Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. júlí 1963 ÞI6ÐVIUINN ---------------------SlÐA ’J Fræðslu og kynn- ingarmót skólastj. Móðir hefuf sent ÞJóðvllJ- anum svofellt bréf: —- Fá fyrirtæki nota aug- lýsingatæknina meir og betur í sína þjónustu en Coca-Cola fyrirtækin. Almúganum er talin trú um að þar sé hinn ágæti drykkur, sem jafnvel taki öðrum drykkjum fram. Vita þó flestir, að hann er enginn hollustu-drykkur fyrir tannvöxt og tannheilbrigði bama og unglinga. Og svo virðist oft, «em þessi drykk- ur verði h-oinasti nautna- drykkur; enda er sagt, að svipað efni sé í honum og kaffinu, og hefur kaffið ekki hingað til þótt bamadrykkur. Bamanna drykkur hefur verið og á að vera mjólkin. Hún styrkir beinin, og veitir hinum vaxandi líkama þrótt og heil- brigði. Mjólkin er því böm- um og unglingum nauðsvn- legur orkugjafi. En hvað skeður? En hvað skeður nú hér hjá okkur? Hinir dugmiklu aug- lýsendur brúna drykksins, sem auglýsa hann um allt, jafnt utan húss sem innan, hafa nú einnig lagt undir sig mjólkur- búðimar, að minnsta kosti sumar þeirra. 1 einni þeirra má líta litsterkar auglýsinga- flennur frá Coca-Cola, sem límdar eru á ísskápahurðimar, þar sem mjólkurafurðimar eru geymdar. Nær væri að líma á hurðimar auglýsingu með mynd af mjólkurhyrnu, eða flösku, ásamt hvatningar- orðum um að drekka hinn holla drykk, mjólkina. Og á hurð mjólkurbúðarinn- ar er sú hin sama litskrúðuga auglýsing. Ókunnugir mættu ætla, að hér væri um „sjoppu“ að ræða. en ekki mjólkurbúð. Það hljóta allir að sjá, að Það er íhugunarvert, og jafnvel sorgleg sjón, að sjá böm og unglinga hér og þar sídrekkandi Gos og Kóla, — að ég nú ekki tali um þegar morgunmaturinn er, ekki mjólk og rúgbrauð, heldur Kók og sætabrauð. Er þá nokkur furða, þótt íþrótta- kennaranum, sem mældi þrótt ungmenna hér, þætti hann í slakara lagi? Þurfa ekki stjómendur Mjólkursamsölunnar að at- huga sinn gang? Það er í meira lagi undarlegt fyrir- bæri, að annar drykkur og lakari, skuli auglýstur með hvatningarorðum í mjólkur- búðunum, en ekld sjálf mjólk- in. Hvemig má slfkt ske, sem þetta? Móðir — Skólastjórafélag Islands efnir til fyrsta fræðslu- og kynning- armóts fyrir skólastjóra dagana 11.-18. ágúst n.k„ að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Lauga- skóli hefur yfir að ráða rúm- góðu húsnæði, bæði til gisting- ar og þinghalds. Þar er sund- laug, heitt vatn og staðurinn er vel í sveit settur hvað ferða- lög snertir til fallegra merkis- staða. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Mótið hefst sunnudaginn 11. ágúst klukkan 10.30 með messu og mun séra Sigurður Stefáns- son, vigslubiskup, prédika. Setning mótsins fer fram kl. 14.00 og að henni lokinni flyt- ur norskur biskup erindi um skóla og kirkju. Biskup íslands hefur milligöngu um þessi mál. Aðalleiðbeinandi og gestur mótsins verður hr. Ola Laukli fræðslustjóri í Ðrammen i Nor- egi. Hann hafði námskeið fyrir skólastjóra og yfirkénnara R- víkur í vetur. og enginn þátt- takenda hefði viljað missa af þeirri kennslu. Hann er mjög þekktur fyrir skipulagshæfileika sína og leiðbeiningarstarfsemi fyrir skólastjói’a. Ola Laukli flytur sitt inngangserindi kl. 18.00 þennan sama dag, en síð- an mun hann hafa námskeið með þátttakendum mótsins mánudaginn 12. og þi-iðjudaginn 13. ágúst. Eftirtalin erindi verða flutt á mótinu: Benedikt Tómasson skólayfirlæknir flytur erindi um heilsugæzlu í skólum, Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi um leikvelli og leiktæki. Guð- mundur G. Hagalín um skóla- bókasöfn, Óskar Halldórsson cand. mag. um íslenzkukennslu í skólum, dr. Heimir Áskelsson um málakennslu í barnaskólum. Sigurjón Bjömsson sálfræðing- ur um geðvernd (opinbert er- indi á Húsavíkj. þá munu beir dr. Broddi Jóhannesson skóla- stjóri og Jónas Pálsson sál- fræðingur flytja erindi um tímabær efni, er alla skólastjóra varða. Auk þessara fræðsluerinda verða vandlega undirbúnar kvöldvökur. og miðvikudaginn 14. ágúst verður farið í ferða- lag til Mývatns, Dettifoss, Ás- byrgis og Húsavíkur. Leiðsögu- maður vérður með í ferðinni, og kvöldverður verður snædd- ur i boði bæjarstjórnar Húsa- víkur. Aðalfundur Skólastjórafélags Islands verður haldinn föstu- daginn 16. ágúst að Laugum. Lokahóf á Akureyri Mótinu lýkur á Akureyri laugardaginn 17. ágúst með kvöldverðarboði bæjax-stjórnar Akureyrar, en síðar um kvöldið verður Eyfirðingavaka, og hef- ur sérsaklega verið til hennar vandað. Þórarinn Björnsson skólameístari flytur aðalræðu kvöldsins. Þátttakendur Ex-u skólastjórar og yfirkenn- arar í barna- og framhalds- skólum. og hafa 60 manns þeg- ar boðað komu sína til Lauga. Stjórn Skólastjóra- félags íslands Vinnur að undirbúningi móts- ins, en hana skipa; Hans Jörg- ensson Reykjavík. formaður, PáU Guðmundsson Seltjamar- nesi, gialdkeri, Vilbergur Júlí- usson Silfurtúni. ritari. Með- stjórnendur: Sigurbjöm Ketils- son, Njarðvík og Hermann Ei- ríksson Keflavík. T0LLI AKUREYRAR Fyrir sjö árum steig á bryggjuna á Akureyri hafn- firzkur sjómaður með pokann undir hendinni og átti ekki pening fyrir næsta málsverði. Lítil tíðindi þóttu það í þess- um norðlenzka ferðamannabæ að sjá sjómann stika upp Kaupvangsstrætið með sitt hafurtask og hávaðalaust tók hann sér bólfestu í lítilli her- bergiskytru í bænum. Brynj- ólfur Brynjólfsson hélt ekki innreið sína til Akureyrar með homablæstri og skrautsýning- um. 1 dag hefur þessi hafnfirzki sjómaður brotið land í höfuð- stað Norðlendinga og er einn umsvifamesti gistihúsamaður bæjarins. Sumir kalla hann Tolla Ak- ureyrar. Hann rekur Hótel Akureyri og Hótel KEA og hefur níu- tíu og níu gistirúm til reiðu fyrir næsturgesti í sumar. Fyrir nokkrum dögum opnaði hann stærstu ,,café-teriu“ á landinu og rekur hana á neðstu hæð á Hótel Akureyri og þama geta 180 matargestir snætt samtímis í björtum og vistlegum salarkynnum með s j álfsaf greiðslusniði. Snotur vínbar Þá eru tveir stórir matsalir á KEA og snotur vinbar, og i nágrenni Akureyrar rekurhann myndarlegan búgarð með fimm þúsund hænsum og fimmtiu svínum og er þar að brjóta 15 ekrur af landi undir korn- rækt. Stórt þvottahús er svona aukasporzla í annríkinu. Um helgina var boðaður aukafundur í bæjarstjóminni og hafði hafnfirzki sjómaður- inn hrist makkann. Hvað var á seyði? íhaldsmenn voru að bjarga vínbar í Sjálfstæðishúsinu. Hafði Brynjólfur kært fyrir- bærið fyrir bæjarfógeta og kom upp úr dúmum hæpin undir- staða íhaldsbarsins samkvæmt lögum og reglum. Samkvæmt leiðabók póst- og símamálastjómarinnar hefst aðalferðamannatímabilið á Ak- ureyri fimmtánda júlí og stendur í sex vikur. Eina morgunstund náðum við talj af Brynjólfi Brynjólfssyni. Sat hann við skrifborðið og gaf stuttar fyrirskipanir í gegn- Brynjólfur Brynjólfsson — „Tolli“ Akureyrar — á hól fyrir framan búgarð sinn Dverghól fimm mínútna akstur fyrir utan Akureyri. um síma í allar áttir og var þungur á brúnina. — Ég byrjaði sem matsveinn á Hótel KEA sumarið 1955 og mér sinnaðist við framkvæmda- stjóra hótelsins og var rekinn úr vistinni. Tapaði í fyrstu — Annars er ég útskrifaður sem matreiðslu- og veitinga- maður frá Hótel Borg árið 1962 og var síðan lengi á Tröllafossi og eitt sumar hjá Ríkisskip. Ég er upprunninn úr Hafnar- firði og þar búa ættingjar mín- ir. Ég hóf sjálfstæðan veitinga- rekstur 11. maí árið 1957 hér á Akureyri, rak kaffistofu í Ot- vegsbankahúsinu við Hafnar- stræti 103 og tapaði fyrstu árin. Mér er óhætt að fullyrða að miklar lífsvenjubreytingar hafa oi-ðið í daglegu fari Akureyr- inga og fyrir fimm árum keppt- ist hver maður við að borða heima hjá sér allar máltíðir og skiptu fjarlægðir ekki máli. Fyrsta árið rak ég veitinga- stofu á neðstu hæð Hótel Ak- ureyrar og seldi þá svona tíu til tólf máltíðir um hádegið og þrjár til fjórar á kvöld- in. Þetta er að vísu miðað við útmánuði, þegar lægsta gengið er á veitingarekstri hér á Akureyri. f vetur var þessi tala komin yfir 100 máltíðir um hádegið og nokkuð minna á kvöldin. Verulegur skriður komst á þennan rekstur með Kaffiterí- unni og hef ég einnig fært út kvíamar á þessum grund- velli. Ég keypti Vöruhús Ak- ureyrar með öllum vörubirgð- um í vetur og er nú öll neðsta hæðin orðin að einum matsal Ég hef reynt að skapa þessa teríu mína eftir nýjustu fyr- irmyndum á erlendum vett- vangi og fer þar saman hraði í sjálfafgreiðslu og ódýrar máltíðir, Vaxtar- broddurinn — Verður Akureyri ferða- mannabær í framtiðinni? — Sennilega er vaxtarbrodd- ur íslenzkrar ferðamenningar að færast hingað til Akureyr- ar og fyrir utan sumartíma- bilið dreymir okkur Akureyr- inga um að skapa vetrartíma- bil, og verður þar kjölfestan nýja fjallahótelið, sem nefnist „Skíðastaðir". Hugsjónamenn Tveir menn hér á Akureyri hafa barizt fyrir þessari hug- mynd með oddi og egg og eru reyndar hugsjónamenn með framtíðarsýn í þessum efnum. Eru það Hennann Stefáns- son, menntaskólakennari, og Þórður Gunnarssom forstjóri hér fyrir Brunabótafélag ís- 1 lands. Erfiðasti hjallinn er mikill auglýsingakostnaður- er- lendis. Þá er einnið erfitt við- ureignar, hvað milúð er af ófaglærðu fólki til þess að taka á móti fei-ðamönnum eins og á ferðaskrifstofum og hót- elum. Flugfélögin skóla flug- freyjur og hlaðfreyjur en ekki ber síður að kenna kurteis- legt og elskulegt viðmót ásamt þekkingu hvað ferðafólki kem- ur bezt á ferðalögum sínum. Ég er líklega með á annað hundrað manns í þjónustu minni og margt af þessu staldr- ar aðeins við tíma úr árinu. Tíðar skiptingar á fólki á við- kvæmum stöðum kemur sér illa og á ég hér við skóla- fólk. g.m. bréf til öl«öaiat Zl COCA-COLA OG MIÓLKURBÚÐIRNAR hér er of langt gengið, og er það mikill ljóður á ráði þeirra sem mjólkursölunni stjóma. að leyfa slíkan auglýsinga- áróður sem þennan. Enda virðíst þessi áróður bei-a góð- an árangur. Sorgarsjón Maiakovskí risu upp ýmsir delar og sögðu „bændur og verkamenn skilja yður ekki“. Ekki dró það held- ur úr viðsjám að Majakovskí og aðrir Lefistar voru full- komlega lausir við diplómat- ískan hugsunarhátt, voiu ein- staklega harðorðir í öllum deilum og mögnuðu hatur andstæðinganna hvenær sem tækifæri gafst. Marx gamli átti sér kjör- orð „Fylgdu fram þinni stefnu hvað sem menn segja" og Majakovskí gat skrifað undir þau orð með betri samvizku en flestir aðrir. Af dæmafáum þrótti barðist hann fyrir því sem hann taldi rétt í stjórn- málum og bókmenntum. Til eru menn, sem kvarta yfir þvx, að Majakovskí sinnti svo mjög baráttumálum dagsins, og víst hefur hann samið skamm- líf verk. En þau varpa ekki skugga á hin miklu og sterku söguljóð byltingarinnar, á kvæðin um Lenxn, um tíu ár byltingarinnar, á játningu hans „Fullum hálsi“ og fleiri merk verk, þar sem saman fer djarfleg hraðferð um allar lendur rússneskrar tungu, ó- þreytandi hugkvæmni í sköp- un sterkra, lakónískra mynda, ástríðufull skarpskyggni hlífð- arlauss byltingarmanns. Hann sjálfur Ljóðið fylgdi Majakovskí hvert sem hann fór — einnig inn í hvildarstundir hans eltu hann ólíkindi rímisins, leikir orðanna og annar sérkenni- iegur undirbúningur að alvar- legum átökum. Líf hans var barátta, og enginn sá að honum væri brugðið: hann lét aldrei und- an síga, hann var kaldhæðinn, orðheppinn, höggdjarfur, ó- svífinn. Og hann lagði það ekki í vana sinn, að trúa öðrum fyrir efasemdum um eigið afl, um eigin möguleika. Líklega er það þess vegna sem enginn hef- ur skrifað um orsakir sjálfs- morðs hans árið 1930 þánnig að við verði unað. En þessi þróttmikli maður, sem virtist fullur sjálfsöryggis og jafnvel hroka, var f reyfid mjög viðkvæmur. Og þegar rætt er um mann- inn Majakovskí er full ástæða til að vekja athygli á óvænt- um samanburði sem einn vina hans hefur gert — hann hefur líkt honum við Tsjékhof. Það er margt sem sameinar þessa tvo ólíku höfunda. Hinn sami hreinleiki x samskiptum við aðra menn. Blíða, falin djúpt undir háðsbrosi. Hatur á til- gerð og yfirborðsfegurð. Strang- ar kröfur til orðsins, fjand- skapur við skrúðmælgi. Full- komin andúð á hverskonar smáborgaraskap. Báðir brostu þeir oft, en hlógu sjaldan. . . Og þessir tveir menn eru ást- sælastir allra skálda í ættlandi sínu. Arni Bcrgtnann. Haukar sigursælir 1 Hafnarfirði er nýlokið vor- móti í knattspymu. Urslit urðu sém hér segir: 1. flokkur Haukár FH 3:2, 2. flokkur Haukar—FH 2:1. 3. flokkur Haukar—FH 7:2, 4. flokkur Haukar—FH 1:0. 5. flokkur FH—Haukar 1:0. Einnig hafa Haukar tekið þátt í miðsumarsmóti f knattspyrnu í Reykjavík. Unnu þeír Val 4:1, og Þrótt 6:0, gerðu jafntefli við KR 1:1 en töpuðu fyrir Frarn 1:0. 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.