Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 20. íjúlí 1963 — 28. árgangur — 160. tölublað Sáttafundur í mjólkurfræð- ingadeilunni í gærkvöld Klukkan 4 síðdegis í gær íslands og atvinnurekenda. hefur verið skýrt frá áttt boöaði sáttasemjari til samn- Fundurinn var langur og verkfall mjólkurfræðinga að ingafundar með aðilum í stóð enn þegar Þjóðviljinn hefjast á mlðnætti sföast- deilu Mjólkurfræðingafélags fór í prentun, en eins og áður Iiðnu. Heiðurs- orustu- flugmaður Mr. Benedikí Grori' dal Herirr yerið út- ne'fndur Heiðurs-or- usíuilugmaður á Keílavíkurflugvelli Sjá grein Austra a síðu © FríBrík sigur- sællisíBustu 3 umferBum 1 TVEIM SlÐTJSTU umferðum Piatigorsky-mótsins í Los Ang- eles hefur Friðrik Ölafsson unnið sínar skákir og lagt að vclli tvo af fremstu skák- miinmim heims. 1 9. UMFERÐINNI vann Friðrik Najdorf, Argentínu, og í þeírri tíundu vann hann Keshevsky. SEM FYRR HEFUR verið skýrt frá á Friðrik betri stöðu í bið- skák sinni við Gligoric úr 8. umferð mótsins. Vinni hann biðskákina er óhætt að fullyrða að Friðrik er koininn í hóp þcirra sem hafa forystu í mót- inu, en nú eru 4 umferðir eft- ir. REYNA RiKISSTOFNANIR AÐ BRJOTA VINNULOGGJO ¦ Ýmsar ríkisstofnanir hafa að undanförnu aug- lýsí eftir verkfræðingum til starfa á grundvelli kjaradóms, en Stéttarfélag verkfræðinga á sem kunnugt er í verkfalli, m a. við ríkisfyrirtækin. í yfirlýsingu sem Þjóðviljanum barst í gær 'frá Stéttarfélagi verkfræðinga af þessu tilefni er vitnað í lög um stettarfélög og vinnudeilur og bent á að þessar auglýsingar nálgist það „að vera yfirlýsing um, að hlutaðeigandi ríkisstofnanir muni brjóta vinnulöggjöfina, ef til þess gefst færj með verkfallsbrjóti. Hér er um að ræða dæma- lausa árás ríksvaldsins gegn stéttarfélagi og mætti hún vera öðrum stéttarfélögum ærið umhugsun- arefni. Jafnframt er þetta furðuleg hegðan þess aðila, sem gæta skal laga og réttar í landinu." „Af tilefni auglýsinga ríkis- stofnana í dagblöðum og víðar eftir verkfræðingum til starfa samkvæmt niðurstöðum Kjara- dóms, vill Stéttarfélag verkfræð- inga minna á það, að verkfræð- ingar eru almennt ekki opinber- ir starfsmenn, sem eru meðlim- ir B.S.R.B. og seldir undir Kjaradóm heldur félagsmenn í Stéttarfélagi verkfræðinga, sem starfar skv. lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og eru verkfræðingar nú í verk- falli eins og kunnugt er, m.a. hjá því opinbera. Kjaradómur Framhald á 2. siðu. Innheimtudeild Otvegsbanka flutt 1 auglýsingu á ððrum stað í blaðinu er greint frá því að inn- heimtudeild TJtvegsbanka Islands sé til bráðabirgða flutt úr heima- húsum í leiguhúsnæði í Hafnar- hvoli á 6. hæð. Flutningur deild- arinnar stendur í sambandi við þær stórfelldu byggingarfram- kvæmdir sem bankinn hóf fyrir nokkrurn mánuðum og eiga að bæta til mikilla muna þiónustu bankans í hjarta höfuðborgarinn- ar. Að sjálfsögðu munu flutning- ur og byggingarframkvæmdir raska að nokkru starfsemi bank- ans, en starfsfólkið mun að vanda leggja áherzlu á að við- skjntavinirnir verði sem minnst varir við þá erfiðleika. GÁLEYSI OLLI ÍSAGABRUNANUM Starfsmaður bar glóheitan skrúflykil að leku hylki ¦ Nokkurn veginn virðist nú liggja ljóst fyrir, hverjar séu orsakir eldsvoðans er varð í fyrrakvöld, fimmtudag, er ísaga brann. Magnús Eggertsson, lögregluvarðstjóri héfur nú tekið skýrslu af Jóni Þorvaldssyni, er var að störfurn í verksmiðjunni, er eldurinn kom upp. Kveðst Jón hafa brugðið heitum skrúflykli að leku gashylki, og hafi við það kviknað í. Jóni segist svo frá, að hann hafi verið að vinna við að fylla gashylki. Notaði hann sérstakan lykil til þess að loka hylkjunnm, og var nú lykillinn orfSj^' of rúmur. Til þess að lagfær ! /k- i'linn varð Jón að glóhit;; ann og slá hann saman. Er Jón kom aftur frá því verki tók hann eftir því, að eitt hylkið var farið að leka. Brá Jón heit- um lyklinum að lokanum á hylkinu og skipti það engum tqg- um, að eldur gaus upp. Ekki skaddaðist Jón, en hár hans og föt sviðnuðu. Jón hljóp þegar út og hringdi á brunaliöið, brá sér síðan í Maiurinn ófundinn í gær ¦ Maðurinn, sem týndist á Grímstunguheiði var enn ófundinn í gærkvöld þega Þjóðviljinn hafði samband við Henrý Hálfdansson. Leitað bafði verið úr lof í sæmilegu skyggni og einnig voru á Grímstunguheiði í gær Hjálparsveit skát í Hafnarfirði með sporhundinn ,.Nonna" og leitarflokkur úr Keflavik. Talið - að slóð mannsins hafi fundizt, lá hún í norðurátt en hvarf leitarmönnum af' enda slæmt skyggni norðuryfir. ¦ Maðurinn, sem týndist heitir Garðar Ólafsson og er á sextugsaldri. Ham tannlæknir í Keflavík. vélahús, sem er áfast verk- smiðjuhúsinu og slökkti á vél- um. Voru þá sprengingar að hefjast sem óðast. Þetta var í byrjun tólfta tímans á fimmtu- dagskvöld. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá voru tveir menn innilok- aðir í súrefnisverksmiðjunni, sem er bak við verksmiðjuhús- ið. Heita þeir Ólafur Ölafsson, Laugavegi 128, og Þorsteinn Jó- hannsson, Kárastíg 5. öryggisráðstafaha jafnan gætt Þjóðviliinn átti í gær tal við Þórð Runólfsson, öryggismála- stjóra. Sagðist Þórði svo frá,- að einu sinni á ári væri athugaður attar ðryggisútbúnaður í verk- Krmðiuffl sem þéssum. Hefði Safeart allt reynzt í ágætu lagi hjá Isaga. Ekki kvað hann ör- yggíseftirlitið enn tekið til við rann«5ókn á Slysinu, en hún mjraa hefjast i dag, laugardag. Myndí bann þá m.a. hafa tal afi ÍFrímanhí Jónssyni, sem er framkvæmdastjóri Isaga í fjar- veru Valgeirs Björnssonar. hafn- arstjóra. Þórður sagði, að ákaf- lega mikill þrýstingur væri á súrefnishylkjunum, meiri en gashylkjtmum, og væri því sýnu hættutegra ef éldur kæmi þar BPP, fen éins og kunnugt er varð súrefnisverksmiðjan varin, Framhald á 2. síðu. / hríngferð með Esju + Fréttamaður Þjóðviljans hitti þessar reykvísku stúlkur á Ráðhústorginu & Akureyri, en þær eru frá vinstri: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, sem vinnur á borgarskrifstofunum og Hulda Jónsdóttir, sem vinnur í bókhaldi SlS. Þær stöllur voru á sumarferðalagi og tóku fyrsx Esjuna austur um land, brugðu sér síðan til Egilsslaða og skoðuðu Bliótsdalshérað, þar á meðal Hall- ormsstaðaskóg. g/ðán var haídið áfram með Esiunni til Húsavíkur, og þaðan fór svo ferðamannahópur frá skipinu inn í Mývatns- sveit, skoðaði Djmmuborgir og aðra fagra staði í Mývatnssveit. ¦fc A þriðiudíg í síðustu viku voru þasr svo staddar á Akur- eyri og voru væntanlegar í bæinn um síðustu helgi eftir skemmti- legt sumarleyfj.. Þær sögðust hafa lent i ýmsum ævintýrum, og urðu tvívegis „skotnar" á þessu ferðalagi sínu. En um það vildu þær sem minnsí tala. Isaga flyturinngas frá Noriurlöndum H.f. Isaga hefur beðið blaðið fyrir þær fréttirj að fyrirtækið hefur nú þegar gert ítrustu ráð- stafanir til að afla logsuðugass frá útlöndum. Hafa þegar náðst samningar við aðila í Gautaborg og á rhánudaginn tekur Trölla- foss þar allmikinn farm af gashvikium og kemur beint hing8« og þ. 27. iúlí mun Hekla kom;i /ið í Kristianssand og takr -^farm. Þá bafa verið tekir >'! nokkur hundruð hylki af gasi í Kaupmannahðfn og verður þeim komið á næstu skip. Isaga biður menn að fara sparlega með það gas sem þeir eiga nú, þar sem þær ráðstaf- anir, sem gerðar hafa verið munu ekki bæta nema úr brýn- ustu þörfinni, hinsvegar verður «ppsetningu nýrrar verksmiðju hraðað eftir föngum Sprengingabann upphafið á enda- lckum kalda stríðsins- — 5- s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.