuneytis míns. Alveg sérstaklega hefur hann tekið þátt í undirbúningi og samningu eftirtalinna laga: a) Lög um vernd þýzks blóðs og þýzks heiðurs. . . b) Lög um breytingar á fjölskyldunöfnum og fornöfn- um. . . Auk þess þykir rétt að fara sérstökum viðurkenningarorð- um um starf hans að sam- einingu Austurríkis við Þýzka ríkið.“ Þær skýringar, sem Globke ásamt stríðsglæpamanninum Stuckart samdi við þessi lög áð því, að Gyðingar vóru warn- arlausir gagnvart aðgerðum Þau kosta 10 þús. kr. hvert og eru ekki einu sinni fv1' gerð þegar þau koma. Ertu að segja satt? Ég hélt að þau væru fram- leidd alveg fullkomin. Veiztu að framleiðslu nýrra barna er svo ábótavant að þau hafa hvorki hér né tennur þegar þau koma úr verksmiðjununa. frá þessum þætti Globkes fyrir rétti í Israel og að á grund- velli þessara skýringa hafi orðið að tilkynna „dauðsföll“ Gyðinga til deilda fjármála- ráðuneytisins. En við það að Gyðingar voru fluttir undir stjórn Eichmanns yfir gömlu þýzku landamærin féllu eignir Gyðinga í hendur þýzka ríkis- ins, sem notaði þær til að standa kostnað af stríðinu. 1 réttarhöldunum yfir stríðs- glæpamanninum Stuckart sagði Globke sem vitni“ Ég vissi, að Gyðingarnir voru líflátnir í hrönnum. . . Ég er þeirrar skoðunar og ég vissi, að þessi eyðing Gyðinganna fór kerfis- bundið fram“. Þannig vissi Globke um afleiðingar verka sinna. Þriðja ákæruatriðið gegn Globke er, að hann hafi átt mikinn þátt í því (enda þá háttsettur í innanríkisráðu- neytinu) að koma kynþáttalög- unum á j herteknum löndum og svæðum og einkum fyrir að útbreiða þar lög um, hverjir væru hæfir til að gerast ger- manar og hverjir ekki. Þeir, í Israel. Globke-réttarhöldin hafa þegar tekið á sig alþjóð- legan svip. Gestir og frétta- menn frá ýmsum löndum hafa streymt til Berlínar vegna rétt- arhaldanna. Sama kvöld og réttarhöldin hófust, birti blaðafulltrúi v-þýzku stjómarinnar, von Hase, yfirlýsingu um, að það sé löngu sannað að Globke „að- alstarfsmaður kanzlarans" sé að engu sekur að þeim sakar- giftum, sem hér hafa verið nefndar og að hann hafi meira að segja „eftir getu reynt að vinna gegn nazistastjóminni og veitt mörgum ofsóttum afger- andi hjálp“. Það munaði engu að hann yrði nefndur einn úr andspyrnuhreyfingunni. Sam- tímis skýrði svo blaðafulltrú- inn frá því, að Globke myndi hætta störfum sem ráðuneytis- stjóri 1. október í haust „vegna aldurs". En þó að hann hverfi „vegna aldurs", þá hefur hönd hans í 15 ár unnið mikið verk í þágu nýnazismans í V-Þýzka- landi, sem nú er að heltaka allt ríkisvaldið. Og hver veit nema Globke skjótist svo aft- ur inn um bakdymar eins og Oberlánder gerði — með skammbyssu upp á vasann? Gág. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 0 — Sími 24204 «5w^B3ÖRNSSON * CO. P o BOX 1M4 . (UYKJAVlK bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötn 82 Siml 18-S7B 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.