Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 1
.tölublað Á morgun verður tefld 11. umferð Piati- gorsky-mótsins (úrslit úr 10. umferð, sjá 12. síðu) og mætir Friðrik Ólafsson þá skæð- asta keppinaut sínum, Keres, sem myndin hér til hliðar er af. — í skákþættinum á 4. síðu blaðsins í dag er birt fræg skák Keres- ar og Reshevskys frá fyrri árum. Sunnudagur 21. júlí 1963 — 28. árgangur — 161 Verkfalli mjólkurfræðinga afstýrt— samningar tókust seint í fyrrinótt Samningar tókust um kl. 4 í fyrrinótt í kjaradeilu mjólkur- fræðinga, og hafði sáttafundur Aukin bjartsýni á að sambúð stórveldanna fari batnandi Sjá síðu 0 Á Skálboltsstað Hin nýja dómkirkja í Skálholti verður vígð árdegis í dag — og er nánar sagt írá því í frétt á 3. síðu’ en hér eru tvær myndir frá Skálholtsstað: gömul teikning af Brynjólfs- kirkju, dómkirkjunni þar á staðnum um miðja sautjándu öld, og ljósmynd tekin fyr- ir helgina er iðnaðar- menn sem unnið hafa að kirkjusmíðinni voru að leggja síðustu hönd á verkið. Sem kunnugt er, hefur nýja kirkjan verið reist á sama stað og fyrri dómkirkjur í Skálholti stóðu á. Takmark Finna í húsnæðismálum Árlegur húsnæðiskostnað- ur ekki hærri en 20% af jj atvinnutekjum Þróunin í íbúðabyggingum í Finnlandi hefur verið í nokkuð föstum farvegi und- anfarin ár, en ýmsar tillögur hafa þó komið fram um breytingar á húsnæðismála- löggjöfinni og er nú starf- andi nefnd, sem vinnur að undirbúningi nýs frumvarps urn það efni Byggingasam- vinnufélög hafa tekið geysi- lega mikinn þátt í íbúðabygg- ingum og notið mjög góðra kjara varðandi lán og aðra fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera, en jafnframt er unnið markvisst að því að gera einstaklingum fært að kpma sér upp eigin íbúðum. Hefur í því sambandi einkum verið rsett um tvær leiðir: Beinan ríkisstyrk eða lána- kerfi á vegum ríkisins. sem veita mundi lán til langs tima vaxtalaus eða með mjög lágum vöxtum og lækka þannig byggingarkostnaðinn. Á síðastljðnu ári gengu einn- ig í gil<M lög um skattaíviln- anir til þeirra aðila, sem taka ákveðinn hluta af þeim byggingum, sem þeir reisa á árunum 1963—1966 undir i- Dr. Bjarni Guðnason prófessor búðarhúsnæði eftir nánari reglum, sem settar eru þar að lútandi. Þessar ráðstafanir og aðr- ar, sem gerðar hafa verið, eiga að stefna að því marki, að árlegur húsnseðiskostnaður fari ekki fram úr 20% af at- vinnutekjum manna, jafnt í leiguhúsnæði sem og þeirra, sem byggja eigin íbúðir. Hef- ur m.a. verið lögð sérstök áherzla á að auka útlán til bygginga á leiguhúsnæði. Tala fullgerðra íbúða í Finnlandi á árunum 1957— 1962 hefur verið sem hér segir: ...J lítilla íbúða vaxið allveru- w lega miðað við heildartölu 1 fullgerðra íbúða. k Árið 1957 voru fullgerðar ^ 8.025 eins til tveggja her- jh bergja íbúðir í borgum og " kaupstöðum en á síðasf g liðnu ári var tala þeirra J 11.327. En jafnframt hefur H stærri íbúðum, 4ra herbergja J (auk eldhúss) og þar yfir ■ fjölgað líka. 1957 1958 1959 1960 1961 1962 31.702 íbúðir 29.999 íbúðir 29.940 íbúðir 31.525 íbúðir 37.299 íbúðir 37.469 íbúðir Eins og fyrr segir njóta ^ byggingasamvinnufélög mjög k mikillar fyrirgreiðslu af M hálfu hins opinbera hvað h snertir lán og vaxtakjör, en Jl markvisst er stefnt að því að ■ auka jafnframt lán með sem J allra hagstæðustum kjörum I til einstaklinga. Á árunum ? 1954—19158 voru vextir af ■ ríkislánum frá 7—8,5%. en ^ 1961 voru vextir komnjr nið- ■ ur i 6,25% Síld, síld, síU í gær skipaði forseti íslands að tillögu menntamálaráðherra dr. Bjama Guðnason prófessor í bókmenntum í heimspekideild Háskóla Islands frá 1. ágúst n.k. að telja. með sáttasemjara ríkisins þá staðið yfir í um 12 tíma, eða frá kl. 4 á föstudag. Kaup mjólkurfræðinga hækk- ar um 7,5%, en þeir höfðu áður fengið 5% hækkunina. Einnig náðist samkomulag um aldurs- uppbót: Mjólkurfræðingar, sem starfað hafa 10 ár á samlags- svæðinu (þ.e. hjá aðilum, sem hafa samninga við Mjólkur- fræðingafélag íslands) fá 5% uppbót á laun sín, og 10% upp- bó't eftir 15 ára starfstíma. Þá var samið um lengdan orlofs- tíma: Eftir 10 ára starf fá mjólkur- fræðingar 20 daga orlof (áður 19 daga), og eftir 15 ára starf er orlofs- tíminn 22 dagar í stað 21 áður. Eins og sjá má af þessu hafa mjólk- urfræðingar fengið framgengt þvi at- riði, sem þeir lögðu hvað mesta á- herzlu á í þessum samningum, þ. e. aldursuppbót á laun, enda þótt þeir hefðu að sjálfsögðu kosið að gengið væri lengra til móts við óskir þeirra þar að lútandi. En í samningunum felst þó vissulega mikilsverð viður- kenning á því grundvallarsjónarmiði. Samningurinn er gerður til 15 októ- ber og rennur þá út án uppsagnar. Þessi unga stúlka setur gómsæta rétti úr síld í plastdósir. Hún starfar í hinu aystofnaða fyrirtæki Síldarréttir s.f. að Súðarvogi 7. Nánari frásögn á 8. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.