Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 1
MNN Fösíudagur 19. júlí 1968 — 28. árgangur. — 159. tölublað K! rimmíu síðu blaðs'íns er gre'ín um rússneska fútúristann Vladimír Majakov- skí. Árni Bergmann skrifar greinina og þýðir jafnframt eitt kvæði Majakovskís: Vinsamleg afstaða JEil hesta. ¦**¦• Hreinasta míldi að ekki varS slys á mönnum Gíf urlegt eldhaf og gassprengingar er verksmiðjuhús Isaga brann í gærkvöld endemum allt til loka ¦ Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær eru \ kennarar orðnír lang-) þreyttir á að bíða eftir | greiðslum fyrir biðtíma : og eftirvinnu sem á- kveðnar voru með er- indisbréfi Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra og síðan úrskurði hans, en kenn- arar unnu allan síðast- liðinn vetur án þess að staðið væri við fyrir- heit erindisbréfsins um þessi atriði. Að lokum úrskurðaði Gylfi að bæjarfélögin skyldu greiða þessar upphæðir en þau hafa víða tregðazt við eins og rakið var í blaðinu í gær. Ástæðan til þessara viðbragða bæjarfélaganna mun vera sú að ráðherr- ann haf ði ekkert samráð við þau áður en hann lagði á þau greiðsluskylduna. Hafa bæjarfélögin kraf- ið fræðslumálaskrifstofuna og menntamálaráðherra svara um það hvernig þetta fyrirkomulag sé hugs- að og að hve miklu leyti ríkissjóður mundi endur- greiða þetta fé, en engin svör hafa enn borizt. Virðast vinnubrögð stjórnarvaldanna í þessu máli ætla að verða með sömu endemum allt til loka — og enn bíða kennarar víðast hvar eftir efndum á ársgömlum loforðum. Um elléfu leytið í gærkvöld varð gífurlegur eldsvoði í Reykjavík. Eld- ur kom upp í verksmiðjuhúsinu ísaga, sem stendur við Rauðarárstíg. Verk- smiðjan framleiðir acéEylgas og súr- efni. Urðu svo gífurlegar sprengingar í gaskútum, að allt nötraði og skalf og logana bar við himin. Þó tókst að verjast því, að eldurinn kæmist í súr- efniskúta, sem geymdir eru í bak- hýsi. Ekki varð íjón á mönnum í elds- voðanum og má það teljast mildi, því brotin úr gaskútunum flugu hátt og víða. Eins og að líkindum lætur fékk brunalið við ekk- ert ráðið. í rúma klukkustund gall við hver ^prengingin annari meiri er gaskútarnir sprungu. Hringt var á S^ökkvistöðina alla leið ofan úr Borgarnesi og spurt hvað væri eiginlega á seyði. Ur Kópavogi beiast þær fréttir, að þar hafi jörð öll nötrað. Það var ekki fyrr en uppúr miðnætti, sem eidinn tók að lægja. Brunalið heldur strangan vörð um húsið enda ekki vanþörf á, því lengi getur verið sprenginga von. Virðist einsætt, að bannað verði framvegis að staðsetja slíkar verk- smiðjur inní í miðri borg, svo voðaleg eldhætta sem af þeim stafar. Sjónarvottum mun öllum bera saman um það, að það verði að teljast oinstök mildi, að ekki skyldi verða mannskaði í bruna þessum. Þjóðviljinn reyndi í nótt að ná tali af hafn- arstjóra Valgeiri Björnssyni, sem er fram- kvæmdastjöri Isaga h.f. en tókst ekki. Verður því íkki með vissu sagt um tjón það, er hér hefur orðið, en víst er að það skiptir milljónum. Síðar um nóítina fékkst staðfestingr á því, að tvöir menn hafi fverið Iohaðir ini)J í bakhýsi því, er súrefni er geymt L Sluppu Samningafundurínn stóð í rúmlega 14 klukkustundir SamiS viS frésmiSi, múrara og rakarasveina Samninganefndir trésmiða og meistara undirrituðu á 12. tímanum í gærmorgun nýja samninga og hafði samninga- fundur þá staðið frá því kl. 9 í fyrrakvöld. Samningarnir eru háðir samþykki félags- funda viðkomandi aðila, en í aðalatriðum eru þeir á sama grundvelli og samn- ingar þeir sem önnur iðn- aðarmannafélög hafa gert að undanförnu. Nánar verður skýrt frá samningunum í blaðinu, þeg- ar búið er að leggja þá fyrir félagsfundi viðkomandi að- ila til staðfestingar, en það verður trúlega um eða eftir helgina. Þá hafa einnig tekizt samningar með múrurum og múrarameisturum, og verða þeir samningar einnig lagðir fyrir félagsfundi viðkomandi aðila næstu daga. Rakarasveinar hafa einnig samið við meistara og fela samningarnir í sér um 16% kauphækkun. Samningarnir áttu að leggjast fyrir félags- fundi viðkomandi aðila í gær. þeir út heilir ura hálf tvö leytið í nótt. Er hér enn einn votfair þess, hve voðalr-ga hefði hér getað farið. Slysavarðstofan upplýsir það, að ekki hsfi orðið Slys af völdum braksins, er þeyttist úr húsinu. Rúður brotnuðu í næstu húsum, svo var loftþrýstingurinn mik- jiEL Þjóðviljinn hefur spurnir ai því, að undir húsinu sé grafinn stór gasgeymir. Fari svo, að hann springi, þarf ekki að lýsa hverjar afleiðingar geta orðið. (Ljósm. Þjóðv. A. K. tók myndina). Töluverð síld SIGLUPIBÐ 18/7 — Hér hefur verið töluverð síld, og er nú salt- að á átta plönum. Söltun hófst kl. hálf sex í morgun, og er verið að enn. Er þetta fyrsta verulega söltun hér. Síldin er mjög grunnt, í fjarðarkjaftinum, og er að henni aðeins um klukkustundar stím. Veður er ágætt. Sem dæmi um þessa síld má nefna það, að Jón Garðar salt- aði 500 tunnur í gær, 400 í dag og kemur með 350 klukkan 11 í kvöld. Garðar Þorsteins fór út síðari hluta dags og var búinn að fá 400 tunna kast eítir klukkutíma. Pétur Jónsson fór út kl. 7 og var búinn að kasta kl. 8. Hann fékk 350 tunn- ur. Margir bátar eru nú að á þessum slóðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.