Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 3
Fostudagur 19. júlí 1963 H6ÐVIUINN SÍÐA 3 Uppreisn var bæld niSur í Sýrlandi BEIRXJT 18/7 — Enn ein upp- reisnartilraun var gerð í Sýr- Iandi í gær ,en uppreisnin var bæld niður á skömmum tíma. Talið er að þar hafi verið að verki sýrlenzkir Nassersinnar, sem hafa hvað eftir annað reynt að steypa stjórn landsins af stóli. Bitar forsætisráðherra tilkynnti síðdegis í dag að her stjómar- innar hefði bælt niður uppreisn- ina. Skothríð heyrðist á götum Damaskus í dag, en stóð ekki lengi. Fjölmennt herlið var kvatt inn í borgina og voru hermenn hvarvetna á varðbergi. Forsprakkar uppreisnarinnar munu hafa verið handteknir. Nokkrir þeirra voru liðsforingj- ar í hemum. Þetta var þriðja uppreisnin i Sýrlandi síðan í septemþer 1961. Hér mun vera um að ræða valdaþaráttu milli fylgismanna landvamarráðherrans, al Hariry hershöfðingja, og forystumanna Baath-flokksins. Mikii verkföilháð á Ítalíu og Frakklandi Takist samningar um bann við kjarnasprengingum Nýjar ráðstafanir gerðar til að minnka viðsjár, segir Kennedy RÓM og PARlS 18/7 — Mikil verkföll voru á Italíu og Frakk- landi í dag. Frönsku verkalýðs- félögin boðuðu til skyndiverk- falla í mótmælaskyni við laga- frumvarp stjórnarinnar sem bannar slík verkföll. Bardagi í gær á Krukkusléttu VIENTIANE 18/7 — 1 dag sló í bardaga á Krukkusléttu milli hersveita hlutleygissinna undir stjóm Kong Le og sveita Pathet Lao og stóð orustan í þrjár klukkustundir. Ekki er getið um mannfall, en Kong Le segir að árás Pathet Lao hafi verið hrundið. Tímarit Máls og menn- ingar 2. hefti 1963. E F N I : Bertolt Brecht eftir Þorstein Þorsteinsson. Ritgerðir, ljóð, sögur eftir Bertolt Brecht. Veruleihi og yíirshin (ii) eftir Sigfús Daðason. Mannleg samábyrgð eftir Halldór Kiljan Laxness. Svör við spurningum rúmenshs tímarits eftir Jóhannes úr Kötlum. Hugleiðingar um núiímalist eftir René Leibowitz. Umsagnir um bæhur Árgjald Máls og menningar 1963 er 350 krónur. Fyrir það fá félagsmenn þrjár bækur auk tímaritsins. Meira en milljón verkaménn i byggingariðnaðinum á Ítalíu lögðu niður vinnu í dag til að fylgja eftir kröfum sínum um hækkað kaup og aðrar kjarabæt- ur. Verkfallsmenn héldu útifundi í mörgum borgum landsins. Ætlunin hafði verið að verka- menn í olíuhreinsunarstöðvum legðu einnig niður vinnu í dag, en því verkfalli var afstýrt á síð- ustu stundu. Póstmenn í Róm hafa boðað verkfall á morgun. Þeir krefjast bæði kauphækkun- ar og styttingar vinnutímans. Fulltrúadeild franska þingsins, þar sem gaullistar eru í meiri- hluta, samþykkti í dag lagafrum- varp stjómarinnar sem bannar öllum ríkisstarfsmönnum að leggja niður vinnu fyrirvaralaust, en slík skyndiverkföll hafa verið mjög mörg í Frakklandi á þessu ári. Frumvarpið fer nú fyrir öldungadeildina og er enginn vafi talinn á að hún muni einn- ig samþykkja það. Mun bannið við skyndiverkföllum þá gangá. í gildi. Mikið öngþveiti var í umferð- inni í París í dag, vegna þess að strætisvagnastjórar og starfs- menn neðanjarðarbrautarinnar lögðu niður vinnu í mótmæla- skyni við verkfallsbannið. Flugsamgöngur lögðust einnig að mestu niður í Frakklandi í dag, þar sem flestir flugumferð- arstjórar og veðurfræðingar á flugvöllum gerðu verkfall til að knýja fram kjarabætur. Laugavegi 18, sími 15055. Krústjoff fer tii JúgóslavÍH BELGRAD 18/7 — Það er haft eftir áreiðanlegum heimildum í Belgrad að Krústjoff forsætisráð- herra muni koma þangað 20. ágúst og dveljast í Júgóslavíu í hálfan mánuð. Sagt er að hann verði í einka- erindum, en hann mun engu að síður ræða við Tító forseta um þau mál se mefst eru á baugi í sambúð landanna og á alþjóða- vettvangi og einnig er búizt við að hann muni flytja ræðu í jú góslavneska þinginu. WASHINGTON - MOSKVU 18/7 — Kennedy forseti gaf í skyn á fundi sínum með blaðamönnum í gær, að ef samkomulag tækist í við- ræðunum í Moskvu um bann við kjartnaslprengingum, myndu fylgja á eftir nýjar ráðstafanir til að draga úr viðsjám í heiminum og bæta sambúð austurs og vesturs, svo að bundinn yrði endi á kalda stríðið. Kennedy sagðist gera sér von- ir um að viðrasðumar í Moskvu myndu bera tilætlaðan árangur. Þær hefðu gengið vel fram að þessu. Forsetinn tók fram að samn- ingamenn Bandaríkjanna og Bretlands í Moskvu hefðu ekki rætt um griðasáttmála milli Atl- anzhafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins, en hann lét í það skína að taka mætti upp við- rasður um þá tillögu sovétstjóm- arinnar, ef samkomulag yrði um sprengingabann. Aðspurður um hvort hann héldi að slíkt samkomulag gæti haft í för með sér að stjómar- leiðtogar stórveldanna kæmu ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bandaríkin taka gjald- eyríslán W ASHINGTON 18/7 — Kennedy forseti tilkynnti Bandaríkjaþingi í dag að stjóm hans ætlaði að taka 500 milljón doUara lán í erlendum gjaldeyri hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá verður einnig lagt eitt pró- sent gjald á erlent fé sem notað er til kaupa á gulli í Bandaríkjunum. Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess hve óhagstæður greiðslujöfnuður Bandaríkj- anna við útlönd er. Ætl- unin er einnig að minnka hemaðarútgjöld Bandaríkj- anna erlendis um 300 mUlj- ónir doUara á ári. Enn fremur verður lagt að bandarískum þegnum að njóta orlofs síns í heima- landinu. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir og aðr- ar sem þegar höfðu verið boðaðar muni geta bætt afkomu Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum um 2.000 miUjónir dollara á næstu átján mánuðum. saman á fund, sagði hann að það mál væri ekki tímabært sem stæði. Hann væri hins vegar reiðubúinn að fara hvert á land sem væri ef það gæti orðið til að auka friðarhorfur í heiminum. Það er haft fyrir satt í Washing- ton að Kennedy sé fremur á því að þeir Krústjoff ættu að hittast tveir einir. Viðræðufundurinn í Moskvu í dag var sá stytzti sem haldinn hefur verið síðan viðræðumar hófust á mánudaginn, stóð í hálf- an annan tíma. Gromiko utan- ríkisráðherra hafði fengið fund- inum frestað um klukkustund, þar sem hann þurfti að ræða við Lothar Bolz, utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands, sem staddur er í Moskvu. Sagt var að þeir hefðu rætt um sprengingabann og önnur mál sem bæði löndin varða. Hailsham lávarður, formaður brezku samningamannanna, sagði að loknum fundinum í dag, að viðræður gengju mjög sæmilega. Fulltrúar vesturveldanna í við- ræðunum fara ekki dult með að þeir telja miklar horfur á að samkomulag muni takast. Bent er á að í tilkynningunni eftir fundinn í gær hafi beinlínis ver- ið tekið fram að viðræðunum hefði miðað áleiðis, en eftir fundinn í íyrradag hafði aðeins verið sagt að þær færu fram í „vinsamlegu andrúmslofti". Enn er sa.na ólgan í sveitum Frakklands og hafa bændur á ýmsan hátt mótmælt stefnu stjórn- arlnnar í verðlagsmálum Iandbúnaðarins. Þeir eru einkum óánægðir með verðið sem þeir fá fyr- ir grænmett og ávextL 1 bænum Cavaillon þar sem þessi mynd er tekin stöðvuðu bændur um- ferð um göturnar með því að hella 30 Iestum af kartöflum á þær. Peking sakar Sovétríkin um aó þjóna heimsvaldasinnum MOSKVU og PEKING 18/7 — Ekkert lát er á gagnkvæm- um ásökunum blaða og ráðamanna í Moskvu og Peking. Málgagn sovézka kommúnistafl. „Pravda“ birtir í dag nýja gagnrýni á þann kínverska og í Peking voru Sovétríkin í dag sökuð um að halda verndarhendi yfir hinum banda- rísku heimsvaldasinnum. Svo virðist sem enginn fundur hafi verið haldinn í Moskvu í dag með fulltrúum flokkanna sem nú reyna að jafna ágrein- ing þeirra, en í gær sátu þeir HerliÓ sent til borgarinnar Charleston í Suður-Karolínu COLUMBIA, Suður-Karolínu, 18/7 — Russell, fylkisstjór- inn í Suður-Karolínu í Bandaríkjunum, fyrirskipaði í nótt sveitum úr fylkishemum að halda til borgarinnar Charl- eston, þar sem miklar og blóðugar kynþáttaóeirðir hafa geisað undanfarna daga. Russell fylkisstjóri sagðist gera þetta að beiðni borgarstjórans í Charleston, sem hefði sagt að lögreglu borgarinnar væri um megn að halda uppi röð og reglu í henni. Óeirðimar í Charleston hafa verið einhverjar þær blóðugustu síðan hin miklu átök kynþátt- anna hófust í suðurríkjunum í vor. 1 gær urðu árekstrar á göt- um borgarinnar hvað eftir annað milli blökkumanna sem fóru í kröfugöngur til að mótmæli kyn- þáttamisréttinu og vopnaðra lög- Framhald á 6. síðu. á fundi í fjórar klukkustundir. Allt bendir þó til að viðræðun- um verði haldið áfram og telja sumir að þær muni standa lengi enn. Ekkert hefur verið látið uppi um hvemig þær ganga, en haft er fyrir satt að lengi vel hafi samningamennimir ekki einu sinni getað komið sér sam- an um, hvemig viðræðunum skyldi hagað og á hvaða grund- velli skyldi rætt. Ekki vopn heldur vinna I grein „Pravda“ í dag um á- greininginn við Kínverja segir að þeir virðist ekki telja neitt byltingu nema því fylgi vopna- viðskipti. Blaðið gerði grein fyr- ir ólíkum viðhorfum sovézkra og kínverskra kommúnista til þjóðfrelsishreyfinganna í ný- lendunum og öðrum undirokuð- um löndum. — Kínverjar telja, sagði blað- ið, að raunhæfa byltingu sé að- eins hægt að gera með vopna- valdi. En á hvem hátt er hægt að ná markmiðum þjóðfrelsis- baráttunnar? Er hægt að sigrast með vopnum á fátækt og fmm- stæðum efnahag? spyr blaðið og segir að þjóðir heims leysi sig ekki undan oki heimsvaldasinna með vopnum einum, heldur með þrotlausri vinnu að uppbyggingu landa sinna. Þá segir „Pravda“ að það sé t.d. að þakka samtökum alþýð- unnar i Bretlandi að þjóðir Ind- lands, Burma, Ghana, Nígeríu og annarra landa í hinu gamla brezka heimsveldi hafi nú feng- ið frelsi. Þar var alþjóðahyggja öreyganna í verki og stingur á- þreifanlega í stúf við orðaglamur um byltingar. „Verndarar heimsveldissinna" 1 dag var haldinn fjöldafundur í Peking til að fagna kínversku fulltrúunum sem sátu heimsþing kunnugt er sló í hart milli þeirra kvenna í Moskvu, en eins og og annarra fulltrúa á þinginu. Formaður sendinefndarinnar, frú Jang Júntú, sagði 10.000 fundarmönnum, að Sovétríkin héldu vemdarhendi yfir hinni bandarísku heimsvaldastefnu. Sovézkar konur hölluðust að hentistenfu og reki erindi heims- auðvaldsins. i t >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.