Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐ4 HOÐVIUINH ------------• ’ —----------—--------------———— Sunnudagur 21. júlí 1963 hans var með nokkuð öðrum svip, ögn fjörlegri. Ella neyddi sjálfa sig til að hugsa um skólann sem átti að fara að byrja; í hverju hún átti að vera fyrsta daginn og hvort hún gaeti fengið pabba til að ryðja sig og gefa henni svo sem tvær nýjar blússur. Hún hafði eina í huga sem var hvít eins og vera bar, en snið- ið var dálítið sérstætt og hún kostaði 9.95. Hún hugsaði um blússuna, fór síðan að hugsa um væntanlega skólagöngu og fcugsanlega námserfiðleika. Hún velti sem snöggvast fyrir sér, hvort einhver af svertingjunum yrði í hennar bekk. Hún von- aði ekki, án þess að vona. Eins og flestir aðrir í Caxton, bjóst hún ekki við að neitt yrði úr þess- ari sameiginlegu skólagöngu. Eitthvað yrði til fyrirstöðu, ein- hver smuga fyndist. Hún hætti að hugsa um það og fór aftur að íhuga kringumstæðumar í sambandi við Hank Kitchen. Þegar hún væri komin í mennta- skóla, þá hætti hann kannski að meðhöndla hana eins og hún væri einhver krakki: kannski myndi hann uppgötva það allt í einu að hún var orðin kona, eins og stundum kom fyrir í kvikmyndunum. Hann væri kannski að hjálpa henni ofanúr vagni og héldi henni i fanginu og þau væru að hlæja, en svo litu þau allt í einu hvort á annað og hættu að hlæja. Og hann myndi þrýsta henni fast að sér. Það gæti líka gerzt með- an þau væru á baðströndinni. Hæglega. Hank hafði ekki séð hana í sundbol í háa herrans tíð. . . En reyndar töluðust þau ekki við núna; og kannski myndu þau aldrei framar tala hvort við annað. Að minnsta kosti ekki fyrr en hann væri búinn að biðjast afsökunar. Og hann var hræðilega þrár. „Hæ. Hvemig væri að fá annan kaffibolla?" „Allt 1 la£i, en ég skil ekki Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINti og DÓDÓ Laugaveel 18 HL b (lyfta) Simi 24616. P E R M A Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Simj 14662. hArgreiðsldstofa ADSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Langavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — hvemig þú getur drukkið heitt kaffi í svona hita“. „Ég get það ekki heldur. Annars er þetta vist uppeldinu að kenna“. Ella hristi höfuðið og af- greiddi unga manninn. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að sugun í honum væru að því ieyti undarleg, að þau væru gömul — miklu eldri en hann að öðru leyti. Það var eins og þau ættu ekki samleið með öllu ninu. „Þú hlýtur að hafa alizt upp í símaklefa", sagði hún hlæj- andi. Hann tók undir hlátur henn- ar, en virtist þó ekki hafa í hyggju að útskýra símtölin. Hann losaði skyrtuna frá hör- undinu. „Verður þér ekkert heitt?“ spurði hann. „Jú, auðvitað". „En ég á við, hvemig ferðu að því að vera svona snyrtileg?" Ella ypti öxlum. „Engar svitaholur", sagði ungi maðurinn. „Það er lóðið. Heyrðu, þú ert ekki búin að svara spum- ingu minni — sem ég spurði fyrir klukkutíma'1. „Ég man ekki hvaða spuming það var“. sagði Ella og leit út- undan sér til að athuga hvort herra Higgins væri að horfa á þau. Hann var ekki að því. „Svona, svona. Ég spurði hvort þú vildjr sýna mér borgina. Hvað segirðu um kvöldið? Hvenær hættirðu að vinna?" „Klukkan háftíu, en ég er hrædd um — jú, sjáðu til, pabbi sækir mig alltaf hingað eftir vinnu; og auk þess sérðu ckki mikið af borginni í myrkri, eða hvað?" „Þetta er rétt hjá þér“, sagði, ökunnugi maðurinn. „Alveg laukrétt. Láttu kvenfólkið um rökvísina, segi ég alltaf". Smám saman varð til áætlun í huga Ellu meðan á samtal- inu stóð. Hún fór ekki oft út með strákum, Hank vissi það, og kannski var það þess vegna sem hann kom svona fram við hana. Ef hann kæmist að því að hún færi út með bláókunnugum manni — frá Hollywood! — þá yrði hann kannski dálítið skemmtilegri og ekki eins hræðilega bróðurlegur. Ungi maðurinn sagði: „Við gætum notað vasaljós", og þau hlógu bæði; síðan sagði hann: „í alvöru, ertu nokkuð upptek- in annað kvöld?" „Ég veit það svei mér ekki. Ég þarf —“ „Þú manst eftir Suðurríkja- gestrisninni". „En ég veit ekki einu sinni hver þú ert eða hvað þú gerir eða neitt". „Ég sagði þér það — Ég heiti Adam Cramer, og ég þarf að vinna á vegum samtaka hér í borginni, einmitt hér í Caxton. Af hverju gefurðu mér ekki heimilisfangið þitt, og þá get ég litið inn og heilsað upp á fólkið þitt. Ef þeim lízt ekki á mig, þá hypja ég mig burt og læt ekki sjá mig framar. Ef þau kvarta ekki, þá fðrum við í bíó. Er þetta ekki sann- gjarnt?" Ella kyngdi. Henni fannst til- veran býsna ævintýraleg og spennandi þegar hún sagði: „Ég á heima í Lombard 442, upp hæðina við Bradleystræti. Veiztu hvar pósthúsið er?“ „Nei, en ég get komizt að því“. Ungi maðurinn tók litla vasabók úr vasa sínum og skrifaði heimilisfangið hjá sér. „Þakka þér fyrir, Ella", sagði hann. „Nú er ég ekki eins ein- mana". Hún fann að hún gat ekki horft í augun á honum. „Ég lofaði ekki neinu", sagði hún. „Klukkan átta?" Hún ypti öxlum. „Klukkan átta. Sé ég þig þá“. Hann fór í jakkann, brosti aftur og gekk út úr búðinni. 3 Um leið og Tom McDaniel stanzaði fyrir framan lyfjabúð- ina, mundi hann eftir orðinu sem hann hafði verið að leita að og reyndi að finna blýant; en auðvitað voru vasar hans tómir. Hann barði að dyrum. Rolfe Higgens opnaði og ot- aði að honum fingri. „Of seinn rétt einu sinni". sagði hann. „Ég veit það. Ég veit það“. Tom brosti til Ellu. „Ég tafð- ist. Þeir voru að byrja á seinni prentuninni og —“ „— þú gleymdir — tímanum". Higgens hló og sneri sér að Ellu. „Það er mesta furða að pabbi þinn skuli muna eftir að fara í buxumar á morgn- ana!“ „Svona, svona", sagði Tom. „Svo slæmur er ég ekki". „Þú ert afleitur. Þú hefur aldrei sótt hana á réttum tíma siðan hún byrjaði að vinna héma, og tvisvar biðum við fjörutíu mínútur og þá ók ég henni heim sjálfur!" „Tja. . Tom brosti vand- ræðalega, óskaði þess að Higg- ins hætti þessu. Þetta var góð- látleg stríðni, en þó leyndist þama einhvers staðar alvarleg ásökun. „Ella skOur þetta", sagði hann. „Er það ekki, kisa?" Ella sagði: „Auðvitað". „Tom —“ Higgens fór iiin- fyrir borðið, hellti vatni í glas, drakk það. „Af hverju hætt- irðu ekki við að senda hana í skólann þetta skólaár? Ég skal hækka kaupið hennar upp í hálfan annan dollar um tím- ann". „Þú segir nokkuð", sagði Tom Leiðarinn var ekki nema hálfn- aður og það átti eftir að ganga írá síðu sex og skrifa bréfin, en samt reyndi hann að vera rólegur og glaðvær í fasi. Sann- leikurinn var sá að hann ætti að vera þakklátur fyrir að fá smáhvfld. Hann hafði verið að vinna síðan í morgun og aðeins tekið sér smáhlé klukkan sex til að fá sér brauðsneið. „Hvað segir þú um þetta, kisa?" Ella hló. „Mér er alvara", sagði Higg- ins. „Hún hefur verið mér regluleg hjálparhella. Mér er fjandalega við að missa hana". „Felldu þetta tal. Hún er nógu spillt af dekri fyrir". „Vitleysa. Hún er fyrirtaks stúlka". Higgins klappaði Ellu á bak- ið; síðan skrifaði hann ávísun og fékk henni. „Næsta ár?“ sagði hann. Tom kinkaði kolli. „Næsta ár. Ef þeir verða ekki búnir að bannfæra staðinn". Hann beið meðan Higgins opnaði, síðan gengu hann og Ella að bílnum og settust inn. Hann spurði dóttur sfna hvort þetta hefði verið erfiður dagur og hún sagði nei við því, og hann spurði hvort hún hlakk- aði til að byrja í skólanum og hún játti því, og síðan hætti hann að tala, og það var hljótt í bílnum. Honum þótti vænt um Ellu og vissi að henni þótti vænt um hann — að minnsta kosti i þeim skilningi að það var erfiðleikum bundið að þykja ekki vænt um hann, þótt hann vissi líka, á einhvern kynlegan óljósan hátt að það var ekkert persónulegt (eins og hann hafði eitt sinn heyrt hana segja við vinkonu). Ekki svo að skilja að þeim tveimur liði neitt illa í návist hvors annars. En Ella var á gelgjuskeiði og glímdi við þúsund vandamál, sem hann gat ekki gert sér neinar vonir um að skilja (ef til vill vegna þess að hún bar þau ekki undir hann; eða kannski vegna þess að hann hafði sjálfur aldrei gert sér alvarlegt far um að skilja þau), og satt að segja hafði hann býsna mikið að gera um þessar mundir. Auðvitað væri þetta öðru vísi ef hann væri í annars konar vinnu. Þá gæti hann tekið sér fri, talað við Ellu og kynnzt henni. Hann gæti komizt að því hvemig sextán ára unglingur hugsaði í raun og veru. Orðið vinur hennar. Ég má til að gera það, sagði hann við sjálfan sig, eins og hann hafði gert ótal sinnum áður. Ég verð að taka mér tima til þess. Það er ekki sanngjarnt að láta Rut um þetta allt sam- an. Stúlka hefur þörf fyrir föð- ur ekki síður en móður. . . Fjandinn sjálfur! Hann beygði inn á heim- keyrsluna og mjakaði bílnum inn í þröngan, hurðarlausan bíl- skúr. „Fyrirgefðu hvað ég kom seint", sagði hann aftur. Ella ypti öxlum og þau fóru útúr bílnum og gengu upp að litla, rauða múrsteinshúsinu. Það var nýbyggt og leit út fyrir að vera það. Grasflötin var rétt að byrja að fá á sig græna sljkju, og í loftlnu var áhjá- kvæmilegur þefur af húsdýra-j áburði (ekki ógeðfelldur, fannst Tom). Hinum megin við göt- una var gisinn skógur með grönnum trjám og litlu lauf- skrúði. Einhvem tíma yrðu þar nágrannar. Inni í húsinu var enn ilmur af kjöti og hvinur í kaffivél. Tom fleygði jakkanum á bekk- inn og gekk inn í dagstofuna. Hún var stór en varla kominn íverusvipur á hana. A ljósmál- uðum veggjunum voru fáeinar mjmdir, hundrað bóka í köss- um á gólfinu (Tom ætlaði að smíða hillur en hummaði verk- ið fram af sér), nokkrir lamp- ar og smáhlutir. 1 homi var sjónvarpið, flöktandi eins og öll sjónvörp á þessu svæði. Fyrir framan það sat afi. Hann var að fylgjast með spum- ingaþætti. Tom fór fram í eldhúsið þar sem Rut var að þvo upp. Hún var ungleg og snyrtileg, miklu unglegri og snyrtilegri en Tom. „Hæ“. Hún sneri sér við og leit ó- sjálfrátt á eldhúsklukkuna. „Svei mérþá", sagði hún og kippti kaffivélinni úr sambandi. Hún hellti sterkum, dökkum vökvan- um í þrjá bolla sem stóðu til- búnir. „Af hverju býrðu ekki á skrifstofunni?" Þrír, tveir einn skjóta. Tíu niu........ Fimm fjórir þrír............................. Þessi aumingi! Hann er orð- inn tuttugu mínútum of seinn. S K O T T A H Hann eltist við mig í tvær vikur. . . bauð mér í bíó og á dans- leiki. . . gaf mér kóka kóla og hamborgara. . aðeins til að fá símanúmcrið hennar Stínu. Islandsmótið Á Njarðvíku.rvelli í dag kl. 16: KEFLAVlK - FRAM Dómari; Haukur Öskarsson. Líituverðir; Brynjar Bragason og Björn Karlsson. Á Akureyri í dag kl. 16: AKUREYR! -AKRANES Dómari: Hannes Sigurðsson. Línuverðir: Halldór Bachmann og Skúli Jóhannesson. MðTANEFND. Hugheilw þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, GARÐARS HJALMARSSONAR, bifvélavirkja, Asvallagötu 39. Þökkum sérstaklega læknum og hjúkr- unarkonum handlækningadeildar Landsspítalans fyrir ómetanlega hjálp. Guð blessi ykkur öll. F.h. foréidra, systkina, tengdaforeldra og annarra ættingja, Edda Jánsdóttir og synir. Otför LILJU MABTEINSDÓTTUR, Freyjugötu 11, fer fram frá Fossvogskapellunni, þriðjudaginn 23. þ.m. kL 1.30 Blóm eru vmsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látr.u, er bent á líknarstofnanir. Börn. tengdabörn og barnabörn. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.